Morgunblaðið - 07.02.2014, Síða 14

Morgunblaðið - 07.02.2014, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 Valið verður á framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í prófkjörum í fimm sveitarfélögum hjá Sjálfstæðisflokknum um helgina og flokksvali samfylking- arfólks fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar sem hófst með netkosn- ingu á miðnætti í gær lýkur. Fimmtán bjóða sig fram í flokks- vali Samfylkingarinnar í Reykja- vík. Félagsmenn kjósa bindandi kosningu um fjögur efstu sætin á listanum og geta raðað frambjóð- endum í sæti 5 til 8 án þess að það sé bindandi fyrir valnefnd sem stillir upp á listann. Listi Samfylkingarinnar verður paralisti. Í tveimur efstu sætum verður einn einstaklingur af hvoru kyni og svo í hverjum tveimur sætum þar á eftir og niður listann. Frambjóðendur eru í stafrófsröð: Anna María Jónsdóttir, Björk Vil- helmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Dóra Magnúsdóttir, Guðni Rúnar Jónasson, Heiða Björg Hilmisdótt- ir, Hjálmar Sveinsson, Kristín Erna Arnardóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Magnús Már Guð- mundsson, Natan Kolbeinsson, Reynir Sigurbjörnsson, Skúli Helgason, Sverrir Bollason og Þorgerður L. Diðriksdóttir. 18 í framboði hjá Sjálfstæð- isflokknum í Kópavogi Sálfstæðisflokkurinn verður með prófkjör í Kópavogi morgun, laug- ardag. 18 einstaklingar bjóða sig fram í prófkjörinu og stendur kosningin sem fram fer í Hlíða- smára yfir frá kl 8 til 18. Þeir sem greiða atkvæði í prófkjörinu eiga að kjósa sex fram bjóðendur, hvorki fleiri né færri og merkja við þá með tölustöfunum 1 til 6, eftir því í hvaða sæti frambjóðendur eru kosnir. Í framboði eru Að- alsteinn Jónsson, Andri Steinn Hilmarsson, Anný Berglind Thor- stensen, Ármann Kr. Ólafsson, Ása Inga Þorsteinsdóttir, Áslaug Thelma Einarsdóttir, Guðmundur Gísli Geirdal, Gunnlaugur Snær Ólafsson, Hjördís Ýr Johnson, Jó- hann Ísberg, Jón Finnbogason, Karen Elísabet Halldórsdóttir, Kjartan Sigurgeirsson, Lárus Axel Sigurjónsson, Margrét Björnsdótt- ir, Margrét Friðriksdóttir, Sigurð- ur Sigurbjörnsson og Þóra Mar- grét Þórarinsdóttir. Ellefu frambjóðendur eru í kjöri í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri sem haldið verður á morgun. Þeir eru Ármann Sig- urðsson, Baldvin Valdemarsson, Bergþóra Þórhallsdóttir, Elías Gunnar Þorbjörnsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnar Gíslason, Hjörtur Narfason, Kristinn Frí- mann Árnason, Njáll Trausti Frið- bertsson, Sigurjón Jóhannesson og Svanhildur Dóra Björgvinsdóttir. Kosið er í Oddeyrarskóla frá kl. 10-18 og í Brekku í Hrísey frá kl. 12-15.30. Sjálfstæðismenn í Ísafjarðarbæ halda einnig prófkjör á morgun, laugardag, og eru sex frambjóð- endur í kjöri. Þeir eru Daníel Jak- obsson, Jónas Þór Birgisson, Kristín Hálfdánsdóttir, Martha Kristín Pálmadóttir, Sif Huld Al- bertsdóttir og Steinþór Bragason. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ um val á framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar fer fram á morgun. Þar eru fimmtán frambjóðendur í kjöri. Þau eru: Eva Magnúsdóttir, Fjalar Freyr Einarsson, Hafsteinn Pálsson, Haraldur Sverrisson, Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson, Karen Anna Sævarsdóttir, Kol- brún G. Þorsteinsdóttir, Ólöf A. Þórðardóttir, Rúnar Bragi Guð- laugsson, Sigurður Borgar Guð- mundsson, Sturla Sær Erlendsson, Theodór Kristjánsson, Örn Jónas- son, Bryndís Haraldsdóttir og Dóra Lind