Morgunblaðið - 20.02.2014, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.02.2014, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -2 9 1 9 Draumaferð á hverjum degi Ef þú vilt sparneytinn og rúmgóðan fjölskyldubíl sem kemur skemmtilega á óvart er óþarfi að leita lengra. Nýr Mercedes-Benz B-Class eyðir frá 4,1 l/100 km í blönduðum akstri og mengar svo lítið að hann fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mínútur. Gerðu allar ferðir að draumaferðum á Mercedes-Benz B-Class. Hjá Öskju á Krókhálsi 11 bíður þín glæsilegur B-Class til sýnis og reynsluaksturs. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Mercedes-Benz B-Class 160 CDI, dísil, beinskiptur 6 gíra. Verð frá 4.790.000 kr. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að utanrík- isráðuneytið hafi talið áður en aðild- arviðræðurnar við ESB hófust að þær gætu a.m.k. staðið yfir í 18 mán- uði eða jafnvel lengur. Þessi skoðun hafi byggst að verulegu leyti á mati og reynslu Evrópusambandsins og sé ekki frábrugðið því mati sem fram kom á sínum tíma í samtölum Evr- ópunefndarinnar við Olli Rehn, þá- verandi stækkunarstjóra ESB, sem hafi verið mjög bjartsýnn. Vakin er athygli á því í skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu aðild- arviðræðnanna við ESB að í upphafi hafi utanríkisráðuneytið talið að að- ildarviðræðurnar gæu hafist í byrjun árs 2010 og verið lokið um mitt ár 2011. Óljóst sé hvers vegna mið- að var við hraða umsóknarferlis sem ekki hafi lengur verið unnið eftir við mat á því hve langan tíma tæki að ljúka við- ræðunum. ,,Okkar mat á ferlinu byggðist á samtölum og ráðgjöf frá Brussel,“ segir Össur. ,,18 mánuðirnir sem við töluðum um var sá tími sem átti að taka frá því að viðræðurnar sjálfar hófust og þangað til að þeim lyki. Mat Brussel var að það myndi taka enn skemmri tíma,“ bætir hann við. Ís- lensk stjórnvöld hafi hins vegar gert ráð fyrir að viðræðurnar gætu orðið mjög erfiðar um sjávarútvegsmálin, þannig að einnig mætti gera ráð fyrir að þær tækju lengri tíma. Tekið hafi verið skýrt fram við utanrík- ismálanefnd að þetta væri óvissu undirorpið og því ávallt verið haldið til haga. Stækkunarstefna ESB hefur tekið breytingum á umliðnum árum. Össur bendir á að árið 2006 tók sambandið upp nýjar reglur í framhaldi af stækkunarlotum um að fara yrði í ná- kvæma rýni á löggjöf umsóknarríkja til að bera saman hvar löggjöf þeirra og ESB greindi á. Það hafi því legið skýrt fyrir að halda þyrfti tvöfalda rýnifundi. Hins vegar sé Ísland senni- lega fyrsta ríkið sem sækir um aðild eftir að hafa átt svo langa samleið með ESB í gegnum EES- og Schen- gensamstarfið. Af þeim sökum hafi það verið skoðun manna í upphafi að e.t.v. væri ekki þörf á svo náinni rýni- vinnu varðandi EES kaflana en 21 samningskafli fellur undir gildissvið EES-samningsins. Fulltrúar ESB hafi talað um að kannski þyrfti ekki að halda nema annan rýnifundinn um EES kaflana. „Þegar á hólminn kom þá var það ekki svo vegna þess að það voru ríki sem töldu að það ætti að beita algerlega sömu vinnubrögðum líka gagnvart EES-köflunum,“ segir hann. „Af því að Ísland hafði ákveðna sérstöðu var erfitt á þessum tíma að gera sér nákvæmlega grein fyrir hvað þetta myndi taka langan tíma en við höfðum alltaf skýran fyrirvara á að það færi algerlega eftir því hvernig viðræðurnar gengju.“ „Höfðum alltaf skýran fyrirvara“  ,,Okkar mat á ferlinu byggðist á samtölum og ráðgjöf frá Brussel,“ segir Öss- ur Skarphéðinsson um hvað aðildarviðræðurnar við ESB gætu tekið langan tíma Össur Skarphéðinsson Björn Már Ólafsson Hjörtur J. Guðmundsson Farið var í umsóknarferlið að Evr- ópusambandinu sumarið 2009 á fölskum forsendum sem ekki voru til þess fallnar að skapa sátt í samfélag- inu á tíma þegar það var í sárum. Þetta sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, í umræðum á Al- þingi í gær um skýrslu Hagfræði- stofnunar Háskóla Íslands um stöðu umsóknarinnar og þróun ESB. Gunnar Bragi sagði fullkomlega óábyrgt að halda viðræðunum við Evrópusambandið áfram. Gert væri ráð fyrir því að umsóknarríki stefndu á aðild að sambandinu og viðræðurn- ar færu fram á forsendum þess. Um væri að ræða aðlögunarferli sem gengi út á það að aðlögun færi fram samhliða viðræðunum. Benti ráðherrann ennfremur á að umsóknarferlið opnaði á það að ein- stök ríki innan Evrópusambandsins gætu notað það til þess að ná fram eigin markmiðum í málum sem gætu verið algerlega óskyld