Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 ✝ Stefán Arn-grímsson fædd- ist á Dalvík 16. mars 1951. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 27. janúar 2014. Foreldrar hans voru Arngrímur Stefánsson, bifvéla- virki, frá Gröf í Svarfaðardal, f. 15.7. 1920, d. 23.5. 2008, og Kristjana Margrét Sigurpáls- dóttir, saumakona, frá Eyvind- arstöðum í Sölvadal, f. 16.5. 1921, d. 22.7. 2010. Stefán ólst upp í Ásbyrgi á Dalvík. Systkini hans eru: 1) Sig- rún Pálína, f. 1943. 2) Kolbrún, f. 1944, gift Svavari Berg Páls- syni. 3) Drengur, f. 1945, d. 1945. 4) Margrét, f. 1946, d. 2004, gift Hermanni Ægi Að- alsteinssyni. 5) Anna Kristín, f. 1948, maki Úlfar Þormóðsson. 6) Einar, f. 1955, kvæntur Lovísu Maríu Sigurgeirsdóttur. 7) Örn, f. 1959, maki Anna Dóra Her- mannsdóttir. 8) Kristjana, f. 1961, gift Kristjáni Eldjárn Hjartarsyni. Stefán eignaðist sjö börn. Elst þeirra er Ingibjörg, rekstr- Wilaiwan Jampasa (Nana). Hún á tvær dætur sem búa í Taílandi. Stefán fluttist suður 1975 og lauk námi í rafvirkjun það ár. Lauk námi í rafmagnsiðnfræði frá Tækniskóla Íslands 1978 og rekstrarfræði 1988. Síðar aflaði hann sér þekkingar á sviði graf- ískrar hönnunar. Stefán hóf störf hjá RARIK 1977 og starf- aði þar alla tíð, m.a. sem raf- veitustjóri á Selfossi, markaðs- og sölustjóri 1988-98 og sem kynningarstjóri frá 1998. Stefán gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í tengslum við starf sitt, tók þátt í starfshópum jafnt innanlands sem og á norrænum vettvangi, sat um tíma í stjórn SFR á ní- unda áratugnum og í samn- inganefnd BSRB í mörg ár. Stef- án starfaði að ýmsum félagsmálum, var formaður Samtaka Svarfdælinga um ára- bil, söng með kórum og starfaði að bæjarmálum í Kópavogi frá 1990, m.a. sem varaformaður skipulagsnefndar 1994-2006. Stefán sat í stjórn Reykjalundar um árabil, m.a. sem formaður stjórnar Plastiðnaðar Reykja- lundar og síðar stjórnar Endur- hæfingarmiðstöðvarinnar á Reykjalundi. Stefán fluttist aft- ur á æskuslóðir á Dalvík vorið 2012. Síðustu misserin glímdi hann við erfiðan lungnasjúkdóm sem versnaði skyndilega í lok janúar. Stefán verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju í dag, 7. febrúar 2014, kl. 14.30. arfræðingur, f. 5.4. 1973. Móðir hennar er Margrét Berg- lind Gunnarsdóttir. Eiginmaður Ingi- bjargar er Davíð Eyfjörð Reynisson. Börn þeirra: María Kristín, f. 1995, og Reynir Yiyou Ey- fjörð, f. 2006. Fyrri eiginkona Stefáns var Þuríður Dóra Ingvarsdóttir. Börn þeirra: 1) Arngrímur, f. 12.4. 1976, viðskiptafræðingur, maki Helga Árnadóttir. Börn þeirra: Ilmur, f. 2012 og Ernir, f. 2013. 2) Harpa, f. 5.6. 1977, kennari, gift Helga Má Bjarnasyni. Dæt- ur þeirra: Salka Þöll, f. 1996, Sunna Mist, f. 2004 og Silja Rán, f. 2007. Seinni eiginkona Stefáns var Guðrún Lóa Jónsdóttir. Börn þeirra: 1) Elfa Dröfn, f. 3.8. 1982, mastersnemi í söng í Glas- gow. 2) Jón Ingi, f. 10.8. 1986, hönnunarstjóri og söngnemi, kvæntur Önnu Sigríði Skarp- héðinsdóttur. Sonur þeirra er Arngrímur Tinni, f. 2012. 3) Stefán Ari, f. 3.8. 1990, tónlist- armaður og nemi í FÍH. 4) Mar- grét Lóa, f. 27.11. 