Pálmarsdóttir. Níu einstaklingar eru í kjöri í prófkjöri um val frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Grindavík fyrir sveitarstjórnarkosningar sem haldið verður á morgun. Eftirtaldir eru í framboði: Guð- mundur Pálsson, Gunnar Ari Harðarson, Hjálmar Hallgrímsson, Jón Emil Halldórsson, Jóna Rut Jónsdóttir, Klara Halldórsdóttir, Ómar Davíð Ólafsson, Sigurður Guðjón Gíslason og Þórunn Svava Róbertsdóttir. Prófkjör og flokksval á sex stöðum  Sjálfstæðismenn með fimm prófkjör og Samfylkingin flokksval í Reykjavík Morgunblaðið/Ómar Kjör Stjórnmálaflokkar eru í óða- önn við val á framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Bæjarráð Kópavogs ákvað í gær að fela um- hverfissviði bæjarins, fjármálastjóra og félags- málastjóra að gera tillögu að því með hvaða hætti best væri að standa að kaupum á félagslegum íbúðum og byggingu leiguíbúða í samræmi við umdeilda tillögu fulltrúa minnihlutans í bæjar- stjórn Kópavogs. Fulltrúar meiri- og minnihluta segja þetta góða niðurstöðu. Litið verður til þess hvort og með hvaða hætti kaup félagslegu íbúðanna rúmist innan svigrúms fjárhagsáætlunar. Áætla á heildarverð þeirra og í framhaldi af því hvort þörf sé á viðauka við fjár- hagsáætlun. Bæjarráðið felur sviðsstjóra um- hverfissviðs og deildarstjóra lögfræðideildar bæjarins að gera tillögu um staðsetningu lóða vegna byggingar fjölbýlis- húsa sem hugsuð eru fyrir leiguíbúðir. Einnig á að kanna hvort sveitarfélagið geti haft frumkvæði að stofnun leigu- félags með fleiri aðilum og myndi framlag bæjarins þá vera í formi lóða. Þessum út- tektum á að skila 1. mars. Komið í faglegri farveg Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG, var einn þeirra sem lögðu fram upphaflegu tillöguna. „Það sem við lögðum fram nú er í raun nánari útfærsla á tillögunni sem við lögðum fram 14. janúar. Það er ánægjulegt að það náðist ágætis samstaða um þessa tillögu og ég hlakka til að vinna þetta áfram.“ Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylking- arinnar, bar á fundinum í gær upp tillögu um við- auka við fjárhagsáætlun bæjarins, en hún var felld. Guðríður hafði áður lagt fram tillöguna á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku, en þá var hún ekki tekin fyrir. „Ég mun óska eftir því að hún verði tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar í næstu viku,“ segir hún. Spurð hvort hún telji, líkt og Ármann og Ólaf- ur Þór, að sátt hafi náðst um málið segir hún þá sátt aðallega hafa beinst að ýmsum þáttum sem embættismenn bæjarins muni fara yfir og al- mennt um aðkomu Kópavogsbæjar að húsnæðis- málum. annalilja@mbl.is Ólafur Þór Gunnarsson Sátt náðist um húsnæðismálin Skeifunni 8 | Kringlunni | sími 588 0640 | casa.is BOURGIE Hönnun: Ferruccio Laviani Svartur 49.000,- Glær 49.000,- Verslunarrými Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is Verslunarhillur Verðmerkilistar Gínur Útiskilti Fataslár Ármann Kr. Ólafsson bæjar- stjóri segir að í gær hafi menn í fyrsta skipti nálgast málið með faglegum hætti. „Það er ljóst að minnihlut- inn hefur fallið frá þeim vinnubrögðum sem lagt var upp með og ég gagnrýndi harðlega. Nú verður málið sett í annan og faglegri far- veg, eins og markmiðið var með skipan þver- pólitískrar nefndar. Ákvarðanir verða því ekki teknar fyrr en fyrir liggja greinargerðir um fjárhagsleg áhrif tillagnanna.“ ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Í faglegri farveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.