Morgunblaðið - 18.02.2014, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 18.02.2014, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2014 ✝ Klemenz Egg-ertsson fæddist í Reykjavík 22. des- ember 1952. Hann lést á Grensásdeild Landspítalans 6. febrúar 2014. Foreldrar hans voru Eggert Klem- enzson, f. 19.7. 1909, d. 24.5. 1987, og Lilja Sigrún Óskarsdóttir, f. 12.10.1913, d. 22.8. 2007. Systk- ini hans eru Auðbjörg Guðný Eggertsdóttir og Sigurður Egg- ertsson. Fóstursystir hans er Erla Stringer, Klemenz var kvæntur Ingi- björgu Jón- asdóttur, þau skildu. Synir þeirra voru Jónas Klem- enzson, f. 20.1. 1971, d. 19.6. 2004, og Davíð Klem- enzson, f. 25.2. 1976, d. 31.8. 2013. Klemenz lauk lög- mannsprófi frá Há- skóla Íslands og rak lengst af sína eigin lög- mannsstofu. Útför hans fer fram frá Bessastaðakirkju hinn 18. febr- úar 2014 kl. 13.00. Elsku afi Klemenz. Ég trúi því varla að þú sért far- inn frá mér og á mjög erfitt með að hugsa til þess að við getum ekki átt jafn góðar stundir saman og við höfum gert. Mér hefur alltaf liðið vel með þér og hef viljað hitta þig sem oftast. Þú varst góður vin- ur og það var alltaf hægt að treysta á þig ef erfiðleikar voru fyrir hendi. Það var alltaf gaman hjá okkur í öllu því sem við gerð- um saman, t.d. þegar við fórum í keilu, bíó eða skemmtigarðinn, líka þegar við fórum upp í hesthús og skoðuðum hestana, þegar við smíðuðum saman litla báta eða bara höfðum það notalegt heima hjá þér á Álftanesinu. Mér fannst erfitt að geta ekki hitt þig meðan þú varst á spítalanum í vetur, sér- staklega saknaði ég þess að hitta þig á Þorláksmessu, sem var dag- inn eftir afmælið þitt. Þá varst þú vanur að koma með jólagjafir til okkar, fá sjálfur afmælis- og jóla- gjöf og staldra við í smástund áður en þú fórst í aðra eða jafnvel þriðju skötuveislu dagsins. Það er erfitt að hugsa til þess að ég fái ekki að hitta þig aftur, afi minn, en ég er ánægður með hvað við náð- um að gera mikið saman. Óskar Örn. Elsku Klemenz. Nú þegar komið er að skilnaði rifjast upp fyrir okkur minningar um góðar stundir sem við systk- inin áttum með þér. Heima hjá þér á Álftanesinu var alltaf gott að vera. Þar gátum við gert allt sem okkur datt í hug. Garðurinn var stór og fjaran þar beint fyrir neð- an. Við hlupum um í leikjum í garðinum, gróðursettum blóm í steinabeðið, áttum hvert sinn garðdverginn, stikluðum á stein- um í fjörunni, tíndum skeljar, steina og kuðunga, fengum að fara á árabátinn þinn með þér og skrif- uðum og sendum fjölda flösku- skeyta. Garðurinn var þó ekki allt. Við hlið hússins stóð bílskúrinn, stór og skipulagður, og þar gerð- um við ýmislegt skemmtilegt. Þar aðstoðaðir þú okkur við smíðar og við máluðum steina sem við höfð- um fundið í fjörunni. Á sumrin voru hestarnir þínir ekki langt frá húsinu og þangað kíktum við oft með brauð eða annað góðgæti til að gefa þeim. Á veturna fórum við stundum í hesthúsið og fengum að fara á bak og borðuðum Refakex. Inni við var líka nóg að gera og þegar við vorum orðin þreytt á úti- verunni eða veðrið var vont kveiktir þú gjarnan upp í arninum og við dunduðum okkur við ým- islegt föndur. Við perluðum, vatnslituðum myndir, föndruðum jólaskraut þegar jólin nálguðust, bjuggum til bækur og skipulögð- um framtíðina. Framtíðina sáum við helst fyrir okkur þannig að við ættum heima í fullkomnu húsi, húsi sem var alveg eins og þitt, nema með bakaríi í garðinum. Það reyndist okkur erfitt að heyra af veikindum þínum og geta lítið gert til að aðstoða þig. Andlát þitt snerti okkur djúpt og það hryggir okkur að geta ekki eign- ast fleiri góðar minningar með þér. Kristín Jóna og Vilborg Lilja. Félagi minn úr menntaskóla, Klemenz Eggertsson, er skyndi- lega úr heimi hallur. Hann stend- ur mér ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum, þar sem ég fyrst sá hann koma arkandi inn í