Morgunblaðið - 07.02.2014, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 07.02.2014, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 ✝ Selma Júlíus-dóttir fæddist í Sólheimatungu við Laugarásveg í Reykjavík 18. júlí 1937. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 26. janúar 2014. Foreldrar henn- ar voru Magnea Vil- borg Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 6. októ- ber 1903, d. 2. nóvember 1960, og Júlíus Jónsson skósmíðameistari, f. 13. júlí 1892, d. 6. júlí 1964. Selma var yngst fjögurra systkina. Þau voru: Valgerður, f. 1925, d. 2009, maki Haukur Otte- sen, f. 1922; Jón, f. 1928, d. 1988, maki Guðný Valgeirsdóttir, f. 1930, d. 2008; Svavar, f. 1935, d. 2009, maki I Unnur K. Sveins- dóttir, maki II Helga Þórð- ardóttir, f. 1940. Hinn 3. september 1955 giftist Selma eiginmanni sínum, Óskari Indriðasyni vélstjóra, f. 9. sept- ember 1930. Foreldrar hans voru Vilborg Þjóðbjarnardóttir og Indriði Jónsson, sjómaður á Akranesi. Systkini hans voru Valdimar Indriðason, maki Ingi- björg Ólafsdóttir; og Sigríður nokkur sumur og fleiri störfum sinnti hún. Þegar Óskar fór í vél- stjóranám stofnaði Selma fönd- urskóla sem hún starfrækti í 15 ár. Á þeim árum gaf hún út barnabækur sem Jón bróðir hennar og Marilyn mynd- skreyttu. Síðar vann hún mikið rit um kennslufræði fyrir skól- ann sinn, „Líkamstenging og ilm- olíufræði“. Hún vann sem dag- móðir og var formaður Dagmæðrafélagsins. Vann hún þar ötullega að réttindum og reglugerð þeirra vegna. Selma lærði nudd og ilmolíufræði. Stofnaði svo Lífsskólann þar sem hún kenndi þessi fræði og fékk með sér þýska sérfræðinga og lækni í kennsluna. Hún var heil- unar- og reikimeistari og lækn- ingamiðill. Formaður BIG, Bandalags ísl. græðara, um tíma. Þegar Óskar var vélstjóri á skipi Landhelgisgæslunnar í þorska- stríðinu vann hún af kappi að ör- yggismálum skipverja Gæsl- unnar. Hún var formaður sjóðsins Hliðskjálf, sem stofn- aður var af konum varðskips- manna. Selma var óþreytandi að hjálpa fólki í fjölbreyttum vanda- málum og veikindum. Hún lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Selma varð bráðkvödd á heim- ili sínu 26. janúar. Útför hennar er gerð frá Áskirkju í dag, 7. febrúar 2014, kl. 13. Kristjánsdóttir, maki Jón Otti Sig- urðsson. Sonur Selmu og Óskars er Kristján, f. 18. mars 1959. Kona hans er Mari- lyn Herdís Mellk, f. 4. febrúar 1961. Þeirra börn eru Eva Ósk og Kristján Indriði. Uppeld- isdóttir þeirra er Margrét Erla Guðmundsdóttir, f. 22. nóvember 1979. Maki I er Óli Þór Harðarson, maki II er Örvar Daði Marinósson. Börn hennar eru Kristófer Atli Hagelund Óla- son og Tinna Líf Óladóttir. Selma ólst upp í Laugar- ásnum. Gekk í Laugarnesskóla og lauk landsprófi. Eftir það fór hún að vinna á veitingastað í miðbænum, þar sem hún kynnt- ist Óskari. Þau byrjuðu búskap í Sólheimatungu og bjuggu þar næstu árin. Fluttu þaðan í Hraunbæ og árið 1973 keyptu þau raðhús í Vesturbergi 73 þar sem þau bjuggu síðan. Hún vann svo á Landsímanum og varð fyrsta símadaman á Bæjar- leiðum. Hún sá um veitingarekst- urinn á Olíustöðinni í Hvalfirði Hún Selma mágkona mín í yfir 50 ár er dáin. Enginn veit sitt skapadægur, sem betur fer, en þetta grunaði engan. Hún mátti ekki vera að því að yfirgefa okkur núna. Af öllu því sem hún tók sér