Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 29
upp síðastliðin jól og jólamerki- spjöld er fylgdu jólagjöfunum okkar, sem var það síðasta sem Ella skrifaði í þessum heimi. Ég minnist tölvupóstssamskiptanna sem við hófum eftir að við fjöl- skyldan fluttumst í aðra heims- álfu og ég hugsa um æviminning- arnar sem hún skrifaði og afhenti sínum nánustu á aðvent- unni. En efst er í huga mér myndin af frábærri konu sem lagði sig fram um að láta öllum líða vel í kringum sig og hafði ekki mikið fyrir því. Henni var það eðlislægt. Lokakveðjan er frá sonum okkar Jóns: „Ella frænka var svo góð að hún eignaðist bara vini.“ Blessuð sé minning hennar. Eydís Hilmarsdóttir. Ella mín. Það var í öllum skilningi vor, er vegirnir lágu fyrst saman. Lífið var leikur, kraftur og þor, lifandis ósköp var gaman. Og glaðbeitt þú sólskins sumarsins naust en sýndir svo ekki varð villst um er högg dundi á, þegar komið var haust að hugrekki er það, sem allt snýst um. Eins vissirðu vel að í árstíðum manns fær veturinn enginn umflúið. Af hugprýði mættirðu komunni hans nú heljarstríðið er búið. Sældarlíf „Sumarlands“ tekur við nú sannfæring áttirðu slíka. Við sjáumst þar seinna, þakkir færð þú fyrir samveru af minningum ríka. Ester. Kær vinkona sem við munum ætíð minnast með gleði, hlýhug og virðingu er fallin frá. Við vinkvennahópurinn „Þögnin“ ólumst flestar upp á Selfossi, gengum í sama skóla og áttum dýrmætar samverustund- ir. Kátar ungar konur sem urð- um gamlar saman í „Þögninni“. Hittumst reglulega hver heima hjá annarri með prjóna og saumaskap og ræddum málin oft fram á nótt með kaffi og kökum. Þarna voru öll heimsins vanda- mál leyst og okkar líka. Traustið og tryggðin ofar öllu í öllum okk- ar samskiptum. Vinskapurinn einstakur og aldrei féll styggð- aryrði okkar á milli þrátt fyrir að við ræddum persónuleg mál af einlægni. Sérstakur vinahópur sem einkenndist af samrýndum konum sem allar vissu hvað þær vildu. Þetta var upphafið að „Þögninni“. Ella ólst upp fyrir utan á, við Miðtúnið á bökkum Ölfusár. Foreldrarnir, Sigurður og Guð- finna, byggðu þar hús sem heitir Vík og ólu börnin sín fimm upp í öryggi og hlýju á fallegu heimili. Ella var alltaf ákveðin, hlý, skýr og lét ekki fara neitt með sig. Við fylgdumst með kynnum Ellu og Birgis. Þeirra kynni byrjuðu í Landsbankanum þar sem þau störfuðu. Þau byggðu sér hús við Ölfusá í nágrenni við æskuheimili hennar. Eignuðust strákana sína, Ara og Jón Þór. Seinna fluttu þau í burtu í mörg ár til Ísafjarðar og Akraness þar sem Birgir tók að sér banka- stjórastöðu og Ella fór að vinna við grunnskólann, en hún var lærður leikskólakennari. Við átt- um ógleymanlegar ferðir saman eins og þegar við heimsóttum þau til Ísafjarðar og ferðuðumst til Írlands, Tyrklands og Kúbu og allar útilegurnar. Þetta eru ógleymanlegir tímar. Þau hjónin voru samhent alla tíð sem kom svo skýrt fram í erf- iðri baráttu Ellu við krabba- meinið. Sérstaklega núna síðustu árin og vikurnar, Birgir og strákarnir alltaf að hlúa að henni. Ella var ákaflega dugleg í gegnum öll sín veikindi og lét aldrei bilbug á sér finna. Hún var trúuð og átti trygga bæna- hópa. Hún var glaðsinna, bjart- sýn og alltaf jákvæð. Þau höfðu gaman að því að ferðast erlendis. Fóru margar ferðir innanlands í hjólhýsinu sínu. Byggðu sér lítið sæluhús í landi Neðra-Dals, ná- lægt æskuheimili Birgis. Þau sáu alltaf jákvæðu hliðarnar á lífinu. Ella nýtti sér skynsemina sem hún hafði mikið af. Leitaði sér hjálpar hjá þeim sem hún fann að gátu gert lífið auðveldara. Hún fór daglega í langa göngu- túra og sagði að útiveran bjarg- aði sér. Við fengum allar að kveðja Ellu á dánarbeðinum og bað hún okkur að væla ekki mikið yfir