Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2014 Svarið við spurningu dagsins Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is tilbúnar í pottinn heima Fiskisúpur í Fylgifiskum Verð 1.790 kr/ltr Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér. Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram. Hvað þarftu mikið? Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann Von, styrktarfélagi gjörgæslu- deildar Landspítala í Fossvogi, hafa verið afhentar tæpar 180 þúsund krónur til minningar um Skarphéðin Andra Kristjánsson sem lést í kjölfar bílslyss í Borg- arfirði 12. janúar 2014 ásamt unn- ustu sinni. Fyrir upphæðina hefur verið keyptur hægindastóll og út- varpstæki fyrir aðstandenda- herbergi gjörgæsludeildarinnar. Styrktarfélagið Von hafði veg og vanda af því að koma aðstand- endaherberginu upp á sínum tíma og búa það nauðsynlegum inn- anstokksmunum. Í þessu hefur Von notið stuðnings margra; fyr- irtækja, félagasamtaka og ein- staklinga. Með gjöfinni núna er aðstaða fyrir aðstandendur bætt til muna. Gefendurnir eru vinahópur fjöl- skyldu Skarphéðins Andra sem varð til í Menntaskólanum við Sund og hefur síðan þá kallað sig Bíóvini. Gáfu muni í her- bergi aðstandenda Miðvikudaginn 19. febrúar verð- ur haldið Fé- lagsráðgjafaþing á Hótel Hilton Nordica og hefst það kl. 8.40. Á þinginu verða fyrirlestrar og málstofur þar sem flutt verða 70 erindi um félagsráðgjöf. Þingið er haldið í tilefni af 50 ára afmæli Félagsráðgjafafélags Íslands og til heiðurs dr. Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor og frumkvöðuls í fé- lagsráðgjöf, sem fagnaði 70 ára af- mæli sínu 3. febrúar sl. Nánar á felagsradgjof.is. 70 erindi flutt á fé- lagsráðgjafaþingi Sigrún Júlíusdóttir Norræn samvinna og Atlantshafs- bandalagið er heiti opins fundar sem haldinn verður í Norræna hús- inu í dag, þriðjudag, klukkan 17.15. Á fundinum verður fjallað um stöðu og horfur í norrænu varnarsam- starfi og NATO og er hann haldinn í tengslum við loftvarnaæfingu sem nú stendur yfir með þátttöku Finn- lands, Noregs og Svíþjóðar. Á fund- inum verða flutt sex erindi um efn- ið. Fundurinn fer fram á ensku og er hann öllum opinn. Fundur um norræna samvinnu og NATO SVIÐSLJÓS Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Hugmyndir eru uppi um að aflétta refsingum vegna fíkniefnavörslu en Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra sagði m.a. í síðustu viku að refsistefna íslenskra stjórnvalda í fíkniefnamálum hefði ekki skilað til- ætluðum árangri. Menn virðast á einu máli um að aflétting refsinga hafi ýmsa kosti í för með sér en að neysla fíkniefna muni líklega aukast í kjölfarið. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræð- ingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir rétt að leið- rétta þann útbreidda misskilning að þegar rætt sé um afléttingu refsinga, eða „afglæpavæðingu“, sé ekki átt við refsingar vegna neyslu heldur vörslu fíkniefna. Neyslan sem slík sé ekki refsiverð samkvæmt íslenskum lög- um. Hann segir það hins vegar skipta sköpum að menn, sérstaklega ungt fólk, lendi ekki á sakaskrá fyrir vörslu fíkniefna og hafi það hangandi yfir höfði sér um ókomna tíð. „Þessi refsistefna hefur margvís- lega galla eins og þann að krakkar sem eru ekki í öðrum brotum geta lent í klóm réttvísinnar og á sakaskrá, sem getur haft afleiðingar fyrir þau í framtíðinni,“ segir Helgi. Hann segir að víða í Suður-Evrópu, þar sem formleg aflétting refsinga hafi ekki átt sér stað, líti yfirvöld engu að síður í hina áttina þegar kemur að vörslu smærri neysluskammta. „Þar er þetta ekki á forgangslista hjá lög- reglu, að elta uppi neytendur,“ segir hann. Ná betur til verst settu Þegar meta á reynsluna af aflétt- ingu refsinga vegna fíkniefnavörslu segir Helgi Portúgal nærtækasta dæmið en þar var fíkniefnalöggjöfinni breytt árið 2001. „Þar er þetta ekki löglegt en ekki refsivert heldur. Þannig að það er ekki hægt að setja menn á sakaskrá. Þetta er komið úr þeim farvegi,“ segir hann. Helgi segir að samfara