Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 Ungur kampselur úr Norður-Íshafinu heimsótti Húsavíkurhöfn á mánudag og þriðjudag. „Hann var rosalega spakur og var innan við metra frá okkur. Hann lék sér og reyndi að klifra upp á flotbryggju í smábátahöfninni,“ sagði Yann Kolbeinsson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Norðausturlands. Kampselir heimsækja Íslandsstrendur á hverju ári. gudni@mbl.is Ljósmynd/Yann Kolbeinsson Kumpánlegur kampselur Kampselur norðan úr höfum heimsótti Húsvíkinga Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Með sameiningum ríkisstofnana og tilheyrandi lagabreytingum hafa ýmis starfsheiti yfirmanna sömu stofnana verið lögð niður. Þannig lögðust flugmálastjóri og siglinga- málastjóri af við samruna Flugmála- stjórnar, Siglingastofnunar og Um- ferðarstofu í Samgöngustofu á síðasta ári. Vegagerðin tók til sín hluta af verkefnum Siglingastofn- unar en með lagabreytingu varð til starfsheiti forstjóra Samgöngustofu og forstjóra Vegagerðarinnar. G. Pétur Matthíasson, upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að þrátt fyrir þessar lagabreytingar verði áfram notast við orðið „vega- málastjóri“. Innanríkisráðuneytið hafi lagt blessun sína yfir það. „For- stjóri Vegagerðarinnar“ er því að- eins til á pappírnum. G. Pétur bendir á að allar tilkynningar frá Vegagerð- inni um lokanir vega séu auglýstar undir nafni vegamálastjóra, ekki for- stjóra Vegagerðarinnar. „Við ætlum að halda í þetta vígi,“ segir G. Pétur, sem lögformlega er orðinn deild- arstjóri samskiptasviðs en vill frekar kalla sig upplýsingafulltrúa! Vegamálastjóri er þó ekki eini embættismannstitill yfirmanns eða stjórnanda sem lifir enn með stjóra- heitinu. Ferðamálastjóri stýrir Ferðamálastofu og fiskistofustjóri stýrir Fiskistofu. Síðan eru enn í gildi titlar eins og tollstjóri, ríkislög- reglustjóri, ríkisskattstjóri og skatt- rannsóknarstjóri, sem ómögulegt er að segja til um hvort haldist um ómunatíð. Að öðru leyti eru yf- irmenn rík- isstofnana orðnir að forstjórum eða forstöðumönnum. Magnús Guð- mundsson, for- maður Félags forstöðumanna rík- isstofnana, segir umræðu um starfsheitin ekki hafa farið fram inn- an félagsins en vissulega geti verið tilefni til þess. „Það er missir að þessum heitum,“ segir Magnús en bendir réttilega á að félagið hafi meira verið að fjalla um fækkun for- stöðumanna hjá ríkinu, nú síðast í umræðunni um fækkun sýslumanns- embætta. Lýsandi, stutt og góð heiti Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, ritari Íslenskrar málnefndar, segir þessi starfsheiti mörg hver vera ára- tugagömul og hafa skapað sér ríka hefð í tungumálinu. Þess vegna þurfi mjög góðar og gildar ástæður til að breyta þeim. „Það er eftirsjá að þessum nöfnum. Þau eru yfirleitt mjög lýsandi heiti, stutt og góð, og draga nafn sitt af heiti upprunalegu stofnunarinnar. Alltaf er þetta spurning um hve mikið vægi hefðin á að hafa í tungumálinu og í þessum tilvikum ætti hefðin að hafa mikið vægi,“ segir Jóhannes. Hreinn forstjóri á pappírnum  Vegagerðin heldur áfram í titilinn „vegamálastjóri“ þrátt fyrir breytt lög  Ferðamálastjóri og fiskistofustjóri eru einnig með síðustu stjóraheitunum Hreinn Haraldsson Taka má nokkur dæmi um starfsheiti yfirmanna stofnana sem hafa lagst af á undan- förnum árum. Nokkuð er um lið- ið síðan vitamálastjóri hætti, sem og verðlagsstjóri. Póst- og símamálastjóri lagðist af við sölu ríkisins á Símanum um árið og með breytingu á lögum um Veðurstofuna árið 2008 varð veðurstofustjóri ekki lengur til. Brunamálastjóri breyttist í forstjóra Mannvirkjastofnunar og flugmálastjóri og siglinga- málastjóri hættu á síðasta ári með stofnun Samgöngustofu. Hjá Reykjavíkurborg eru ekki lengur notuð heiti eins og vinnumálastjóri, garðyrkjustjóri og gatnamálastjóri. Aflögð heiti stjórnenda OPINBERAR STOFNANIR Bæjarlind 4, 201 Kópavogur S: 554 6800 Njarðarnesi 9, 603 Akureyri S: 466 3600 www.vidd.is Öðruvísi fl ísar Olil Amble, liðsstjóri Gangmyll- unnar, sigraði í gæðingafimi á móti Meistaradeildar í hestaíþrótt- um sem fram fór í Ölfushöllinni í Fákaseli í gærkvöldi. Hún átti glæsilega sýningu á Álfhildi frá Syðri- Gegnishólum í