Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Eftir að það ríkti nánast alkul á íbúðalánamarkaði í kjölfar banka- hrunsins 2008 þá hefur markaðs- hlutdeild banka og sparisjóða aukist hratt á síðustu árum. Sú sókn ein- skorðast ekki einungis við veitingu íbúðalána á höfuðborgarsvæðinu heldur hafa bankarnir einnig verið allsráðandi í öðrum landshlutum. Á árinu 2012 veittu bankarnir 1.517 íbúðalán utan höfuðborgar- svæðisins, eða sem nemur um 86% af öllum fasteignaviðskiptum í þeim landshlutum. Sama var uppi á ten- ingnum fyrstu sex mánuði síðasta árs þar sem þeir voru nánast alls- ráðandi í veitingu fasteignalána í samanburði við Íbúðalánasjóð (ÍLS). Fyrir utan Reykjanes, þar sem hlutdeild banka og sparisjóða var um 47% 2012, þá námu lán til fast- eignakaupa á landsbyggðinni um og yfir 90% af öllum veittum íbúða- lánum. Þetta hlutfall er jafnvel hærra en á höfuðborgarsvæðinu en þar veittu bankarnir 3.588 íbúðalán árið 2012 og nam hlutdeild þeirra 70%. Á síðustu tveimur árum hafa fast- eignalán banka og sparisjóða verið þrefalt meiri en hjá ÍLS enda þótt þeir séu aðeins með um 37% af úti- standandi lánum til íslenskra heim- ila. ÍLS er þar langsamlega fyrir- ferðarmestur með 40% allra útlána. Þessi þróun á íbúðalánamarkaði vekur eftirtekt, einkum sterk staða banka á landsbyggðinni, enda hefur verið talið mikilvægt að starfrækja ÍLS til að tryggja jafnt aðgengi landsmanna að íbúðalánum. Þannig kemur m.a. fram í kynningu Soffíu Guðmundsdóttur, framkvæmda- stjóra einstaklingssviðs ÍLS, um framtíðarsýn sjóðsins á fundi með starfshópi um framtíðarskipulag húsnæðismála í lok nóvember 2013 að það sé „rangt“ að íslensku bank- arnir láni um allt land. Þeir láni „bara á völdum markaðssvæðum.“ Deilt um aðkomu ríkisins Fundargerðir hóps undir verk- efnastjórnun um framtíðarskipan húsnæðismála, sem kannar hlutverk stjórnvalda við veitingu þjónustu í almannaþágu á húsnæðislánamark- aði, sýna að skiptar skoðanir eru á meðal nefndarmanna um hver að- koma ríkisins eigi að vera. Á fundi hópsins hinn 21. janúar sl., en hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu velferðarráðuneytisins, kemur fram að margir fulltrúar séu sammála um að skoða nánar kosti þess að gera breytingar á fyrirkomu- lagi húsnæðislána með því að koma á fót sérstakri húsnæðislánastofnun. Með slíkri stofnun væri lögð áhersla á aðskilnað húsnæðislánveitinga frá annarri starfsemi lánastofnana. Þau sjónarmið koma þó einnig fram að verði slíku fyrirkomulagi komið á væri æskilegt að veiting íbúðalána einskorðaðist ekki við sér- stakar húsnæðislánastofnanir. Fjár- málafyrirtæki sem þegar eru á íbúðalánamarkaði ættu að geta gefið út sértryggð skuldabréf, m.a. til að fjármagna íbúðaveðlán og íbúðalán án veðs, án þess að þurfa að koma á fót sérstökum húsnæðislánastofnun- um. Rætt var um mikilvægi þess að tryggja aðkomu ríkisins að slíku húsnæðislánakerfi. Það mætti gera með húsnæðislánastofnun í formi hlutafélags í eigu ríkisins sem tæki við veitingu almennra íbúðalána af ÍLS á markaðskjörum án ríkis- ábyrgðar. „Ekki voru þó allir fulltrúar sammála því að ríkið ætti að hafa aðkomu að húsnæðislána- markaði til framtíðar,“ segir í fund- argerðinni. Verkefnastjórn um framtíðarskip- an húsnæðismála á að skila tillögum til stjórnvalda í þessum mánuði. Bankar ráðandi á landsbyggðinni Morgunblaðið/Rax Sókn Íbúðalán banka og sparisjóða hafa verið þrefalt meiri en hjá ÍLS.  Bankar og sparisjóðir veittu 86% allra lána vegna fasteignaviðskipta utan höfuðborgarsvæðisins á árinu 2012  Skiptar skoðanir um aðkomu ríkisins að almennum íbúðalánamarkaði til framtíðar Bankarnir allsráðandi í öllum landshlutum Heimild: 1) Byggt á upplýsingum frá bönkum og sparisjóðum. 