Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hver þing-maðurinnaf öðrum viðurkennir að lagafrumvörp sem byggð eru á EES- samningnum eða sögð vera byggð á honum, renni athugunarlaust í gegn- um þingið. Slíkt ástand er óþolandi. En það er þó ekki endilega merki um það, að þingbekkurinn sé verr skip- aður nú en löngum áður. Mál hafa smám saman verið að falla í þennan farveg og eng- inn þingmaður eða ráðherra síðustu tvo áratugina er hvít- þveginn engill í slíkum efn- um. Steininn tók þó úr á síð- asta kjörtímabili, þegar stjórnmálaleg óheilindi, sem náðu inn í alla þingflokka, þótt í mismiklum mæli væri, bættust við sofandaháttinn. Þá var látið eins og lagaað- lögun að Evrópusambandinu, vegna aðildarumsóknar að ESB, væri ekkert annað en uppfylling EES-samnings. Þeir sem þannig töluðu voru annað tveggja, mjög ómerki- legir stjórnmálamenn eða þá úti á þekju, þótt þeir sætu niðri í þingsalnum. Því miður var fyrri hópurinn fjölmenn- ari þótt hinn hópurinn væri ekki virðingarverður að þessu leyti. Rétt væri og skylt, nú þegar aðlög- unarmenn fara ekki lengur fyrir, að fara yfir alla slíka lagasetningu og afnema þann þátt hennar þar sem sam- þykki var illa fengið. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, ritaði eftirtektarverða grein í blað- ið í vikunni og gerði eitt atriði þessarar gerðar að umtals- efni, en það snýr að loftslags- stefnu Evrópusambandsins, sem höfundurinn telur að komin sé í ógöngur. Hjörleif- ur benti á að „frá og með árinu 2012 hafa loftslagsmál hérlendis verið löguð að til- skipunum ESB, sbr. lög nr 70 frá árinu 2012“. Þá segir Hjörleifur: „Árið 2013 er það fyrsta eftir að byrjað var að framkvæma þessa stefnu hér- lendis. Fyrrverandi rík- isstjórn beitti sér fyrir upp- töku þessa kerfis, sem eins og fleiri mál runnin frá ESB- tilskipunum fékk takmarkaða umfjöllun, en enginn þing- maður var þó á móti. Bálk- urinn sá er reyndar engin smásmíði, um 20 þéttskrif- aðar síður með viðaukum.“ Þótt meginefni greinar Hjörleifs Guttormssonar sé áhugavert, þá er hér, að þessu sinni, að- eins vikið að mála- tilbúnaðinum, þegar hingað heim er komið, enda sýnir þetta dæmi að bæði smámál og stór, eins og þetta mál, fá ekki verðuga umræðu. Þegar að þessari meintu vanrækslu þingmanna er fundið, svara sumir þeirra gjarnan með þeirri spurn- ingu, hvers vegna menn, sem hafa nóg á sinni könnu, ættu að eyða tíma í mál sem þeir fá bersýnilega engu um breytt. Það er sannleikskorn falið í spurningunni, en fjarri því að það né annað leysi þingmenn undan skyldum sínum. Eins og fyrr sagði var fjöl- mörgum málum af þessum toga lætt í gegnum þingið á óheiðarlegum forsendum á síðasta kjörtímabili. Í annan stað var Alþingi Íslendinga ekki svipt löggjafarvaldi sínu með EES-samningnum. Ef það hefði falist í samningnum hefði hann ekki staðist skil- yrði stjórnarskrár og Hæsta- rétti bæri að bregðast við samkvæmt því ef mál, þannig vaxin, bærust honum. Þingið getur því að vild hafnað því að færa EES-tilskipanir í lög. ESB-ríkin geta þá brugðist við slíkum ákvörðunum, en öll slík viðbrögð yrðu að gæta að rökum Íslendinga fyrir höfn- un annars vegar og jafnræðis viðbragðanna við hinum hafn- aða þætti hins vegar. Þriðja atriðið hefur smám saman verið að koma fram. Vegna þess að stjórn- málamenn og ekki síst emb- ættismannaelítan hefur fylgst með sofanda- og aula- hætti í viðbrögðum þingsins síðustu kjörtímabil við EES- tilskipunum sem yfirvöld vilja að fái lagagildi á Íslandi, eru mörg dæmi um að tilskip- anirnar gangi lengra en þyrfti og eins að felld séu inn í frumvörpin atriði, sem erfitt væri að fá þingheim til að samþykkja að öðrum kosti. Þýðingarmikið er að kjörn- ir fulltrúar á löggjafarsam- komu