Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 vinmargur og áhugasamur um fólk. Þú varst líka mikill fjöl- skyldumaður og varst alltaf tilbúinn til þess að hjálpa öllum. Þú varst einstaklega stoltur af okkur börnunum sem og barna- börnunum og sagðir okkur margoft hvað við værum þér mikilvæg. Þú varst svo klár, ein- stakur, opinn og góður maður og þú kenndir og hjálpaðir mér í gegnum svo ótal margt í gegn- um árin. Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað kvatt þig, haldið í höndina á þér og notið nærveru þinnar á seinustu stundunum. Takk fyrir allt það sem þú hefur gefið og kennt mér, elsku hjart- ans pabbi minn. Þín dóttir, Margrét Lóa Stefánsdóttir. Elsku pabbi minn. Ég trúi því ekki enn að þú sért farinn. Það er ekki langt síðan við spjölluðum saman í síma. Þú varst svo feginn að vera laus af spítalanum. Loksins kominn heim til Nönu í nýja húsið. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Það er sárt að geta ekki leit- að til þín lengur. Þú vildir alltaf hjálpa og þreyttist aldrei á að láta í ljós hversu stoltur þú varst af okkur systkinunum. Það var mér mjög dýrmætt. Það er svo gott að eiga stoltan pabba. Síðustu dagar hafa verið dimmir en góðar minningar deyfa sorgina. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Ég mun alltaf sakna þín. Jón Ingi. Elsku Stefán, bróðir, mágur og frændi. Við þökkum þér fyrir tryggð þína og vináttu í gegnum árin. Alltaf varstu tilbúinn að rétta fram hjálparhönd ef á bjátaði. Dalvíkin var þér mjög kær og oft átti systkinahópurinn góðar stundir saman í Ásbyrgi. Oft var glatt á hjalla og rifjaðar upp minningar frá barnæsku og þá brást minnið þér sjaldan. Minningarnar streyma fram og þær munu ylja okkur í framtíð- inni. Ein þeirra leitar á hugann, þegar þú ungur að árum réðir þig á eitt af skipum Eimskipa- félagsins. Leiðin lá til Ameríku, löng sigling framundan. Það var erfitt að kveðja þig á hafnarbakkanum en gott að taka á móti þér þegar þú komst til baka. Nú siglir þú til annarra stranda þar sem aðrir ástvinir taka á móti þér. Við sendum börnunum og ást- vinum þeirra innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja þau. Einnig sendum við Nönu Jampasa, elskulegri sam- býliskonu, innilegar samúðar- kveðjur og þakklæti fyrir um- hyggjuna. Vonar í brjósti borgir byggja skal þeim, er grætur. Syng ég í burtu sorgir sviflétt í húmi nætur. Söngurinn læknar sárin svíðandi þó þau væru. Blikar á bak við tárin brosið í auga skæru. Því skal minn söngur sefa sorgir í hugans leynum, grátandi mönnum gefa græðslu á duldum meinum. ( Siguringi E. Hjörleifsson og Lilja S. Kristjánsdóttir) Kolbrún og fjölskylda. Elsku Stebbi. Það er óskap- lega erfitt að kveðja þig. Þú ert svo stór partur af okkar lífi. Þú varst frábær bróðir, mágur, frændi og vinur. Það verður skrítið að þú hringir ekki lengur á afmælisdögunum okkar. Þú mundir þá alltaf. Það verður líka skrítið að geta ekki hringt í þig til að fá ráð eða leiðbeiningar. Alltaf varstu boðinn og búinn að að- stoða. Það hefði líka verið gam- an að fá að hafa þig lengur hér á Dalvík þar sem þú varst búinn að kaupa þér fallegt hús með Nönu þinni, kíkja þar við eða fá þig í heimsókn, eins og þú gerð- ir stundum, spjalla og hlæja. En þú skildir eftir þig yndisleg börn og við eigum eftir að njóta góðra stunda með þeim við að rifja upp skemmtilegar minning- ar um þig. Þar verður þú með okkur. Stattu ei við leiðið mitt lengur, leitaðu mín ekki þar. Ég sef ekki svefninum langa, ég sef ekki par. Ég er stormur sem strauk þína vanga, ég er steinninn sem situr þú á. Ég er