Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Íslenski dansflokkurinn frumsýnir uppfærsluna Þríleik annað kvöld kl. 20 á Stóra sviði Borgarleikhússins. Uppfærslan samanstendur af þrem- ur nýjum dansverkum, þ.e. Tilbrigði eftir Láru Stefánsdóttur þar sem Bryndís Halla Gylfadóttir leikur tónverkið Stef og tilbrigði í d-moll fyrir einleiksselló frá árinu 1887 eft- ir finnska tónskáldið Jean Sibelius, F A R A N G U R eftir Valgerði Rúnarsdóttur en innblástur að sköp- unarferlinu er sóttur í minnið og stöðuga mótun þess og Berserkir eftir danska danshöfundinn Lene Boel, en verkið er óhefðbundin blanda af break- og nútímadansi með akróbatísku ívafi. „Ég er mjög stolt af því að við séum að bjóða upp á kvöldstund með verkum eftir þrjá kvenkyns dans- höfunda,“ segir Lára Stefánsdóttir, listrænn stjórnandi Íd. Spurð um eigið verk segir hún Tilbrigði vera lítið og látlaust sóló sem hugsað sé sem upphitun fyrir kvöldið. „Ég hef alltaf verið mjög hrifin af Bryndísi Höllu sem sellóleikara, en hreyfingar hennar eru eins og dans í sjálfu sér,“ segir Lára og tekur fram að sér finnist mjög spennandi að vera með lifandi tónlistarflutning í verki sínu þar sem það bjóði upp á meiri nánd og fyllingu. Aðspurð seg- ir hún verk sitt innblásið af tónlist- inni sem slíkri, en ekki síður hreyf- ingum sellóleikarans. „Segja má að dansarinn virki eins og endurómur af hljóðfærinu,“ segir Lára, en í verki hennar skiptast þær Ellen Margrét Bæhrenz og Melkorka Sig- ríður Magnúsdóttir á að dansa. Þarf ekki að taka nein spor „Þetta er alveg nýtt fyrir mér, því ég hef aldrei áður tekið þátt í flutn- ingi dansverks með þessum hætti. Sem betur fer þarf ég ekki að taka nein spor,“ segir Bryndís Halla. Að- spurð segir hún mjög skemmtilegt og spennandi að taka þátt í dans- verki Láru. „Í raun má segja að samband mitt við dansarann á svið- inu sé einhliða, því hún þarf að bregðast við minni spilamennsku. Ég er að túlka tónverkið og hún að túlka þessa túlkun mína á verkinu eftir forskrift Láru,“ segir Bryndís Halla og bendir á að tónskáldið sé í verki sínu að leika sér með brotna hljóma, trillur og tvígrip og nýti sér breitt tónsvið hljóðfærisins. Að sögn Láru er dansarinn eins og endurkast af tónlistinni, leikur með tilbrigði, endurtekin form og blæbrigði. Sellóið, minnið og „break“  Þríleikur Íslenska dansflokksins frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins  Listrænn stjórnandi er stoltur af því að tefla fram kvenkyns danshöfundum F A R A N G U R Valgerður Rúnarsdóttir sækir innblástur að verki sínu í minnið og stöðuga mótun þess. „Ætli verk- ið sé ekki eins og lífið sjálft, þarna er bæði léttleiki og alvara,“ sagði hún í viðtali við Morgunblaðið í janúar sl. Morgunblaðið/Golli Berserkir Lene Boel segir spennandi að skapa andstæður og stillir því keppnisandanum og baráttuþrekinu upp andspænis hinu ljóðræna. Bryndíds Halla Gylfadóttir Lára Stefánsdóttir Leikarinn Pilou Asbæk verður einn þriggja kynna á Evró- visjón-keppninni sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 6-10. maí. Flestir kannast vafalítið við Asbæk sem spunameistarann Kasper Juul úr sjónvarpsþáttaröðinni Höllinni (Borgen). Meðkynnar Asbæks verða sjónvarpsfólkið Nikolaj Kop- pel og Lise Rønne, sem hafa bæði mikla reynslu af beinum sjónvarps- útsendingum. „Þegar mér bauðst starfið hikaði ég ekki í eina sek- úndu,“ segir Asbæk og tekur fram að hann hlakki til verkefnisins. Pilou Asbæk Evró- visjón-kynnir í maí Pilou Asbæk –– Meira fyrir lesendur . PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, þriðjudaginn 18. febrúar. Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað Food and Fun matarhátíðinni laugardaginn 22. febrúar NÁNARI UPPLÝSINGAR Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Food and Fun verður haldin í Reykjavík 27. febrúar - 3. mars. Friðrik Örn Hjaltested ljósmyndari opnar í kvöld, föstudag kl. 19, sýn- ingu í Eiðisskeri - Bókasafni Sel- tjarnarness. Sýninguna kallar hann „Slab City“ og verður Friðrik Örn á staðnum um helgina, milli kl. 13 og 18, og ræðir við gesti um verkin. Viðfangsefni sýningarinnar er Slab City, einskinsmannsland í eyðimörk Suður-Kaliforníu, þar sem engar reglur gilda og allt er leyfilegt. Í þessu villta vestri safnast fólk sam- an í leit að frelsi frá skipulagi nú- tímans. Friðrik Örn sýnir verk frá Slab City Morgunblaðið/Einar Falur Ljósmyndarinn Friðrik veitir innsýn í heim hippa, listamanna og utangarðsfólks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.