Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Flor Silvia Kort Kristín (t.h) og Aðalheiður Héðinsdóttir afhenda Kaffitári Íslandskort Söguhrings kvenna í Þjóðminjasafni í haust. Söguhringur kvenna er samstarfsverkefni Samtaka kvenna af erlendum uppruna og Borgarbókasafns. Það er sannkölluð tungumálaherferð að hafa Cafe Lingua á mörgum stöð- um. Við verðum sterkari með því að vinna saman.“ Í tilefni móðurmáls- viku verður viðburður hjá Café Lingua sem heitir Albönsk tunga og menning, á laugardaginn í Gerðu- bergi, en þá verður Vatra, félag Alb- ana á Íslandi með kynningu á landi og þjóð frá ýmsum sjónarhornum. Tungumál gefa okkur rætur og vængi Kristín stendur líka fyrir menn- ingarmótsverkefni sem heitir Fljúg- andi teppi, en það fer fram í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Á menningarmótum fá nemendur, for- eldrar og starfsfólk tækifæri til að hittast og kynna sína persónulegu menningu, sem tengist ekki endilega þjóðarmenningu. Allir eru þátttak- endur og áhorfendur um leið. „Ég bjó til þetta verkefni þegar ég starf- aði sem kennari í Danmörku, en ég hef þróað það og aðlagað íslensku samfélagi. Mér finnst það mikill fjár- sjóður fyrir samfélagið að í því búi fólk sem talar mörg tungumál. Í ís- lenska skólakerfinu eru núna ótal mörg börn sem eru fjöl- eða tvítyngd og við eigum að líta á það sem kost, það er styrkleiki fyrir Ísland að hér búi svona fjölbreytt fólk. Á Íslandi eru töluð yfir hundrað tungumál, frá mörgum heimsálfum. Þetta er gott að nýta í tungumálakennslu í skól- unum og ég hef einmitt verið að þróa menningarmótin í þá átt. Ég fékk til dæmis tvítyngda nemendur sem voru með spænsku sem móðurmál í Austurbæjarskóla til að taka þátt í menningarmóti í spænskukennslu, þau kynnti spænska menningu á spænsku. Tvítyngdu börnin fengu að njóta þess að tala sitt móðurmál og íslensku krakkarnir nutu þess að heyra hvernig alvöru spænska er töluð. Frábært fyrir alla og skapar raunverulegan vettvang fyrir sam- skipti. Tungumál gefa okkur rætur og vængi, hvort sem um er að ræða móðurmál eða önnur mál sem við tileinkum okkur. Móðurmálin eru rætur sjálfsmyndindarinnar og þau erlendu mál sem við lærum gefa okkur vængi og skapa meðal ann- ars tengsl okkar og samskipti við heiminn. En svo er líka hægt að hugsa þetta öfugt, því ný tungumál gefa okkur nýjar rætur og góð tök á móðurmálinu senda hugann á flug.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 Íslenska UNESCO-nefndin og Stofn- un Vigdísar Finnbogadóttur í er- lendum tungumálum efna til nokk- urra viðburða vikuna 21.-28. febrúar í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins: Í tilefni þessa dags í ár verður vakin athygli á starfi fjölmargra aðila sem tengjast ólíkum móðurmálum, hvatt til umræðu í skólum um hvernig sé hægt að koma til móts við nemendur sem tala annað móðurmál en íslensku og mynd- böndum um efnið komið á fram- færi.  Tungumálaforða Íslands leitað í skólum landsins: Efnt verður til sam- vinnu við skóla um skráningu á tungumálaforða sínum, og haldinn verður sérstakur fyrirlestur um ólík móðurmál í skólakerfinu. www.tungumalatorg.is.  Sögustund fyrir börn á 10 tungumálum: Gerðuberg föstudag 21. febr. kl. 13-15.  Danska sem móðurmál, annað mál og erlent mál: Fyrirlestur dr. Berg- þóru Kristjánsdóttur, lektors við Árósaháskóla. Oddi, Háskóla Íslands fimmtudag 27. febr. kl. 16.  Móðurmál – mál málanna: Málþing í Norræna húsinu föstudag 28. febr. kl. 15-17: Hólmfríður Garðarsdóttir: Tungumál eru sameign okkar allra – rækt- um þau! Renata Emilsson Pesková: Öll mál skipta máli – en fyrir hverja? Hanna Ragnarsdóttir: Tungumál sem auðlind – fjölbreyttir kennara- hópar. Þorbjörg Þorsteinsdóttir: Dýrmætur tungumálaforði. Móðurmálsvikan FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Hagkaup Gildir 20.-23. feb. verð nú áður mælie. verð Ísl.lamb kindafilet ...................... 2.999 4.498 2.999 kr. kg Kindalundir ............................... 2.999 4.498 2.999 kr. kg SS kryddlegið grill-læri ............... 1.679 2.399 1.679 kr. kg Tómatbrauð............................... 299 499 299 kr. stk. Baguette stórt ........................... 