2) Byggt á upplýsingum frá Þjóðskrá. Fjöldi íbúðalána banka og sparisjóða og fjöldi fasteignaviðskipta á árinu 2012 Íbúðalán banka og sparisjóða Fjöldi viðskipta samkvæmt Þjóðskrá 6000 5000 4000 3000 2000 1000 0 H öf uð bo rg ar sv æ ði Ve st ur la nd og Ve st fir ði r N or ðu rla nd Au st ur la nd Su ðu rla nd Re yk ja ne s 35 88 51 88 32 3 31 7 59 7 61 9 17 1 19 5 27 8 31 0 14 8 31 3 *69,2% *101,9% *96,4% *87,7% *89,7% *47,3% *Hlutur banka og sparisjóða 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 Forsíðumerkingar Kjölmiðamerkingar V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð Danske Bank Bankinn hagnaðist um 149 milljarða íslenskra króna í fyrra. ● Stærsti banki Danmerkur, Danske Bank, mun greiða hluthöfum arð í ár og er þetta í fyrsta skipti í fimm ár sem bankinn greiðir arð. Hagnaður bankans var í fyrra sá mesti í sex ár. Hagnaður Danske Bank nam 7,1 milljarði danskra króna, 149 milljörðum íslenskra króna, á síðasta ári sem er 51% aukning á milli ára. Þykir þetta til marks um bætt efnahagsástand í Dan- mörku. Nánar á mbl.is Danske Bank greiðir arð í fyrsta sinn í fimm ár ● Lyfjafyrirtækið Actavis skoðar nú að segja upp 110 starfsmönnum í starfs- stöð sinni á Möltu, en í dag vinna um 850 starfsmenn hjá fyrirtækinu í tveim- ur starfsstöðvum á eyjunni. Þetta er hluti af endurskipulagningu í kjölfar sameiningar Actavis og Watson Pharmaceuticals árið 2012. Þetta kem- ur fram á fréttavef Malta Independent, en þar segir að ástæður þessara að- gerða séu 50% samdráttur í pökkun lyfja í verksmiðjunni. Nánar á mbl.is Íhugar uppsagnir ● Hagnaður Icelandair Group hf. á árinu 2013 fyrir skatta var um 71 milljón Bandaríkjadalir, og jókst hann um 13,6 milljónir Bandaríkjadala á ári, eða sem nemur 24%. Tekjuaukn- ing félagsins milli ára var 13,8%. Eiginfjárhlutfall félagsins var 42% í árslok 2013 miðað við 39% í árslok 2012. Þá lækkuðu nettó vaxtaberandi skuldir um 95,6 milljónir Bandaríkja- dala á árinu. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagði af- komu ársins hafa verið mun betri en áætlanir hefðu gert ráð fyrir. Við- skiptalíkan fyrirtækisins hefði sann- að sig og Icelandair Group væri því vel í stakk búið til að takast á við framtíðina. sgs@mbl.is Góð afkoma Icelandair STUTTAR FRÉTTIR                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +00-1. +1.-2/ 21-3+4 +0-,.5 +4-4., +24-50 +-+/5. +45-44 +,5-+ ++,-4+ +00-, +1.-,. 21-340 +0-51+ +4-434 +20-1. +-+/34 +44-/ +,5-,. 210-10,4 ++,-33 +00-35 +1.-0, 2+-1/3 +0-5,5 +4-0.3 +20-. +-+./ +44-0/ +,5-30 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Ekki er sjálfgefið að stofnun á borð við Íbúðalánasjóð sem eigi að takast á við markaðsbrest, til dæmis þegar önnur lánafyr- irtæki geta ekki lánað, sé sú hin sama og sinni einnig hinu félagslega hlutverki. Þótt Eft- irlitsstofnun EFTA (ESA) hafi fallist á að tímabundinn mark- aðsbrestur hafi ríkt á Íslandi í kjölfar bankahrunsins 2008 þá eru aðstæður með öðrum hætti nú. Frá ársbyrjun 2012 hafa bankarnir veitt 75% allra nýrra íbúðalána. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu greiningarfyr- irtækisins Analytica sem var unnin að beiðni verkefnastjórn- ar um framtíðarskipan húsnæð- ismála og Morgunblaðið greindi frá hinn 28. janúar síðastliðinn. Skýrsluhöfundar segja ekki sjálfgefið að ávallt sé um að ræða markaðsbrest sem snýr að lánveitingu til fasteigna- kaupa hvar sem er á landinu. „„Er markaðsbrestur að lána- fyrirtæki vilji ekki lána til ný- byggingar þegar vitað er að markaðsvirði byggingarinnar verður ekki nema helmingur byggingarkostnaðar? Það kann að vera brestur í fast- eignamarkaðnum sem veldur lágu verði en ekki er ljóst að sá brestur verði leystur með lán- veitingu.“ Ekki alltaf markaðsbrestur EFASEMDIR UM ÍHLUTUN RÍKISINS Á ÍBÚÐALÁNAMARKAÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.