þjóðarinnar taki sig saman í andlitinu hvað þetta varðar. Það er niðurlægjandi fyrir fólkið í landinu að horfa upp á þessa fulltrúa fram- kvæma störf sín eins og þeir séu skuldbundnir til að þjóna sem færibönd löggjafar með sama hætti og starfsmenn sem sinna fjöldaframleiðslu varnings, og hafa ekkert að segja um hvernig hann verð- ur til. Alþingismenn eiga ekki að lúta ESB-tilskipunum í auðmýkt} Vélmenni eiga ekki að véla um lög H vað er eðlilegt og hvað ekki? Stendur það einhvers staðar skrifað, er einhver úti í bæ sem ákveður það eða má maður kannski bara sjálfur ráða því hvað er eðlilegt? Er fólk með geðraskanir eðli- legt, eða er kannski ekki til neitt sem er eðli- legt? Hvers konar orð er þetta annars? Undanfarið hefur verið fjallað talsvert um málefni fólks með geðraskanir í fjölmiðlum, meðal annars á mbl.is. Þar hafa aðstand- endur, heilbrigðisstarfsfólk og fólk með geð- raskanir sagt sögur sínar. Ekki er langt síðan fólk með geðraskanir og skylda sjúkdóma fór að koma fram opin- berlega og segja sögu sína og hugsanlega hefði umfjöllun af þessu tagi ekki verið birt fyrir nokkrum árum síðan. Framan af voru geðfatlaðir og aðstandendur þeirra lítt sýnilegir, hvað þá öflugur þrýstihópur og það er ákaf- lega dýrmætt að þetta fólk sé tilbúið að koma fram opin- berlega. Það er ekki bara dýrmætt fyrir þá sem glíma við sama vanda, heilbrigðiskerfið eða aðstandendur þeirra, heldur okkur öll. Með því að stíga fram veitir þetta fólk öðrum innsýn í reynsluheim sinn sem mörgum hefur ver- ið hulinn hingað til, ekki síst vegna fordóma gagnvart geðfötluðum. Ef málið er sett í efnahagslegt samhengi og horft á beinharðar krónur og aura, þá er þunglyndi eitt og sér einn dýrasti sjúkdómurinn á heimsvísu. Talið er að 15- 25% fólks geti vænst þess að verða þunglynt einhvern tímann á lífsleiðinni og að allt að 15.000 Íslendingar séu þunglyndir á hverjum tíma. Efnahagskreppan undanfarin ár með auknu atvinnuleysi og óöryggi hefur síðan aukið á vandann. Sé horft á málið í víðara samhengi, þá hef- ur verið talað um að fjórði hver Íslendingur þurfi einhvern tímann á lífsleiðinni að glíma við andlega erfiðleika af einhverjum toga. Geðraskanir eru þannig síður en svo eitt- hvert jaðarfyrirbæri á kantinum sem kemur fáum við. Einn af viðmælendum mbl.is í áðurnefndri umfjöllun hefur glímt við geðraskanir og seg- ist sjálfur hafa verið með talsverða fordóma gagnvart geðfötluðum. Hann talaði um að ímynd margra af einstaklingi með geðröskun væri komin úr bandarískum bíómyndum, fólk sæi fyrir sér mann í spennitreyju sem væri lokaður inni. Önnur algeng goðsögn er að geðfatlaðir séu á einhvern hátt ofbeldisfyllri en annað fólk og séu því til alls vísir og skynsamlegast sé að varast samneyti við þá. Fátt er fjær lagi. Mikil verðmæti, bæði efnahagsleg og andleg, felast í fólki með ýmsar geðraskanir, rétt eins og öllu öðru fólki. Við megum ekki við því að missa þetta fólk út úr sam- félaginu og við getum gert ýmislegt til að sporna við því. Sterkasta aflið í þeim efnum, eins og svo mörgu öðru, er að kynna sér málefnið og horfa fordómalaust á þessa sjúkdóma og þá sem þeir hrjá. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Ekkert jaðarfyrirbæri á kantinum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Búið er að skrá um 30 þús-und hektara (300 ferkíló-metra) lands sem grætthefur verið upp í verkefn- inu Bændur græða landið. Þetta eru svæði sem hafa verið færð inn í gagna- og kortagrunn Landgræðsl- unnar. Áætlað er að um 5.000 hekt- arar, eða 50 ferkílómetrar, til við- bótar séu óskráðir. Þess má geta til samanburðar að sveitarfélagið Reykjavík, með Esjunni og öllu sam- an, er 274 ferkílómetrar að stærð. Um 600 bændur og landeig- endur