Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 ✝ Elín Sigurðar-dóttir fæddist á Eyrarbakka 27. febrúar 1941 en ólst upp í Miðtúni 13 (Vík) á Selfossi. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands 28. janúar 2014. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Þorbjörnsson, f. 14.8. 1911, d. 6.10. 1978, og Guðfinna Jónsdóttir, f. 1.9. 1917, d. 21.11. 1987. Elín var elst af fimm systk- inum en þau eru: Sigríður Inga, f. 14.10. 1942, Þorbjörn f. 12.10. 1946, Jón, f. 29.6. 1956, og Elsa, f. 6.7. 1961. Elín giftist 21. nóvember 1965 eftirlifandi manni sínum, Birgi Bjarndal Jónssyni frá Neðri-Dal í Birkupstungum, f. 14.5. 1943. Foreldrar hans eru Aðalheiður Guðmundsdóttir, f. Andersen, f. 13.6. 1974. Þeirra börn eru Ágúst Örn, f. 14.8. 2006, Eva Lilja, f. 26.9. 2008, og Elva Sofia, f. 4.9. 2012. Elín starfaði fyrr á árum í ýmsum deildum Kaupfélags Ár- nesinga og síðan á skrifstofu fé- lagsins. Þá lá leiðin á hús- mæðraskóla í Danmörku og til vinnu á baðstrandarhóteli í nokkra mánuði. Eftir heimkom- una hóf hún störf hjá Lands- bankanum á Selfossi og starfaði þar í nokkur ár. Elín lauk námi sem leikskólakennari og starf- aði við leik- og grunnskóla, bæði á Selfossi og Ísafirði. Einn- ig lærði hún nudd og höfuð- beina- og spjaldhryggsjöfnun og hafði mikinn áhuga fyrir öllu því sem heilsutengt er. Elín var lengstan hluta æv- innar á Selfossi en bjó í tíu ár á Ísafirði og önnur tíu ár á Akra- nesi. Elín barðist hetjulega við krabbamein sem hún greindist með fyrst fyrir 16 árum. Útför Elínar fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 7. febrúar 2014, og hefst athöfnin kl. 13.30. 18.12. 1922, dvelur á hjúkrunarheimil- inu Fossheimum á Selfossi, og Jón Þ. Einarsson, f. 18.1. 1916, d. 5.11. 1993. Synir Elínar og Birgis eru: 1) Ari, f. 29.8. 1965, rafvirki og vélfræðingur. Hann var kvæntur Fríðu Báru Magn- úsdóttur. Þau skildu. Þeirra sonur er Jóhann Atli, f. 19.11. 1992. Hans sonur og Alexöndru Baldvinsdóttur er Birgir Bjarndal, f. 10.8. 2011. Fósturbörn Ara, börn Fríðu Báru, eru Almar Smári, f. 2.3. 1987, og Árný Eva, f. 3.5. 1988. Sonur Almars er Elvar Breki, f. 28.12. 2011, og dóttir Árnýjar er Elín Bára, f. 26.7. 2013. Sam- býliskona Ara er Súsanna Vals- dóttir, f. 4.11. 1973. 2) Jón Þór, f. 28.8. 1969, rafvirki og skóg- fræðingur, kvæntur Kathrinu Þegar ég kveð hana Elínu systur mína er mikill söknuður í huga. Hún fæddist í litlu baðstof- unni í Akbraut á Eyrarbakka hjá afa okkar og ömmu. Foreldrar okkar byrjuðu sinn búskap í litlu þorpi sem reist var við Ölfus- árbrú og nefndist Selfoss, þar var hvorki ljósmóðir né læknir en á Eyrarbakka var hvort tveggja. Foreldrar okkar höfðu keypt landspildu fyrir utan á á Selfossi og byggðu þar hús sem þau nefndu Vík. Þarna var lítið samfélag en síðan settust fleiri af okkar skyldfólki að á þessum stað. Móðurfjölskylda okkar fluttist búferlum úr sveitinni og við vor- um umvafin skyldfólki og góðum nágrönnum. Það var löng leið í skólann, kuldinn og rokið beit í á brúnni yfir Ölfusá, og sá barnahópur sem ólst upp fyrir utan á tengd- ist því sterkum böndum. Um- hverfið