Morgunblaðið - 20.02.2014, Síða 38
38 FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014
Guðrún Vala Elísdóttir
Borgarnesi
Undir kjörorðunum „Lax er Eðalfiskur“ er
framleiddur reyktur og grafinn lax í fjölskyldu-
fyrirtækinu Eðalfiskur. Upphaflega var fyr-
irtækið stofnað árið 1987 í Borgarnesi af stór-
huga fólki, sem fannst laxvinnsla vera kjörin
tenging við allar laxveiðiárnar í héraðinu.
Kristján Rafn Sigurðsson og fjölskylda hans
keyptu starfsemina hinn 1. mars árið 2004, og
var þá þegar farið að huga að hentugra húsnæði
því farið var að þrengja að framleiðslunni. Í
byrjun október 2005 var tekið í notkun nýtt
húsnæði á Sólbakka 4 sem hafði verið byggt og
sérhannað fyrir vinnslu á reyktum laxi. Hús-
næðið er um 660 fermetrar og gjörbreytti allri
aðstöðu til betri vegar.
Verðhækkanir á hráefni
Að sögn Kristjáns komu erfiðir tímar í kjöl-
farið með styrkingu krónunnar á þessum árum
auk samkeppnishindrana sem hafa verið viðvar-
andi á Evrópumarkaði. Engir tollar hafa verið á
sjávarafurðir frá Evrópusambandslöndum hing-
að til lands, en 13% á reyktum laxi til Evrópu.
Af því leiðir að Eðalfiskur hefur einbeitt sér að
því að herja á Ameríkumarkað með sinn út-
flutning og hefur það gengið vonum framar.
Enn frekari sókn er fyrirhuguð í sölu á reykt-
um laxi til Bandaríkjanna.
„Mesta áhyggjuefnið núna er verðhækkanir á
hráefni,“ segir Kristján en verð á laxi á mörk-
uðum ytra er í sögulegum hæðum. „Við rekstur
vinnslunnar verður að taka tillit til aðstæðna
hverju sinni og gera samninga samkvæmt því.
Gera má ráð fyrir að eftirspurn eftir hollum af-
urðum hafi aukist á heimsvísu og er lax þar
ekki undanskilinn, enda bráðhollur og stútfullur
af omega fitusýrum.“
Valinn maður í hverju rúmi
Frá árinu 2009 hefur Eðalfiskur tekið að sér
verkefni í verktöku þ.e. framleitt fyrir laxa-
framleiðendur hérlendis og það hefur skapað
mörg störf í Borgarbyggð. Hjá fyrirtækinu eru
20 stöðugildi og vinna þar 8 erlendir starfs-
menn. „Þar er valinn maður í hverju rúmi,“
segir Kristján „og mannauðurinn í fyrirtækinu
mikils virði.“
Rasa Satrauskiene og eiginmaður hennar
Daimantas eru frá Panevezys í Litháen. Þau
hafa búið á Íslandi frá árinu 2006 og starfa
bæði hjá Eðalfiski, hún við vinnslu og ræst-
ingar, hann við viðhald og viðgerðir á vélum
auk þrifa.
Rasa talar ágæta íslensku og hefur orðið fyr-
ir þeim hjónum: „Okkur líkar vel að vinna hér,
vinnuumhverfið hentar okkur vel og andinn í
fyrirtækinu er jákvæður og góður.“ Þau eru ný-
komin af þorrablóti ásamt samstarfsfólki og það
liggur beinast við að spyrja hvernig þeim líki
þorramatur. „Allt í lagi,“ segir Daimantas og
grettir sig og er ekki mjög sannfærandi. „Já,
allt í lagi,“ endurtekur Rasa, „nema það sem er
súrt, það finnst okkur vont og hrútspungarnir
voru hræðilega vondir.“ Hún segir annað vera
gott, og að bæði harðfiski og hákarli megi svæla
í sig með brennivíni, en það besta sé síldin.
Starfsfólk Eðalfisks er samheldinn hópur og
á hverju árið er farin vor- eða haustferð innan-
lands. Erlenda starfsfólkið hefur verið duglegt
að fara á íslenskunámskeið hjá Símennt-
unarmiðstöð Vesturlands og þá oftar en ekki
með dyggum stuðningi fyrirtækisins.
Eðalfiskur stefnir á aukna
sókn á Bandaríkjamarkaði
Laxvinnsla í fjölskyldufyrirtæki kjörin tenging við laxveiðiárnar í Borgarfirði
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir.
