Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.02.2014, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2014 Það er erfitt að verja hið ósýnilega. Hugtök eins og „kyrrð“ og „helgi“ er ekki hægt að benda á í umhverfinu, ekki hægt að draga þau fram og segja: „Já, svo höfum við þetta líka!“ Kyrrð og helgi eru hugtök sem lýsa andblæ einhvers ákveðins staðar, þar sem fólk upp- lifir þessi hugtök sem raunveru- leika. Skálholt er þess konar stað- ur, mögulega með síðustu sögustöðum á Íslandi þar sem enn er hægt að ganga á vit fortíð- arinnar og upplifa, ekki aðeins kyrrð og helgi, heldur hjartslátt sögunnar í hverju skrefi. Kyrrð Þingvalla hef- ur fyrir löngu verið rofin, og það freklega, og helgi staðarins troðin fótum sjö- hundruðþúsund ferða- manna á ári. Það þorir náttúrlega enginn að segja það upphátt, en það blasir við hverjum sem hefur opin augu. Og eyru. Síðastliðið sumar heyrði ég rútu- bílstjóra og leiðsögumann, báða ís- lenska, hóa eða æpa, bæði í Al- mannagjá og á völlunum, í þeim tilgangi að leyfa ferðamönnum að heyra bergmálið. Sniðugt. Já, það þarf að finna upp á ýmsu til að skemmta erlendum gestum svo þeir hafi nú frá einhverju að segja þeg- ar heim er komið. Fyrir vikið eru Þingvellir orðnir einhvers konar „Grand Central Station“. Og nú blasir við að samskonar afhelgun eigi fyrir Skálholti að liggja. Mörgum er brugðið við þau tíðindi að Kirkjuráð ætli nú að hella sér út í ferðaþjónustu með því að jafna höfuðstað íslenskrar sögu og kristni við jörðu, sjálfan Skál- holtsstað. Öðruvísi verða þau tíð- indi sem nú berast af síðustu ákvörðun ráðsins ekki skilin. Kirkjuráð hefur semsagt ákveðið að auglýsa eftir rekstraraðila að hótel- og veitingarekstri í Skálholti, þvert á þá staðreynd að sú starf- semi er nú þegar í góðum höndum þess fólks, sem einmitt hefur látið sig varða um hin ósýnilegu verð- mæti staðarins. Það sem manni sýnist vaka fyrir Kirkjuráði er að í Skálholti skuli vera blússandi bis- ness, með tilheyrandi fjöldaumferð og átroðningi. Ég vil benda Kirkjuráði á að taka sér ferð á Þingvelli um há- annatímann, og spyrja sig síðan hvort þetta sé það sem þeir vilji í raun og sannleika fyrir Skálholt. Sú arfaslæma tillaga, að bygg- ingu risavaxinnar miðaldadóm- kirkju í Skálholti, hefur sem betur fer verið slegin af. En hugmyndin um að Skálholt eigi að verða grand pissustopp fyrir hjarðir ferða- manna, virðist hafa skotið það djúpum rótum í huga kirkjuráðs- manna að þeir geti ekki lengur séð Skálholt í réttu ljósi. Og hafa kannski aldrei gert. En því mega kirkjuráðsmenn ekki gleyma að í hjörtum flestra Íslendinga er Skál- holt sá helgistaður þar sem ýtrasta gætni og íhaldssemi eiga að ráða för í ákvarðanatöku um breytingar á staðnum. Sú holskefla ferðamanna sem við búum við núna er vissulega jákvæð í takmörkuðu efnahagslegu tilliti, en hugtök eins og „kyrrð“ og „helgi“ verða hvorki keypt né seld. Sé reynt að benda á þau víkja þau sér fimlega undan; þau eru ósnert- anleg, nema því aðeins að ekki sé hróflað við þeim. Aðeins þá geta einstaklingar gengið á vit þeirra og notið þeirra gjafa sem í þeim felast. En sú upplifun getur aldrei orðið fjöldans, því fjöldinn er ævinlega hjörð, og hjarðir þurfa að éta og drekka og létta á sér og drífa sig síðan áfram á næsta áfangastað með tilheyrandi fyrirgangi. Ég óska eftir því að kirkjuráðs- menn útskýri opinberlega hvað fyr- ir þeim vakir með þessum hug- myndum sínum, eða hver það er, sem á bakvið tjöldin er að þrýsta á ráðið og telja þeim trú um að Skál- holt sé „vannýtt auðlind“. Hvað verður um fjörutíu ára sögu Sum- artónleikanna? Hvað verður um Kyrrðardaga og þann fjölda nám- skeiða og ráðstefna sem hafa átt griðastað í Skálholti? Þótt Kirkju- ráð fari með allt ráðstöfunarvald á Skálholtsstað, á pappírunum, þá