var stríðsminjar, klettar og brekkur og kjörið til leikja og útiveru. Ella var kát og fjörug og ég man eftir stundum í Vík þar sem hún stjórnaði dansi og söng, enda hafði hún einstakt lag á börnum er seinna kom í ljós í starfsvali. Ella og Birgir reistu sér hús á einni af þessum lóðum sem for- eldrar okkar áttu frá byrjun landnáms. Og það er ekkert vafamál að hún tengdist sterkum böndum þessu umhverfi æsku okkar með straumþungri ánni og klettunum allt í kring. Hún bjó í tvo áratugi í öðrum landshlutum og undi hag sínum vel, en þar sannast hið forn- kveðna að „römm er sú taug sem rekka dregur föðurtúna til“. Þegar hinum lögbundna starfs- degi lauk fluttust Ella og Birgir aftur út fyrir á í sitt gamla hús og ræktuðu garðinn sinn í orðs- ins fyllstu merkingu. Þau hafa verið ströng þessi 16 ár sem hún hefur barist við sín veikindi en hún vann úr þeim eins og einkennir allan hennar lífsferil, jákvæð gagnvart öllu sem að höndum bar, aðlagaði sig umhverfi sínu og aðstæðum og sá sólina skína á allt sem varð á vegi hennar. Hvíl þú í friði, elsku systir. Þorbjörn Sigurðsson. Elsku amma. Við áttum marg- ar góðar stundir saman og minn- ingarnar eru margar. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir okkur systkinin, þú hugsaðir alltaf um okkar heilsu og að við hefðum það gott, þrátt fyrir að vera ekki fullfrísk sjálf. Þegar við hugsum til baka getum við ekki munað eftir þér sem veikri konu. Það sem okkur dettur í hug þegar við hugsum til þín er saftsúpa, nuddolía, göngu- ferðir og garðvettlingar með blómamunstri. Þú verður ávallt í hug okkar og hjarta. Hvíldu í friði. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Almar Smári, Árný Eva og Jóhann Atli. Gleði, kærleikur og umhyggja einkenndu Ellu. Sem smástelpa spilaði hún á gítar og jóðlaði svo að eftir var tekið. Hún safnaði börnum úr nágrenninu og stjórnaði leikjum og söng í garð- inum í Vík á Selfossi. „Ég hafði allt og alla sem ég elskaði hjá mér,“ sagði hún oft þegar hún rifjaði upp æskuár sín. Vík var nokkurs konar sveitaheimili. Þar var mikill gestagangur, Finna móðir henn- ar í eldhúsinu, Siggi faðir hennar í fjárhúsinu. Afi og amma, móð- urbræður og fjölskyldur öll í næstu húsum. Ella var mikið hjá föðursystrum sínum, Önnu og Laugu, á Eyrarbakka og var þeim alla tíð sem dóttir. Ella var elst af fimm systk- inum. Sigga var ári yngri, þær voru mjög nánar og oftast nefnd- ar „Ella og Sigga“. Síðan komu Þorbjörn, Jón og Elsa. Í æskuminningum mínum frá Vík verður Ella alltaf í aðalhlut- verki. Hún kenndi mér ýmislegt um lífið: Ölfusáin var „mesta á landsins“, móinn og berin inni á Dal „best“ og Ingólfsfjall það „brattasta á landinu“. Átta ára gömul tók hún vel á móti Antoni yngri bróður mínum þegar móðir okkar veiktist og hann bjó um tímabil á heimili Ellu. Við mig, þá þriggja ára, sagði hún: „Þú ert fallegasta og duglegasta frænka mín.