fyrir hendur þá var þetta verkefni sem hún ætlaði ekki að bogna af né brotna, eins og hún sagði sjálf, að styðja og styrkja son sinn og eiginmann. Foreldrar hennar voru meðal frumbýlinga í Laugarásnum. Þar fæddist Selma og ólst upp yngst fjögurra systkina. Dugleg og táp- mikil alla tíð. Hún mátti aldrei neitt aumt sjá og hjálpaði og að- stoðaði fólk af krafti og eftirfylgni. Alltaf með réttlætið að leiðarljósi. Í erfiðleikum ungrar móður tóku þau hjónin barnunga dóttur henn- ar til sín. Hún ílengdist og ólst upp hjá þeim eins og þeirra eigin dótt- ir. Hún hefur reynst þeim vel og er sterk og dugleg manneskja. Í fjöldamörg ár hafa þau hjónin átt athvarf í Hvalfirði. Þar settu þau niður hjólhýsi hjá bræðrunum í Stóra-Botni. Þar var svo byggt við og bætt. Alltaf eitthvað hægt að betrumbæta. Þar dvöldu þau öll undanfarin sumur og Selma skrif- aði þar ritið sitt mikla, sem hún notaði við kennslu í Lífsskólanum. Og þar sauð hún jurtir til að gera áburð af ýmsu tagi. Vinskapur þeirra við bræðurna var þeim mikils virði. Upptalning á við- fangsefnum Selmu er lengri en rúmast hér. Hver dagur var nýtt verkefni og alltaf tekist á við það af heilum hug. Ég þakka Selmu samfylgdina í gegnum lífið. Helga Þórðardóttir. Hún Selma frænka var engin venjuleg kona. Það gustaði af henni hvar sem hún fór. Hún var glæsileg á velli og góðum gáfum gædd. Hún var frumkvöðull á ýmsum sviðum, s.s. kennslu ungra barna og óhefðbundnum lækning- um. Hún hafði skoðun á flestu, bæði mönnum og málefnum. Var afar ákveðin og fylgin sér. Það var gott að hafa hana í sínu liði en á móti gat verið erfitt að vera ósam- mála henni. Hún lagði mikið á sig til að vinna fólk á sína skoðun. Hún var dugnaðarforkur. Margir myndu segja að hún hafi verið of- virk. Selma var mörgum góðum kostum búin. Það sem einkenndi hana einna helst var hversu ríka réttlætiskennd hún hafði. Hún mátti ekkert aumt sjá. Ef hún vissi einhvers staðar af fólki í erf- iðleikum, hvort sem var vegna veikinda eða að það var órétti beitt, þá lagði hún mikið á sig til að bæta líf og/eða rétta hlut viðkom- andi. Skipti engu hvort hún þekkti til viðkomandi eða ekki. Hún þoldi ekki óréttlæti. Við krakkarnir hennar Lóu höfum í gegnum lífið fengið að njóta margra kosta þessarar ein- stöku frænku okkar. Hún und- irbjó sum okkar undir skólagöngu og önnur hefur hún stutt þegar erfiðleikar eða veikindi hafa steðj- að að. Fyrir það erum við þakklát. Guð blessi Selmu frænku. Reynir, Ágúst, Gígja, María og Sigrún (krakkarninr hennar Lóu.) Kærleikur og hlýja er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um hana Selmu mína. Hún var sannkallaður klett- ur og var ávallt til staðar, bæði fyrir okkur í fjölskyldunni og aðra sem á þurftu að halda. Selma var mikil kjarnorkukona og kom miklu í verk. Hún gerði það að ævistarfi sínu að miðla þekkingu og hjálpa öðrum og þeir eru ófáir sem fengu bót meina sinna eftir að hafa fengið aðstoð frá henni. Selma hafði mikla útgeislun og var alltaf full af lífsorku og gleði. Hún hafði ákveðnar skoðanir og ég dáðist oft að því hvað hún kom vel fyrir sig orði. Hún var líka allt- af hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom. Þegar ég var lítil fórum við oft í heimsókn í Vesturbergið. Selma var með lítinn barnaskóla heima hjá sér, Föndurskólann, enda