Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 32
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Maður verður svolítið upp með sér þegar forystufólk heimsins stendur við ræðustólana. Þetta er einföld, klassísk norræn hönnun með áherslu á gæði og notagildi,“ segir Eyþór Sigurbergsson hönn- uður í Noregi. Hann er Eyjapeyi að uppruna en hefur búið ytra frá 1978. Hefur sl. 30 ár eða svo starfað við marg- víslega hönnun, meðal annars á gagnvirkum sýningum fyrir söfn og stórfyrirtæki, sem fjalla um vistvæna orku, skíði og knatt- spyrnu. Fleira mætti nefna, en meðal þeirra sem þekkja til hönn- unar og stefna og strauma á því sviði er Eyþór kunnur maður. Í ráðstefnusal ríkisstjórnarbyggingar Árið 2000 fékk Eyþór fyrirspurn frá skrifstofu norska forsætisráð- herrans um hvort hann gæti hann- að tvo ræðustóla sem nota ætti við heimsóknir erlendra ráðamanna og stærri viðburði ríkisstjórnarinnar. Þeim var komið fyrir í ráð- stefnusal forsætisráðherra á efstu hæð ríkistjórnarbyggingarinnar í miðborg Oslóar – sem var sprengd í árás Breivik í júlí 2011. Nokkrum árum seinna pantaði forsætisráðuneytið þrjá ræðustóla sem nota átti til hins sama í nýjum ráðstefnusal við hlið bústaðar for- sætisráðherra. Síðan hafa komið pantanir frá ráðuneytum utanríkis- og verslunarmála. Það var svo nú í janúar sem „sjálft Stórþingið“ eins og Eyþór kemst að orði fékk þrjá ræðustóla. Þar verða þeir í and- dyri þinghússins og notaðir við ýmsa stórviðburði. Obama, Pútín og Cameron „Í ár fagna Norðmenn 200 ára afmæli stjórnarskrár sinnar. Og má þá búast við að ræðustólarnir verði mikið notaðir og muni sjást oft í fjölmiðlum, segir Eyþór um ræðustólana góðu sem eru snot- urlega gerðir að flestra dómi. Ræður það eðlilega miklum um vinsældir þeirra og að þeim hefur verið komið fyrir á ýmsum betri stöðum ef svo mætti segja. Undirstaða stólanna er plata úr ljósri eik og fóturinn er tvískiptur; úr ryðfríu glerblásnu stáli og ljósri eik. Umgjörð borðplötunnar er einnig úr ryðfríu glerblásnu stáli, en sjálf platan er viður klæddur með möttum svörtum, um það bil 50 x 50 cm á breidd. Þar er gert ráð fyrir að koma megi fyrir t.d. spjaldtölvu, hljóðnema, skriffærum og vatnsglasi. Á hlið púltsins er svo rofi en með honum má hækka og lækka borðfótinn alveg niður í 85 cm hæð svo það getur til dæmis nýst ræðumanni í hjólastól. Annars er það einkum „stór nöfn“ sem hefur sést í púltunum sem Eyþór hefur annað; stirni eins og til dæmis Barack Obama Bandaríkjaforseti, Vladimír Pútín Rússlandsforseti, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, David Came- ron, forsætisráðherra Englands, Daninn Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, og svo mætti áfram telja. Stálið má ekki glansa „Auðvitað eru gerðar miklar kröfur í þessari smíði. Ryðfrítt stálið má til dæmis ekki vera glansandi, þannig að flassglampar ljósmyndara speglist frá því. Því þurfti ég að leita til listasmiða í Árósum í Danmörku við að útbúa stálið á þann veg að það uppfyllti þessar kröfur. Annars eru þessir gripir að stofninum til smíðaðir hér í Noregi, en samvinnan við Danina hefur leitt til þess að ein- hverjir landvinningar með vöruna þar í landi eru í skoðun.“ Eyþór hefur hannað margar aðrar útfærslur af ræðustólum sem nú eru í hótelum og ráð- stefnusölum víðsvegar í Noregi. Er annars rafeindavirki að mennt og fór upphaflega til Noregs til starfa á því sviði. Síðan tóku málin nýja stefnu eins og gengur og ger- ist - og hönnun hvers konar gagn- virkra sýninga, á söfnum og vin- sælum ferðamannastöðum, hefur verið helstu viðfangsefnin í tímans rás. Stór nöfn í íslenskum stólum  Eyjapeyinn Eyþór Sigurbergsson hannaði ræðustóla sem notaðir eru í opinberum byggingum í Noregi  Ráðuneytin og nú sjálft Stórþingið  Obama, Pútín og Merkel hafa stigið í stólana góðu Morgunblaðið/Kristinn Forystumenn David Cameron, forsætisráðherra Breta, og hinn norski Jens Stoltenberg í ræðustólum frá Eyþóri. Hönnun Klassísk norræn hönnun með áherslu á gæði, segir Eyþór. 32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Golfhermir DOUBLE EAGLE 2000 Frábær aðstaða til að spila golf. Þú getur valið um 9 golfvelli, St. Andrew´s, Coeurd Alene, Firestone, Pebble Beach, Druids Glen, Doral Resort,Emirates. Haltu sveiflunni við í vetur Tryggðu þér fastan tíma í vetur Hringdu núna og bókaðu tíma Fáskrúðsfjörður | Unnið var í gær viðlöndun úr færeyska skipinu Fagra- bergi frá Fuglafirði. Skipið fékk loðnuna út af Grindavík og munu um 800 tonn fara í vinnslu hjá Loðnu- vinnslunni hf. á Fáskrúðsfirði. Loðnan er fryst fyrir Japans- og Rússlandsmarkaði. Að sögn frétta- ritara Morgunblaðsins á Fáskrúðs- firði ríkir ekki mikil bjartsýni hjá fólki ef ekki finnast fleiri loðnugöng- ur. Verður þá erfitt að fá hrogn fyrir markaðinn, sagði Friðrik Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, við fréttaritara. Morgunblaðið/Albert Kemp 800 tonn í frystingu hjá Loðnuvinnslunni Eyþór Sigmundsson er fæddur í Eyjum 1954. Hann var tækni- maður hjá Ríkisútvarpinu endur fyrir löngu og minnist þess að hafa verið á vakt með Gerði B. Bjarklind þegar fréttir bárust af andláti Elvis Presley í ágúst árið 1977. Árið eftir flutti hann til Noregs í leit að vinnu og hefur ekki snúið aftur heim til Íslands eftir það, nema sem gestur. Ílentist ytra VAR TÆKNIMAÐUR RÚV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.