draumur sem lætur þig langa, að lifa og þrá. Ég er sjórinn svo úfinn og æstur, ég er alda sem fellur að strönd. Ég er fossinn svo fagur og glæstur, og friðarbönd. Stattu ei við leiðið mitt lengur. leitaðu frekar að ró. Mundu um aldur og ævi, ég alls ekki dó. (Lovísa María Sigurgeirsdóttir) Við munum alltaf sakna þín. Þinn bróðir Einar, Lovísa María, Egill, Elsa Hlín, Einar Sigurgeir, Indíana og fjölsk. Kær vinur og samstarfsfélagi er horfinn af sjónarsviðinu langt um aldur fram. Við Stefán kynntumst árið 1985 þegar við sátum báðir námskeið hjá Sam- bandi íslenskra rafveitna (SÍR), hann sem fulltrúi RARIK og ég sem fulltrúi Rafmagnsveitu Reykjavíkur (RR). Góð vinátta tókst strax með okkur Stefáni og náið samstarf við hann hófst þegar við unnum saman, ásamt fleiri starfsmönnum fyrirtækj- anna, að kaupum á sameiginlegu viðskiptakerfi frá Svíþjóð. Fjöl- skyldurnar fóru saman í sum- arferð til Evrópu sumarið 1989 og þá var oft glatt á hjalla, bæði hjá börnunum og hinum full- orðnu. Eftir að ég hætti hjá RR lágu leiðir okkar saman á nýjan leik, þegar Stefán tók að sér útreikn- inga fyrir Kirkjugarðasamband Íslands (KGSÍ), fyrst í tengslum við gjaldalíkan 2003 og síðan við árlega útreikninga á framlagi ríkisins til kirkjugarða landsins. Gott var að treysta á Stefán þegar tölur voru annars vegar og það var alveg sama hvenær ég hafði samband við hann, ávallt var hann reiðubúinn til að vinna þau verk sem um var beð- ið og samstarfsfólki mínu innan KGSÍ þótti vænt um hann eins og mér. Við Elsa sendum fjöl- skyldu og ástvinum Stefáns samúðarkveðjur og við þökkum honum góða vináttu í hartnær 30 ár. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Ástarstjörnu yfir Hraundranga skýla næturský. Hló hún á himni, hryggur þráir sveinn í djúpum dali. Veit eg, hvar von öll og veröld mín glædd er guðs loga. Hlekki brýt eg hugar og heilum mér fleygi faðm þinn í. Sökkvi eg mér og sé eg í sálu þér og lifi þínu lífi. Andartak sérhvert, sem ann þér guð finn eg í heitu hjarta. Tíndum við á fjalli, tvö vorum saman, blóm í hárri hlíð. Knýtti eg kerfi og í kjöltu þér lagði ljúfar gjafir. Hlóðstu mér að höfði hringum ilmandi bjartra blágrasa, einn af öðrum, og að öllu dáðist og greipst þá aftur af. Hlógum við á heiði, himinn glaðnaði fagur á fjalla brún. Alls yndi þótti mér ekki vera utan voru lífi lifa. Grétu þá í lautu góðir blómálfar, skilnað okkar skildu. Dögg það við hugðum, og dropa kalda kysstum úr krossgrasi. Fjær er nú fagurri fylgd þinni sveinn í djúpum dali. Ástarstjarna yfir Hraundranga skín á bak við ský. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Elsku Stefán minn, takk fyrir allt og allt. Guðrún Lóa Jónsdóttir. Ótímabært andlát Stefáns Arngrímssonar hlýtur að vera öllum sem hann þekktu harms- efni. Við ólumst upp í sömu göt- unni á Dalvík og var ekki miklu meira en hálfrar mínútu gangur milli æskuheimila okkar. Vegna nokkurs aldursmunar á þeim ár- um vorum við ekki miklir leik- félagar. Það var ekki fyrr en síðar á ævinni, fyrir tæpum þremur áratugum, er við vorum báðir búsettir á suðvesturhorni landsins, að við kynntumst upp á nýtt ef svo má segja. Við störfuðum m.a. saman í mörg ár innan Samtaka Svarfdælinga í Reykjavík og nágrenni. Þar vann Stefán einkar gott starf og var í nokkur ár formaður Sam- takanna. Hann var röskur til verka og skipulagður, þekkti marga og til margra og alvanur alls konar kynningarstarfi. Tölvukunnáttu bjó hann yfir umfram flesta auk þess sem hann var listrænn ágæta vel. Svo var hann góður íslenskumaður, vel máli farinn, og kórónaði þar með fjölhæfn- ina. Ég