var lestrarkennsla ungra barna eitt af hennar hugðarefn- um. Ég man hvað mér fannst krakkarnir heppnir sem fengu að koma í skólann til hennar og ég óskaði þess stundum að ég ætti heima í Reykjavík svo ég gæti far- ið þangað líka. Þegar ég var unglingur gaf Selma mér gjarna góð ráð um heilsu og hreyfingu sem hafa kom- ið mér að góðum notum. Selma að- hylltist ilmolíufræði og óhefð- bundnar lækningar og var langt á undan sinni samtíð með margt. Ýmislegt sem hún var að kenna mér og öðrum á níunda og tíunda áratugnum hefur svo rutt sér til rúms nú á síðari árum og þykir orðið eðlilegur hluti af lífsvenjum okkar í dag. Selma hafði góðan skilning á líf- inu, bæði jarðlífinu og lífinu eftir dauðann. Mér voru mikils virði öll samtölin sem við áttum eftir að Inga frænka og afi Valdi kvöddu þennan heim. Fyrir stuðning hennar verð ég ævinlega þakklát. Þegar við Hjörtur bjuggum í Reykjavík varð samgangurinn enn meiri og þegar Inga María, elsta dóttir okkar, fæddist urðu þau eins og afi hennar og amma. Selma þreyttist aldrei á að að- stoða okkur og veita okkur góð ráð varðandi barnauppeldið. Þeg- ar ég gekk með Sillu, miðdótt- urina, þjáðist ég af grindarverkj- um og Selma tók mig þá í sjúkranudd nokkrum sinnum í viku og hélt mér þannig gangandi út meðgönguna. Þegar kom svo að fæðingunni, sem var um miðja nótt, brunaði Hjörtur með Ingu Maríu heim til Selmu og Óskars þar sem hún fékk að kúra í „millinu“ á meðan litla systir hennar var að fæðast. Inga var bara þriggja ára þegar þetta var og hún minnist þessarar nætur með mikilli hlýju. Minningarnar eru margar. Yndislegar og ómetanlegar. Eins og Selma var. Yndisleg og ómet- anleg. Selmu voru ætluð stór verkefni og hún stóð eins og klett- ur við hlið sonar síns og fjölskyldu hans á erfiðum tímum. Fjölskyld- an okkar er lítil en við stöndum þétt saman. Hún á stóran þátt í því. Hvíldu í friði, elsku vinkona, frænka og fyrirmynd. Þú mark- aðir spor í hjarta þeirra sem þú hittir á lífsleiðinni. Ég veit þú ert komin á góðan stað sem þú þekkir vel og þar sem þér líður vel. Takk fyrir allt. Elsku Óskar, Kristján, Mari- lyn, Erla Magga og fjölskyldur. Megi góður Guð vera með ykkur og styrkja ykkur í sorginni. Kærleikskveðjur. Sigríður Indriðadóttir. Það kyngdi niður snjó og stormaði úti fyrir í Kaupmanna- höfn kvöldið sem mér var tilkynnt að Selma væri látin. Það var eins og Vetur konungur vildi sýna að hann hefði ennþá það sem til þyrfti til þess að láta kuldabola hvína í hverri gátt og halda fólki innandyra. Á sama hátt vildi dauð- inn hinn mikli minna á sig með því að taka Selmu, minna okkur á að það sleppur enginn og oft tekur hann ekki í þeirri röð sem við höfðum haldið. Elsku Selma, þarna kom upp í huga mér að hann var hvorki hár í lofti né breiður um sig ungi og ráð- villti pilturinn sem hitti þig í fyrsta skipti sumarið 1988. Þú varst komin til að hjálpa honum með veikindi og með þinni hjálp og leiðbeiningum var hann kominn upp úr rúmi að þeim dögum liðn- um sem þú hafðir lofað. Ekki léstu þar við standa, heldur tók nú við lífsskóli þar sem takmark þitt var að útskrifa þennan unga pilt með einkunn sem hæfði leiðbeinanda eins og þér. Ekki nóg með að þú skyldir taka á móti þessum unga pilti oft í mánuði, hvort sem það var til þess að nudda, heila eða stilla hann af, heldur