1997, nemi í MH. Núverandi sambýliskona er Elsku pabbi. Þú kvaddir okkur allt of fljótt og ég er enn að átta mig á því að þú sért farinn. Ég býst alltaf við að sjá þig, sjá hlýjuna og glettnina í augunum þínum eða heyra í þér og fá góð ráð. Þú varst svo ánægður með nýja húsið þitt á Dalvík sem þið Nana voruð nýflutt í. Ég ætlaði að vera svo dugleg að heim- sækja þig þangað og alltaf held- ur maður að tíminn sé nægur. Þú varst svo hrifinn af Reyni, afastráknum þínum, og sagðir mér oft hvað þér þætti vænt um hann. Þegar hann heimsótti þig á sjúkrahúsið með mér núna í janúar skoðuðuð þið myndir frá Taílandi og rædduð um tímaritið Lifandi vísindi sem þú færðir honum reglulega og var sameig- inlegt áhugamál ykkar. Fjöl- skyldan var þér mjög mikilvæg, þú mundir alla afmælisdaga stórfjölskyldunnar og varst dug- legur að halda sambandi við ættingjana. Þér var líka mikið í mun að við, börnin þín sjö, myndum eiga gott systkinasamband. Ég er svo þakklát fyrir að við systk- inin skyldum öll geta verið hjá þér fram á síðustu stund. Sam- heldnin og hlýjan frá systkinum þínum og allri stórfjölskyldunni er einstök. Þessir síðustu dagar hafa svo sannarlega styrkt böndin og ég veit að það hefði glatt þig. Við munum líka öll halda utan um hana Nönu þína. Ég kveð þig, pabbi minn, með þessu ljóði sem segir svo margt sem mér liggur á hjarta. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín dóttir, Ingibjörg. Elsku pabbi. Síðustu daga hefur raunveruleikinn síast hægt og rólega inn. Það er svo ólýsanlega erfitt að trúa því að þú sért virkilega farinn frá okk- ur, allt of fljótt. Hugurinn reikar aftur. Ein af fyrstu minningum mín- um um þig er þegar þú fórst með okkur systkinin að gefa öndunum brauð. Ég hrasaði við brúnina og þú rétt náðir að grípa mig áður en illa fór. Ann- ar skórinn minn varð þó eftir í tjörninni. Ég minnist yndislegra sum- ardaga í Löngubrekkunni. Bíl- skúrinn sem mér þótti svo spennandi, rólan í garðinum, krikketspil okkar systkina og fimleikasýning undirritaðrar. Elfa labbandi um með kerru og sólskinsbros á vör. Og þú, ávallt með stóru upptökuvélina á öxlinni. Þér leiddist ekki að sýna okkur myndbandsupptök- urnar og ég man hvað okkur Adda þótti það pínlegt á ung- lingsárunum, sérstaklega upp- takan af okkur að keppa í sam- kvæmisdönsum. Ekki okkar besta stund. Núna er ég svo innilega þakklát fyrir þessar upptökur. Ég sakna þess að heyra þig hlæja. Sérstaklega hlátursins þegar þið bræður komuð saman, það var einstakt. Þú áttir svo auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á aðstæð- um og fólki. Iðulega léstu okkur hlusta á plötur með Spike Jones og grenjaðir úr hlátri. Þú reynd- ir líka að sannfæra okkur um ágæti Kims Larsens, það tókst ekki. Okkur leið alltaf mjög vel hjá ykkur Lóu og hinum sístækk- andi systkinahópi á Selfossi, í Löngubrekkunni og síðast í Hlíðarhvamminum. Þú varst mikill fjölskyldumaður, svo hreykinn af börnunum þínum og ættmennum. Þú sagðir okkur stoltur frá afrekum frændsystk- ina okkar og það var þér mjög mikilvægt að tengja okkur sam- an, enda mjög ættrækinn. Elsku ljúfi og góði pabbi með hlýja faðminn og glettnina í aug- unum. Þú áttir auðvelt með að sjarmera fólk upp úr skónum. Stelpurnar mínar sakna afa síns. Helgi saknar þess að spjalla við réttsýna tengdaföður sinn. Ég sakna svo margs: að faðma þig og finna pabbalykt, að sjá þig brosa og hlæja, hlýj- unnar og svefnhljóðanna sem við hlógum svo oft að. Ég sakna þess að tala við þig eða ætti ég frekar að segja hlusta á þig tala um sjálfan þig og þína. Ég sakna þess að heyra: „Ok, jamm, bless.“ Rétt fyrir jól var ég hjá þér á spítalanum og Júlli vinur þinn kom í heimsókn. Ég kvaddi þig og þegar ég gekk út úr herberg- inu heyrði ég þig segja við hann: „Hún er glæsileg stúlka, dótt- ir mín!