“ Ella var ung þegar hún fór að gefa af sér með orðum og opnum faðmi. Ella kynntist Birgi, manni sín- um til næstum 50 ára, í bank- anum á Selfossi. Hún féll fyrir glæsileika hans og gleðinni sem honum fylgdi alla tíð. Synir þeirra, Ari og Jón Þór, voru henni mjög nánir, þar var vinátta og virðing í fyrirrúmi. Barna- börnin og langömmubörnin voru miklir gleðigjafar. Það gladdi Ellu mikið að eignast nöfnu síð- astliðið sumar. Rúmlega fertug tók Ella þá ákvörðun að fara í Fóstruskól- ann í Reykjavík. Daglegar rútu- ferðir milli Selfoss og Reykjavík- ur í þrjú ár fannst henni ekki tiltökumál. Áhuginn og ánægjan í náminu leyndu sér ekki. Ella var leikskólakennari á Selfossi og á Ísafirði, þar var hún mikið með sérkennslu, alltaf góð að ná tengslum við samferða- menn sína, litla sem stóra. Ella hélt áfram að mennta sig á fullorðinsárum, lærði nudd og síðar höfuðbeina- og spjald- hryggsmeðferð. Hún lagði metn- að sinn í að hjálpa þeim sem til hennar leituðu. Kristin trú og andleg málefni voru hennar veganesti allt lífið. Hún miðlaði af miklum kærleik og var sterk í bæninni. Hvert sem Ella fór eignaðist hún vini og vann jafnt með hönd- um og höfði. Hún var náttúru- barn, stundaði miklar göngur, útivistin nærði hana alla tíð. Eft- ir tíu ára dvöl á Ísafirði og síðar tíu ára dvöl á Akranesi var hald- ið heim á Selfoss. Svo skemmti- lega vildi til að gamla húsið þeirra Ellu og Birgis var til sölu. Úr stofuglugganum á Ártúni 15 er Ölfusáin stórfengleg. Þangað er alltaf gott að koma. Trúin var hennar styrkur í miklum og langvarandi veikind- um. Í 13 ár tókst Ella á við marg- ar lyfjameðferðir og skurðað- gerðir af einstöku æðruleysi með styrka hönd Birgis sér við hlið. Ella vitnaði stundum í Móður Teresu: „Gleði er kærleikur og umhyggja, gleði er bæn, gleði er styrkur.“ Fallega frænka mín hefur kvatt okkur í gleði. Fríða Bjarnadóttir. Í dag kveðjum við kæra frænku okkar, Elínu Sigurðar- dóttur eða hana Ellu í Vík eins og við kölluðum hana. Þessa síð- ustu daga hefur hugurinn reikað til æskuáranna á bökkum Ölfus- ár en þar bjuggu afi okkar og amma Sigríður og Jón ásamt börnum sínum þeim Guðfinnu móður Ellu, Sveini, Gesti föður okkar og Sigurjóni. Finna og Siggi byggðu sér hús að Miðtúni 13 en bræðurnir byggðu sín hús í Ártúninu. Það er margs að minn- ast af Langanesinu og þegar við lítum til baka sjáum við hve mikil forréttindi það voru að fá að alast upp með öllu þessu góða fólki og við fengum sannarlega að njóta æskunnar. Fjölskyldan var samrýmd og alls staðar var okkur tekið opnum örmum. Það var gott að koma í Vík, frænd- fólkið var allt svo gott. Maður fékk nýtt grænmeti hjá Finnu, við spiluðum á píanóið og sökkt- um okkur ofan í blöð og bækur. “Stór-fjölskyldan“ átti kindur, hænur og hesta og allir hjálp- uðust að við að sinna búskap og krökkum. Það var gaman að fylgjast með Ellu, Siggu og vin- konum þeirra þegar þær voru að að tjútta í kjallaranum í Vík. Dillandi tónlistin kom frá flotta grammafóninum og þær voru svo sætar þar sem þær dönsuðu í fallegu kjólunum sínum með rúllur í hárinu eða ný túberaðar. Þær voru síhlæjandi og við feng- um alltaf að vera með. Þegar við systkinin eignuðumst gítar var farið til Ellu og hún kenndi okk- ur undirstöðuna svo við gætum glamrað á hljóðfærið. Hún var alla tíð mikil áhugamanneskja um hreyfingu og hollustu og var unun að