199 319 199 kr. stk. Pizzaslaufa................................ 149 199 149 kr. stk. Nóatún Gildir 21.-23. feb. verð nú áður mælie. verð Kindalundir úr kjötborði.............. 2.249 2.998 2.249 kr. kg Kindafilet úr kjötborði ................. 2.249 2.998 2.249 kr. kg Kindagúllas úr kjötborði ............. 1.098 1.498 1.098 kr. kg Kindasnitsel úr kjötborði............. 1.098 1.498 1.098 kr. kg Ungnautahamb. 200 g úr kjötb. .. 369 385 369 kr. stk. ÍM Kjúklingabringur.................... 2.198 2.469 2.198 kr. kg Þín verslun Gildir 20.-23. feb. verð nú áður mælie. verð Nautainnralæri úr kjötborði......... 2.998 3.998 2.998 kr. kg Nautagúllas úr kjötborði ............. 2.299 3.129 2.299 kr. kg Nautasnitsel úr kjötborði ............ 2.539 3.179 2.539 kr. kg Ísfugl ferskur heill kjúklingur ....... 919 1.149 919 kr. kg Ísfugl kalkúnasneiðar ................. 1.679 2.098 1.679 kr. kg Floridana morgunsafi 1 l ............ 259 398 259 kr. ltr Daloon kínarúllur 600 g ............. 669 898 1.115 kr. kg Pataks Tikka Masala sósa 450 g. 309 398 687 kr. kg Tilda Basmati hrísgr. 500 g......... 379 525 758 kr. kg Krónan Gildir 20.-23. feb. verð nú áður mælie. verð Grísakótilettur lúxus úrb. erlendar 1.299 2.198 1.299 kr. kg Grísahryggur úrbeinaður ............. 1.299 2.198 1.299 kr. kg Grísalundir ................................ 1.399 2.197 1.399 kr. kg Lambalærissneiðar .................... 1.978 2.198 1.978 kr. kg Lamba-sirloinsneiðar ................. 1.498 1.698 1.498 kr. kg Lambakótilettur ......................... 2.158 2.398 2.158 kr. kg Kjarval Gildir 20.-23. feb. verð nú áður mælie. verð SS grískt lambalæri ................... 1.799 2.298 1.799 kr. kg SS hangiálegg box 115 g ........... 498 639 498 kr. pk. Holta kjúklingabringur ................ 2.548 2.988 2.548 kr. kg Þykkvab. kartöflugratín 600 g ..... 549 619 549 kr. pk. Hatting pítubrauð fín 6 stk .......... 349 389 349 kr. pk. Frönsk hvítl.baguette 2 stk ......... 299 339 299 kr. pk. Fjarðarkaup Gildir 20.-22. feb. verð nú áður mælie. verð Svínakótilettur úr kjötborði.......... 1.298 1.698 1.298 kr. kg Nauta-entrecote úr kjötborði....... 3.098 3.998 3.098 kr. kg Kindafilet úr kjötborði................. 2.798 3.498 2.798 kr. kg Hamborgarar 2x115g m/brauði .. 490 540 490 kr. pk. Fjallalambs frosinn lambahryggur 1.745 2.049 1.745 kr. kg Ali pepperonibréf....................... 338 515 338 kr. pk. Ali skinkustrimlar ....................... 1.498 2.343 1.498 kr. kg Dr. Oetker pizza tradizionale........ 589 589 589 kr. kg Coke 12x0,33 ml dósir............... 998 1.308 998 kr. pk. Helgartilboðin Í kvöld kl. 20 verður efnt til samræðu um myndlist Haraldar Jónssonar í Hafnarborg, menningar- og lista- miðstöð Hafnarfjarðar. Yfirskriftin er Nálgun, en tilefni hennar er einka- sýning Haraldar, H N I T, sem nú stendur yfir í Sverrissal. Frummæl- endur eru Markús Þór Andrésson sýningarstjóri, Harpa Arnardóttir, leikkona og leikstjóri, og Valur B. Antonsson heimspekingur. Þau munu nálgast verk Haraldar úr mismunandi áttum, þreifa á eiginleikum þeirra og einkennum og leiða í ljós þræði sem tengja þau jafnvel saman. Haraldur Jónsson nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands, Listaakademíuna í Düsseldorf og Institut des Hautes Études en Arts Plastiques í París. Hann hefur haldið fjölda sýninga og eru verk hans tíðum valin til að veita innsýn í íslenska myndlist samtímans, bæði hér heima og erlendis. Á sýningunni eru ný verk, bæði teikningar og skúlptúrar sem virkja skynjun mannsins á eigin tilfinningum, upp- lifun af rými og táknum. Samræða um myndlist í Hafnarborg Morgunblaðið/Árni Sæberg Myndlistarmaður Haraldur Jónsson. Heimspekingur, leikari og sýn- ingarstjóri spjalla um verkin 20% afsláttur af öllum snyrtivörum í febrúar Velkomin á Dior daga í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ 19. - 21. febrúar. Spennandi nýjungar Falleg gjöf fylgir ef keyptar eru tvær Dior vörur* Álfheimum 74 - 104 Reykjavík - Sími 568 5170 * Meðan birgðir endast Aukablað alla þriðjudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.