Morgunblaðið - 18.02.2014, Page 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2014
Vinafélag Íslensku óperunnar býð-
ur til kynningar á óperunni Ragn-
heiði í kvöld kl. 20 í salnum Kalda-
lóni í Hörpu. Höfundar Ragnheiðar,
Gunnar Þórðarson og Friðrik Erl-
ingsson, munu leiða áhorfendur í
gegnum söguna og verkið í tali og
tónum og einsöngvarar í óperunni
munu syngja valin brot úr henni við
undirleik píanóleikarans Antoniu
Hevesi. Aðgangur er ókeypis.
Ragnheiður verður frumsýnd í Eld-
borg 1. mars. og taka hátt í hund-
rað listamenn þátt í sýningunni.
Leikstjóri er Stefán Baldursson.
Ragnheiður Þóra Einarsdóttir syngur
titilhlutverkið í óperunni Ragnheiði.
Kynning á Ragn-
heiði í Kaldalóni
Við tiltekt í geymslunni áæskuheimili mínu komu íljós gleymdar gersemar.Undir fótanuddtæki og
stöflum af verðlausum hlutabréfum í
föllnum íslenskum bönkum leyndust
tveir óáteknir kassar með Lego-
kubbum úr vestralínu Lego. Kubb-
arnir höfðu verið keyptir sem gjafir
en aldrei gefnir af ástæðum sem eru
mér ókunnar og skipta mig engu
máli. Þarna voru mér, sem er kom-
inn yfir miðjan þrítugsaldur, færð á
silfurfati nostalgía og barnæska.
Svo þegar netheimar fóru að sýna
mér stiklur úr væntanlegri Lego-
kvikmynd, sem skartar í aðal-, auka-
og örhlutverkum Morgan Freeman,
Liam Neeson, Chris Pratt, Will Fer-
rell, Elisabeth Banks, Nick Offer-
man, Shaquille O’Neal, Channing
Tatum, Jonah Hill, Anthony Daniels
og Billy Dee Williams í hlutverkum
sínum úr Star Wars og fleirum og
fleirum þá hugsaði ég strax: Nei, nú
er eitthvað Team America dæmi í
uppsiglingu.
Það sem ég hafði rangt fyrir mér.
Þessi hópur stórleikara talsetur hin-
ar ýmsu hetjur í ímynduðum Lego-
heimi, þar sem ímyndunaraflinu hef-
ur verið útrýmt, og allir gulu
kallarnir lifa sínu níu-til-fimm lífi,
borga fimmþúsundkall fyrir kaffi-
bolla, horfa á sama fáránlega raun-
veruleikaþáttinn og hlusta á endur-
tekningakennda klúbbatónlist og
forðast að gera eitthvað sem ekki er
gert ráð fyrir í leiðbeiningunum.
Legokubbarnir hafa því verið
sviptir sálinni og töframættinum
sem gerir þá svona spennandi. Í
Legoheimum í herberginu mínu
þótti til að mynda ekkert athugavert
við það að geimskip með kafara-
áhöfn liti við í miðaldakastalanum til
að sækja vistir fyrir ferðina til
vestravirkisins Fort Legoredo.
Í myndinni ætlar hinn skipulags-
sjúki Lord Business (Will Ferrell)
að úða Legoheima með ofurvopninu
Kragle, og þar með tryggja ævar-
andi röð og reglu. Hinn ofur-
venjulegi Emmet, (Chris Pratt) hef-
ur aldrei fengið frumlega hugmynd
á ævi sinni, enda alla tíð búið í skipu-
lögðum heimi Lord Business. Und-
arleg atburðarás hendir honum í
fremstu víglínu andspyrnuhreyf-
ingar hinna frjálst þenkjandi Lego-
byggingameistara (e. Master Build-
ers) sem berjast fyrir frjálsum
Legoheimi, þar sem allir geta lifað
og hrærst í þeirri skapandi óreiðu
sem Lego á að vera.
Í baráttu sinni þurfa Emmet og
félagar að takast á við vélmennaher
Lord Business, sem stýrt er af
Vondu/Góðu löggunni, raddsetri af
Liam Neeson. Meðal þeirra sem
leggja Emmet lið eru Batman (Will
Arnett), Vitruvius (Morgan Free-
man) og Wyldstyle (Elisabeth
Banks).
