Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 ✝ Bryndís HuldaGarðarsdóttir fæddist 26. nóv- ember 2012. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspít- alans í Reykjavík 22. janúar 2014. Foreldrar Bryn- dísar Huldu eru Sandra Valsdóttir, ritari, f. 19. mars 1986, og Garðar Magnússon, f. 21. júlí 1984. Systkini Bryndísar Huldu eru 1) Dagný Ósk, f. 3. janúar 2005, og 2) Rökkvi, f. 11. des- ember 2008. Móðurforeldrar Bryndísar Huldu eru Birna Sigurðardóttir, myndlistarkona á Þórshöfn, f. 11. júlí 1964, og Valur Magnússon, f. 22. maí 1959. Föð- urforeldrar Bryn- dísar Huldu eru Brynja Garð- arsdóttir, sjúkra- liði, f. 11. desem- ber 1953, og Magnús Óskarsson, f. 27. október 1953. Bryndís Hulda fæddist með hjartagalla og gekkst undir nokkrar aðgerðir í Svíþjóð. Útför Bryndísar Huldu verð- ur gerð frá Keflavíkurkirkju í dag, 7. febrúar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku barnið mitt. Ég elskaði þig þegar ég vissi að þín væri von og ást mín fylgir þér hvert sem þú ferð og hvar sem þú ert. Þær alltof fáu stundir sem ég eyddi mér þér eru svo dýrmætar. Ég minnist sérstaklega stundar- innar þegar ég aðstoðaði mömmu þína við að baða þig, þú buslaðir áreynslulaust í vatninu og hjalað- ir og brostir. Það var eins og sólin færi að skína eftir úrhellisregn. Brosin þín voru svo dýr. Ég horfði í augun þín og sá umburð- arlyndi og seiglu. Á stuttri ævi þinni, elsku barn- ið mitt, kenndir þú mér svo margt. Að skilja hve mikilvægt er að njóta samveru við fólkið sitt og að aldrei er svo langt á milli staða að ekki sé hægt að komast þang- að sé viljinn fyrir hendi. Þú sýnd- ir mér hverju er hægt að áorka og að fólk getur staðið saman. Þér tókst að skapa meðal fólksins meiri samhygð og elsku en mörg- um öðrum og eldri hefur tekist. Þú kallaðir fram elsku hjá öllum sem fengu að kynnast þér. Nú kallar þú fram elsku annars stað- ar. Hjartadrottning ömmusíns, megi allt það góða vaka yfir þér, styrkja og hugga foreldra þína og systkini. Hver lítil stjarna sem lýsir og hrapar, er ljóð sem himinninn sjálfur skapar. Hvert lítið blóm sem ljósinu safnar, er ljóð um kjarnann sem vex og dafnar. Hvert lítið orð sem lífinu fagnar, er ljóð við sönginn sem aldrei þagnar. (Davíð Stefánsson) Birna amma. Elsku Bryndís, litla hjartagull, litla vinkona. Þú ert farin. Farin á vit nýrra ævintýra í nýtt ferðalag. Ég man daginn sem mamma þín talaði við mig eftir 20 vikna són- arinn. Þú varst veik. Hjartað þitt var ekki í lagi. Tveimur dögum eftir að þú fæddist fórstu til Sví- þjóðar í stóra hjartaaðgerð. Þú varst ekki bara með einn hjarta- galla, heldur marga. Flókna galla sem læknarnir gátu ekki lagað. Þeir reyndu og þú áttir yndislega tíma á milli aðgerða. Tími. Tím- inn er afstæður. Þó svo þú hafir lifað í 14 mánuði þá gafstu svo mikið. Minningar um litla prakk- arann með bollukinnarnar, álfa- eyrun og stóru fallegu augun eiga eftir að lifa í minningunni að ei- lífu. Frænka var bjó við þau for- réttindi að fá að passa litla hjarta- gullið sitt, yfir nótt, yfir dag, heima eða á spítalanum meðan mamma og pabbi fóru heim að knúsa eldri systkini þín. Þau voru heppin, fjölskyldan þín. Að eiga þig, ástin mín. Sagt er að sál velji sér stað til að fæðast. Mér finnst það fullkomlega skiljanlegt að þú hafir valið þína fjölskyldu fyrir þig á þessari jörð, í þessu lífi. Mamma þín, kletturinn þinn, óhagganleg. Svo sterk, eins