Morgunblaðið - 20.02.2014, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014
#imarkSkráning á imark.is
ÍMARKDAGURINN
21/02/14
Harpa
DAGSKRÁ /
8.30 – 9.00
Skráning
ogmorgunverður
9.00 – 9.10
Ráðstefna
sett
9.10 – 10.10
Ruth Balbach
Taking Target to Canada
Kristbjörg Edda
Jóhannsdóttir
Fundarstjóri
10.10 – 10.30
Hlé
11.15 – 11.30
Guðni RafnGunnarsson
Niðurstöðurmarkaðskönnunar Capacent
11.30 – 12.30
Hádegishlé
Léttur hádegisverður
16.00
Ráðstefnulok
10.30 – 11.15
Peter Lundberg ogKaj Johansson
12.30 – 13.30
EdHebblethwaite
Axe andGuinnes
13.30 – 14.30
GaborGeorge Burt
Re-Imagining the Boundaries of your Business
15.00 – 16.00
Martin Ringqvist
The “Epic Split” by Volvo Trucks
14.30 – 15.00
Hlé
Sex frábærir fyrirlesarar á ÍMARK
deginum Hörpu. Enginnmarkaðsmaður
meðmarkaðsmönnum vill missa af þessu.
Kapero: Get more out of yourMarketing
Investment – A question of creativity
or management?
Fljótsdalshérað bar höfuð og herðar yfir önnur sveit-
arfélög á Íslandi varðandi flatarmál ræktaðs skóglend-
is, en þar er rík skógræktarhefð. Af þeim tíu sveit-
arfélögum þar sem mest var af ræktuðum skógi voru
fimm á Suðurlandi. Þar spiluðu skógræktarfélögin
stórt hlutverk og sömuleiðis Skógrækt ríkisins. Skóg-
ræktarfélag Rangæinga var stærsta skógræktarfélag á
Íslandi miðað við flatarmál skóglendis.
Fyrir tveimur árum tók Björn Traustason saman
upplýsingar um þessi efni. Í töflunum að ofan sést í
hvaða sveitarfélögum var mest flatarmál skóglendis,
bæði ræktaðra skóga og náttúrulegra birkiskóga. Hins
vegar hlutfall skóglendis af flatarmáli.
Mesta útbreiðsla náttúrulegs birkilendis eftir sveit-
arfélögum var í Borgarbyggð, en stærstur hluti af því
skóglendi var birkikjarr sem var lægra en tveir metr-
ar. Á þessum lista voru sveitarfélög á Vestfjörðum þar
sem stór hluti var birkikjarr undir tveimur metrum.
Þegar allt skóglendi var greint eftir sveitarfélögum
voru flest sveitarfélög á lista hinna tíu stærstu þar
vegna mikillar þekju náttúrulegs birkis. Eina sveitarfé-
lagið sem skar sig úr var Fljótsdalshérað, en þar vó
ræktað skóglendi mun þyngra en annars staðar. Vart
þarf að taka fram að magn viðar í ræktuðu skógunum
er verulega meira heldur en í birkikjarrinu.
Þegar skoðað var hversu stór hluti af flatarmáli
sveitarfélaga var þakinn skógi kom í ljós að þrjú af
fjórum efstu voru á höfuðborgarsvæðinu.
Fljótsdalshérað í sérflokki
Skógræktarfélög og Skógræktin sterk á Suðurlandi
Skóglendi á Íslandi
Skóglendi er á yfir 180 þúsund
hekturum á Íslandi. Það jafngildir því
að skóg sé að finna á öllu grænmerkta
svæðinu, allt frá fjöru til fjallstoppa.
Flatarmál alls skóglendis eftir sveitarfélögum
(ræktað skóglendi og náttúrulegt birkilendi)
Flatarmál skóga í hekturum Hlutfall af skóglendi á Íslandi
Borgarbyggð 21.700 12,2%
Fljótsdalshérað 15.000 8,4%
Bláskógabyggð 13.000 7,3%
Þingeyjasveit 10.000 5,6%
Norðurþing 9.300 5,2%
Reykhólahreppur 8.100 4,5%
Vesturbyggð 7.600 4,3%
Hornafjörður 7.300 4,1%
Dalabyggð 7.100 4,0%
Skútustaðahreppur 5.600 3,1%
Hlutur skóglendis af flatarmáli sveitarfélaga
(ræktað skóglendi og náttúrulegt birkilendi)
Flatarmál skóga í hekturum Flatarmál sveitarfélags Hlutflall
Hafnarfjörður 3.300 14.400 22,9%
Reykjavík 2.800 27.400 10,2%
Skorradalshreppur 1.900 21.600 8,8%
Garðabær 600 7.000 8,6%
Reykhólahreppur 8.100 109.600 7,4%
Súðavíkurhreppur 5.300 75.000 7,1%
Hvalfjarðarsveit 3.400 48.100 7,1%
Vogar 1.100 16.500 6,7%
Breiðdalshreppur 2.800 45.200 6,2%
Grímsnes- og Grafningshreppur 5.300 90.000 5,9%
og séð aldur, trjátegundir og
fengið fleiri upplýsingar.