sér. Hún ætlaði að undirbúa komu okkar til sín vel og lofaði okkur að það yrði gaman þegar við hittumst hinum megin. Hún var ótrúleg kona, trúði og bað ekki bara fyrir sjálfri sér heldur fyrir öllum öðrum sem voru að berjast eins og hún fyrir lífi sínu. Við vinkonurnar í „Þögninni“ og okkar fjölskyldur sendum Birgi, Ara, Jóni Þór og þeirra fjölskyldum innilegar samúðar- kveðjur. Guð veri með ykkur. Elín Bachmann Haralds- dóttir, Esther Halldórs- dóttir, Hildur Einarsdóttir, Hrefna Halldórsdóttir, Ingi- björg Steindórsdóttir, Kristbjörg Einarsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir. Elsku Ella mín. Nú hefur þú lokið dvöl þinni í þessari jarðvist og flust til æðri heima. Á hugann leita minningar og söknuður, en fyrst og fremst þakklæti fyrir að hafa notið þinn- ar samveru og gleðistunda. Leiðir okkar lágu fyrst saman sem börn þegar ég dvaldi hér „fyrir utan á“ hjá systur minni. Síðan sem unglingar við skrif- stofustörf hjá KÁ. Áttum við dásamlegar stundir þá saman og hefur vinskapur okkar verið órjúfanlegur síðan, þó svo að við höfum búið langt hvor frá ann- arri um tíma. Við hjónin fluttum austur fyr- ir fjall fyrir sex árum og áttum við góðan tíma saman við okkar innstu áhugamál. Svo hrakaði heilsu þinni mjög í þessum illvíga sjúkdómi sem þú háðir hetjulega baráttu við. Þar var styrkur þinn og þrek ómetanlegt. Ella var einstök í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, hrein og bein og frábær meðferðaraðili, enda margir sem sóttu í hennar hendur. Ég mun sakna okkar samvinnu. Veit að við eigum eftir að hittast aftur og hjálpa hvor annarri, eins og við töluðum svo oft um. Ella hafði sterka trú, treysti á dýrðina og ljósið. Nú hefur hún kvatt þennan heim og munu dýrðarhendur Guðs umvefja hana og lýsa henni upp í ljósið ei- lífa. Við hjónin sendum ástvinum hennar samúðarkveðjur og geymum góðar minningar um dýrmæta vinkonu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem) Dagbjört og Jón. Elsku hjartans yndislega vin- kona mín. Mig langar til að minnast þín í nokkrum orðum. Það var fyrir u.þ.b. 15 árum að við hittumst fyrst á kristinni samverustund á Akranesi. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari þínu var hvað þú hafðir ynd- islega nærveru, svo fallega og hreina. Ég hugsaði einmitt með mér að svona ætti sannkristið fólk að vera. Alltaf svo jákvæð og tillitssöm við alla og talaðir aldr- ei neikvætt um neinn, sást alltaf það fallega í fólki. Síðan fórstu að koma til okkar Bigga á bænastundir og sagðir okkur ótrúlega fallegar sögur úr raunveruleikanum þar sem Guð hafði snert við fólki. Um þetta sama leyti greindist þú með þann erfiða sjúkdóm sem þú hef- ur háð baráttu við síðan. Við kynntumst smátt og smátt og þú sást auðvitað strax að ég væri ekki með sterkan líkama og bauðst mér að koma til þín í höf- uðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, sem ég gerði – og hvílíkar kær- leikshendur sem þú hafðir, það mátti svo sannarlega finna að Guð væri með þér. Við hittumst alltaf reglulega, bæði til að biðja fyrir fólki og málefnum og einnig til að njóta samvista hvor við aðra. Biggarn- ir okkar náðu líka vel saman og oft var hlegið hátt. Já, þú varst ekkert smáheppin með hann Birgi þinn, sem hefur staðið eins og klettur við hlið þér í gegnum allt og þú kunnir svo sannarlega að meta hann, talaðir um hann sem mesta ljúfmenni allra tíma. Synina þína þekki ég ekki en finnst þó stundum að ég geri það, hef heyrt svo fallegar sögur af þeim og fjölskyldum þeirra. Þegar þið fluttuð svo í heimabæ- inn ykkar, Selfoss, fannst mér ég hafa misst góða vinkonu en þú passaðir alveg upp á mig og við vorum í góðu símasambandi. Eins skrítið og það kann