og þú. Pabbi þinn kannski aðeins mýkri klettur, var ofurhræddur um litla gullið sitt, hjartadrott- inguna og tók allar áhyggjur og bar þær í hljóði, stundum upp- hátt, vildi svör, eins og við öll. En sumt er ekki hægt að laga. Eins og vísindunum og tækninni miðar áfram á ógnarhraða þá er ekki hægt að laga allt. Því miður. Skrýtið að það séu sterkustu börnin sem tróna efst á hjarta- þegalistanum en ekki þau sem veikust eru, eins og þú. Þú varst orðin svo þreytt elsku dísin mín. Ég sá þig síðast á lífi áður en þú fórst út. Þá fékk frænka að passa litla gullið yfir nótt. Labbaði montin um ganga spítalans með litlu dísina sem bræddi alla sem hana sáu. Bryndís var þannig. Það var eins og stóru augun horfðu inní sál manns. Hún var gömul sál. Hefur eflaust valið að koma hingað til að kenna. Kenna okkur að meta lífið, meta hvort annað. Hún stoppaði stutt en kenndi okkur svo margt. Barátta var með stórum staf hjá Bryndísi og hún fór sínar eigin leiðir og ákveðin var hún. Læknarnir stóðu ráðþrota undir það síðasta. Þeir skildu ekki gallann. Dagný og Rökkvi, stóru systkinin, sáu ekki sólina fyrir litlu systur, sér- staklega ekki Dagný. Hún dýrk- aði litla prakkarann, nostraði við hana endalaust meðan Rökkvi kenndi Bryndísi að leika með dót- ið og kenna henni að hafa hátt. Þau sakna litlu systur sinnar sárt. Trítla heimilishundurinn sá held- ur ekki sólina fyrir Bryndísi. Passaði hana ofurvel eins og hún væri sín, þegar Bryndís var heima, í fríi frá spítalanum. Sér- stakt samband var á milli hjarta- gullsins og Trítlu sem hefur haft miklar áhyggjur af Bryndísi eftir að hún kvaddi og hefur verið hrædd um að dísin væri kannski reikul í spori eða þyrfti stuðning. Trítla lenti í alvarlegu slysi tveimur dögum eftir að Bryndís kvaddi og ákvað að fylgja litlu vinkonu sinni. Þær fá að hvíla saman. Sofðu rótt ástin mín, litla frænkuskott. Ástarkveðja, Edda frænka. Fátt er gleðilegra en fæðing lítils barns. Fæðing Bryndísar Huldu varð þó kvíðablandin þeg- ar í ljós kom, er langt var liðið á meðgöngu, að hún væri með al- varlegan hjartagalla. En frænk- urnar Gleði og Von héldust í hendur og trúin á læknavísindin var mikil. Þegar Bryndís Hulda leit svo dagsins ljós var tæpast hægt að ímynda sér að ekki væri allt með felldu. Hún var svo engilfríð og fullkomin að sjá. En þó hún hafi þroskast með eðlilegum hætti í móðurkviði þá gat litla hjartað ekki starfað af sjálfsdáðum. Ein- ungis nokkurra daga gömul fór hún í sína fyrstu hjartaaðgerð til Svíþjóðar. Aðgerðin lofaði góðu og fjölskyldan sameinaðist aftur heima í nokkra mánuði. Þessi undurfríða litla stúlka sem hjal- aði og hló eins og önnur börn virt- ist eiga lífið framundan með sinni ástríku fjölskyldu. En fleiri að- gerðir fylgdu í kjölfarið með lang- vinnum spítalalegum. Sandra og Garðar sýndu mikinn sálarstyrk og æðruleysi í veikindum dóttur sinnar og misstu aldrei vonina um að meiri lífsgæði henni til handa væru rétt handan við hornið. En í lok síðasta árs slokknaði sú von þegar endanlega var staðfest að gallinn væri læknavísindunum of- viða. Bryndís Hulda sýndi á mjög afgerandi hátt öllum sem henni kynntust að það þarf ekki stóran kropp til að hýsa stóran persónu- leika. Hún var glaðlynd en mjög ákveðin. Hún elskaði að knúsa foreldra sína, systkini og tíkina Trítlu, henni fannst gott að borða góðan mat og fylgdist athugul með lífinu í kringum sig. Nú hef- ur þessi fallega