Morgunblaðið - 20.02.2014, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.02.2014, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 #imarkSkráning á imark.is ÍMARKDAGURINN 21/02/14 Harpa DAGSKRÁ / 8.30 – 9.00 Skráning ogmorgunverður 9.00 – 9.10 Ráðstefna sett 9.10 – 10.10 Ruth Balbach Taking Target to Canada Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir Fundarstjóri 10.10 – 10.30 Hlé 11.15 – 11.30 Guðni RafnGunnarsson Niðurstöðurmarkaðskönnunar Capacent 11.30 – 12.30 Hádegishlé Léttur hádegisverður 16.00 Ráðstefnulok 10.30 – 11.15 Peter Lundberg ogKaj Johansson 12.30 – 13.30 EdHebblethwaite Axe andGuinnes 13.30 – 14.30 GaborGeorge Burt Re-Imagining the Boundaries of your Business 15.00 – 16.00 Martin Ringqvist The “Epic Split” by Volvo Trucks 14.30 – 15.00 Hlé Sex frábærir fyrirlesarar á ÍMARK deginum Hörpu. Enginnmarkaðsmaður meðmarkaðsmönnum vill missa af þessu. Kapero: Get more out of yourMarketing Investment – A question of creativity or management? Fljótsdalshérað bar höfuð og herðar yfir önnur sveit- arfélög á Íslandi varðandi flatarmál ræktaðs skóglend- is, en þar er rík skógræktarhefð. Af þeim tíu sveit- arfélögum þar sem mest var af ræktuðum skógi voru fimm á Suðurlandi. Þar spiluðu skógræktarfélögin stórt hlutverk og sömuleiðis Skógrækt ríkisins. Skóg- ræktarfélag Rangæinga var stærsta skógræktarfélag á Íslandi miðað við flatarmál skóglendis. Fyrir tveimur árum tók Björn Traustason saman upplýsingar um þessi efni. Í töflunum að ofan sést í hvaða sveitarfélögum var mest flatarmál skóglendis, bæði ræktaðra skóga og náttúrulegra birkiskóga. Hins vegar hlutfall skóglendis af flatarmáli. Mesta útbreiðsla náttúrulegs birkilendis eftir sveit- arfélögum var í Borgarbyggð, en stærstur hluti af því skóglendi var birkikjarr sem var lægra en tveir metr- ar. Á þessum lista voru sveitarfélög á Vestfjörðum þar sem stór hluti var birkikjarr undir tveimur metrum. Þegar allt skóglendi var greint eftir sveitarfélögum voru flest sveitarfélög á lista hinna tíu stærstu þar vegna mikillar þekju náttúrulegs birkis. Eina sveitarfé- lagið sem skar sig úr var Fljótsdalshérað, en þar vó ræktað skóglendi mun þyngra en annars staðar. Vart þarf að taka fram að magn viðar í ræktuðu skógunum er verulega meira heldur en í birkikjarrinu. Þegar skoðað var hversu stór hluti af flatarmáli sveitarfélaga var þakinn skógi kom í ljós að þrjú af fjórum efstu voru á höfuðborgarsvæðinu. Fljótsdalshérað í sérflokki  Skógræktarfélög og Skógræktin sterk á Suðurlandi Skóglendi á Íslandi Skóglendi er á yfir 180 þúsund hekturum á Íslandi. Það jafngildir því að skóg sé að finna á öllu grænmerkta svæðinu, allt frá fjöru til fjallstoppa. Flatarmál alls skóglendis eftir sveitarfélögum (ræktað skóglendi og náttúrulegt birkilendi) Flatarmál skóga í hekturum Hlutfall af skóglendi á Íslandi Borgarbyggð 21.700 12,2% Fljótsdalshérað 15.000 8,4% Bláskógabyggð 13.000 7,3% Þingeyjasveit 10.000 5,6% Norðurþing 9.300 5,2% Reykhólahreppur 8.100 4,5% Vesturbyggð 7.600 4,3% Hornafjörður 7.300 4,1% Dalabyggð 7.100 4,0% Skútustaðahreppur 5.600 3,1% Hlutur skóglendis af flatarmáli sveitarfélaga (ræktað skóglendi og náttúrulegt birkilendi) Flatarmál skóga í hekturum Flatarmál sveitarfélags Hlutflall Hafnarfjörður 3.300 14.400 22,9% Reykjavík 2.800 27.400 10,2% Skorradalshreppur 1.900 21.600 8,8% Garðabær 600 7.000 8,6% Reykhólahreppur 8.100 109.600 7,4% Súðavíkurhreppur 5.300 75.000 7,1% Hvalfjarðarsveit 3.400 48.100 7,1% Vogar 1.100 16.500 6,7% Breiðdalshreppur 2.800 45.200 6,2% Grímsnes- og Grafningshreppur 5.300 90.000 5,9% og séð aldur, trjátegundir og fengið fleiri upplýsingar. Alþjóðlegar skilgreiningar Á vefsjánni má nú þegar sjá útbreiðslu bæði ræktaðra