Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 1
 Um 86% af öllum fast- eignaviðskiptum utan höf- uðborgarsvæðisins árið 2012 voru á vegum banka og sparisjóða. Eru þeir nánast allsráðandi á mark- aði miðað við Íbúðalána- sjóð. Ef Reykjanesið er skilið undan námu lán banka og sparisjóða til fasteignakaupa á lands- byggðinni um og yfir 90% af öllum veittum íbúðalánum árið 2012. Þetta hlutfall er hærra en á höfuðborgarsvæðinu þar sem hlutdeild banka og sparisjóða er um 70%. »16 Bankar veita flest íbúða- lán á landsbyggðinni Fasteignir Morgunblaðið/Ómar Baldur Arnarson baldura@mbl.is Útlit er fyrir að hlutfall Reykvíkinga af íbúa- fjölda höfuðborgarsvæðisins haldi áfram að lækka á þessu ári, sé litið til nýbygginga. Sam- kvæmt talningu Samtaka iðnaðarins (SI) verð- ur lokið við um 1.400 nýjar íbúðir á höfuðborg- arsvæðinu á þessu ári. Af þessum 1.400 íbúðum eru um 320 áætlaðar, óstaðsettar, íbúðir og er það byggt á reynslu SI. Að sögn Friðriks Á. Ólafssonar, forstöðumanns bygg- ingarsviðs hjá SI, má ætla að þær íbúðir skipt- ist eins milli sveitarfélaganna og þær sem taldar voru. Af 1080 nýjum íbúðum sem voru taldar eru 263 í Reykjavík, 410 í Kópavogi og 207 í Hafn- arfirði. Miðað við að 2,4 séu í heimili, sam- kvæmt skilgreiningu Hagstofunnar, mun 631 búa í nýju íbúðunum í Reykjavík, 984 í Kópa- vogi og 497 í Hafnarfirði. Hlutfall nýrra tal- inna íbúða í Reykjavík er 19%. Mikil fjölgun innflytjenda í Reykjavík Sé litið til íbúaþróunar á höfuðborgarsvæð- inu árin 2000 til 2013 kemur í ljós að Reykvík- ingum fjölgaði um 9.877. Til samanburðar fjölgaði innflytjendum í borginni um 9.360 á þessum árum. Innflytjendur hafa því haldið uppi íbúafjölda Reykjavíkur, sem hefur aukist um 9% á öldinni. Til samanburðar er aukn- ingin 39,9% í Hafnarfirði og 39,8% í Kópavogi. MReykvíkingum fjölgar » 6 Lítið byggt í borginni  Aðeins 19% nýrra íbúða í smíðum á höfuðborgarsvæðinu eru í Reykjavík  Innflytjendur hafa haldið uppi íbúafjölda höfuðborgarinnar á öldinni Í Stakkholti Reykjavík vex hægar en hin stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. • AFSLÁTTUR AF FLUGI INNANLANDS • SÉRÞJÓNUSTA OG FRÍÐINDI • VIÐSKIPTAYFIRLIT FYRIR FYRIRTÆKI OG ATHAFNAFÓLK. Sæktu um á flugfelag.is eða sendu póst á flugkort@flugfelag.is FLUGKORTIÐ HAGKVÆMT GREIÐSLU-OG VIÐSKIPTAKORT F Ö S T U D A G U R 7. F E B R Ú A R 2 0 1 4 Stofnað 1913  32. tölublað  102. árgangur  LOFA ÞVÍ AÐ FÓLK GAPI AF UNDRUN FRÆÐA UNGLINGA UM KYNLÍF MEÐVITAÐ AÐ BRJÓTA REGLURNAR PÖRUPILTAR 10 BLÁSKJÁR FRUMSÝNDUR 38BUBBI OG BÓ 43 Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, setti Vetrarhátíð Reykjavíkur formlega í gær í garði Listasafns Einars Jónssonar. Kveikti hann á tíu ljósalistaverkum sem eru staðsett í miðborginni. Samspil ljóss, gleði og myrkur er í aðalhlutverki á Vetrarhátíðinni en yfirskrift hátíðarinnar í ár er Magnað myrkur. Ljósalistaverk verða á fjölsóttum stöðum um alla Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Samspil ljóss og myrkurs í aðalhlutverki Magnað myrkur á Vetrarhátíð í Reykjavík dagana 6. til 15. febrúar Réttarhöld yfir þremur stjórnendum Anglo Ir- ish Bank hófust í fyrradag. Þeim er gefið að sök að hafa staðið á bak við lán til kaupa á hlutabréfum í bankanum árið 2008. Er gert ráð fyrir að um hundrað vitni verði kölluð fyrir dóminn. Að sögn saksóknara málsins vildu stjórn- endur bankans fá 660 milljón pund frá við- skiptavinum sínum í suðurhluta Frakklands og Portúgal. Var takmarkið með því að vinda ofan af leynilegum fjárfestingum nokkurra efnuð- ustu kaupsýslumanna Írlands, en þeir höfðu fengið lán til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Átti Sean Quinn, sem eitt sinn var ríkasti mað- ur Írlands, um eitt skeið fjórðung allra hluta- bréfa í bankanum. Málið er hið fyrsta sem rekið er gegn stjórn- endum fjármálafyrirtækis í Írlandi í tengslum við efnahagshrunið þar. »18 Með flóknari fjársvika- málum Íra  Réttarhöld í máli Anglo Irish Bank  Þeim fækkar stöðugt starfsheitum yfir- manna hjá hinu opinbera sem hafa -stjóri í síðasta orðlið og forstjóri hefur orðið til eða viðkomandi starf verið lagt niður. Við sam- runa Flugmálastjórnar, Siglingastofnunar og Umferðarstofu í Samgöngustofu duttu út starfsheitin flugmálastjóri og siglingamála- stjóri og Hermann Guðjónsson, sem hafði verið siglingamálastjóri, varð forstjóri Sam- göngustofu. Um leið var lögum breytt þannig að yfirmaður Vegagerðarinnar varð for- stjóri. Vegagerðin heldur þó áfram í titil vegamálastjóra, þannig að Hreinn Haralds- son er bara „forstjóri“ að lögum. »4 Forstjórum fjölgar á kostnað gamalla heita

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.