Morgunblaðið - 18.02.2014, Page 11

Morgunblaðið - 18.02.2014, Page 11
Ljósmyndir/Jón K. B Sigfússon Allir saman Gunnar Björn (annar frá hægri standandi) með leikarahópnum sem tekur þátt í Barið í brestina. Munkhásens í Gaflaraleikhúsinu.“ Þegar Gunnar Björn er spurður að því hvað það sé sem laði hann að leikhúsi og kvikmyndagerð, er hann fljótur til svars: „Það er fyrst og fremst ánægjan við að skapa og skemmta fólki. Það er mesta kikkið. Þó að leikhús og kvikmyndagerð séu að mörgu leyti ólík fyrirbæri, þá fer það samt vel saman að vinna við hvort tveggja. Þegar maður vinnur í leikhúsi er það nokkurra vikna törn þar sem áhorfendur koma fljótt til að njóta, en í kvikmyndagerð getur tekið mörg ár að búa eitthvað til áð- ur en aðrir sjá árangur og fá að njóta. Hvort tveggja er skemmtilegt á sinn hátt.“ Næstu sýningar á leikritinu Barið í brestina verða í Aratungu í Reykholti í Biskupstungum á morgun miðvikudag 19. febr. kl. 20, laugardaginn 22. febr. kl. 20, sunnudag 23. febr. kl. 16 og miðvikudag 26. febr. kl. 20. Nú er lag að skella sér í sveitina og sjá skemmtilegt leikrit, hlæja og skemmta sér. Og fyrir þá sem hafa áhuga á að gera meira út kvöldinu, þá býður Café Mika í Reykholti upp á þriggja rétta leikhúsmatseðil á undan leiksýningum. Borðapantanir í síma 486-1110 og 896-6450. Upplýsingar um leiksýninguna í síma 897-8795 og 862-6444 Flott Jóhann Kjartansson og Brynhildur Óskarsdóttir í hlutverkum sínum. Músík Smári Þorsteinsson og Karl Hallgrímsson sjá um spil og söng. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2014 HEYRNARSTÖ‹IN Þjónusta Heyrnarstöðvarinnar gengur út á aukin lífsgæði. Við bjóðum ókeypis heyrnarmælingu, hágæða heyrnartæki og margvíslega sérfræðiþjónustu og ráðgjöf. Kynntu þér þjónustu okkar á heyrnarstodin.is og vertu í sambandi. Við tökum vel á móti þér. Heyrumst. Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is Nýlokið er fyrstu almennu hópferð Íslendinga til Suðurskautslandsins, en síðustu farþegarnir komu heim í gær. Tíu manna sveit, auk farar- stjórans, Ara Trausta Guðmunds- sonar, sigldi um 3.000 kílómetra leið með leiðangursskipinu Sea Explorer, frá bænum Ushuaia á Eldlandi og þangað aftur með viðkomu á þrettán stöðum á eyjum og norðurskaga meginlands Antarktíku (Suður- skautslandsins). Hópurinn var meðal farþega af tólf þjóðernum innan um fjölþjóð- lega áhöfn skipsins. Ferðalangarnir voru afar heppnir með veður, sjólag og ísaðstæður. Notast var við gúmmíbáta til lendinga og skoðunar- ferða. Meðal annars var farið í land á eldfjallaeyjunni Deception, kannaðir hamrar, sund og gatklettar Spert- eyju, gengið á fjallshrygg við Orne Harbour, siglt í ís í Cierva-vogi og heimsóttar rannsóknarstöðvar, bæði starfandi og sem minningarmörk. margt var að sjá í ferð þessari, margar mörgæsabyggðir vöktu at- hygli, aðrar fuglategundir sömuleið- is, fjölmargir selir, þeirra á meðal hlébarðaselir, risastórir sæfílar og hvalir sem una sér á stuttu sumri öndvert á hnettinum. Sigldu 3.000 kílómetra með leiðangursskipinu Sea Explorer Gaman Íslenski hópurinn kampakátur í Suðurskautsævintýrinu. Íslendingar sigldu til Antarktíku Gunnar hefur komið víða við á löngum ferli, hann hefur leik- stýrt Skaupinu í fjórgang, (árin 2009- 2012), hann hefur leik- stýrt tveimur kvikmyndum í fullri lengd, Astrópíu og Gaura- gangi, hann gerði fjölskyldu- og barnamyndina Karamellumynd- ina, sem er stuttmynd, og auk þess hefur hann leikstýrt fjölda tónlistarmyndbanda og auglýs- inga. Leikstýrði Astrópíu GUNNAR BJÖRN Leikstjóri Gunnar Björn. Boðað er til söngbúða með Kristjönu Stefánsdóttur djasssöngkonu þar sem öllum syngjandi konum á Vestur- landi og víðar er velkomið að taka þátt. Söngbúðirnar verða í Hjálma- kletti í Borgarnesi helgina 1.-2. mars nk. Þátttakendur munu læra og æfa söng undir stjórn Kristjönu. Freyju- kórinn annast skipulagningu og er markmið að efla sönggleði, þjálfa og hvetja konur til þátttöku í söngstarfi. Meðal laga sem æfð verða eru lögin „More than words“, „Walk on the wild side“, „Lazy Daisy“, „Hraustir menn“, „Einbúinn“, „Feeling good“ og fleiri. Ungar konur á öllum aldri eru hvattar til að vera með. Mikil sam- staða og gleði hefur skapast milli þátttakenda og krafturinn engu líkur. Söngbúðirnar enda með tónleikum í Hjálmakletti í Borgarnesi kl. 17. Þær sem geta fara síðan á flakk með hópnum og syngja í Grundarfirði mið- vikudagskvöldið 5. mars og í Reykja- vík í Fríkirkjunni kl. 16 laugardaginn 8. mars. Allir eru velkomnir að koma og hlusta á tónleikana. Þær sem vilja skrá sig geta gert það á vefnum: www.vefurinn.is/freyjur Kristjana Stefánsdóttir leiðir sönginn Syngjandi konur á Vesturlandi boða til söngbúða í Borgarnesi Um næstu helgi bresta þau á skemmtilegu vetrarfríin hjá grunn- skólakrökkunum. Margir foreldrar á höfuðborgarsvæðinu fara þá út úr bænum í bústað eða eitthvað annað í gott frí. En þeir sem ætla að vera í bænum gætu sannarlega gert sér dagamun með því að fara á Þjóð- minjasafnið, en það ætlar að taka fagnandi á móti börnum í vetrarfríi grunnskólanna sem það reyndar gerir líka aðra daga. Ókeypis er fyrir börn 18 ára og yngri og skemmtilegir rat- leikir eru í boði í afgreiðslu safnsins. Auk grunnsýningar safnsins standa nú yfir, sýningarnar Silfur Íslands og Betur sjá augu, ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013. Einnig er hið sí- vinsæla skemmtimenntunarherbergi á sínum stað. Krakkar á öllum aldri hafa gaman af því að koma í safnið, enda upplifun að heimsækja það. Margt skemmtilegt í boði á Þjóðminjasafninu Morgunblaðið/Kristinn Þjóðminjasafn Gaman að skoða beinagrindur og ýmislegt fleira. Gaman í ratleikjum í vetrarfríi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.