skóga og náttúrulegs birkilendis. Sam- kvæmt alþjóðlegum skilgrein- ingum telst svæði vera skógi vax- ið þegar skógurinn þekur hálfan hektara lands. Ræktuðum skóg- um er skipt í tvo flokka; eldri skóga og yngri skóga. Eldri skóg- ar eru ávallt yfir tveimur metrum á hæð og eldri en 15 ára gamlir, en yngri skógar eru yfirleitt und- ir tveimur metrum og yngri en 15 ára. Náttúrulegu birkilendi er skipt í tvo flokka; birkiskóga sem eru yfir tveimur metrum á hæð og birkikjarr sem er lægra en tveir metrar. Jafnframt þarf birkið að ná 10% krónuþekju til að teljast skógur. Samræmt á Mógilsá Á Mógilsá er haldið utan um samræmdan gagnagrunn yfir allt ræktað skóglendi á landinu. Fjöl- margir aðilar koma að skógrækt á landinu og má nefna Skógrækt ríkisins, landgræðsluskóga, Hekluskóga, landshlutaverkefni í skógrækt, skógarbændur, um 60 skógræktarfélög vítt og breitt um landið, sveitarfélög, sumarbú- staðaeigendur og marga fleiri. Opinberir aðilar koma upplýs- ingum á framfæri um ræktun skóga og innsend gögn og upplýs- ingar berast eftir ýmsum leiðum á Rannsóknastöðina að Mógilsá. „Það er okkar verkefni að kort- leggja það sem út af stendur og við náum aldrei utan um verk- efnið án aðstoðar frá almenningi,“ segir Björn. „Við treystum því á gott samstarf og sjái fólk að þeirra land vantar inn á vefsjána er einfalt að koma upplýsingum og athugasemdum á framfæri. Eftir að vefsjáin fór í loftið hefur talsvert verið um að fólk hafi sett sig í samband við okkur. “ Björn segir að nýjar upplýs- ingar sé að finna á vefsjánni um ræktaða skóga og í ár ljúki kort- lagningu á útbreiðslu birkilenda. Það hafi fyrst verið kortlagt um 1975, en síðan endurskoðað um 1990. Verulegur vöxtur í skóginum síðustu ár „Síðustu fjögur ár höfum við unnið að því að kortleggja birki- skógana og erum búin með 4/5 hluta þess verkefnis og loka- hnykkurinn verður unninn í sum- ar. Við höfum skrásett birki á um 135 þúsund hekturum, en líklegt heildarflatarmál birkis þegar allt hefur verið kortlagt, er um 145 þúsund hektarar. Ræktaður skógur er hins vegar á tæplega 40 þúsund hekturum, en skóg- lendi á Íslandi hefur vaxið veru- lega á síðustu áratugum,“ segir Björn. Skyggnst um í skógum landsins  Skóglendi að finna á yfir 180 þúsund hekturum lands  Á nýrri vefsjá er hægt að glöggva sig á því hvernig skóglendi dreifist á landinu  Í bígerð að koma upp aðskildum vefsjám fyrir birki og ræktaða skóga Ljósmynd/Edda Sigurdís Oddsdóttir Í skóginum Björn Traustason, landfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar, við mælingar í skóglendi. Í sumar lýkur kortlagningu birkiskóga. BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Skóglendi nálgast nú að vera á 2% af landinu öllu og er skóg því að finna á yfir 180 þúsund hekt- urum lands. Það jafngildir því að skógur sé á öllu Reykjanesi, allt frá fjöru til fjallstoppa. Ýmist er þarna um að ræða ræktaðan skóg eða náttúrulegt birkikjarr. Hægt að skoða einstakar jarðir Á nýrri vefsjá yfir skóglendi á Íslandi, sem komin er í loftið, getur fólk glöggvað sig á því hvernig skóglendi dreifist á land- inu. Skóglendið er flokkað eftir sveitarfélögum, þegar er t.d. smellt á fláka fyrir birkikjarr innan sveitarfélags kemur upp flatarmál kjarrlendisins innan alls sveitarfélagsins. Það sama gildir fyrir hina skóglendisflokk- ana. Að sögn Björns Traustasonar, landfræðings á Rannsóknastöð skógræktar að Mógilsá, er í bí- gerð að koma upp tveimur að- skildum vefsjám, annars vegar fyrir birki og hins vegar fyrir ræktaða skóga. Þá verður hægt að skoða hvern og einn skóg- arreit fyrir sig. Til dæmis geta skógarbændur þá farið inn á eigin jörð – eða annarra, smellt á viðkomandi reit
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.