að virð- ast þá tengdumst við mjög sterk- um andlegum böndum og vissum iðulega ef eitthvað var að hvor hjá annarri. Við heimsóttum líka hvor aðra ef tækifæri gafst. Þú hefur greinst með krabba- mein og farið í erfiðar meðferðir oftar en ég hélt að væri mögu- leiki, en lífsviljinn og baráttu- andinn hefur haldið þér gang- andi í öll þessi ár og auðvitað var Guð alltaf með þér og snerti þig margoft með sinni yndislegu nærveru. Þú treystir alltaf á hann og hann hélt þér svo sann- arlega uppi í gegnum þessi erf- iðu veikindi. Núna undir það síð- asta varstu orðin óskaplega þreytt og ég er svo óendanlega þakklát fyrir að við Biggi skyld- um geta komið í heimsókn núna fyrir jólin. Þá gátum við beðið fyrir þér og kvatt þig, því auðvit- að vissir þú að hverju stefndi. Það var þín heitasta ósk að Drottinn færi að koma og sækja þig og færa þig heim í dýrð sína. Núna hefurðu fengið þá ósk upp- fyllta og ég veit að þú finnur ekki lengur fyrir þrautum og þjáning- um. Minningin um dásamlega konu mun lifa í hjörtum allra sem þekktu þig. Elsku Birgir og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð á þessum erfiðu tímum og biðjum Drottin um að blessa ykkur og styrkja í sorginni. Elínborg (Ellen) og Birgir, Akranesi. Elsku Ella. Nú er komið að kveðjustund. Þú hefur kvatt þennan heim eftir harða og stranga baráttu við illvígan sjúk- dóm, sem loks hafði betur. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með því æðruleysi og þeim styrk, sem þið Birgir sýnd- uð í veikindum þínum, og að upp- lifa væntumþykjuna ykkar á milli. Mér varstu meira en góð vinkona. Þú reyndist mér sem yndisleg systir. Betri vini en ykkur Birgi var ekki hægt að hugsa sér. Sú vinátta er mér mjög dýrmæt. Ég kveð þig nú með söknuði og þakka þér allar okkar samverustundir. Elsku Birgir, Ari, Jón Þór og fjölskyldur. Við Jóhannes vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Missir ykkar er mikill. Guð blessi minningu þína, elsku vinkona. Hvíl í friði. Guðlaug (Gulla). MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 ✝ Einar Jónssonfæddist í Hafn- arfirði 28. mars 1926. Hann and- aðist á hjúkr- unarheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði 30. janúar 2014. Foreldrar hans voru Jón Hjörtur Jónsson, frá Gunn- arsbæ í Hafnarfirði, fæddur 21. október 1898, d. 20. mars 1988 í Hafn- arfirði og Guðríður Einarsdóttir frá Merkinesi í Höfnum, fædd 14. nóvember 1901, d. 20. janúar 1997 í Hafnarfirði. Systkini Ein- ars eru: Ester Jónsdóttir, f. 20. ágúst 1923, d. 5. maí 1994, Þórð- ur Rafnar Jónsson, f. 6. janúar 1932 og uppeldissystir hans og dóttir Esterar er Hjördís Guð- björnsdóttir, f. 27. júlí 1943. Ein- ar kvæntist 12. apríl 1952 Þóru Valdimarsdóttur, f. 5. mars 1931 á Fáskrúðsfirði, foreldrar henn- ar voru Valdimar Lúðvíksson, f. 1. ágúst 1894 í Hafnarnesi við Fá- skrúðsfjörð, d. 26. maí 1986 í Hafnarfirði og Guðlaug Krist- björg Sveinbjörnsdóttir, f. 28. urgeirsdóttur og eiga þau eina dóttur, Guðlaugu Þóru, f. 1994. Gunnar á fyrir 2 dætur: Ásdísi, f. 1974, gift Þór Magnússyni, f. 1974, og Helgu, f. 1977, gift Gisle Nondal, f 1980 og eiga þau 2 drengi og eina stúlku. Einar ólst upp í Hafnarfirði og gekk þar í skóla. Hann lauk námi frá iðn- skóla sem þá var kvöldskóli í hús- gagnabólstrun, en hann lærði hana hjá Ásgrími bólstrarameist- ara í Reykjavík sem þá var stað- settur við Óðinsgötu 1 og flutti síðan með Ásgrími að Bergstaða- stræti 2. Einar rak eigin vinnu- stofu að Linnetsstíg 1. Hann vann hjá Ragnari Björnssyni hús- gagnabólstrara (RB-rúm), sem þá var staðsettur í gamla mjólkurbúinu við Lækjargötu. Þá vann hann hjá Húsgagna- verslun Hafnarfjarðar til fjölda ára, fyrst sem sölumaður í versl- uninni