skulu ráðsmenn gæta þess að stað- urinn tilheyrir þjóðinni og sögunni. Íslendingar sem unna Skálholti munu ekki sitja þegjandi undir ákvörðunum sem brjóta gegn hin- um hljóðu og ósýnilegu verðmætum sem Skálholt býr yfir. Hin ósýnilegu verðmæti í Skálholti Eftir Friðrik Erlingsson » Þingvellir eru orðnir einhvers konar „Grand Central Station“. Og nú blasir við að samskonar af- helgun eigi fyrir Skál- holti að liggja. Friðrik Erlingsson Höfundur er skáld. VINTAGE FLÍSAR Nýkomnar Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Fyrir þá sem elska hönnun Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Bóluhreinsir og dagkrem Bóluhreinsirinn virkar mjög vel á mig, bólurnar hverfa og hann sótthreinsar og græðir. Mér finnst dagkremið mjög frískandi fyrir andlitið og gefa góðan raka því ég er stundum með þurra húð. – Hlíf Sverrisdóttir www.annarosa.is Bóluhreinsirinn hefur virkað afar vel á bólur en hann er bæði bólgueyðandi og sótthreinsandi. Dagkremið er einstaklega rakagefandi og hentar vel fyrir venjulega, þurra og viðkæma húð. Hinn 1. febrúar sl. var frétt í Morg- unblaðinu um afkomu hjúkrunarheimila. Þar sagði feitletrað í undir- fyrirsögn: „Tap á Höfða á Akranesi 100 milljónir“. Í fréttinni kemur jafnframt fram að hallarekstur hafi verið 197 milljónir sl. tvö ár. Ég hef orðið var við að íbúar Höfða, starfsmenn og velunnarar hrukku við þegar þeir lásu þessa frétt og spyrja hvort Höfði sé á leið á hausinn. Svo er nú sem bet- ur fer ekki. Ef skoðaðir eru fimm síðustu árs- reikningar Höfða sést að tekjur voru 2.730 þús. kr. og gjöld 2.598 þús. kr. Afgangur af rekstri og fjármagns- liðum var því 132 millj. kr. eða svipuð upphæð og reiknaðar afskriftir sem voru 134 millj. kr. Einu árin sem gjöld voru lítillega hærri en tekjur voru 2011 og 2012 þegar velferð- arráðuneytið tók þá einkennilegu ákvörðun að fækka hjúkrunar- og dvalarrýmum á Höfða um fimm frá ársbyrjun 2011, þrátt fyrir viðvar- andi 30-40 manna biðlista. Þessi fækkun rýma hefur skilað sér til baka. Það sem setur reikningslega af- komu Höfða á hvolf eru hins vegar reiknaðar lífeyrisskuldbindingar, þ.e.a.s. útreikningur tryggingafræð- ings á því hvernig lífeyrisréttindi starfsmanna muni hækka á þeirra líf- eyristíma, sem á þessum fimm árum námu 295 millj. kr. Undanfarin ár hafa staðið yfir við- ræður milli Samtaka fyrirtækja í vel- ferðarþjónustu (SFV) og fjár- málaráðuneytisins um yfirtöku ríkisins á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunar- og dval- arheimila. Þessar skuld- bindingar hafa hlaðist upp og koma til greiðslu með vaxandi þunga á næstu árum. SFV hefur bent á að þegar velferð- arráðuneytið ákveður daggjöld dvalar- og hjúkrunarheimila, sem gert er einhliða og án samráðs við heimilin, þá sé ekki gert ráð fyrir líf- eyrisskuldbindingum. Velferðarráðuneytið mun hafa stað- fest í þessum viðræðum að þetta sé rétt túlkun hjá SFV. Það er stórmál fyrir öldrunarstofn- anir í landinu að uppgjör á lífeyr- isskuldbindingunum fari fram sem allra fyrst. Að öðrum kosti koma þær með fullum þunga á heimilin á næstu 15-20 árum sem er auðvitað fráleitt þar sem ekki hefur verið gert ráð fyr- ir þessum kostnaði í þeim daggjöld- um sem ríkið ákveður heimilunum. Höfði hefur í fjölda ára byggt upp öflugan varasjóð með þeim afgangi sem verið hefur af beinum rekstri heimilisins. Á þann varasjóð mun ganga jafnt og þétt þegar lífeyr- isskuldbindingarnar koma til greiðslu á næstu árum náist ekki samkomulag við ríkið um uppgjör þeirra. Tapið á Höfða Eftir Guðjón Guðmundsson Guðjón Guðmundsson »Höfði hefur í fjölda ára byggt upp öfl- ugan varasjóð með þeim afgangi sem verið hefur af beinum rekstri heim- ilisins. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Höfða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.