horfa á hana ganga úti, svo létta á fæti og kvika í hreyf- ingum. Ung kynntist Ella honum Birgi sínum sem varð hennar lífsförunautur og saman eignuð- ust þau synina Ara og Jón Þór. Það var alltaf gaman að hitta Ellu og Birgi. Maður skynjaði vel hversu kært var á milli þeirra, vinátta og samhugur ein- kenndi þau. Þau gerðu að gamni sínu og sögðu skemmtilega frá því sem hafði hent þau gegn um lífið. Það var Ellu svo dýrmætt að eiga hann Birgi sinn að í þess- um erfiðu veikindum og hún sagði oft að Birgir sæi um þetta og hitt því hann væri bestur. Þau bjuggu fyrst uppi í Vík en byggðu sér svo hús að Ártúni 15 á bökkum Ölfusár. Við systkinin vorum eins og gráir kettir í kring um húsbygginguna og oft var mikið fjör að fylgjast með þeim skemmtilega hóp sem hjálpaðist þar að. Ella og Birgir seldu svo húsið sitt þegar þau fluttu vegna starfa Birgis en svo skemmtilega vildi til að þau gátu keypt það aftur og gert upp. Húsið og garð- urinn bera snyrtimennsku þeirra og smekkvísi fagurt vitni og er einstaklega glæsilegt þar sem það stendur á árbakkanum. Síð- ustu árin sín fékk því elsku frænka okkar að búa aftur á Langanesinu og hafa útsýni til fjallanna og yfir Ölfusá. Elsku Birgir, Ari, Jón Þór og fjölskyldur. Hugurinn dvelur hjá ykkur á þessum erfiða tíma. Við systkinin frá Ártúni 8 og fjöl- skyldur okkar sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Minningin um kæra frænku lifir í hjörtum okkar. Arndís Ásta, Sigríður, Jóna Bryndís, Garðar, Margrét og Sigrún Elín Sigurðardóttir eða Ella mágkona var ein af þessum manneskjum sem ég var svo ótrúlega heppin að tengjast um leið og ég kynntist Jóni. Ella og maður hennar, Birgir, voru þungamiðjan í tengdafjölskyld- unni minni og reyndust mér í raun meira eins og tengdafor- eldrarnir sem mér auðnaðist ekki að kynnast. Þegar leiðir okkar Jóns lágu saman höfðu foreldrar hans kvatt þennan heim. Ég hitti Ellu fyrst haustið 1997 og upp frá þeim kynnum duldist mér ekki hve sterkur strengur lá á milli þeirra systk- inanna. Minningarnar streyma fram og þar ber hæst einlægan áhuga Ellu á okkar litlu fjöl- skyldu, drengjunum og öllum viðfangsefnunum. Hún var dæmalaust nærgætin og ræktar- söm og áhuginn á að finna með okkur lausnir á hinu og þessu í hversdagsins önn var einlægur. En fyrst og síðast bjó hún yfir þeim dásamlega eiginleika að draga alltaf fram það besta í öll- um og öllu. Minningarnar eru allar tengdar gleði, glettni og góðvild Ellu í okkar garð. Og sviðið er breitt. Biskupstungurn- ar gegna stóru hlutverki en í Tungunum vorum við hjónin svo heppin að finna athvarf, ekki síst fyrir tengsl og atbeina Ellu og Birgis. Þaðan eigum við margar dýrmætar minningar er við hóf- um að byggja upp athvarfið okk- ar. Kaffi í Ferjuholti var dæmi- gert um helgar, þar farið yfir málin yfir heimagerðu flatbrauði Ellu og bestu hjónabandssælu í heimi! Brúðkaup okkar Jóns kemur líka sterkt upp þegar hugurinn reikar til baka, en Ella var svara- maður Jóns. Það kom aldrei neitt annað til greina. Einnig fæðing tvíburastrákanna okkar og öll sú vegferð. Ella með góð og uppbyggileg ráð og var auð- vitað sú sem