eyddirðu miklum tíma í að skrifa og tala fyr- ir hann á tungum sem voru honum óþekktar á þessum tíma. Svo mikla trú hafði pilturinn á þér að hann fylgdi nærri því út í eitt því sem honum var leiðbeint að gera. Og þau skipti sem hann leyfði sér að „syndga“ kom það í ljós með veikum punkti næst þegar hann var kominn á bekkinn hjá þér. Oft- ar en ekki voru farnar ótroðnar slóðir í leiðbeiningum þínum en trekk í trekk lét árangurinn ekki á sér standa. Ekki man ég hvenær þessi heppni piltur útskrifaðist frá þér eða hvort hann hafi nokkurn tíma útskrifast, því að alltaf þegar upp komu spurningar um lífið, til- veruna eða einhverja kvilla var alltaf leitað til þín. Aldrei varst þú of upptekin eða hafðir ekki tíma til að hjálpa þeim sem þurftu, sérstaklega ef komu til þín þeir sem höfðu kannski komið að lokuðum dyrum annars staðar og greiðslu vildir þú aldrei sjá. Hæfileikar þínir á þínum svið- um eru að mínu mati á heims- mælikvarða og þegar ég talaði við þig nokkrum dögum áður en þú lést varstu enn að leiðbeina mér í lífsins skóla. Elsku Selma. Þú ert sá ósjálfs- elskasti vinur sem ég hef átt og þó svo að síðustu vikur og mánuðir hafi verið þér sárir skein það aldr- ei í gegn þegar við töluðum sam- an. Ég kveð þig í dag með þessum fátæklegu orðum, tárum í hjarta og miklum söknuði, en á sama tíma kveð ég þig með öllu mínu þakklæti fyrir allar þær leiðbein- ingar og hjálp sem þú veittir mér í gegnum tíðina. Án þess og vin- skapar okkar væri ég hvorki sá sem ég er í dag né þar sem ég er í dag. Elsku Óskar, Kristján, Mari- lyn, Erla Magga, barnabörn og aðrir aðstandendur, ykkur votta ég mína dýpstu virðingu og sam- úð. Selma trúði því alltaf að ástæð- ur lægju að baki flestu því sem gerðist og ég hugga mig við að á bak við skyndilegt fráfall hennar sé stærri mynd sem er okkur ekki sýnileg. Þinn vinur, Kristinn. Vinkona okkar Selma Júl- íusdóttir lést hinn 29. janúar s. Hún lifði lífi sínu af svo miklum krafti að það kom okkur öllum á óvart að hún skyldi fara svona snögglega. Minningar um þessa litríku, fal- legu og dugmiklu konu streyma fram í hugann á kveðjustund. Við tvær sem skrifum þessi orð eigum Selmu mikið að þakka. Selma var gædd margþættum náðargáfum. Hún hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum, var óhrædd við að láta þær í ljós, fór oft á móti straumnum og hafði ekki alltaf rétt fyrir sér frekar en við hin, en það var alltaf gaman að ræða við hana. Jafnframt gat Selma verið sú ljúfasta og kær- leiksríkasta manneskja sem við þekktum. Hún var gjöful á auð- legð hjarta síns og það voru marg- ir sem þáðu hjálp hennar. Selma var ævinlega óeigingjörn og ósér- hlífin á krafta sína og gaf mikið án þess að ætlast til nokkurs á móti. Selma bjó yfir öllu litrófi tilfinn- ingaskalans og hafði mikla út- geislun. Hún var skemmtileg, hláturmild, hlátur hennar var smitandi og hún gat líka snög- greiðst og fyllst réttlátri reiði ef henni fannst brotið á lítilmagnan- um. Selma var mikil hugsjóna- manneskja. Lífsferill hennar var fjölþættur. Allt bar þar að sama brunni; að gefa af sér öðrum til að- stoðar. Fyrst voru það börnin í forskólanum, barátta hennar fyrir dagmæðrum og aðstoð við fólk í margvíslegum vanda. Selma var sístarfandi, hafði margvísleg áform um framtíðina, ætlaði sér að skrifa meira og