“ Ég man að ég brosti við og hélt svo mína leið. Aldrei hefði mig grunað hvað þetta yrði mikilvæg minning. Ég er svo þakklát fyrir það að við gátum öll verið hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim, börnin þín, systkini og ástvinir. Þvílíkt ríkidæmi. Við lofum að halda vel utan um hvert annað. Elska þig pabbi minn. Þín Harpa. „Þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla,“ lék í ljósi sólar, lærði hörpu að stilla hann, sem kveða kunni kvæðin ljúfu, þýðu, skáld í muna og munni, mögur sveitablíðu. (Hannes Hafstein) Þegar við systkinin áttum leið norður með pabba hljómuðu þessar ljóðlínur undantekning- arlaust frá honum þegar við ók- um fram hjá tignarlegu hraun- dröngunum í Öxnadal og hann fræddi okkur um að þarna hefði Jónas Hallgrímsson búið. Ég dáðist alltaf að útsýninu og þessar línur og röddin hans pabba hljóma alltaf í kollinum þegar ég á leið hjá. Svona var pabbi í hnotskurn. Alltaf að reyna að fræða fólkið sitt. Hann hefði eflaust orðið frábær kennari ef lífið hefði leitt hann þangað. Í staðinn var hann kennari barna sinna í lífi, námi og starfi. Auk fróðleiksmola hér og þar man ég eftir ófáum stundum sem við eyddum saman yfir stærðfræði og hversu nauð- synlegt mér þótti að láta hann lesa yfir ritgerðir. Pabbi lagði líka áherslu á að við stunduðum námið vel og kláruðum það sem við byrjuðum á og það er nokk- uð sem ég mun alltaf þakka honum fyrir. Pabbi var líka hlýr. Svo bók- staflega að þegar ég var lítil fannst mér svo gott að skríða upp í til hans til að hlýja mér og kallaði hann „ofninn minn“. Hann var líka hlýr í viðmóti og átti auðvelt með að heilla fólk. Orð fá ekki lýst því hversu þakklát ég er örlögunum fyrir það að ég hafi náð heim til Ís- lands til að kveðja elsku pabba minn sem fór alltof fljótt frá okkur. Ég er svo þakklát fyrir að hann hafi getað haft þrek í að faðma mig í síðasta sinn og vitað að ég var hjá honum síðasta spölinn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa ákveðið að vera hjá hon- um síðustu nóttina á spítalanum, strjúka honum um hárið, tala við hann og halda í höndina á honum þegar hann þurfti á mér að halda. Alveg eins og hann hafði svo margoft gert fyrir mig ef ég meiddi mig sem barn. Ekkert okkar bjóst við að þurfa að kveðja pabba svona fljótt og svona skyndilega en ég hugga mig við það að þegar að kveðjustundinni kom var hann umkringdur börnunum sínum, systkinum og ástvinum sem öll höfðu náð að hvísla að honum kveðjuorðum. Elsku pabbi minn, takk fyrir allt sem þú kenndir mér, fyrir öll skiptin sem þú hvattir mig áfram, fyrir að vera alltaf tilbú- inn að hjálpa ef ég þurfti á þér að halda og takk fyrir að vera þú með öllum þínum kostum og göllum því án þín væri ég ekki sú manneskja sem ég er í dag. Þú vakir, faðir vor, og verndar börnin þín, svo víð sem veröld er og vonarstjarna skín, ein stjarna hljóð á himni skín. (Sigurbjörn Einarsson) Þín dóttir, Elfa Dröfn. Elsku besti pabbi minn. Það er svo erfitt að trúa því að ég skuli sitja hér að skrifa þetta, og það er jafnvel erfiðara að sætta sig við að þú sért strax farinn – mun fyrr en nokkur hafði búist við. Allar þær minn- ingar sem við eigum saman eru svo dýrmætar, enda urðum við í raun mun nánari á seinustu sjö árum. Ein uppáhaldsminningin mín er þegar ég kom til þín, hvort sem það var í gömlu íbúð- ina í Efstahjalla eða á Dalvík og