Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 Smiðjuvegi 34 |Rauð gata | www.bilko.is | Sími 557-9110 Tökum Olískort. Einn aðal þáttur í reglulegu viðhaldi bíls er að passa að vélin sé smurð á réttum tíma. Láttu okkur um að smyrja bílinn, -notum aðeins hágæða olíu frá Olís. Kom du n úna og fá ðu fr ía vetr arsk oðun í lei ðinn i! Í vetr arsko ðun p össum við að fro stlög ur sé í lagi , peru r og rú ðuþu rrkur í topp stand i. Að auki álags prófu m við rafge yma. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Loksins virðist þér óhætt að fara af stað með mál, sem þú hefur lengi þurft að sitja á. Með því gefst þér kostur á að kynnast þér sjálfri/sjálfum betur. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu það ekki slá þig út af laginu þótt þú kynnist ýmsu ógeðfelldu í fari annarra. En slíkar stundir mega þó ekki verða of margar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að búa þig undir breyt- ingar á vinnustað þínum og þarft að tileinka þér ný vinnubrögð. Seinni partinn færðu ein- stakt tækifæri, gefðu ást af öllu hjarta og þiggðu hana á sama hátt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur á tilfinningunni að fólk efist um hæfileika þína. Hver dagur ýtir undir keppnisskapið og þú ert full/ur af krafti. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er að mörgu að hyggja bæði innan heimilis og utan. Hættu að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst um þig, spurðu bara. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú gætir lent í erfiðum deilum við ein- hvern í fjölskyldunni í dag. Mundu að aðstoð getur borist úr ólíklegustu áttum. Tæmdu vasana áður en þú stingur í þvottavélina. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er alltaf ánægjulegt þegar góðir vinir reka inn nefið. Einhver vill vita hversu mikið hann á og hvað hann skuldar. Mundu bara að græddur er geymdur eyrir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér finnst erfitt að átta þig á framkomu vinafólks þíns. Það ráðgast við þig um innkaup, ákvarðanir og verkefni, en þú hefur reyndar líka nóg að gera svo ekki sökkva þér í þeirra mál. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er nauðsynlegt að hafa sög- una á hreinu þegar menn meta nútímann og reyna að spá um framtíðina. Breytingar standa fyrir dyrum og samræður við fjöl- skyldumeðlimi fái aukið vægi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það þýðir ekkert að halda áfram að hugsa eins og hugmyndasnauður sápu- óperuhöfundur. Allir sem þú talar við auka við þekkingu þína og visku. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú átt gott með að tjá þig við aðra hvort heldur það er í gamni eða alvöru. Gerðu nauðsynlegar ráðstafanir og láttu allar öfund- arraddir sem vind um eyru þjóta. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú lætur tilfinningarnar ráða í sam- skiptum við aðra. Sýndu að þú vitir um alvar- leika málsins. Fólk virðist hreinlega vera ósammála um alla hluti. Sigmundur Benediktsson setti af-mælisklömbru á vefinn 3. febr- úar og sendi Hólmfríði Bjartmars- dóttur á Sandi með þessum orðum: „Áttaði mig á því að virðulega yrði ég að kveða um lögvarið gamal- menni, þó gleraugu nægi ekki til að greina það ástand. Því ein afmælis- klambra.