held, að þessir eiginleikar hafi hlotið að koma sér vel fyrir vinnuveitendur hans. Svo má auðvitað bæta hér við að mús- íkalskur var hann í betra lagi eins og hann átti kyn til. Hvað má fleira prýða góðan dreng? Vel á annan áratug var nokk- urra mínútna gangur milli vinnustaða okkar í Reykjavík og höfðum við fyrir sið ef því varð við komið að borða saman einu sinni í viku í hádeginu. Oftar en ekki ræddum við þá um málefni tengd æskuslóðum okkar, þang- að sem við sóttum báðir nokkuð oft. Stefán var innst inni fyrst og fremst Svarfdælingur/Dalvíking- ur og sýndi það á ýmsan hátt. Hann gat verið gagnrýninn á menn og málefni en undanskildi sjálfan sig ekki í þeim efnum. Ég tók fljótt eftir því, eftir að við kynntumst á ný fullorðnir, hversu hjálpsamur hann var og örlátur á tíma sinn gagnvart öðrum. Undir niðri sló hlýtt hjarta. Allra manna gat hann verið skemmtilegastur, bæði í daglegu lífi og á svokölluðum „góðum stundum“. Þá nutu sín góðar gáfur, frá- sagnarhæfileikar og meðferð tungumálsins, ekki síst bundins máls. Fyrir nokkru eignaðist hann húsnæði á Dalvík og hugs- uðum við okkur gott til sam- verustunda þar í framtíðinni. Ég mun sakna hans um ókomin ár. Öllum aðstandendum hans votta ég samúð mína. Atli Rafn Kristinsson. Í dag kveðjum við samstarfs- félaga og góðan vin, Stefán Arn- grímsson, kynningarstjóra RA- RIK. Stefán starfaði hjá RARIK samfellt í 35 ár. Hann hóf störf hjá fyrirtækinu í ársbyrjun 1978, sem yfireftirlitsmaður við mælaeftirlit, en var ráðinn í starf rafveitustjóra við útibú RARIK á Selfossi 1981. Hann var síðan ráðinn í starf fulltrúa á hagdeild 1984 og síðar í starf markaðs- og sölustjóra á við- skiptadeild RARIK. Í því starfi sá hann um uppsetningu og uppbyggingu gjaldskrár RARIK og hafði umsjón með reikninga- gerð og innheimtu, auk þess að vinna að greiningum og skýrslu- gerð því tengdu. Á þessum ár- um tók hann að skipuleggja og sjá um kynningarmál og sýn- ingar á vegum fyrirtækisins sem síðar varð hans aðalstarf, er hann tók um aldamótin við starfi kynningarstjóra RARIK sem hann gegndi til dauðadags. Stefán tileinkaði sér snemma mjög góða hugbúnaðarkunnáttu til myndrænnar framsetningar og var sérfræðingur í töflureikn- um og gagnaframsetningu. Hann sá um stærstan hluta allrar grafískrar framsetningar hjá RARIK undanfarin ár, hannaði merki fyrirtækisins og flestar auglýsingar auk þess að setja upp ársskýrslur fyrirtæk- isins, öll helstu kynningarrit og bæklinga. Hann hafði alla tíð ríkan metnað fyrir starfi sínu og lagði mikið upp úr því að vinna að framsetningu gagna á þann hátt að auðskilið væri. Jafnframt var hann gagnrýninn á texta og útlit og lagði metnað sinn í að allt sem frá fyrirtækinu færi væri því til fyrirmyndar. Hann gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir RARIK og stéttarfélag sitt, var fulltrúi RA- RIK í samstarfshópi Samorku um upplýsingamál orkufyrir- tækja og í norrænu samstarfi þar. Stefán tók virkan þátt í fé- lagslífi starfsmanna, var einn af aðalhvatamönnum stofnunar RARIK-kórsins og hafði áhuga og ánægju af félagsmálum alla tíð. Verkefni Stefáns gátu tekið hug hans allan og þegar mikið lá við vann hann að þeim sleitu- laust og skipti þá ekki máli hvort var dagur eða nótt. Jafn- vel eftir að heilsan fór að bresta var metnaðurinn svo mikill að hann fékkst ekki til að breyta þessari vinnutilhögun og oftar en ekki naut ég góðs af, sem gat vissulega verið ómetanlegt þeg- ar mikið lá við. Síðustu árin glímdi Stefán við veikindi, sem við samstarfsfélag- ar hans gerðum okkur ekki fylli- lega grein fyrir