úrslita- keppninni. Þær fengu 8,77 í með- aleinkunn og stungu keppinauta sína af. Sylvía Sigurbjörnsdóttir á Héðni Skúla frá Oddhóli sem keppir fyrir Auðsholtshjáleigu var efst eftir forkeppnina og hélt sinni einkunn í úrslitum en Olil og Þor- valdur Árni Þorvaldsson gerðu betur. Þorvaldur varð í öðru sæti á Stjörnu frá Stóra-Hofi með ein- kunnina 8,09. Þorvaldur keppir fyrir Top Reiter / Sólningu. Sylvía varð í þriðja sæti með 7,87. Guðmundur Björgvinsson varð fjórði í gæðingakeppninni á Hrímni frá Ósi og Árni Björn Pálsson á Stormi frá Herríðarhóli í fimmta sæti. helgi@mbl.is Stakk keppinautana af í úrslitum Morgunblaðið/Eyþór Sigurvegari Gæðingakeppni er uppáhaldsgrein Olil Amble.  Olil Amble sigr- aði í gæðingafimi „Hluti félagsmanna er óánægður með valið á fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringinn í myndlist 2015,“ segir Hrafnhildur Sigurð- ardóttir, formaður Samtaka ís- lenskra myndlistarmanna, SÍM. Vegna óánægjunnar var ákveðið að halda opinn fé- lagsfund með Listfræðafélagi Íslands í lok febr- úar. Á þeim fundi mun Kynningar- miðstöð íslenskr- ar myndlistar, KÍM, greina frá starfsemi mið- stöðvarinnar og nánar frá ákvörð- un sinni um valið; Christoph Buchel, sem hvorki er ís- lenskur ríkisborgari né fæddur hér á landi. Spurð hvað henni finnist um að senda fulltrúa sem ekki er íslenskur svarar hún: „Mín persónulega skoð- un er sú að það komi ekki málinu við. Valið á ekki að snúast um hvar þú ert fæddur. Ég á stundum erfitt með hugtakið þjóð, því það er oft fín lína yfir í þjóðarrembinginn. Við þurfum að passa að fara ekki út í hann en á Íslandi búa mörg þjóðarbrot.“ Í þessu samhengi bendir Hrafn- hildur á að valið á fulltrúa fyrir Ís- lands hönd hafi breyst eftir að KÍM fékk umsjón með vali á listamanni. Í fyrsta skipti í ár var valið úr inn- sendum tillögum eftir auglýsingu. „Tíminn verður að leiða í ljós hvort það var skynsamlegt,“ segir Hrafn- hildur og bendir á að valið endur- spegli þróunina síðustu 10 til 15 ár. „Áður var meira gert úr því að senda þjóðarstolt Íslendinga. Oftar en ekki var valinn listamaður af eldri kyn- slóðinni sem hafði sannað sig. Síð- ustu ár hafa þeir sem yngri eru orðið fyrir valinu. Þeir sem eru mest í sviðsljósinu og eru að gera eitthvað nýstárlegt.“ Mörkin að mást út Þá bendir hún á að mörkin séu að mást út í listaheiminum. Í dag vinni listamenn þvert á greinar og unnið sé markvisst í því að sprengja rammana. Hrafnhildur veltir því upp að jafnvel sé þessi nýstárlega nálgun KÍM í umsóknarferlinu hluti af þess- um tíðaranda. Spurð hvort henni þyki eðlilegt að maki Buchels, Nína Magnúsdóttir, sem vissulega er íslensk, skuli vera sýningarstjóri bendir Hrafnhildur á að innan SÍM séu um tíu pör. „Á að útiloka þau frá því að vinna saman,“ spyr Hrafnhildur. thorunn@mbl.is Félagsmenn SÍM óánægðir  KÍM greinir frá valinu á fundi Hrafnhildur Sigurðardóttir Á fundi borg- arráðs í gær- morgun var sam- þykkt að fela ÍTR að ganga til samninga við fyrirtækið Þrek ehf., sem rekur líkamsrækt- arstöðvar World Class, um að vinna áfram að þróun hugmyndar um líkamsrækt- arstöð við Breiðholtslaug. Í samtali við fréttavefinn mbl.is sagði Kjartan Magnússon, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, að þetta væri stór áfangi fyrir Breið- holtshverfi. Kjartan sagði að málið hefði ver- ið í undirbúningi frá árinu 2009 þegar ÍTR samþykkti tillögu sjálf- stæðismanna um að líkamsrækt- araðstöðu yrði komið fyrir við Breiðholtslaug. Kjartan sagði jafnframt að þetta væri mikilvægur áfangi við að ráð- ast í uppbyggingu fullkominnar lík- amsræktarstöðvar í fjölmennasta hverfi landsins. Engin slík stöð er starfandi í Efra-Breiðholti. sgs@mbl.is Líkams- rækt í Breiðholti Kjartan Magnússon Staðan í viðræðum strandþjóðanna um stjórnun makrílveiða á árinu 2014 skýrðist ekki í gær, sam- kvæmt upplýsingum Sigurgeirs Þorgeirssonar, formanns samn- inganefndar Íslendinga. Samninga- nefndir Íslands, Færeyja, Noregs og Evrópusambandsins áttu einn sameiginlegan fund síðdegis í gær en annars ræddu nefndirnar saman tvær og tvær. Ákveðið var að halda áfram í dag. Staðan í makríl- viðræðum enn óljós

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.