“ Faldar skáldskap á foldu Fía með anda hlýjum. Græðir oft Leirsins gróða, gáska býður án háska. Þakka skal huga þekkum þáðar stökurnar ljáðar. Viðaðar stuðlavoðum, varðaður rímsins kvarða. Sigrún Haraldsdóttir segir sög- una eins og hún lagði sig: Fyrst var hann Sammi með Sollu síðan með Jónu og Kollu þarnæst með Stínu, Þuru og Línu og giftist svo Gauju ‘ennar Ollu. Kristbjörg Steingrímsdóttir orti um „skvísu“ á Leirnum: Örugg með einlífsins gildi Anna við manninn sinn skildi. Ljóshærð í Levis labbar hún sí-nice. Þetta var það sem hún vildi. Sem gaf Hómfríði Bjartmars- dóttur á Sandi tilefni til að bæta við: Nú er karlinn með Nönnu sem naggrísi steikir á pönnu en maðurinn hennar hefur nú tvennar kærustur, aðrar en Önnu. Kristbjörg lætur ekki standa á svari: Örugg með frægð sína og frama þessi fallega, ljóshærða dama þó karl sé með Nönnum og konum í hrönnum þá er henni öldungis sama. Kristján Karlsson orti: Furðu lævís er losti. Og logn er úti með frosti. Gáið þess mær að telja yðar tær tvisvar að minnsta kosti. Loks er gömul limra eftrir Gísla Jónsson: Mælti Hannes í Hlésvíkurporti, þegar hagmælska verður að sporti margra ágætra manna þá er erfitt að sanna hverja limruna hver maður orti. Halldór Blöndal. halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Afmælisklambra og limrur héðan og þaðan Í klípu „ÞETTA ER NÝR LYFJAFLOKKUR GEGN ÞUNGLYNDI. HANN ER KALLAÐUR „ÓLÖGLEG EITURLYF“. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VIÐ ÁTTUM EKKI KLAKA, SVO ÉG SETTI SMÁ BÚT AF FROSINNI PITSU ÚT Í DRYKKINN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að komast að því að hún er með hjarta úr skíragulli. STOPPAÐU MIG EF ÞÚ HEYRT ÞENNAN ÁÐUR ... ÞÚ ÁTT AÐ BÍÐA ÞANGAÐ TIL ÉG ER BYRJAÐUR AÐ SEGJA HANN! LÍSA, ÉG LAUG UM FORTÍÐ MÍNA. ÉG HEF NEFNILEGA ÁTT MÖRG ÞÚSUND KÆRUSTUR. JÁ, ÉG ER AÐ LJÚGA! OG GRÖFIN VERÐUR DÝPRI.Íslendingar virðast oft vera bestir íöllu og eftir fréttir á dögunum um bílastæði skilur Víkverji betur hvers vegna Háskóli Íslands er einn af bestu háskólum heims. x x x Nemandi í umhverfis- og auðlinda-fræði komst að ýmsu um bíla- stæði eftir að hafa vaktað fjögur bíla- plön í margar klukkustundir og skrifaði mastersritgerð um bílastæði og hegðun á bílastæðum. Eftir að Vík- verji las um helstu niðurstöður hans furðaði hann sig á að ekki hefðu verið skrifaðar lærðar greinar um málefnið fyrr. x x x Það sem vakti fyrst athygli Víkverjavar sú stórmerka uppgötvun að mörg bílastæði væru vel hönnuð en önnur væru aðeins stór malbikaður flötur. Víkverji hefur oft lagt bíl sínum á bílastæði en aldrei tekið sérstaklega eftir því að þau væru malbikuð fyrr en eftir lestur fréttanna um málið. x x x Annað sem Víkverji rak augun í varsú meginfirra og rótgróna hugsun að hérlendis væru næg og ókeypis bílastæði. Víkverji hefur aldrei heyrt aðra eins vitleysu. Tankurinn nægir ekki þegar hann hringsólar í mið- bænum í leit að bílastæði og það er langt því frá ókeypis að leggja í þau fáu stæði sem eftir eru. Fimmtudags- kvöld fyrir skömmu sá Víkverji enda tvo borgarstarfsmenn önnum kafna við að setja sektarmiða á bíla sem lagt hafði verið ólöglega við Tjarnargötu. x x x Víkverji var ekki fyrr búinn að takaundir með háskólanemanum þeg- ar hann tók eftir að ekki var verið að tala um stöðuna eins og hún er nú heldur skoðun fólks á því herrans ári 1950. Víkverji var reyndar ekki fædd- ur þá en hvernig datt fólki í hug að þegar telja mátti bíla landsmanna á fingrum annarrar handar væru hér næg og ókeypis bílastæði? x x x Lokaniðurstaðan er sú að á Íslandi ertiltölulega auðvelt að fá bílastæði. Það er ekki ofsögum sagt að Ísland er stórasta land í heimi. víkverji@mbl.is Víkverji Játið að Drottinn er Guð, hann hefur skapað oss og hans erum vér, lýður hans og gæsluhjörð. (Sálmarnir 100:3)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.