við Reykjavíkurveg 2, síð- ar við bólstrun og smíðar hjá Stefáni Rafni og Jónasi við Reykjavíkurveg 64, Blikktækni í Hafnarfirði stutt tímabil. Síðustu árin var hann baðvörður í íþróttahúsi FH-inga í Kaplakrika meðan heilsan leyfði. Útför Einars fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 7. febrúar 2014, og hefst athöfnin kl. 11. janúar 1907 í Beru- firði við Berufjörð, d. 22. janúar 1976 í Hafnarfirði. Einar og Þóra eignuðust 3 börn en þau eru: 1) Hörður, f. 30. ágúst 1952, kvæntur Ólöfu Þórólfsdóttur, f. 11. desember 1955 og eiga þau 4 börn: a) Einar Þór, f. 1973, kvæntur Auði Kristínu Árnadóttur, f. 1974 og eiga þau 3 dætur, b) Signý Dóra, f. 1978, gift Ingva Þór Mark- ússyni, f. 1977 og eiga þau 3 dæt- ur, c) Jóna Margrét, f. 1989, í sambúð með Birni Frey Björns- syni, f. 1986 og d) Ragnar Þór, f. 1990, í sambúð með Hönnu Maríu Óskarsdóttur, f. 1990. 2) Jón Hjörtur, f. 13. júní 1956, kvæntur Margréti Þorvaldsdóttur, f. 1959 en hann á 2 syni: a) Einar, f. 1976 og á hann 2 dætur og 1 son, b) Jón Hjörtur, f. 1994. 3) Guðríður, f. 26. júní 1961 og á hún 2 börn: a) Sara, f. 1986 og b) Davíð, f. 1988. Þóra kona Einars á fyrir son, Gunnar Kristjánsson, f. 1. desem- ber 1949, kvæntur Ingigerði Sig- Það geta verið forréttindi að fá að alast upp hjá afa og ömmu, þess varð ég aðnjótandi. Þessum forréttindum fylgdi að ég eignaðist tvo bræður, sem voru móðurbræður mínir, þ.e. þeir Ein- ar og Þórður. Einar var 17 ára þegar ég fæddist og var því stóri bróðir. Hann var einstaklega ljúf- ur og skemmtilegur, var duglegur að hlaupa um með mig á háhesti, sem reyndar hafði eitt sinn þær af- leiðingar að ég hló víst heldur mik- ið svo að Camelpakkinn í brjóst- vasa hans blotnaði. Afi Jón Hjörtur var mikill útivistarmaður og ól syni sína og mig upp við að hjóla um nágrenni Hafnarfjarðar og læra að meta umhverfið. Við áttum ekki bíl og var hjólið því far- arskjótinn. Þetta varð þess valdandi að Einar fékk fljótt áhuga á að ferðast um landið okk- ar. Er ég fyrst man eftir mér var Einar að læra húsgagnabólstrun og stundaði með því nám í Iðnskól- anum í Hafnarfirði. Iðnskólinn var þá til húsa í Flensborgarskólan- um. Eitt sinn sat ég við eldhús- gluggann á Suðurgötu 21 þar sem ömmusystir mín bjó og horfði upp að skólanum og segi: „Þegar ég verð stór strákur eins og Einar bróðir minn ætla ég í Flensborg.“ Ég leit að sjálfsögðu mjög upp til þessara stóru bræðra minna. Í kringum 1950 kaupir Einar sér herjeppa, „blæjujeppa“. Hann hafði gaman af að fara í ferðir á jeppanum og oft tók hann afa Jón Hjört með. Ég hef stundum hugs- að, að það eru ef til vill ekki marg- ir tvítugir jeppastrákar í dag, sem nenna að fara með pabba sinn og mömmu, já og Ólöfu móðursystur sína, í margra daga jeppaferð og alla leið til Akureyrar, en það gerði Einar bróðir. Einar vann við húsgagnabólstr- un og á mínum Flensborgarárum 1956 til 1959 kom ég oft við á hús- gagnavinnustofu Ragnars Björns- sonar (RB-húsgögn í dag) sem þá var við Lækjargötuna. Ég fór oft þangað inn til að heimsækja Ein- ar, því þar var líf og fjör. Á þess- um árum var síminn að koma í hvert hús. Ég man að afa fannst algjör óþarfi að fá síma. Einar tók sig því til og lét leggja síma í húsið okkar á sínu nafni. Að sjálfsögðu fór síminn aldrei aftur úr húsinu. Ævintýri, ferðalög og flakk voru í blóði Einars. Hann fór nokkrar ferðir með Hafnarfjarð- artogurunum á árunum milli 1950 til 1960. Oft var siglt með aflann. Þegar hann kom úr siglingunum brást það ekki að litla systir fékk alltaf sinn pakka, þótt hann væri kominn með fjölskyldu. Um 1952 kvæntist Einar Þóru. Stuttu síðar fæddist Hörður og kom hann eins og litli bróðir inn í líf mitt, þar sem þau