eru skráðir í verkefnið Bænd- ur græða landið. Á hverju ári er unnið að uppgræðslu á um 5.000 hekturum (50 ferkílómetrum) á veg- um verkefnisins. Nokkur ár getur tekið að græða hvert svæði upp og er misjafnt eftir svæðum hvað upp- græðslan tekur langan tíma, að sögn Sunnu Áskelsdóttur, héraðsfulltrúa og verkefnastjóra verkefnisins Bændur græða landið. Flaggskip Landgræðslunnar „Það má segja að verkefnið Bændur græða landið sé flaggskip Landgræðslunnar. Það hefur tekist ævintýralega vel til. Verkefnið byggist á því að stofnanir séu ekki í framkvæmdunum heldur virki þá sem eiga allt undir því að landið sé í lagi,“ sagði Andrés Arnalds, fag- málastjóri Landgræðslunnar. „Þetta er hreint grasrótarverkefni. Það byggist á þátttöku og samstarfi.“ Sunna sagði að upphafið mætti rekja til svonefnds heimalandaverk- efnis sem hófst árið 1990. Það var samvinnuverkefni Landgræðsl- unnar og bænda víðsvegar á landinu um uppgræðslu á heimalöndum bænda. Verkefninu óx fiskur um hrygg. Kaflaskil urðu árið 1994 þeg- ar Áburðarverksmiðja ríkisins gaf verkefninu 250 tonn af áburði. Gjöfin var í tilefni af 40 ára afmæli Áburð- arverksmiðjunnar. Þátttakendum í verkefninu fjölgaði verulega og í kjölfarið fékk það nýtt heiti, Bændur græða landið. Verkefnið á því 20 ára afmæli á þessu ári undir því nafni. Allir bændur á landinu geta sótt um þátttöku í verkefninu Bændur græða landið. Það óx hratt um tíma en hefur verið nokkuð stöðugt meira og minna síðasta áratuginn. Landgræðslan veitir þátttak- endum ráðgjöf um hvernig skuli staðið að uppgræðsluverkefnum. Eins veitir hún styrk til áburð- arkaupa sem nemur um 85% af inn- kaupsverði áburðarins án virðis- aukaskatts. Endurgreiðsluverð fyrir árið 2014 hefur verið ákveðið 60.500 krónur á hvert tonn. Þátttakendur annast svo kaup á áburðinum, flytja hann og bera á landið. Margir bændur bera á stærri svæði en samningurinn kveð- ur á um, í sumum tilvikum mun stærri svæði, samkvæmt heimasíðu Landgræðslunnar. Einnig bera margir bændur á lífrænan áburð svo sem húsdýraáburð, moð, gamlar heyrúllur og fleira. Samfélagslegt verkefni Sunna sagði að Bændur græða landið væri samfélagslegt verkefni og grundvöllur öflugs og náins sam- starfs Landgræðslunnar og bænda um allt land. Í verkefninu væri unn- ið að sameiginlegum hagsmunum þessara aðila. „Tengslamyndunin er mjög mikilvæg og með henni miðlast þekking á báða bóga og gagn- kvæmur skilningur á milli Land- græðslunnar og bænda eykst. Í verkefninu snúa aðilar, sem oft hafa deilt, bökum saman og taka sameig- inlega á vandamálum í landnýtingu og ástandi jarðvegs og gróðurs,“ sagði Sunna. Árangursrík upp- græðsla bænda Ljósmynd/Sigþrúður Jónsdóttir Landgræðsla Dreift úr heyrúllum á Gnúpverjaafrétti 2012. Bændur hafa dreift tilbúnum áburði, húsdýraáburði og moði til að græða upp landið. Afurðaáherslur Landgræðsl- unnar hafa skilað miklum árangri, en þær hafa hugsanlega takmarkað ávinninginn af þátt- tökuaðferðunum. Þetta má álykta af niðurstöðum meist- araritgerðar Britu Berglund sem hún varði við við LbhÍ 30. janúar síðastliðinn. „Í verkefninu var skoðað hvernig þátttökuhugtakið hefur verið túlkað innan Landgræðslu ríkisins og hvaða áhrif sú túlkun hefur haft á útfærslu þátttöku í tveimur landgræðsluverkefnum: Bændur græða landið (BGL) og Hekluskógum,“ segir í frétt á vef Landgræðslunnar. „Samskipta- aðferðir héraðsfulltrúanna stuðluðu að samvinnu og bætt- um tengslum milli Landgræðsl- unnar og bænda. Þessi tengsl gerðu þeim kleift að styðja við landgræðslustörf bænda, sem var mikilvægur liður í að upp- fylla meginmarkmið Land- græðslunnar.“ Betri tengsl við bændur ÞÁTTTÖKUAÐFERÐIR Í LANDGRÆÐSLU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.