Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 enda kallaði frásagnarmáti leikrits- ins á það. Við erum því mjög með- vitað að brjóta og beygja mjög margar reglur,“ segir Vignir Rafn og nefnir sem dæmi að sjónlínur séu skrýtnar þar sem áhorfendur sitji í hálfhring kringum sviðið og ekki sjá- ist því alltaf framan í leikarana. „Ég er auðvitað ekkert að finna upp hjól- ið, enda hefur þetta allt verið gert áður, en ég er að prófa þessa hluti í fyrsta sinn í eigin sviðsetningu og læra af því,“ segir Vignir Rafn. Auli úr Kópavogi má skrifa Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leiðir Vignis Rafns og Tyrfings liggja saman í leikhúsinu, því Vignir Rafn leikstýrði Tyrfingi, í eina skipt- ið sem hann hefur stígið á svið, í verkinu Beðið á vegum Götuleikhúss Kópavogs árið 2002. „Þá opinber- aðist fyrir mér að þó ég sé bara ein- hver auli úr Kópavogi þá má ég skrifa um það sem ég vil og það Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mér leiðist sem áhorfandi að sjá fegurð á sviði og leiðist einnig eyrna- konfekt. Ég vil þurfa að leita að feg- urðinni og þetta verk krefst þess að áhorfandinn finni sjálfur sína feg- urð, sama hver hún er. Og kannski er hún ekki til. En það er allt í lagi, því hlutir mega líka alveg vera ljót- ir,“ segir Tyrfingur Tyrfingsson, höfundur Bláskjás, sem leikhóp- urinn Óskabörn ógæfunnar frum- sýnir í samstarfi við Borgarleikhúsið á Litla sviðinu annað kvöld kl. 20. Tyrfingur var í ágúst sl. valinn leikskáld leikritunarsjóðs Borg- arleikhússins fyrir yfirstandandi leikár. Bláskjár er fyrsta leikritið sem hann skrifar í fullri lengd, en áður hafði hann vakið athygli fyrir einleikinn Grande og einþáttunginn Skúrinn á sléttunni enda tilnefndur til Grímuverðlaunanna 2013 fyrir hvoru tveggja. Bláskjár fjallar um systkinin Val- ter (sem Hjörtur Jóhann Jónsson leikur) og Ellu (Arndís Hrönn Egils- dóttir) sem árum saman hafa kúldr- ast í kjallaranum hjá föður sínum, sem sjálfur bjó á efri hæðinni ásamt uppáhaldsbarninu sínu, Eiríki (Arn- mundur Ernst B. Björnsson). Þegar leikritið hefst er faðirinn nýlátinn og systkinin tvö binda vonir við að geta byrjað nýtt líf utan kjallarans, en fyrst þurfa þau að koma föður sínum í gröfina og losa sig við uppáhalds- barnið, helst fyrir fullt og allt. Hrista upp í hlutunum „Þegar ég las fyrsta uppkastið að verkinu sá ég strax að þarna væri margt sem fólki gæti þótt erfitt, en ég vissi um leið hvernig mætti út- færa það þannig að allir gætu skilið. Við Tyrfingur vorum sammála um að okkur langaði til að hrista aðeins upp í hlutunum,“ segir Vignir Rafn Valþórsson, leikstjóri verksins. „Þær sýningar sem ég hef leik- stýrt hingað til hafa allar verið frem- ur hefðbundnar. Með þessu verkefni er ég að stíga út fyrir þann ramma, stoppar það enginn,“ segir Tyrf- ingur og bætir kíminn við: „Það kemur kannski bara enginn að sjá það.“ Samstarf Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins um uppsetn- ingu Bláskjás var hafið þegar Tyrf- ingur var valinn leikskáld hússins. Aðspurður segir hann það hafa verið ómetanlegt við vinnslu leikritsins að hafa vinnuaðstöðu í Borgarleikhús- inu. „Ég er búinn að endurskrifa verkið margsinnis og þróa það áfram, sem ég hefði ekki getað gert ef ég hefði samhliða þurft að vinna annars staðar til að sjá fyrir mér. Samstarfið við Borgarleikhúsið hef- ur verið mjög vel heppnað. Við höf- um fengið góða hvatningu og list- rænt aðhald, en samtímis gott næði til að vinna,“ segir Tyrfingur og upp- lýsir að hann sé um þessar mundir að skrifa gamanleikrit fyrir Borg- arleikhúsið sem vonandi rati á svið á næsta leikári. Spurður hvort hann sé meðvitað að vinna með