sál flust yfir á æðra tilverustig, til Sumarlands- ins, þar sem alltaf er bjart og hlýtt og allir eru heilbrigðir. Mikið hefur reynt á fjölskyld- una í veikindum Bryndísar litlu Huldu, en þau hafa tekist á við þá þolraun af miklum þroska. Elsku Sandra mín, Garðar, Dagný Ósk og Rökkvi, megi almættið veita ykkur styrk til að takast á við sorgina. Þess óskar ykkar frænka, Guðlaug Sigurðardóttir. Okkur langar að minnast með nokkrum orðum Bryndísar Huldu hjartadrottningar. Bryn- dís Hulda var yndislegt barn, við munum varla eftir því að hafa séð hana kvarta. Hún var alltaf svo góð. Hún yljaði öllum um hjarta- rætur sem kynntust henni. Þegar við hugsum um hana þá sjáum við hana fyrir okkur brosandi, en hún var einstaklega brosmilt barn. Frá fæðingu þurfti hún að tak- ast á við stórt verkefni sem hún tókst á við eins og sönn hetja. Stundum skilur maður ekki af hverju lífið er svona ósanngjarnt, en maður fær samt engu um það ráðið. Við vildum óska þess að við hefðum fengið meiri tíma með Bryndísi Huldu, en erum jafn- framt þakklát fyrir að hafa kynnst henni. Minningin um þessa yndislegu stúlku mun ávallt lifa í hjarta okkar. Missir Söndru, Garðars, Dagnýjar og Rökkva er mikill og sendum við ykkur hlýju og styrk til að takast á við sorg- ina. Hvíldu í friði, elsku barn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Prestshólum) Hulda María og Davíð Leó. Bryndís Hulda Garðarsdóttir eða annan hátt, í að koma sem mestu í verk til að styrkja og auka við velferð annarra. Hún rak skóla fyrir ung börn, skrifaði bækur og greinar í tengslum við uppeldi og síðan rit m.a. um aromaþerapíu. Hún var skólastjóri Lífsskólans, var nuddari og vann frumkvöðla- starf í ilmolíufræðum svo eitthvað sé nefnt. Selma var falleg kona, svipmik- il og það geislaði af henni kærleik- ur sem varð einhvern veginn svo áþreifanlegur þegar hún brosti. En hún gat líka verið hvöss og lét skoðanir sínar í ljósi umbúðalaust. Þær féllu ekki endilega í kramið á öllum stöðum, en fólk vissi líka ná- kvæmlega hvar það hafði Selmu. Hún var hrein og bein í allri sinni framgöngu. Bæði Óskar, eigin- maður Selmu, og Kristján, sonur hennar, höfðu lengi glímt við van- heilsu. Þar var Selma líka klett- urinn sem stóð af sér allan brotsjó. Selma kvaddi svo snögglega og án nokkurs sýnilegs fyrirvara, þegar hjartað hennar bókstaflega brast. Missir nánustu fjölskyldu Selmu er auðvitað sárastur – svo óendanlega sár. En við, sem eftir stöndum, getum huggað okkur við fallegar og bjartar minningar um einstaka manneskju sem auðgaði allt umhverfi sitt. Selma skilur m.a. eftir sig áminningu til okkar um að halda merki hennar á lofti með því að hlúa hvert að öðru og samgleðjast þegar vel gengur og gefa af okkur þegar bjátar á. Þannig var Selma. Elsku Óskar, Kristján, Mari- lyn, Margrét Erla, Örvar Daði, barnabörn og aðrir ástvinir. Megi góður Guð veita ykkur stuðning í sorginni. Blessuð sé minning Selmu Júlíusdóttur. Helgi Hróðmarsson. Það er okkur mjög þungbært og svo óraunverulegt að vita til þess að Selma er ekki lengur á meðal okkar og að við fáum ekki að njóta samvista við hana lengur. Við kynntumst henni fyrir góðum 20 árum á námskeiði sem hún hélt á heimili sínu í Vesturberginu í Lífsskólanum sem hún rak. Þá tókst með okkur vinátta sem hélt allar götur síðan. Námskeiðin urðu margvísleg og síðar nám í ilmolíufræðum, nuddi, reiki og hvernig á að búa til krem svo