Stýrir fjölskyldufyrirtækinu Kristján Rafn Sigurðsson segir valinn mann í
hverju rúmi hjá Eðalfiski en 20 stöðugildi eru hjá fyrirtækinu.
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Finnst súrmaturinn vondur Rasa og Daimantas eru ekki sérlega hrifin af
þorramatnum en segja að svæla megi í sig harðfiski með brennivíni.
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Það hafa margir hugsað hlýlega til
Naustsins á Þórshöfn sem er dval-
ar- og hjúkrunarheimili aldraðra.
Góðar gjafir hafa borist heimilinu í
gegnum tíðina en sú nýjasta er frá
einum íbúanum þar.
Þórarinn Björnsson hefur búið á
Nausti í nokkur ár og nýverið gaf
hann heimilinu höfðinglega gjöf,
tvær milljónir króna.
„Mig langar til að gera eitthvað
sem kemur öllum til góða,“ sagði
Þórarinn sem treystir stjórnendum
heimilisins til að ráðstafa gjöfinni á
sem bestan hátt.
Búið er að kaupa nettan og lipr-
an hjólastól, sem kemur sér vel á
heimilinu en í ráði er einnig að
kaupa nýtt snjallsjónvarp og heim-
ilisfólkið getur þá „hitt“ vini og
ættingja gegnum Skype á netinu
og haft samskipti á stórum skjá.
Þórarinn er rúmlega áttræður og
svo hress að hann þarf ekki sjálfur
á hjólastól að halda, hvað sem
verður seinna, sagði hann og hló.
Þórarinn segir að á Naustinu sé
veran góð og gott að vera í heima-
högunum.
Vill láta gott af sér leiða
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Nýr stóll Þórarinn Björnsson ásamt Kristínu Thorberg hjúkrunarforstjóra.
Fráleitt er að
halda því fram að
Mjólkursamsalan
sé ráðandi aðili í
innflutningi á
ostum. Þetta
kemur fram í til-
kynningu sem
Samtök af-
urðastöðva í
mjólkuriðnaði
(SAM) sendu frá
sér í gær vegna ummæla Andrésar
Magnússonar, framkvæmdastjóra
Samtaka verslunar og þjónustu.
Hann hafði sagt að innlendir
framleiðendur hefðu meðal annars
spennt upp verð á tollkvótum með
ásókn sinni í þá. SAM benda hins
vegar á að hlutdeild MS í sam-
anlögðum ostakvóta síðastliðin
fimm ár hafi aðeins verið 11%.
Andrés segir að þetta sé út af
fyrir sig rétt en það sé hins vegar
misjafnt á milli einstakra greina
hve mikið innlendir framleiðendur
taki til sín af tollkvótum. Þannig
hafi þeir til dæmis tekið til sín
stærsta hluta svínakjötskvóta árið
2012.
Spurður að því hvers vegna versl-
unin geti ekki nýtt þá tollkvóta sem
eru í boði til að flytja inn lífrænan
kjúkling og erlenda osta í stað þess
að óska eftir opnum tollkvótum frá
yfirvöldum, segir Andrés að hvatinn
í núverandi kerfi sé að menn finni
eins ódýra vöru úti og mögulegt sé
til að geta boðið hana á samkeppn-
ishæfu verði hér heima. Mikil sam-
keppni sé um tollkvótana og verðið
á þeim spennist því upp. Hún gerir
það að verkum að ekki er hægt að
bjóða innfluttan kjúkling á lægra
verði en innlendan.
„Það er erfitt að sjá eins og kerf-
ið er núna að það væri hægt að fara
sömu leið með lífrænan kjúkling því
hann er dýrari og þá væri ekki
hægt að bjóða hann á samkeppn-
ishæfu verði,“ segir Andrés.
kjartan@mbl.is
Hlutdeild
misjöfn
milli greina
MS með 11%
af ostakvótanum
Andrés
Magnússon
Þarfnastumeiri orku
til daglegra starfa?
Orkulausnir henta þeim semglíma við
orkuleysi, þrekleysi, verki eða svefnvanda.
Hentar vel þeim semvilja byggja upp orku
vegna vefjagigtar eða eftir veikindi.
• Hefst 11.mars - 8 vikur
• Þjálfun 2x í viku
• Byrjenda- og framhaldshópar
• Fræðsla og einstaklingsviðtal
• Þjálfari: LindaGunnarsdóttir, sjúkraþjálfari
Betri heilsa borgar sig!
Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is