ólíka stíla þegar kemur að leikritum sínum svarar Tyrfingur því neitandi. „Nei, og nú kem ég til með að hljóma eins og kristniboði. Ég fæ yfirleitt bara einhverja hugmynd og reyni svo bara að þjónusta hana,“ segir Tyrf- ingur. Ég elska áhorfandann Aðspurðir hvort líta beri á Bláskjá sem samfélagsádeilu verður Vignir Rafn fyrri til að svara: „Það er hægt að lesa ýmislegt inn í verkið, hvort heldur er fjölskyldudrama í Kópa- voginum eða allegoríu fyrir íslensku þjóðina. Partur af snilldinni við þetta verk er að það er hægt að skoða það með ýmsum gleraugum, en áhorf- endur verða að rýna,“ segir Vignir Rafn. „Við erum ekkert að predika, enda er hvers kyns predikun fasísk í eðli sínu. Og þetta verk getur, um- fjöllunarefnis síns vegna, ekki verið fasískt,“ segir Tyrfingur og bætir við: „Ég elska áhorfandann svo mik- ið. Hann er miklu klárari en ég, miklu læsari og snjallari en ég, þannig að það er miklu áhugaverð- ara að hlusta á hvað honum finnst og hvað hann fær út úr verkinu heldur en hvað mér finnst. Og þegar á hólminn er komið þá felst galdurinn í samspilinu milli leikarans og áhorf- andans. Ég er búinn að stimpla mig út fyrir löngu, því ég gaf verkið leik- stjóranum sem gaf það leikurunum sem gefa það áhorfendum. Þannig að ég stíg bara út og læt mig hverfa og þá kemur þetta mér ekki lengur við,“ segir Tyrfingur að lokum. „Við erum meðvitað að brjóta reglur“  Óskabörn ógæfunnar frumsýna Bláskjá eftir Tyrfing Tyrfingsson á Litla sviði Borgarleikhússins  Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri segist með uppsetningunni vera að stíga út fyrir eigin ramma Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir Bið Hjörtur Jóhann Jónsson og Arndís Hrönn Egilsdóttir í hlutverkum sínum sem systkinin í kjallaranum. Morgunblaðið/Kristinn Samhentir Tyrfingur Tyrfingsson og Vignir Rafn Valþórsson hafa þekkst lengi, en Vignir Rafn leikstýrði Tyrfingi hjá Götuleikhúsi Kópavogs 2002. Tvær sýningar á ljósmyndaverkum verða opnaðar í dag og eru báðar á dagskrá Ljósmyndadaga. Klukkan 18 verður opnuð í SÍM-húsinu, Hafnarstræti 16, samsýningin Innra myrkur. Verkin eru eftir sjö félaga í Félagi íslenskra samtíma- ljósmyndara sem takast á við hug- myndina um myrkur, hver með sín- um hætti. Klukkan 18.30 verður síðan opn- uð í Artóteki Borgarbókasafnsins, Tryggvagötu 15, sýning Kristínar Hauksdóttur, Var. Verkin á sýning- unni fjalla um hverfulleika lífsins og umhverfisins; að allt sé breyt- ingum háð og ekkert eilíft. Mynd- irnar eru teknar á síðustu 7 árum. Innra myrkur og Var opnaðar Auðn Hluti verks Friðgeirs Helgasonar á sýningunni Innra myrkur í SÍM-salnum. Listrænt verkefni er kallast Twin City hefst á Seyðisfirði í dag, föstu- dag, klukkan 17, á horninu við Öld- una. Þetta er sýning sem er sögð sameina tímabundið kaupstaðina Seyðisfjörð og Melbu í Noregi, en þeir eru aðskildir með 1500 kíló- metrum af hafi. Verkefnið er unnið að frumkvæði fyrrverandi gestalistamanna Skaft- fells, Asle Lauvland Pettersen og Ditte Knus Tönnesen, ásamt Pétri Kristjánssyni sem er prófessor við Dieter Roth-akademíuna og safn- stjóri á Tækniminjasafni Austur- lands. Twin City fer fram á almennings- svæðum beggja bæjanna; á götunni, á húsunum og í búðunum, og seg- ir samtímis sögu beggja bæjanna. Verkin byggjast á stórum vídeó- vörpunum og þrí- víðum verkum, með beinu gagn- virku streymi um alnetið. Asle Lauvland Pettersen er norskur listamaður, leikstjóri og sviðshönnuður, en Ditte Knus Tønnesen er dönsk listakona sem nam í Skotlandi og Japan og hafa verk hennar vakið umtalsverða athygli undanfarið. Twin City á Seyðisfirði Pétur Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.