bauð sig fram til að gæta drengjanna með „hinni ömmunni“ þegar þreyttu tví- buraforeldrarnir ákváðu að skreppa í smáferðalag í fyrsta sinn eftir fæðingu þeirra. Ella gerði miklu meira en hún í reynd hafði þrek til, enda hafði hún þá þegar gengið í gegnum margar meðferðir veikinda sinna. En það var fjarri henni að láta slíkt aftra sér frá því að láta gott af sér leiða. Hún var erfið kveðjustundin í byrjun janúar er við fjölskyldan héldum vestur um haf eftir jóla- leyfi heima á Íslandi, en það er gott að ylja sér við þessa hinstu minningu núna, líta til baka og þakka allar góðu stundirnar. Ég hugsa einnig um ferðina til Dan- merkur þegar Jón Þór og Krína giftu sig, ég hugsa um kvöldkaffi eftir vinnuhelgarnar í Múla þar sem Ari og Jóhann Atli voru ekki langt undan og mér verður hugs- að til fæðingar barnabarnanna og barnabarnabarnanna og óvæntu gleðinnar þegar Ella fékk nöfnu sl. sumar. Ég hugsa um þráðinn sem Ella spann með Gunnari Erni og hans fjölskyldu, ég minnist pakkaleikjanna í Ártúni og jóla- boðanna, ég hugsa um fallega prjónaða vettlinga og sokka á stráka sem stækka ört. Ég rifja Elín Sigurðardóttir HINSTA KVEÐJA Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár. Þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. Móðir, dóttir, minningin um þig er mynd af því sem ástin lagði á sig. (Guðrún Jóhannsdóttir) Hinsta kveðja með þakk- læti og virðingu. Birgir Jónsson, synir og tengdadætur. ✝ Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar BRAGA STEFÁNSSONAR, Stekkjargerði 10, Akureyri. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Eimskipafélagsins á Akureyri fyrir veittan stuðning. Lína Aðalbjargardóttir, Stefán Bragi Bragason og fjölskyldur. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Ásgarði 133, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vesturbæjar í Skógarbæ fyrir umönnun og hlýhug síðustu sporin. Ingibjörg Þorgilsdóttir, Þorvaldur Guðnason, Ragnar Þorgilsson, Eva Garðarsdóttir, Björg Þorgilsdóttir, Magnús Ólafsson, Jón Þorgilsson, Ásdís Ólafsdóttir, Anna Þorgilsdóttir Gunnar Stefánsson, Árni Þorgilsson, Sigrún Jónsdóttir, Guðrún Þorgilsdóttir, Einar Helgason, Eyvindur Þorgilsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÁKI GUÐNI GRÄNZ málarameistari, Ytri-Njarðvík, lést þriðjudaginn 4. febrúar á hjúkrunar- heimilinu Garðvangi. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 14. febrúar kl. 14.00. Guðlaug Karvelsdóttir, Guðrún Fjóla Gränz, Bjarni Ragnarsson, Anna Margrét Ákadóttir, Sólveig Björk Gränz, Ásgeir Kjartansson, Karvel Gränz, Rebecca Castillon, Carl Bergur Gränz, Guðmundína Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GÍSLI BERGSVEINN ÓLAFUR LÁRUSSON, Ársölum 1, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 2. febrúar. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju, Kópavogi, mánudaginn 10. febrúar klukkan 13.00. Guðrún Þórarinsdóttir, Þórarinn Gíslason, Karen Dagmar Guðmundsdóttir, Jóna Bryndís Gísladóttir, Vilhjálmur Sveinn Björnsson, Sigrún Gísladóttir, Bjarni Þór Hjaltason, barnabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.