litlu kennslu- stofuna í Casa Nova í kúrekastíg- vélum, sjálfsöruggan töffara, en sýnilega fáskiptinn, líkt og honum blandaðist hugur um hvort hann væri í réttum hópi. Það kom síðar í ljós að Klemmi var veraldarvanari en flest okkar í árganginum. Hann hafði þegar stofnað fjölskyldu, var nýbakaður faðir, bjó í einbýli á Álftanesi og – það sem meira var – fór ferða sinna á eigin Austin Mini. Það var því ekki laust við að við bekkjarfélagarnir, sem vorum skemmra komnir á þroskabraut- inni, litum upp til þessa eldri dugnaðarforks. Klemenz var í eðli sínu hlé- drægur og ekki mannblendinn. En hann var raungóður vinum sín- um og gleðimaður í þeirra hópi, gæddur frásagnargáfu og hlátur- mildur. Á árunum eftir mennta- skóla fækkaði tækifærum okkar til að koma saman, en ég gladdist yfir því þegar hann heimsótti mig tvisvar í útlöndum, í seinna skiptið með sonum sínum og þáverandi eiginkonu, Ingibjörgu. Er það sárara en tárum taki að minnast þess þungbæra missis sem Klem- enz og Ingibjörg upplifðu sem for- eldrar á seinni árum. Það var á Þorláksmessukvöldi árið 2007 að ég gekk fram á Klemma á Laugaveginum og skipt- umst við á nokkrum orðum í mann- þrönginni. Kveðjan var stutt, en á bak við tregablandið augnaráðið fannst mér þó votta fyrir gamla vinarþelinu. Að leiðarlokum vil ég þakka bekkjarfélaga mínum fyrir allar skemmtilegu samverustund- irnar og veit að ég mun sakna hans á fjörutíu ára stúdentsafmælinu að nokkrum vikum liðnum. Aðstand- endum vottum við Elín innilega hluttekningu. Gunnar Pálsson. Sumar manneskjur skilja eftir sig dýpri spor en aðrar, búa yfir meiri manngæsku, eiga fleiri hvatningarorð, þolinmæði gagn- vart náunganum og eru lærimeist- arar af hjarta. Gæfa mín var að verða aðnjótandi þannig mann- eskju. Hryggð mín að þurfa að kveðja. Fyrir fjórum árum sat ég seint um kvöld við vinnu og var að leysa úr máli skjólstæðings míns. Davíð vinur minn hringdi í mig og ég sagði við hann að ég væri í stök- ustu vandræðum og þyrfti að heyra í honum síðar. Davíð benti mér á að faðir hans, Klemenz Eggertsson lögmaður, væri án efa tilbúinn til þess að aðstoða mig. Ég sagði við Davíð að ég kynni ekki við að trufla lögmann sem ég þekkti ekkert svo seint um kvöld. Nokkrum mínútum síðar hringdi Klemenz í mig og bauð fram að- stoð sína. Síðan þá hafa samtöl mín og Klemenzar verið reglubundinn viðburður. Hann er lögmaðurinn sem ég gat alltaf leitað til og lagði sig ávallt allan fram við að aðstoða mig. Nálægðin við Klemenz þegar Davíð féll frá mun hvíla í hjarta mér um aldur og ævi. Ef til vill er Klemenz best lýst þegar hann nokkrum dögum eftir fráfall Dav- íðs kom upp í vinnu til mín. Ég reyndi eftir fremsta megni að vera sterk en það leið ekki á löngu þangað til ég brotnaði saman og Klemenz hughreysti mig. Þannig var Klemenz og Davíð var dreng- urinn hans. Klemenz var ekki einungis fær lögmaður heldur var hann ein- staklega góð fyrirmynd fyrir okk- ur yngri lögmennina. Hann var hógvær, traustur og lagði sig allan fram við að vera til staðar fyrir skjólstæðinga sína. Það að til- kynna skjólstæðingum að lögmað- urinn þeirra sé fallinn frá, er ekki auðvelt. Það hefur ekki farið á milli mála í samtölum mínum við þá að fyrir þeim var hann ekki ein- göngu lögmaður, heldur klettur þeirra á erfiðum tíma. Á sama tíma og ég syrgi þenn- an einstaklega góða mann er ég þakklát fyrir það að hafa fengið að eiga hann að. Ég veit að nú er hann kominn í faðm drengjanna sinna sem hann saknaði svo sárt. Saga Ýrr Jónsdóttir. Klemenz Eggertsson Elsku Bryndís Hulda mín, þín verður sárt sakn- að, þú kenndir mér svo margt. Að hafa fengið að vera partur af þér og fjölskyldu þinni met ég mjög mikils. Þitt fallega bros og þín stóru augu lýstu upp allt í kringum þig. Og allar fallegu stundirnar sem við átt- um saman mun ég alltaf muna, þú varst mér sem aukadóttir ásamt systkinum þínum. Ég mun alltaf hugsa til kvöldsins áður en þú fórst út í seinasta sinn þar sem við sátum saman og hlustuðum á tónlist í síman- um, kúrðum saman og sungum fallega sálminn sem hún Ragn- Bryndís Hulda Garðarsdóttir ✝ Bryndís HuldaGarðarsdóttir fæddist 26. nóv- ember 2012. Hún lést 22. janúar 2014. Útför Bryn- dísar Huldu var gerð 7. febrúar 2014. heiður Gröndal syngur. Sofðu unga ástin mín, úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt, sem myrkrið veit, minn er hugur þungur. Oft ég svarta sandinn leit svíða grænan engireit. Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, Meðan hallar degi skjótt, Að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Sigurjónsson) Með söknuð í hjarta, Aldís Ása Guðnadóttir. ✝ Þökkum öllum þeim sem hafa sýnt okkur samúð og heiðrað minningu ÞÓRHALLS VILMUNDARSONAR prófessors og fyrrv. forstöðumanns Örnefnastofnunar. Ragnheiður Torfadóttir, Guðrún Þórhallsdóttir, Birgir Guðjónsson, Torfi Þórhallsson, Steinunn Jóhannsdóttir, Helga Þórhallsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður-ömmu og langömmu okkar, GUÐRÚNAR JÓNU BERGSDÓTTUR, Bergstaðastræti 57, Reykjavík. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks Litlu Grundar ásamt deild A-3 á Grund og annarra sem hafa komið að umönnun hennar. Anna Jóhanna Fish, Bergljót Andrésdóttir, Mekkin Jóhanna, Lísa Carol, Andrea Marjorie, Guðrún Anna, Jóhanna Anne, Lísa Marie, Shawn Michael, Matthew Friðbert, Harper Andrés, James Stewart, Johnathan Bergur. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, afa og langafa, SIGMUNDAR EIRÍKSSONAR pípulagningameistara, Sléttahrauni 15, Hafnarfirði. Margrét Sigurðardóttir, Sigríður Lilja Sigmundsdóttir, Sigurður Sigmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg dóttir mín, móðir, tengdamóðir, amma og ástkær vinkona, ÞURÍÐUR JÓNA ANTONSDÓTTIR, Asparási 1, Garðabæ, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju fimmtu- daginn 20. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á söfnunarátak Hjartaheilla. Guðrún Matthíasdóttir, Hrafnhildur Ingadóttir, Eggert Ólafsson, Oddur Ingason, Gunnar Ingason, Svanhildur Kristinsdóttir, Ómar Ingason, Aníta Berglind Einarsdóttir, barnabörn, Pétur Guðmundsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, TRAUSTI JÓNSSON, Þjóðbraut 1, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 14. febrúar. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 21. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahús Akraness. Elínborg Kristjánsdóttir, Jón Kristján Traustason, Sigríður Þórarinsdóttir, Kristný Lóa Traustadóttir, Ólafur Óskarsson, Sigrún Traustadóttir, Guðmundur Árnason, Dröfn Traustadóttir, Þorsteinn Bárður Sigurgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS BJARNADÓTTIR frá Suðureyri við Tálknafjörð, Laugarnesvegi 87, lést í faðmi fjölskyldunnar sunnudaginn 16. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Þórey Magnúsdóttir, Bjarni Magnússon, Jóna Þ. Magnúsdóttir, Salvar Guðmundsson, Guðmundur Magnússon, Einar Magnússon, Gunnhildur Konráðsdóttir, Magnús Magnússon, Heiða Hringsdóttir, Kristján Magnússon, Ásdís Ásgeirsdóttir og fjölskyldur þeirra. ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA BJÖRG HELGADÓTTIR, Ninna, frá Hóli, Hauganesi, lést á heimili sínu Hornbrekku á Ólafsfirði föstudaginn 14. febrúar. Útför hennar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 22. febrúar kl. 14.00. Jarðsett verður í Stærri-Árskógskirkjugarði. Magnús S. Jóhannsson, Sigþóra Sigurjónsdóttir, Svava Björg Jóhannsdóttir, Björn Kjartansson, Aðalheiður H. Jóhannsdóttir, Þorleifur R. Sigvaldason, Sæunn S. Jóhannsdóttir, Rúnar Steingrímsson, Bergþóra Jóhannsdóttir, Jón Valur Sverrisson, Kristín S. Jóhannsdóttir, Kristinn Snæbjörnsson, barnabörn og langömmubörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.