breytingum á refsilöggjöfinni hafi Portúgalar eflt viðbúnað heilbrigðiskerfisins gagn- vart neytendum á götunni en það sé mat manna að með áherslubreyting- unni hafi tekist að ná betur til þeirra sem eru verst staddir. „Þeir telja sig ná betur til þessara erfiðu einstak- linga, þ.e.a.s. sprautufíkla og einstak- linga sem eru ofurseldir fíkniefnum,“ segir hann. Dauðsföllum hafi fækkað og með því að aflétta skömminni af neyslunni hafi tekist að draga úr HIV-smitum og útbreiðslu lifrar- bólgu C, þar sem notendur séu viljugri til að leita sér aðstoðar. Helgi bendir á að hérlendis sé lifrarbólga C útbreidd meðal sprautufíkla og meðferðin við henni kosti umtalsverða fjármuni. Þá sitji þriðjungur fanga í íslenskum fang- elsum inni fyrir fíkniefnabrot, sem sömuleiðis kallar á útgjöld. Hann segist gera ráð fyrir að refsingum vegna vörslu og meðferðar fíkniefna verði aflétt í fyllingu tímans en hvet- ur til þess að Ísland verði í samfloti og samstarfi við nágrannalöndin hvað þetta varðar. Festast í vítahring „Í grunninn er ég að lýsa því yfir að ég er til í að ræða allar leiðir sem geta orðið okkur til gagns í því að berjast gegn fíkniefnaneyslu,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra um svokallaða afglæpavæðingu en ítrek- ar að henni megi ekki rugla saman við lögleiðingu fíkniefna, sem hann segist vera á móti. Kristján segir augljóst að refsi- stefna íslenskra stjórnvalda hafi ekki skilað tilætluðum árangri og þá hafi hún ákveðnar hættur í för með sér. „Það eru miklar líkur til þess að hún festi ungt fólk í ákveðnum vítahring neyslunnar; það fer inn á sakaskrá og á þar af leiðandi erfiðara með að fá vinnu og er ekki í skóla,“ segir ráðherrann. Fyrir liggur að skipa starfshóp sem vinna á tillögur um framkvæmdar- og aðgerðaáætlun sem byggir á stefnu- mörkun varðandi áfengis- og vímu- varnir og segir Kristján að á þeim vettvangi verði hugsanlega fjallað um afléttingu refsinga vegna fíkniefna- brota. Refsistefnan ekki skilað árangri  Heilbrigðisráðherra segist opinn fyrir öðrum leiðum í baráttunni gegn fíkniefnum  Að lenda á saka- skrá vegna fíkniefnaneyslu takmarkar möguleika ungs fólks í framtíðinni  Lögleiðing ekki á borðinu Morgunblaðið/Ómar Fíkniefni Með því að aflétta refsingum er dregið úr skömminni sem fylgir neyslu og fólk leitar sér frekar hjálpar. Spáir heitum umræðum » Helgi segir að umræður um afléttingu refsinga vegna fíkni- efnavörslu muni að öllum lík- indum vekja sterkar tilfinn- ingar hjá fjölda fólks. » Hann bendir á að á sínum tíma hafi umræðan um aflétt- ingu bjórbannsins verið afar heit og menn jafnvel talað um að aflétting bannsins væri til- ræði við ungu kynslóðina og vinnustaðina í landinu. » Hann segir fíkniefnaneyslu vafalítið eiga eftir að aukast verði refsingum vegna vörslu aflétt, þó að reynsla Portúgala bendi ekki til þess. STUTT „Við höfum lengi talað fyrir því að peningunum sé betur varið í meðferð en löggæslu- og fé- lagsleg úrræði,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, um hug- myndir um að aflétta refsingum vegna fíkniefnavörslu. Arnþór segir jákvætt ef breyt- ingin yrði til þess að ungt fólk endaði síður á sakaskrá en óttast að neysla muni aukast í kjölfar auðveldara aðgengis að efnunum. „Ef þú auðveldar aðgengið að fíkniefnum og verðið lækkar þá eykst neyslan. Og ef þú hækkar verðið og takmarkar aðgengið, þá minnkar neyslan. Það er bara þannig. Við drógum úr tóbaks- neyslu með þessari aðferð,“ segir hann. Arnþór segir breytinguna ekki leysa vanda ungs fólks í kannabisneyslu, sem dettur úr skóla og verður félagslega ein- angrað. Neysla þessa hóps verði eftir sem áður ólögleg nema fólk ætli sér að lækka áfengiskaupa- aldurinn niður í 13 ára. Kannabisneyslan sé afar fé- lagslega smitandi en með öfl- ugum meðferðarúrræðum megi koma einstaklingum í neyslu fljótt og örugglega til aðstoðar og takmarka smitunaráhrifin. Þannig sé meðferð í raun besta forvörnin. Leysir ekki allan vandann FJÁRMUNUM BETUR VARIÐ Í MEÐFERÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.