eitt- hvað sé nefnt. Selma var einstök manneskja. Þó hún væri ekki há í loftinu þá var hún svo stór og mikil kona og með stórt hjarta og var boðin og búin til að hjálpa háum sem lágum og fylgja þeim eftir. Hún þurfti sitt pláss og tók sitt pláss. Var með stórar og skýrar hugmyndir og brautryðjandi á ýmsum sviðum. Þó svo að skoð- anir okkar lægju ekki alltaf saman þá var það líka allt í lagi því Selma var bara Selma og enginn fékk því hnikað og full virðing borin fyrir því. Við hugsum til þess með sorg í hjarta að ekkert verður af jurta- tínslunni næsta sumar sem við ræddum um og hlökkuðum til að fara í. Mörg sumrin höfum við far- ið í slíkar ferðir og notið kennslu og leiðsagnar Selmu. Við höfum rætt um innihald jurtanna, nyt- semi þeirra og meðhöndlun. Síð- ustu árin notaði Selma svo jurt- irnar í heilsuvörurnar sínar sem eru framleiddar undir hennar merki. Elsku Selma, það er svo margs að minnast og það er svo erfitt að hugsa til þess að það er ekki leng- ur hægt að slá á þráðinn til þín og leita ráða og ræða um landsins gagn og nauðsynjar. Þú varst nefnilega svo mikill hugsuður og ekkert var þér óviðkomandi. Þú hefur víða komið við og ekki hægt að telja allt upp hér í lítilli kveðju. Í okkar eigingirni þá ferðu allt of fljótt frá okkur, Selma mín. Við viljum færa þér þakkir fyrir allar samverustundirnar, fræðsluna, miðlunina, umhyggj- una og kærleikann. Þakka þér fyr- ir allan þann kærleik og virðingu sem þú barst til jarðarinnar og alls þess sem þar lifir, hvort sem það eru jurtir, dýr eða menn. Þakka þér fyrir allar bænirnar okkur öllum til handa og fyrir gleðina og framtakssemina í einu og öllu. Megi Guð varðveita þig og þína um alla eilífð. Við vottum Óskari, Kristjáni, Marilyn, Erlu Möggu og öðrum aðstandendum dýpstu samúð okkar. Við hittumst að nýju þegar okk- ar tími kemur. Sigríður Gestrún og Þórdís. Hún Selma vinkona mín er dá- in. Þessi sterka kona sem eyddi öllum sínum kröftum til hjálpar öðrum varð bráðkvödd á heimili sínu 26. janúar. Hún var mér svo miklu miklu meira en bara vinkona. Ég var svo heppin að kynnast Selmu 1997 þegar ég leitaði mér hjálpar vegna heilsubrests. Hún var ilmolíu- fræðingur, svæðanuddari, reiki- meistari, læknamiðill og skóla- stjóri Lífsskólans-Aromather- apyskóla Íslands. Ég kom til hennar reglulega í meðferð. Hún hjálpaði mér mikið og eiginlega tók mig að sér. Upp frá þessu tókst með okkur Selmu og Óskari manni hennar mikil og hlý vinátta, þau voru mér eins og nánustu ætt- ingjar. Við Selma fórum tvisvar til Ruhpolding í Suðaustur-Þýska- landi en þar býr Margrete Dem- leitner, góð vinkona, ásamt móður sinni. Við hittum Margrete og dr. Erwin Häringer, en þau eru sér- fræðingar í ilmolíum og virkni þeirra. Þau eru gestakennarar við Lífsskólann. Með þeim skoðuðum við Salzburg, sáum kastala, kirkjur og söfn ásamt því að fara í ferð með hestvagni um gömul og þröng strætin. Þessi ferð var okk- ur Selmu alveg ógleymanleg. Annan dag fórum við í Arnar- hreiður Hitlers, göng liggja djúpt inn í fjallið, þaðan er lyfta upp á fjallstoppinn og útsýnið ólýsan- legt, já einstök upplifun. Við gist- um hjá Margrete og móður henn- ar en þær voru höfðingjar heim að sækja og fannst okkur Selmu við vera komnar í Alpaævintýri. Með þeim fórum við til Königzee og sigldum þar á þröngu vatninu um- kringdu Ölpunum. Var þetta einn fallegasti staður sem við höfðum nokkru sinni séð. Selma var