gefa meira út af efni öðrum til gagns. Selma bjó yf- ir næmi og sérstökum hæfileikum sem fáum er gefið. Hún gat sagt fyrir um ókomna hluti með mikilli nákvæmni og tíminn hefur leitt í ljós að hún hafði rétt fyrir sér í mörgum tilvikum. Fjölskylda hennar, Óskar, Kristján, Marilyn, Margrét Erla, Örvar og barna- börnin, var líf hennar og yndi. Hún vakti yfir velferð þeirra öll- um stundum og bar ævinlega hag þeirra fyrir brjósti. Selma var glæsileg kona, björt yfirlitum og með sterka nærveru. Því verður hennar sárt saknað. En það er okkar tilfinning að hún muni áfram vaka yfir fjölskyldu sinni og okkur vinum sínum. Við og fjöl- skyldur okkar viljum þakka Selmu fyrir allar dýrmætu gjaf- irnar sem hún gaf. Guðrún Árnadóttir og Anna Sigríður Pálsdóttir. Er fregnir bárust af andláti Selmu Júlíusdóttur, formanns fé- lags okkar Aromatherapyfélags Íslands og skólastjóra Lífsskólans Aromatherapyskóla Íslands, kom það okkur svo gersamlega á óvart. Fyrst og fremst er okkur nú mikill söknuður og sorg í huga því stór missir er að slíkri valkyrju sem Selma var en jafnframt þakklæti og gleði í huga að hafa notið kennslu hennar og annarra bestu kennara á heimsvísu í ilmkjarna- olíufræðum, þar sem Selma lagði svo mikinn metnað í að nemendur sínir fengju allra bestu, nýjustu og fremstu vísindalegu fræðslu er völ væri á hverju sinni. Einnig lagði hún sérlega áherslu á að byggja aromatherapynámið upp á mjög fjölþættan hátt svo að námi loknu væru aromatherapistar mjög fjöl- hæfir meðferðaraðilar. Lífsskólann Aromatherapy- skóla Íslands rak Selma ásamt manni sínum Óskari Indriðasyni og bjuggu þau skólanum sérlega hlýlega umgjörð í Vesturberginu þar sem Óskar af sinni alkunnu ljúfmennsku sá okkur nemendun- um fyrir ljúffengum mat og drykk og fundum við okkur þar ætíð mjög velkomna. Þarna tengdust líka mörg vináttubönd fyrir lífstíð. Að frumkvæði Selmu var svo Aromatherapyfélag Íslands stofn- að árið 2004 og gegndi hún for- mennsku allt frá stofnun utan árin 2011-2012. Strax setti hún markið hátt fyrir hönd félagsins með fag- legan metnað að leiðarljósi sem við félagsmenn búum vel að og frá upphafi stefna tekin á háan alþjóð- legan standard. Í jurtatínsluferð- unum var oft glatt á hjalla uppi í Litla-Botni í Hvalfirði eða norður í landi og Selma óspör á að nota hverja stund til að fræða okkur um vinnslu og virkni jurtanna og um hvað annað er kæmi sér vel við ilmkjarnaolíumeðferðir. Hún var líka skemmtilega mikill verkfræð- ingur í sér og útsjónarsöm að finna bestu aðferðir til að ilm- kjarnaolíurnar ynnu sem best á því sem meðhöndla þyrfti hverju sinni. Selma var mikil hugsjóna- manneskja og eldhugi, mátti aldr- ei neitt aumt sjá og mjög eftir- minnilegt, ef hún vissi hallað á einhvern eða einhver væri rang- læti beittur, hvað hún af fítons- krafti einhenti sér í baráttu með og fyrir þá er stóðu á einhvern hátt höllum fæti. Hvort sem um eineltismál eða annað væri að ræða var hún til í slaginn fyrir hvern sem var, barðist eins og ljónynja fyrir börn og sérhæfði sig í meðferðum fyrir þau enda unnið með börnum og fyrir börn stóran hluta lífs síns. Hvað sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún af heil- um hug. Sérstakar þakkir berum við í huga til Selmu fyrir alla þá ómet- anlegu uppbyggjandi hvatningu er hún veitti