Morgunblaðið - 20.02.2014, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.02.2014, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 Vinstri grænum líður illa undirESB-umræðunni sem von er. Þeir sviku kjósendur sína sögu- lega árið 2009 þegar þeir tóku þátt í að sækja um aðild að sam- bandinu þvert á kosningaloforð. Stólarnir voru mik- ilvægari en loforð og ætlaðar hug- sjónir. Síðan hafa forystumenn flokksins reynt að fela og réttlæta svikin.    Ein útgáfan af þeim málflutn-ingi heyrðist á Alþingi í gær þegar Katrín Jakobsdóttir flokks- formaður ræddi um skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu að- ildarviðræðnanna. Hún skautaði að mestu framhjá því að taka af- stöðu en fór þess í stað út í nokk- urs konar bókagagnrýni.    Hún hefði að eigin sögn viljaðsjá „dýpri umfjöllun“ en finna má á nokkur hundruð blað- síðum skýrslunnar og viðauka hennar. Hvað ætli fræðimennirnir sem skrifuðu þessar síður hefðu þurft að bæta mörgum við til að Katrín Jakobsdóttir hefði orðið sátt við dýptina?    Annað sem truflaði hana viðlestur skýrslunnar er að hún saknaði heimildaskrár svo þing- menn gætu kynnt sér ítarefni!    Nú er að vísu vitnað til heim-ilda víða í skýrslunni, en það er vitaskuld aukaatriði eins og flest það sem Katrín bauð upp á í umræðunni.    Aðalatriði fer hins vegar aðverða hversu lengi á að bjóða þjóðinni upp á þessa vitlausu um- ræðu um aðild að sambandi sem hún vill ekki. Katrín Jakobsdóttir Umræður án innihalds STAKSTEINAR Í skýrslu sem lögmannaskrifstofan Logos vann fyrir Rauða krossinn kemur fram að íslensk lög og reglu- gerðir virka hamlandi á aðkomu al- þjóðlegs hjálparliðs á neyðartímum hér á landi. „Við hjá Rauða kross- inum rekum okkur ítrekað á það að reglugerðaumhverfið hefur komið í veg fyrir tafarlausan innflutning björgunarliðs á neyðartímum í þeim löndum þar sem neyðarástand hefur skapast,“ segir Jón Brynjar Birgis- son, verkefnastjóri á hjálparstarfs- sviði. Fram kemur í greiningunni að hömlur á Íslandi snúa að vegabréfs- áritunum, tímabundnu atvinnuleyfi, viðurkenningu starfsréttinda sér- fræðinga, tolla, matvæla- og lyfja- innflutningi og innflutningi á dýrum til björgunarstarfa, svo eitthvað sé nefnt. Einnig þarf að líta til fjar- skiptamála, fjármagnsflutninga, samskipta við fjölmiðla og flutnings hjálpargagna. „Rauði krossinn lenti í miklum vanda þegar hann vildi flytja inn bílaflota sinn til Haití. Það þurfti að finna aðrar leiðir þar og leigja bíla á meðan ónotaður Land Cruiser-floti Rauða krossins stóð óhreyfður,“ seg- ir Jón Brynjar. Greiningin er þáttur í fjölþjóðlegu almannavarnaverkefni sem Rauði krossinn á Íslandi var fenginn til að leiða, og hlaut til þess styrk frá ECHO, neyðarsjóði Evrópusam- bandsins. vidar@mbl.is Land Cruiser-flotinn stóð óhreyfður Ljósmynd/Þórir Guðmundsson Haítí Erla Svava Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur á Haítí.  Íslenskt reglugerðaumhverfi myndi hamla innfluttri aðstoð á neyðartímum Þrettán af fimmtán verslunum hafa hækkað verð á vörukörfu ASÍ á síð- ustu tólf mánuðum. Þar af hækkuðu fjórar verslanir, Víðir, Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Nettó og Iceland, meira en sem nemur verðbólgu á tímabilinu. Hækkunin nemur 6,8% en verð- bólga mældist um 4% á sama tíma. Tvær verslanir lækkuðu hins vegar á tímabilinu, Kaupfélag Vestur- Húnvetninga um 2,4% og Kaskó um 1,2%. Til hliðsjónar bendir ASÍ á að verð á matar- og drykkjarvörum í neysluvísitölunni hafi hækkað um 3,7% frá janúar í fyrra til sama mán- aðar í ár. Víðir, Nettó, Iceland, Kaupfélag Skagfirðinga og Kaup- félag Steingrímsfjarðar hafi hækkað meira en sem því nemur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Matvara Mest hækkaði verðið í Víði, um 6,8%, skv. verðeftirliti ASÍ. Hækkuðu meira en vísitalan Veður víða um heim 19.2., kl. 18.00 Reykjavík 4 slydda Bolungarvík 0 skýjað Akureyri -1 alskýjað Nuuk -7 snjókoma Þórshöfn 4 alskýjað Ósló -2 snjókoma Kaupmannahöfn 5 þoka Stokkhólmur 1 heiðskírt Helsinki 1 skýjað Lúxemborg 6 skýjað Brussel 8 léttskýjað Dublin 10 skýjað Glasgow 7 skýjað London 10 skýjað París 10 alskýjað Amsterdam 7 skýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 7 skýjað Vín 7 skúrir Moskva -1 heiðskírt Algarve 16 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 16 heiðskírt Winnipeg -11 skýjað Montreal -2 alskýjað New York 7 skýjað Chicago 3 heiðskírt Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:06 18:18 ÍSAFJÖRÐUR 9:20 18:14 SIGLUFJÖRÐUR 9:03 17:57 DJÚPIVOGUR 8:38 17:45 www.norræna.is Sími 570 8600 Skemmtisiglingar með Norwegian Cruise Line Feneyar, Grikkland og Tyrkland 15. maí verð frá kr. 265.000 Alaska 21. ágúst verð frá kr. 360.000 Barcelona og Miðjarðarhafið 29. ágúst verð frá 275.000 Feneyjar og Barcelona 13. september verð frá kr. 360.000 Panama og Los Angeles 31. október verð frá kr. 424.000 Karabískahafið og Orlando 14. nóvember verð frá kr. 288.000 Íslensk fararstjórn www.norræna.is sími 570 8600 Valið besta skipafélag í Evrópu síðustu sex ár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.