bjuggu þá hjá afa og ömmu á Smyrlahrauninu. Er þau fluttu frá Smyrlahrauninu voru þau fyrstu árin ekki langt undan svo ég varð fljótt kvöldbarnfóstran þeirra. Þau Þóra áttu sameiginlegt áhugamál, sem var að ferðast um okkar fallega land, þau þurftu ekki að fara til annarra landa til að sjá fegurðina. Þau ferðuðust oft um Suður- og Austurland því þar átti Þóra sitt fólk. Ég get ekki lát- ið hjá líða að dást að henni Þóru mágkonu minni fyrir þá þolin- mæði og umhyggju sem hún sýndi stóra bróður á hans erfiðu stund- um. Hjördís. Einar Jónsson ✝ Ingibjörg Ás-geirsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 6. nóvember 1957. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 3. febrúar 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ás- geir Hjálmar Karls- son bygginga- verkfræðingur, f. 13. janúar 1927, d. 2. apríl 1980, og Ingibjörg Johannesen, dönskukennari og löggiltur skjalaþýðandi, f. 4. október 1930, d. 22. janúar 2010. Systkini Ingi- bjargar eru: 1) Jón Ásgrímur, f. 1955, maki Emly Johannesen, f. 1955. 2) Halldóra, f. 1956, maki Birkir Árnason, f. 1955, d. 2009. Börn þeirra eru Ásgeir, f. 1985, og María Björk, f. 1987. Ingibjörg ólst upp í Reykjavík, Danmörku, við Búrfellsvirkjun og í Garðabæ. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1978. Hún lauk námi frá Lög- regluskóla ríkisins 1985. Hóf störf sem almennur lög- reglumaður, en varð síðar rann- sóknarlög- reglumaður. Lauk starfsferli sínum í útlendingadeild Lögreglunnar í Reykjavík. Vann við frið- argæslustörf í Sarajevo í Bosníu og síðar í Síerra Leóne. Hún gegndi ýmsum félags- og trún- aðarstörfum í Lögreglufélagi Reykjavíkur. Hún keppti í skot- fimi í mörg ár, vann til fjölda verðlauna og var kjörin skot- íþróttakona ársins 2003. Útför Ingibjargar fer fram frá Neskirkju í dag, 7. febrúar 2014, og hefst athöfnin klukkan 13. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér. Skrýtið hvernig lífið er. Eftir sitja margar minningar, þakklæti og trú (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Einstök, skemmtileg, traust og trú. Þessi orð lýsa Ingu vin- konu minni sérstaklega vel. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningarorð um vinkonu mína, sem kvaddi alltof snemma. Inga hafði glímt við krabbamein í rúmt ár þegar hún lést. Hún var óendanlega dugleg og æðru- laus í veikindum sínum. Það er margt sem við Inga brölluðum saman, við ferðuðumst mikið og var hún alveg einstakur ferða- félagi, það var alltaf eitthvað skemmtilegt sem kom upp í ferðalögum okkar. Man ég sér- staklega eftir því þegar við fór- um til Amsterdam og höfðum meðferðis bók um borgina, þar sem m.a. var hægt að finna merkilega staði í borginni til að heimsækja, eins og t.d. húsið með gullkeðjunum, en í því húsi hafði gullsmiður átt heima og hafði sett gullkeðjur utan á hús- ið, þetta þótti okkur merkilegt og langaði til að skoða. Þegar við komum á staðinn þar sem húsið átti að vera, þá fundum við það ekki, við gengum fram og til baka en ekkert var að finna. Við spurðumst þá fyrir og þá kom í ljós að umrætt hús hafði brunnið til grunna mörg- um árum áður og annað nýtt komið í staðinn. Bókin góða var þá skoðuð betur og kom þá í ljós að hún hafði verið gefin út tölu- vert löngu áður en húsið brann. Þetta rifjuðum við oft upp og þá var mikið hlegið. Ég gæti skrifað endalaust um Ingu og sagt frá mörgu skemmtilegu, en læt hér staðar numið. Ég er endalaust þakklát fyrir vináttu okkar í öll þessi ár. Elsku Jón, Emly, Halldóra, Ásgeir og María Björk, mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar. Minningin um einstaka vinkonu lifir. Friðgerður. Ingibjörg Ásgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.