okkur bæði í náminu og svo áfram í lífi og starfi, því ætíð var Selma boðin og búin að gefa góð ráð hvort heldur sem var í sambandi við ilmkjarnaolíumeð- ferðir eða aðra aðstoð á margan máta. Megi sólbjartar dísir fagna og fylgja þér Selma til bjartra heima. Heill og þökk fyrir samfylgdina að sinni. Vottum Óskari og fjöl- skyldu og vinum Selmu okkar dýpstu samúð, megi guð og allar góðar vættir styrkja ykkur sem eftir standið. Fyrir hönd Aromatherapy- félags Íslands, Jónína K. Berg, Sigríður Gestrún Halldórsdóttir og Kristín Sjöfn Valgeirsdóttir. Hún Selma vinkona okkar er dáin. Selma var félagi í stórum hópi vina sem kalla sig Blandaðar rósir og haldið hafa hópinn í yfir 30 ár og koma reglulega saman í grillveislum, jólahlaðborðum, sumarferðum og margt fleira og verður Selmu sárt saknað úr hópnum. Það varð snöggt um Selmu og kom okkur öllum á óvart því við ætluðum að hafa hana allt- af til staðar þegar við kæmum saman, því Selma var hrókur alls fagnaðar, kunni margar skondnar sögur og hló hátt og oft mest að sjálfri sér og sínum mistökum. Selma var baráttukona og lét sig öll málefni barna varða og var í forsvari við gerð laga um dag- gæslu barna í heimahúsum og eru þau lög enn í fullu gildi í dag. Hún studdi okkur í baráttu okkar við félagsmál okkar og taldi ekki eftir sér að tala máli dagforeldra og leiðrétta þeirra hlut. Selma og Óskar áttu sér sælureit inni í Hvalfirði og vorum við ávallt vel- komin til þeirra þar og var þar glatt á hjalla og mikið drukkið af tei og kaffi. Við munum sakna Selmu sárt í okkar hópi, en óskum henni góðrar ferðar til æðri starfa. Við sendum Óskari, Kristjáni, Erlu Möggu og fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Blandaðra rósa, Guðbjörg Ellertsdóttir. Það var mikil sorgarfrétt að Selma Júlíusdóttir hefði skyndi- lega fallið frá 26. janúar sl. Ég heyrði síðast í henni rúmri viku áður. Þá var hún jafn gefandi og vanalega og bjartsýn þrátt fyrir vanheilsu sem herjaði m.a. á henn- ar nánustu. Aðalsmerki Selmu var fórnfýsi og óeigingirni, enda fjölmargir sem sóttu til hennar ráð og stuðn- ing. Selma var einstök manneskja hvað það varðaði. Hún sóttist ekki eftir því að efnast af veraldlegum gæðum. Hún sóttist eftir að efnast í gegnum fréttir af velferð svo fjöl- margra sem hún studdi. Ef ein- hvers staðar eitthvað bjátaði á, þar var Selma mætt til að gefa af tíma sínum og orku. Hún hafði síð- an reglulega samband til að fylgj- ast með hvernig gengi. Jafnvel þó að flestir hefðu talið að hún hefði nóg með sitt virtist alltaf vera til staðar viðbótarorka hjá Selmu handa öðrum. Selma lagði þannig óendanlega mikið á sig, allt til að fólkið hennar hefði það nú sem best. Og fólkið hennar var ekki bara hennar nán- asta fjölskylda. Fólkið hennar var ótrúlega fjölmennur hópur fólks. Ég var einn þeirra og vil ég nota þetta tækifæri og þakka innilega fyrir það. Það er alls ekki ofsagt að Selma var einstök hugsjónamanneskja sem var tilbúin að ganga í gegnum eld og brennistein fyrir fólkið sitt sem nú hefur misst svo mikið. Lífsstarf hennar allt fólst, á einn Selma Júlíusdóttir HINSTA KVEÐJA Nú komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga (Höf.ók.) Kveðja frá sauma- klúbbnum. Erla, Hjördís, Sigríður og Sigurbjörg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.