hve alvarleg voru og enn síður eftir að hann flutti til Dalvíkur. Rétt fyrir síð- ustu áramót, þegar ég heimsótti hann á sjúkrahús hér í Reykja- vík, var hann þó bjartsýnn og sagðist hlakka til að komast sem fyrst að tölvunni til að klára verkefni sem hann taldi sig eiga eftir. Þótt augljóst væri þá að hann var mikið veikur var það bæði óvænt og mikið áfall þegar hann tilkynnti mér þremur dögum fyrir andlátið hvert stefndi, enda áttum við Stefán mikil og góð samskipti og unnum mjög náið saman undanfarin ár. Við samstarfsfélagar hans syrgjum nú góðan félaga og vin. Fyrir hönd okkar allra þakka ég hon- um vináttuna og samstarfið öll þessi ár og votta fjölskyldu hans innilegustu samúð. Blessuð sé minning Stefáns Arngrímssonar. Tryggvi Þór Haraldsson. ✝ Árni Jónssonfæddist á Sáms- stöðum í Fljótshlíð 15. janúar 1932. Hann lést á heimili sínu, Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, 16. jan- úar 2014. Foreldrar Árna voru Jón Árnason, f. 16. júní 1899, d. 28. júní 1996, og Guð- rún Árnadóttir, f. 5. ágúst 1909, d. 10. nóvember 1969. Systur Árna eru Þórunn Jónsdóttir, f. 1935, og Guðríður Árný Jónsdóttir, f. 1936. Árni giftist Guðrúnu Stefáns- dóttur 21. júní 1986. Börn þeirra eru: Gerður Guðrún, f. 1986, Jón Örn, f. 1988, og Ás- dís Hulda, f. 1990. Árni ólst upp í foreldrahúsum á Sámsstöðum í Fljótshlíð. Eftir bú- fræðinám á Hvann- eyri 1955 tók hann við búi í Hlíðar- endakoti 1957 af ömmu sinni, Guð- ríði Jónsdóttur. Hann bjó þar síðan, að undanskildum þeim fimm ár- um 1983-1988 sem hann var bú- stjóri tilraunabúsins á Hesti í Borgarfirði. Jarðarförin fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í dag, 7. febrúar 2014, kl. 11. Það var í maí árið 1972. Hann stóð niðri í steyptri baðþró og horfði upp til mín meðan hann gaf ellefu heimalningum mjólk úr mörgum pelum. Ég var níu ára gamall. Árni hafði heiðarleg augu, beitt nef og kímið bros. „Vertu vel- kominn“ voru hans fyrstu orð. Þetta síðdegi varð upphafið að okkar kynnum. Ég hafði neitað að fara á Selfoss þegar foreldrar mín- ir fluttu á mölina og pabbi kom mér því fyrir „í sveit“ hjá vini sín- um, Árna í Hlíðarendakoti. Frá þessum degi varð hann fóstri minn og ól mig líklega meira upp en for- eldrar mínir. Það uppeldi fólst af hans hálfu í heiðarleika, vinnusemi og glaðværð, ásamt þeirri gleði að geta tekist á við verkefni og úr- lausnarefni með jákvæðni þess sem vill ná árangri. Við bjuggum saman sumrin mörg, jól, páska og helgar. Við borðuðum þegar við vorum svang- ir, þvoðum okkur þegar við voru skítugir og sváfum þegar við vor- um syfjaðir. Þannig liðu dagar, mánuðir og ár í Hlíðarendakoti. Dagurinn var nótt og nóttin dagur, enda Innhlíðin eitt samfellt ævin- týri. Hvergi er neitt fegurra en jan- úarnótt undir fullu tungli í stillu þegar það stirnir á hjarnið inn við Drífanda undir dansi norðurljós- anna, nema kannski sjálf vornóttin inn á milli áa þegar mófuglarnir þagna upp úr lágnættinu og tíminn stendur kyrr þar til einhver ærin ber og nýtt líf verður til. Héðan vildi Gunnar ekki hverfa og héðan förum við Árni ekki. Dauðinn skiptir þar engu. Við er- um og verðum Fljótshlíðingar. Það ríkti ávallt gleði í kotinu. Þangað komu karlar víða að úr sveitinni, reyktu London Docks- vindla í eldhúsinu og drukku á stundum koníjakk. Þar var mikið rætt og deilt um stjórnmál og við mennirnir hlustuðum á Sigurð Sig- urðarson lýsa fótboltalandsleikj- um í útvarpinu. Flestir vorum við framsóknarmenn og allir sam- vinnumenn. Ég drakk kaffi með sykri og mjólk og dýfði í kleinu. Ég var 10 eða 12 ára gamall. Karlarnir