Morgunblaðið - 20.02.2014, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.02.2014, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 Atli Vigfússon Laxamýri „Þetta er ofboðslega gaman en þetta er fyrsti sægrái nautkálfurinn sem ég fæ í mínum búskap,“ segir Ari Heiðmann Jósavinsson, bóndi í Mið- hvammi í Aðaldal, sem hefur ásamt fjölskyldu sinni mikinn áhuga á ís- lensku kúalitunum Kálfurinn kom í heiminn í síðustu viku og kom liturinn á honum heim- ilisfólkinu á óvart. Hann hefur verið nefndur Stáli og er í miklu uppá- haldi, enda mjög gæfur og mann- blendinn. „Og það sem meira er, kálfurinn er undan kúnni Nótt sem er með nautsmæðradóm og nautsföðurnum Stássa, þannig að hann er mjög vel ættaður. Ég er búinn að láta vita af honum og líklega verður hann skoð- aður og metinn með tilliti til þess að senda hann á Nautastöð Bænda- samtaka Íslands til framhaldsrækt- unar,“ segir Ari sem segist hafa beð- ið eftir því að fá svona lit. Ari er einn af ungu bændunum í Aðaldal, en hann flutti í Miðhvamm fyrir tæplega tveimur árum ásamt konu sinni, Freydísi Önnu Ingv- arsdóttur, og börnum, þegar þau höfðu keypt bæði jörð og byggingar til að hefja þar mjólkurframleiðslu. Það er ekki létt fjárhagslega að leggja út í kúabúskap, en fjölskyldan er bjartsýn á framhaldið, sér- staklega þar sem eftirspurn eftir mjólkurvörum er meiri en búist var við fyrir nokkrum mánuðum. Sægráir gripir eru ekki á hverju strái, en samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Jóhannessyni hjá bú- fjárræktarsviði Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins töldust sægráar kýr vera um 0,3%-0,4% kúastofnsins í landinu ef litið er á kúaskoðanir á ár- unum 2012 og 2013. Gráar kýr og steingráar töldust nokkuð fleiri eða u.þ.b. 0,7-0,8% af stofninum og hlut- fallið er nokkru hærra í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu. Hér er því um sjaldgæfan lit að ræða og því ekki að undra að Ari og Freydís í Miðhvammi hafi verið ánægð með að fá þennan kálf þar sem kúalitirnir heyra undir þeirra áhugasvið. Stáli á mikla möguleika Ljóst er að ekki er neitt öruggt í því hvort kálfurinn fari á nautastöð- ina því mjög margt þarf að athuga áður en það er ákveðið. Nyt móð- urinnar og bygging skiptir miklu máli sem og kynbótamat nautsins og hvort of margir einstaklingar sömu ættar hafi verið í dreifingu í landinu, en það er til þess að forðast skyld- leikarækt. Eigi að síður á kálfurinn mikla möguleika þar sem hann er vel byggður og stór vexti. Ari segist ekki hafa miklar áhyggjur af þessu því ef kálfurinn stenst ekki dóminn þá ætli þau hjónin að setja hann á í eigin búi. „Hver veit nema hann eignist þá nokkra kálfa hjá okkur seinna meir,“ segir Ari og brosir um leið og hann gefur Stála vænan sopa af mjólk. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Matartími Ari Heiðmann Jósavinsson gefur Stála sopa af mjólk. Sægráir nautgripir eru afar sjaldgæfir. Gaman að fá grákálf  Bóndinn í Miðhvammi hefur beðið eftir því að fá svona lit- an kálf  Hefur verið nefndur Stáli og er í miklu uppáhaldi Sægráar kýr eru oft nefndar í þjóðsögum. Talið var að þær hefðu gengið á land úr sjó og reyndust hinir bestu gripir ef þær náðust. Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir af Bjarna sterka sem bjó í Breiðuvík við Borgarfjörð í Múlasýslu. Í þoku- veðri sáust þar sænaut á landi, eigi færri en átján. Fór flokk- urinn til sjávar og eftir þeim lít- ill kálfur sem Bjarni náði áður en sægripirnir hurfu í sjóinn. Bjarni leiddi kálfinn heim í Breiðuvík og reyndist kálfurinn vera kvíga sem varð tuttugu marka kýr og út af henni kom hið besta kúakyn. Þjóðsagnakýr SÆGRÁIR NAUTGRIPIR „Ég veit ekki hvað embættismenn hjá borginni voru að ræða sín á milli. En ég kom af fjöllum þegar þetta var kynnt upphaf- lega, svona stuttu eftir kaup okkar á lóðinni,“ segir Ingi Guðmunds- son, fram- kvæmdastjóri Landbakka, sem á reit númer 2 við Austurbakka 2, um tillögu að breyttu skipulagi við Austurhöfn. Verði breytingarnar samþykktar skerðist byggingarrétt- ur á lóðinni um 4.500 fermetra, úr 15.500 í 11.000. Borgarráð staðfesti tillöguna fyrir sitt leyti í desember 2013. Landbakki mótmælir harðlega og hefur áskilið sér rétt til bóta frá borginni. Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs, sagði í samtali við Morgunblaðið á mánudag að ekki væri tímabært að ræða um bætur og að framkvæmdin hefði legið í loftinu frá 2010. Ingi bendir á að Landbakki hafi keypt lóðina af Sítusi í mars 2013 en Sítus sé í sameign Reykjavíkurborg- ar og ríkisins. „Í kaupsamningnum var sérstaklega tekið fram hvað ver- ið var að kaupa. Við vorum að kaupa 15.500 fermetra af byggingarrétti á skipulögðu svæði,“ segir Ingi. Af hálfu Sítusar hafi aldrei verið rætt um að áform væru um að breyta deiliskipulaginu og sníða af lóðinni. „Ef menn hafa vitað eitthvað meira, þá hefði verið eðlilegt að taka það fram,“ segir hann. Staðan sé kúnstug. Landbakki hafi keypt lóðina af Sítusi, sem sé að stórum hluta í eigu borgarinnar. Með deiliskipulagsbreytingunni ætli borgin að minnka lóðina sem Land- bakki keypti af Sítusi en bæta í stað við lóð númer 6 við Austurbakka, sem enn sé í eigu Sítusar „þannig að segja má að borgin selji okkur ákveðin verðmæti, ætli svo að taka þau aftur og færa sér þau að hluta“, segir hann. Enn sé þó ekki búið að samþykkja breytinguna. „Við höfum verið í viðræðum við borgina um þetta mál, um skipulagið og þessa skerðingu og annað slíkt. Það er ekki komin niðurstaða,“ segir Ingi. Landbakki er dótturfélag Land- eyjar sem er í eigu Arion banka. runarp@mbl.is Ein lóð minnkar og önnur stækkar Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Austurhöfn 1 2 6 5 Harpan Geirsgata Læ kj ar ga ta Kalkofnsvegur Byggingareitir skv. eldra deiliskipulagi Byggingareitir skv. nýrra deiliskipulagi Keyptu lóðina og komu af fjöllum  Við sölu var ekki rætt um breytingar Ingi Guðmundsson Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Utanríkisráðherra hefur lagt þrjá nýja fríverslunarsamninga fyrir Al- þingi. Samningar voru gerðir af EFTA við Bosníu, Panama, Kosta- ríka og Kólumbíu. „Þarna er að bætast við sístækk- andi net fríverslunarsamninga sem Ísland gerir, ýmist í samfloti við önnur EFTA-ríki eða eitt og sér eins og í tilviki samningsins við Kína sem fór í gegn á dögunum,“ segir Birgir Ármannsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismála- nefndar Alþingis. Íslendingar hafa ekki átt mikil viðskipti við þessi lönd hingað til en Birgir telur engu að síður mikil- vægt að gera slíka samninga við sem flest ríki. Það sé í lang- flestum tilvikum báðum aðilum til hagsbóta. „Þó að í þessum tilfellum sé um að ræða ríki sem eru ekki mikilvæg viðskiptalönd í dag þá vitum við auðvitað aldrei hvar kunna að koma upp tækifæri síðar,“ segir hann. Á þriðja tug samninga Unnið er að undirbúningi fleiri fríverslunarsamninga á vettvangi EFTA og nefnir Birgir sem dæmi Singapúr og Malasíu sem séu virk í alþjóðlegum viðskiptum, bæði í sín- um heimshluta og á Vesturlöndum í auknum mæli. Auk þess er þegar í gildi á þriðja tug fríverslunarsamninga við lönd í Asíu, Afríku, Norður-, Mið- og Suð- ur-Ameríku. Aldrei að vita hvar tækifær- in koma upp í framtíðinni  Þrír nýir fríverslunarsamningar lagðir fyrir á Alþingi Birgir Ármannsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.