við fórum í bíltúr. Við spjöll- uðum um allt á milli himins og jarðar og ég lærði alltaf eitthvað nýtt. Ég man einnig alltaf þegar við fórum í heimsóknir til Dal- víkur hvað þú stoppaðir margoft til þess að spjalla við kunningja þína og vini, enda varstu hlýr, Stefán Arngrímsson HINSTA KVEÐJA Elsku bróðir! Enginn slítur þau bönd, sem hann er bundinn heimahög- um sínum. Móðir þín fylgir þér á götu, er þú leggur af stað út í heiminn, en þorpið fer með þér alla leið. (Jón úr Vör) Minningar og tregi fylla huga minn! Þín Anna Kristín. ✝ Stefán Hall-grímsson fæddist 1. janúar 1930. Hann lést að heimili sínu þann 21. janúar 2014. Stefán var sonur hjónanna Fríðu Sæmundsdóttur og Hallgríms Stef- ánssonar og var elstur systkina sinna, þeirra Lilju Hallgrímsdóttur, Guðmundar Hallgrímssonar, sem er látinn, Hafliða Hallgrímssonar og Fili- píu Þórdísar Hallgrímsdóttur sem er látin. Stefán var kvænt- ur Sigrúnu Bergmann og börn þeirra eru Hallgrímur Stef- ánsson, Guðrún Hörn Stef- ánsdóttir, gift Sverri Þór Krist- jánssyni, Guðmundur Stefánsson, kvæntur Sunnu Jaroensuk og kjörsonur Stefáns er Tómas Bergmann, kvæntur Höllu Pálsdóttur. Barnabörnin þau í hjónaband um áramótin 1957-58. Þau reistu sér hús í Kringlumýrinni á Akureyri og fluttu þar inn árið 1959. Fyri- tæki Stefáns þjónustaði fyrstu árin helst fiskveiðiflotann en svo hóf hann byggingu versl- unar og verkstæðis að Gler- árgötu. Fyrirtækið óx og dafn- aði og árið 1973 breytti hann nafninu í Hljómver og var þar eftir þekktur sem Stebbi í Hljómveri. Fyrirtækið var í hans eigu þar til árið 1999 er það var selt bræðrunum Orms- son. Stefán kom að ýmsum mál- um á þessum árum og kom meðal annars að því að stofna Tollvörugeymsluna og sat í skólanefnd Iðnskólans um tíma. Hann lék með Lúðrasveit Ak- ureyrar um árabil og var virk- ur meðlimur í tónlistarlífinu á Akureyri. Málaralist heillaði hann mjög og var hann ötull að fara á sýningar og styðja við myndlist í bænum. Á seinni ár- um hóf hann svo að mála sjálfur og prýða verk eftir hann veggi elliheimilisins Hlíðar á Ak- ureyri. Stefán verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag, 7. febrúar 2014 kl. 13.30. eru 9 og barna- barnabörnin 8. Stefán ólst upp á Akureyri til 16 ára aldurs er hann fór til náms í útvarps- virkjun hjá Ólafi Jónssyni í Reykja- vík. Að loknu sveinsprófi hóf hann störf hjá bandaríska hernum á Keflavíkur- flugvelli. Árið 1957 höfðu fulltrúar Slippstöðvarinnar og Útgerðarfélags Akureyrar sam- band við hann og spurðu hann hvort hann væri tilbúinn að setja upp viðgerðaverkstæði á Akureyri til að þjónusta þá. Það varð úr og sama ár setti hann á fót fyrirtækið Radíóvinnustofu Stefáns Hallgrímssonar og var fyrst til húsa í Geislagötu. Á þessum sama tíma kynntist hann verðandi eiginkonu sinni, Sigrúnu Bergmann, og gengu Af alhug færum þér ástar þökk, á auða sætið þitt horfum klökk, heilsaðu föður og frændum. Að sjá þig aftur í annað sinn enn komast aftur í faðminn þinn við eigum eftir í vændum. (G. Björnsson) Við vissum alltaf þegar við heimsóttum Stefán að það yrði tekið á móti okkur með hlýju faðmlagi og brosi. Stefán kunni ótal sögur og við veltumst oft um af hlátri því hann sagði svo skemmtilega frá. Stefán málaði og teiknaði ótrúlega flottar myndir og hann gaf sér góðan tíma til að sýna okkur þær myndir sem hann var að vinna við og þær sem hann var búinn með. Við eigum öll myndir eftir hann uppi á vegg og þykir