sögðu að ég væri kjaftfor. Árni fóstri glotti og þótti líklega uppeld- ið vera að skila sér. Ólafur Jóhann- esson var forsætisráðherra. Þessi ár urðu mér gott vega- nesti. Við vorum lengst af tveir í kotinu. Síðar, eftir að ég varð full- orðinn og fór út í lífið, varð Árni þeirrar gæfu aðnjótandi að kynn- ast Guðrúnu Stefánsdóttur og eignast fjölskyldu og þrjú börn. Þá upplifðu þau Jón Örn, Gerð- ur Guðrún og Ásdís Hulda það uppeldi sem ég hef hér með mínum fátæklegu orðum reynt að þakka fyrir. Árni var einstakur maður. Slíkir menn deyja ekki, þeir lifa. Takk fyrir mig. Runólfur Ágústsson. Árni Jónsson var fæddur og uppalinn á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð og vorum við leikfélagar á bernsku- og unglingsárum, enda skammt á milli heimila okkar þar í Úthlíðinni. Í þá daga var barnahópur nær á hverjum bæ í Staðarhverfinu og oft unað við útileiki í glöðum hópi, jafnt um blómguð tún á björtum sumardögum sem um ísilagðar tjarnir í tunglskini á vetrarkvöld- um. Svo var gengið í skólann annan hvern dag um vetrartímann, nær klukkustundar gang hvora leið. Jafnframt var farið að taka þátt í daglegum búsönnum, jafnt sumar sem vetur, með vaxandi kröftum, aldri og þroska. Árni vann búi foreldra sinna þar til að loknum námsárum, en tók síðar að sér forstöðu fyrir búi ömmu sinnar, Guðríðar Jónsdótt- ur ekkju í Hlíðarendakoti. Þar var hann kominn á rétta hillu, eins og sagt er, enda búmennskan í blóð borin. Áhugi hans og árangur í fjár- rækt og fjárbúskap vakti athygli og varð til þess að Halldór Páls- son, ráðunautur og búnaðarmála- stjóri, réð hann til að veita for- stöðu Tilraunabúinu í fjárrækt á Hesti í Borgarfirði. Gegndi Árni þeirri stöðu af trúmennsku og samviskusemi svo orð fór af, enda var hann mjög athugull, nákvæm- ur og hreinskiptinn í hverju því sem honum var á hendur falið. Vera hans við bústjórnina á Hesti varð honum einnig mikið gæfuspor, en leiðir þeirra Guð- rúnar Stefánsdóttur, eiginkonu hans, lágu þar saman – og síðan austur á heimaslóðir Árna. Þau fluttu að Hlíðarendakoti, byggðu þar upp allan húsakost af miklum myndarskap og bjuggu þar síðan stóru og gagnsömu fjárbúi. Þau eignuðust og komu upp þremur mannvænlegum börnum sem bera uppruna sínum og upp- vexti fagurt vitni. Mætti segja að þar endurtæki sig það sem skáld- ið Þorsteinn Erlingsson orti um bernsku sína í Hlíðarendakoti: „Fyrr var oft í koti kátt …“ o.s.frv. Engum duldist hversu stoltur og þakklátur Árni var fyr- ir þá heimilishamingju sem hon- um í þessu hlotnaðist, eftir að hann kom aftur heim að Hlíðar- endakoti. Árni átti við erfið veikindi að stríða síðustu árin, en þrátt fyrir þá baráttu var engin æðruorð að heyra, heldur glaðsinni og glimt í augum við upprifjun orða og at- vika frá liðinni tíð. Minningin yljar um samveru og samskipti við heiðursmanninn Árna í Hlíðarendakoti allt frá æskudögum, hvort heldur var í bernskuleikjum, félagsmálum eða fjallferðum.Vel var tekið á móti okkur Úthlíðingum þegar rekið var til fjalls á vorin og áð í gerðinu við fjárhúsin hans Árna frammi á Aurum. Og gott var að treysta á sam- fylgd hans í eftirleitum inn um af- rétti, þegar höggva þurfti spor í harðfenni í brekkum og giljum eða halda áttum í hríðarbyljum. Söknuður býr í huga og jafn- framt þakklæti fyrir vináttu og velgjörðir við mig og fjölskyldu mína. Megi eiginkonu hans, börn- um og ástvinum öllum veitast huggun og styrkur. Guð blessi minningu góðs drengs og veri með honum og öllu því sem honum var kært. Sváfnir Sveinbjarnarson. Árni Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.