óþreytandi að bæta við þekkingu sína hvar sem hún fór. Við Selma fórum til London en hún var í samvinnu við Jasbir Chana hjá Phoenix. Olíur frá hon- um eru notaðar í Lífsskólanum. Hann framleiðir krem og sápur eftir uppskrift Selmu og til þess að gæðin væru sem mest sendi hún eimað vallhumalsvatn til að nota í framleiðsluna. Þar á meðal er besta barnasápa og krem sem ég þekki. Selma gaf út bókina Lík- amstenging og ilmolíumeðferð sem er 330 bls. Þar er samankom- inn ótrúlegur fróðleikur um ol- íurnar og margar uppskriftir. Hún var mjög stolt af þessari miklu bók, sem er eins konar bibl- ía ilmolíufræðinnar. Var hún not- uð sem kennslubók í Lífsskólan- um og hafa fjölmargir útskrifast þaðan. Selma var mikill kvenskörung- ur og dugleg með eindæmum. Hún var mjög bóngóð og mátti ekkert aumt sjá, vildi öllum hjálpa, hvort sem það var á henn- ar eigin sviði eða eitthvað alls óskylt. Barátta gegn einelti var henni mikilvæg, forsjármál og réttlætismál, ekkert var henni óviðkomandi. Þeir sem leituðu til Selmu eftir aðstoð á einn eða ann- an hátt eru óteljandi. Eigum við henni margt og mik- ið að þakka. Fyrir mér eru það forréttindi að hafa fengið að fylgja Selmu þessi samt allt of fáu ár sem vin- átta okkar varaði og einnig að fá að kynnast hennar fjölskyldu allri. Ég sendi elsku Óskari mínum, Kristjáni, Marilyn og börnum, Erlu Möggu og fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minning um ótrúlega konu mun lifa. Ágústa og fjölskylda. ✝ Elskulegur frændi minn, ADAM JÓNSSON frá Tóvegg, Hvammi – heimili aldraðra, Húsavík, lést þriðjudaginn 28. janúar á Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga, Húsavík. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00. F.h. aðstandenda, Pálína Stefánsdóttir. ✝ Móðir okkar og amma, HELGA MARIA NOVAK, lést í Rüdersdorf hjá Berlin á aðfangadag, 24. desember sl. Hún verður jarðsungin frá Gerhart-Hauptmann Museum, Erkner, laugardaginn 8. febrúar kl. 11.00. Ragnar A. Þórsson, Nína Þórsdóttir, Guðmundur Andri Ragnarsson, Helga María Ragnarsdóttir, Júlía Sif Ragnarsdóttir, Jón Björnsson, Margrét Snæfríður Jónsdóttir. Góða Kristín farin. Ég mun sakna hennar mikið. Ég gleymi aldrei stund- unum í kjallaranum í Barma- hlíðinni þegar Kristín frænka og Kalli komu í heimsókn. Það kjaftaði hver tuska á systrun- um og það var líf og fjör í allri litlu íbúðinni. Kristín kom oft með sólskin í líf okkar í kjall- aranum. Hún kom líka oft klyfj- uð af útlenskum varningi úr sínum siglingum, gotterí og gos handa okkur bræðrunum og eitthvað gott fyrir fullorðna fólkið líka. Kristín Ólína Thoroddsen ✝ Kristín ÓlínaThoroddsen fæddist 2. sept- ember 1940. Hún lést 18. september 2013. Útför henn- ar fór fram frá Eskifjarðarkirkju 28. september 2013. En Kristín varð nú að nota allan sinn sannfæringar- kraft þegar hún sagði við mig að sódavatn væri ekki gott, en það dugði ekki til og ég fékk sódavatn og líkaði bara vel. Það var kolsýran sem gerði gæfumuninn hjá mér. Tvisvar kom ég á Eskifjörð, síðast áramótin ’11-12, það var fínt að gista í gestaherberginu hjá Kristínu og Kalla, og við Kristín sátum stundum í eld- húsinu og spjölluðum um dag- inn, veginn og lífsgátuna. Það var mjög gott og þægilegt að vera hjá þeim. Afbragðsfólk. Ég á mjög hlýjar minningar um Kristínu og þær lifa skýrt í huganum. Farvel góða frænka. Sveinn Marinósson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.