Myndin er svo stórkostlega súr-
realísk að það mætti halda að al-
gjörlega óheft ímyndunarafl hefði
sett upp nokkur atriði, eins og þegar
Batman spilar þunglyndisrokk eftir
sjálfan sig, eða þegar Fálkinn úr
Star Wars birtist eins og hendi væri
veifað. Ég og góðvinur minn, sem
sáum myndina klukkan hálffjögur á
laugardegi með sal fullum af helg-
arpöbbum, hlógum vandræðalega
mikið að myndinni, sérstaklega öll-
um litlu skrýtnu vísununum og hug-
myndaauðginni.
Sagan er ekki beint hefðbundin
deila góðs og ills, heldur fjallar
myndin frekar um átök þeirra sem
fylgja reglunum í hvívetna og stíga
aldrei út fyrir línurnar við þá sem
viðurkenna ekki tilvist línanna og
fara þær leiðir sem þeim sýnist.
Báðir hópar hafa nokkuð til síns
máls, en þurfa að læra að lifa í sátt
og samlyndi hvor við annan.
Lego Meðalmaðurinn Emmet og Batman á örlagastundu í myndinni. Lego
The Movie er góð skemmtun fyrir alla sem hafa afneitað því að fullorðnast.
Lego, nostalgía
og hláturskast
Sambíóin, Smárabíó og
Laugarásbíó
The Lego Movie bbbbm
Leikstjórar: Phil Lord, Christopher Mill-
er. Leikarar: Will Arnett, Elisabeth
Banks, Will Ferrell, Nick Offerman, Liam
Neeson, Morgan Freeman og margir
fleiri. 2014. Bandaríkin. 100 mínútur.
GUNNAR DOFRI
ÓLAFSSON
KVIKMYNDIR
Bresku kvikmyndaverðlaunin
BAFTA voru afhent í fyrradag og
hlaut kvikmynd leikstjórans Steve
McQueen, 12 Years a Slave, eða
Þræll í 12 ár, verðlaun sem besta
kvikmynd ársins 2013. Flest verð-
laun hlaut kvikmynd leikstjórans
Alfonso Cuarón, Gravity, eða sex
talsins og þá m.a. sem besta breska
kvikmyndin, fyrir bestu leikstjórn,
fyrir bestu kvikmyndatöku og bestu
tæknibrellur. Daði Einarsson, list-
rænn stjórnandi fyrirtækisins RVX,
vann að tæknibrellum myndarinnar
með hópi manna sem teiknuðu
myndina í þrívídd út frá handriti og
fullgerðu hana nánast áður en hún
fór í tökur. Verðlaun sem besti leik-
ari í aðalhlutverki hlaut Chiwetel
Ejiofor fyrir leik sinn í 12 Years a
Slave og leikkonan Cate Blanchett
hlaut verðlaun sem besta leikkona í
aðalhlutverki, fyrir leik sinn í Blue
Jasmine. Verðlaun sem besti leikari
og leikkona í aukahlutverki hlutu
Barkhad Abdi fyrir Captain Phillips
og Jennifer Lawrence fyrir Americ-
an Hustle.
EPA
Sigur Leikstjóri og framleiðandi Cravity, Alfonso Cuarón og David Heym-
an, með Opruh Winfrey sem veitti verðlaun fyrir bestu bresku myndina.
Þræll í 12 ár besta
myndin á BAFTA
Bestur Leikarinn Chiwetel Ejiofor
með eiginkonu sinni Shari Mercer.
Grallaralegir Leikararnir Christian Bale og Bradley
Cooper með leikstjóranum David O. Russell.
Hugguleg Brad Pitt og Angelina Jolie horfast hug-
fangin í augu, prúðbúin á rauða dreglinum.
Best Cate Blanchett hlaut BAFTA-
verðlaunin sem besta leikkona í að-
alhlutverki, fyrir Blue Jasmine.
Listi yfir verðlaunahafa:
awards.bafta.org/award/2014/film
Gleraugu
Frumkvöðull í
hönnun glerja
SJÓNARHÓLL
Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Íslandi
Reykjavíkurvegur 22 | S. 565 5970 | sjonarholl.is
Þar sem gæðagleraugu
kosta minna!
Á verði fyrir alla
- mikið úrval
Komdu með sjónmælinguna með þér
2 fyri
r1
*
*Les eða göngugleraugu Sph+/-4 cyl -2 fylgja
Glerin okkar koma frá BBGR
Frakklandi, einum virtasta
glerjaframleiðanda Evrópu
Margskipt gleraugu
frá kr. 39.900 umgjörð og gler