Alþjóðlegar skilgreiningar
Á vefsjánni má nú þegar sjá
útbreiðslu bæði ræktaðra skóga
og náttúrulegs birkilendis. Sam-
kvæmt alþjóðlegum skilgrein-
ingum telst svæði vera skógi vax-
ið þegar skógurinn þekur hálfan
hektara lands. Ræktuðum skóg-
um er skipt í tvo flokka; eldri
skóga og yngri skóga. Eldri skóg-
ar eru ávallt yfir tveimur metrum
á hæð og eldri en 15 ára gamlir,
en yngri skógar eru yfirleitt und-
ir tveimur metrum og yngri en 15
ára.
Náttúrulegu birkilendi er skipt
í tvo flokka; birkiskóga sem eru
yfir tveimur metrum á hæð og
birkikjarr sem er lægra en tveir
metrar. Jafnframt þarf birkið að
ná 10% krónuþekju til að teljast
skógur.
Samræmt á Mógilsá
Á Mógilsá er haldið utan um
samræmdan gagnagrunn yfir allt
ræktað skóglendi á landinu. Fjöl-
margir aðilar koma að skógrækt
á landinu og má nefna Skógrækt
ríkisins, landgræðsluskóga,
Hekluskóga, landshlutaverkefni í
skógrækt, skógarbændur, um 60
skógræktarfélög vítt og breitt um
landið, sveitarfélög, sumarbú-
staðaeigendur og marga fleiri.
Opinberir aðilar koma upplýs-
ingum á framfæri um ræktun
skóga og innsend gögn og upplýs-
ingar berast eftir ýmsum leiðum
á Rannsóknastöðina að Mógilsá.
„Það er okkar verkefni að kort-
leggja það sem út af stendur og
við náum aldrei utan um verk-
efnið án aðstoðar frá almenningi,“
segir Björn. „Við treystum því á
gott samstarf og sjái fólk að
þeirra land vantar inn á vefsjána
er einfalt að koma upplýsingum
og athugasemdum á framfæri.
Eftir að vefsjáin fór í loftið hefur
talsvert verið um að fólk hafi sett
sig í samband við okkur. “
Björn segir að nýjar upplýs-
ingar sé að finna á vefsjánni um
ræktaða skóga og í ár ljúki kort-
lagningu á útbreiðslu birkilenda.
Það hafi fyrst verið kortlagt um
1975, en síðan endurskoðað um
1990.
Verulegur vöxtur
í skóginum síðustu ár
„Síðustu fjögur ár höfum við
unnið að því að kortleggja birki-
skógana og erum búin með 4/5
hluta þess verkefnis og loka-
hnykkurinn verður unninn í sum-
ar. Við höfum skrásett birki á um
135 þúsund hekturum, en líklegt
heildarflatarmál birkis þegar allt
hefur verið kortlagt, er um 145
þúsund hektarar. Ræktaður
skógur er hins vegar á tæplega
40 þúsund hekturum, en skóg-
lendi á Íslandi hefur vaxið veru-
lega á síðustu áratugum,“ segir
Björn.
Skyggnst um í skógum landsins
Skóglendi að finna á yfir 180 þúsund hekturum lands Á nýrri vefsjá er hægt að glöggva sig á því hvernig
skóglendi dreifist á landinu Í bígerð að koma upp aðskildum vefsjám fyrir birki og ræktaða skóga
Ljósmynd/Edda Sigurdís Oddsdóttir
Í skóginum Björn Traustason, landfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar, við
mælingar í skóglendi. Í sumar lýkur kortlagningu birkiskóga.
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Skóglendi nálgast nú að vera á
2% af landinu öllu og er skóg því
að finna á yfir 180 þúsund hekt-
urum lands. Það jafngildir því að
skógur sé á öllu Reykjanesi, allt
frá fjöru til fjallstoppa. Ýmist er
þarna um að ræða ræktaðan
skóg eða náttúrulegt birkikjarr.
Hægt að skoða
einstakar jarðir
Á nýrri vefsjá yfir skóglendi á
Íslandi, sem komin er í loftið,
getur fólk glöggvað sig á því
hvernig skóglendi dreifist á land-
inu. Skóglendið er flokkað eftir
sveitarfélögum, þegar er t.d.
smellt á fláka fyrir birkikjarr
innan sveitarfélags kemur upp
flatarmál kjarrlendisins innan
alls sveitarfélagsins. Það sama
gildir fyrir hina skóglendisflokk-
ana.
Að sögn Björns Traustasonar,
landfræðings á Rannsóknastöð
skógræktar að Mógilsá, er í bí-
gerð að koma upp tveimur að-
skildum vefsjám, annars vegar
fyrir birki og hins vegar fyrir
ræktaða skóga. Þá verður hægt
að skoða hvern og einn skóg-
arreit fyrir sig.
Til dæmis geta skógarbændur
þá farið inn á eigin jörð – eða
annarra, smellt á viðkomandi reit