ferlinu. Mak- ríldeilan og framganga Breta og Hol- lendinga í henni væri gott dæmi um slíkt. Viðræðuhlé of snemma „Af því að hlé var gert á aðildarvið- ræðunum of snemma, fengum við Ís- lendingar ekki svar við efnislegum spurningum,“ sagði Árni Páll Árna- son, formaður Samfylkingarinnar, í umræðunum. „Ræða utanríkisráðherra var ræða manns sem var andsnúinn Evrópu- samvinnu. Það merkilega er að Sjálf- stæðisflokkurinn skuli láta teyma sig eins og hund í bandi þegar forystu- menn í ríkisstjórninni fara fram með þessum hætti. Ræða utanríkisráð- herra var varnarræða manns sem óttast umheiminn. Hann reynir að rýna í kristalskúlu til að finna rök- semdir fyrir kyrrstöðu,“ sagði Árni Páll. Hann sagði að meiri umræða þyrfti að eiga sér stað í nokkrum málum. „Við þurfum frekari umfjöllun um peningamál og þá stöðu sem við erum í. Spurningin um aðild tengist afnámi hafta og hvaða leið við veljum okkur í framhaldinu. Við þurfum betri grein- ingu á sjávarútvegsþættinum. Við þurfum betri greiningu á stöðu og framtíð EES samningsins heldur en aðeins þá skýrslu sem hér um ræðir. Við búum ekki kyrrstöðu heldur í heimi sem þroskast áfram.“ Tekist á um undanþágur „Enn er tekist á um það á Alþingi hvort mögulegt sé að við náum und- anþágum á ákveðnum sviðum. Sér- lausnir virðast vera aðalumræðuefn- ið hér á Alþingi,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í umræðunni, og fór svo yfir eðli þeirra undanþágna sem Evrópusambandið hefur áður veitt og undir hvaða kringumstæðum þær voru veittar. „Hvernig bar undanþágan að sem Danir fengu í gjaldeyrismálum? Það var þannig að verið var að útvíkka samstarf evruríkjanna og við þær að- stæður átti hvert og eitt aðildarríki neitunarvald sem gat sett allt stækk- unarferlið í algert uppnám. Við þær aðstæður náðu Danir sinni undan- þágu.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði m.a. í umræðunni, að hún hefði viljað sjá dýpri umfjöllun í skýrslunni um Evrópusambandið og þróun þess. Umræða um skýrsluna stóð fram á kvöld í gær og heldur áfram á Alþingi í dag. Farið var í ESB-umsóknar- ferlið á fölskum forsendum  Viðræðuhlé leiddi til þess að svör vantar við efnislegum spurningum Morgunblaðið/Kristinn Á þingi Alþingismenn fjölluðu í gær um skýrslu um stöðu aðildarviðræðn- anna og voru skoðanir mjög skiptar. Áfram verður rætt um skýrsluna í dag. Orðrétt ’ ESB-málið hefur klofið flokka, klauf síðustu ríkisstjórn og hefur síðast en ekki síst rekið fleyg í þjóð- málaumræðu í þessu landi á sama tíma og önnur ærin viðfangsefni hafa setið á hakanum. Gunnar Bragi Sveinsson ’ Ég vil lýsa því yfir, að það er sér- stök lífsreynsla að vera svona mikið ósammála einum manni á jafn- skömmum tíma. Guðmundur Steingrímsson (um Gunnar Braga) ’ Utanríkisráðherra vill ekki fá svarið frá Evrópusambandinu vegna þess að hann er andvígur aðild. Hann veit að Evrópusambandið mun bjóða Íslandi sérlausn í sjávarútvegs- málum. Helgi Hjörvar ’ Þessi skýrsla er ein stór staðfest- ing á því að það er ekki mögulegt að fá það sem (er kallað) varanlegar sérlausnir. Ásmundur Einar Daðason ’ Ríkisstjórnin er stöðugt að finna leiðir til þess að forðast að fá efnisleg svör við þeim spurningum sem þjóðin þarf á að halda að fá svör við í þessu stóra máli. Árni Páll Árnason ’ Þótt við séum andvíg aðild Ís- lands að Evrópusambandinu höf- um við talið þetta mál sem eðlilegt er að þjóðin taki afstöðu til með ein- hverjum hætti. Katrín Jakobsdóttir ’ Mér finnst ekki skýrt hjá þing- manninum hvernig það getur far- ið saman að leiða viðræður til lykta og komast yfir þær pólitísku hindr- anir sem fylgja því að ljúka samninga- viðræðum ef ekki fylgir hugur máli. Bjarni Benediktsson (um ræðu Katrínar Jakobsdóttur) ’ Ég veit ekkert hvort (skýrslan) gagnast okkur eitthvað, ég sé svolítið eftir þessum 25 milljónum sem fóru í þetta. Páll Valur Björnsson um skýrslu Hagfræðistofnunar ’ Það er mikilvægt að draga lær- dóm af fortíðinni. Minn lærdómur er sá að menn fóru af stað óund- irbúnir. Unnur Brá Konráðsdóttir ’ Það er önnur skýrsla á leiðinni. (…) Eftir því sem sagt er verður meira hagsmunamat í þeirri skýrslu og meira tillit tekið til hagsmuna launþega og atvinnurekenda. Valgerður Bjarnadóttir ’ Það sem ég óttast mest af öllu í sambandi við Evrópusambandið er að okkar mál verði afgreidd í Brussel, nákvæmlega eins og Ísfirð- ingar þurfa að fara til Reykjavíkur. Pétur H. Blöndal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.