mjög vænt um þær. Þær vekja góðar minningar um yndislegan og hláturmildan mann sem við eig- um eftir að sakna innilega. Við sendum Hallgrími, Guðmundi, Guðrúnu, Tómasi og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Páll, Sigrún, Fríða, Dagur og Katrín Ammendrup og fjölskyldur. Ég var á unglingsárum þegar Sigrún föðursystir mín giftist Stefáni Hallgrímssyni. Stuttu síðar fluttu þau og Tommi sonur hennar norður. Stefán hafði þá stofnað fyrirtæki sitt, sem hann rak af mikilli atorku um áratuga skeið. Má segja að Stefán hafi verið réttur maður á réttum stað þegar hann flutti heim eftir nám og störf í Reykjavík, en það var í þann mund sem farið var að setja fiskileitartæki í skipaflot- ann. Var Stefán eins og þeyti- spjald um Norður- og Austur- land að þjóna síldveiðiflotanum mörg fyrstu starfsár sín á Akur- eyri, auk þess sem hann setti slík tæki niður í ný skip hjá Slipp- stöðinni. Fljótlega eftir að Sigrún og Stefán fluttu norður hófust þau handa um byggingu íbúðarhúss í Kringlumýri 2, þar sem þau bjuggu æ síðan. Hús þeirra og heimili var einstaklega vandað og smekklegt, án alls íburðar, en skreytt fallegum málverkum. Stefán var mikill fagurkeri og listunnandi, einkum á sviði myndlistar og tónlistar. Sjálfur lék hann í Lúðrasveit Akureyrar um langt árabil og á námsárun- um í Reykjavík í Lúðrasveit Reykjavíkur. Eftir að hann sett- ist í helgan stein fór hann að teikna og mála með vatnslitum. Komu þá í ljós ágætir hæfileikar hans á því sviði. Sjálfur gerði hann alltaf heldur lítið úr þessari listsköpun sinni, en ég veit að hún veitti honum ótal ánægju- stundir hin síðari ár. Eigum við hjón fallegar vatnslitamyndir sem hann gaf okkur og prýða heimili okkar. Það var ekki í kot vísað að koma til Sigrúnar frænku og Stefáns á Akureyri. Heimili þeirra stóð okkur alltaf opið frændfólkinu að sunnan og Sig- rún reiddi fram hinar dýrðleg- ustu krásir af sínum alkunna myndarskap. Eigum við í fjöl- skyldunni margar góðar minn- ingar um gestrisni þeirra hjóna, eins og þegar frændfólk okkar frá Bandaríkjunum kom hingað sumarið 1982 og við fórum sam- an í fjölskylduferð norður Sprengisand og víða um Norður- land. Þá endaði allur hópurinn í stórveislu hjá þeim hjónum í Kringlumýrinni áður en haldið var til Reykjavíkur. Eins og áður segir var Stefán alla sína starfsævi önnum kafinn við rekstur fyrirtækisins og vinnudagurinn langur. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann væri umhyggjusamur heimilisfaðir og aldrei leyndi sér ást hans og um- hyggja fyrir Sigrúnu frænku, sem hún endurgalt honum með því að búa honum notalegt heim- ili þar sem hann gat notið hvíldar eftir amstur daganna. Þau hjón ferðuðust töluvert á árum áður, meðal annars til Bíbí- ar föðursystur minnar í Banda- ríkjunum og til fjölskyldu okkar í Danmörku og víðar. Veit ég að þau nutu þessara ferðalaga til fulls sér til hvíldar og hressing- ar. Mörg hin síðari ár átti Sigrún við erfiðan sjúkdóm að stríða. Þá sýndi Stefán best hvern mann hann hafði að geyma. Með fá- dæma natni, umhyggju og ást hjúkraði hann eiginkonu sinni og reyndi hvað best hann gat að létta henni lífið. Fyrir það, og allt sem hann var okkur, þökkum við fjölskylda hennar hér syðra honum nú að leiðarlokum og biðjum honum blessunar Guðs og vottum börnum þeirra Sig- rúnar og fjölskyldunni allri inni- lega samúð. Andreas Bergmann. Stefán Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.