Morgunblaðið - 20.02.2014, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 20.02.2014, Qupperneq 44
44 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 að Úkraínumenn eigi að vera frjálsir að því velja aukin efnahagsleg tengsl við Evrópusambandið og Rússar eigi ekki að komast upp með það að knýja Úkraínumenn til þess að hætta við samstarfssamninginn með hótunum og refsiaðgerðum. Bandaríkin og ESB-löndin hafa boðist til að leggja fé af mörkum til að aðstoða Úkraínu ef stjórnin í Kænugarði samþykkir að hlíta skil- málum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Janúkóvítsj hefur ekki viljað sam- þykkja skilmálana. Hvorki ESB-löndin né Bandaríkin hafa þó léð máls á því að bjóða betur en Pútín, meðal annars vegna ann- álaðrar spillingar í stjórnkerfi Úkra- ínu. Þeir óttast að peningarnir fari í vasa spilltra embættismanna og bandamanna þeirra í viðskiptalífinu. Pútín er viljugri en leiðtogar vest- rænu ríkjanna til að tefla djarft í baráttunni um Úkraínu og stendur betur að vígi vegna þess að hann get- ur krafist þess að landið greiði þegar í stað skuldir sínar við Rússland og rússneska gasrisann Gazprom. Vandséð er hvað vestrænu ríkin geta gert til að koma í veg fyrir greiðslu- þrot Úkraínu ef Rússar beita þessu vopni. Leiðtogar Bandaríkjanna og ESB-landanna hafa ekki verið á einu máli um hvernig taka eigi á deilunni um Úkraínu. Ágreiningur er einnig um málið milli aðildarlanda Evrópu- sambandsins. Fyrrverandi kommún- istaríki í Mið- og Austur-Evrópu, m.a. Pólland, vilja að Evrópusam- bandið taki upp harðari stefnu til stuðnings mótmælendunum í Úkra- ínu. Lönd á borð við Frakkland, Ítal- íu og Spán leggjast gegn því. Deilan gæti verið nýr prófsteinn á tilraunir ESB til að framfylgja samræmdri stefnu í utanríkismálum. Ekki mikill fengur? Í augum Pútíns er baráttan um Úkraínu spurning um líf eða dauða Evrasíusambandsins og hann er því tilbúinn að taka meiri áhættu en leið- togar ESB og Bandaríkjanna. Þeir hafa gefið til kynna síðustu vikur að þótt þeir líti blóðsúthellingarnar í Úkraínu alvarlegum augum sé land- ið ekki efst á forgangslista þeirra. Stjórn Baracks Obama Bandaríkja- forseta hefur reynt að draga úr spennunni í samskiptunum við Rússa og tryggja sér samstarf við Pútín til að leysa önnur mál, m.a. til að binda enda á stríðið í Sýrlandi og leysa deiluna um kjarnorkuáætlun Írana. Fréttaskýrendur The Wall Street Journal segja að áður en blóðug átök blossuðu upp nálægt þinghúsinu í Kænugarði í fyrradag hafi embætt- ismenn ESB og Bandaríkjanna gefið til kynna að þeir teldu ekki mikið í húfi í Úkraínu. Þeir hafi bent á að efnahagur landsins hefur staðnað, þjóðin er klofin í tvennt, stjórnkerfið gegnsýrt af spillingu og landið geti því ekki talist mikill fengur. Frétta- skýrendurnir telja þó að það geti grafið undan trúverðugleika ESB og Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi ef Rússar hafa betur í baráttunni og Úkraína verður hluti af heimsveld- inu sem Pútín vonast til að geta byggt upp á næstu árum. Pútín tilbúinn að leggja meira í sölurnar en ESB  Rússneski forsetinn vill Úkraínu meira en leiðtogar ESB-landanna og Bandaríkjanna AFP Blóðug átök Lögreglumenn verja sig með skjöldum í miðborg Kænugarðs eftir að mótmælendur söfnuðust saman og kröfðust afsagnar forseta Úkraínu. EPA Eldhaf Sjálfstæðistorgið í miðborg Kænugarðs eftir að öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmælendum í fyrrakvöld. Minnst 26 manns lágu í valnum eftir átökin, þau mannskæðustu í Úkraínu frá því að mótmælin hófust. Blóðbað í Kænugarði » Minnst 26 manns, sextán mótmælendur og tíu lög- reglumenn, biðu bana í átökum í miðborg Kænugarðs í fyrra- dag þegar öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmæl- endum. 263 mótmælendur og 342 lögreglumenn særðust í átökunum, þeim mannskæð- ustu í Úkraínu frá því að mót- mælin þar hófust í nóvember. » Utanríkisráðherrar ESB- ríkjanna voru boðaðir til skyndifundar í Brussel í dag til að ræða átökin í Úkraínu, með- al annars hvort grípa ætti til refsiaðgerða gegn þeim sem bera ábyrgð á blóðsúthelling- unum. » Rússnesk stjórnvöld for- dæmdu mótmælin og lýstu þeim sem „tilraun til valda- ráns“. » „Leiðtogar stjórnarandstöð- unnar hafa farið yfir mörk- in … með því að hvetja fólk til að grípa til vopna,“ sagði Vikt- or Janúkóvítsj, forseti Úkraínu. BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Leiðtogar Evrópusambandsins og Bandaríkjanna hafa verið ósamstiga í deilunni við Rússa um átökin í Úkraínu sem talin eru geta orðið til þess að landið skiptist í tvennt. Svo virðist sem ráðamenn ESB-land- anna og Bandaríkjanna séu ekki til- búnir að leggja eins mikið í sölurnar og Vladímír Pútín Rússlandsforseti í baráttunni – að Pútín vilji Úkraínu meira en þeir. Úkraína er stærsta landið sem að- skilur Evrópusambandið og Rúss- land. Íbúar Úkraínu eru um 45 millj- ónir og um þriðjungur þeirra hefur rússnesku að móðurmáli, þeirra á meðal Viktor Janúkóvítsj, forseti landsins. Menningarleg og efna- hagsleg tengsl Úkraínu og Rúss- lands hafa verið mjög sterk öldum saman. Rússar lögðu megnið af Úkraínu undir sig á seinni hluta átjándu aldar eftir að landið hafði verið formlega hluti af rússneska keisaradæminu en í raun sjálfstætt í rúm 100 ár. Eftir að rússneska keis- aradæmið féll árið 1917 lýsti Úkra- ína yfir sjálfstæði en landið var inn- limað í Sovétríkin um það bil þremur árum síðar. Úkraína lýsti síðan aftur yfir sjálfstæði þegar Sovétríkin leystust upp árið 1991. Vegna þessara tengsla hafa rúss- nesk stjórnvöld lagt mikla áherslu á að tryggja að Úkraína verði á áhrifa- svæði þeirra og koma í veg fyrir að landið gangi í Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Vill öflugt Evrasíusamband Pútín hefur lagt mikið kapp á að byggja upp bandalag fyrrverandi sovétlýðvelda, Evrasíusambandið svonefnda. Hugmyndin að bandalag- inu er byggð á Evrópusambandinu. Á meðal ríkjanna sem Pútín vill að verði í Evrasíusambandinu eru Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgis- istan og Tadsjíkistan, auk Rússlands og Úkraínu. Margir Rússar telja að án Úkraínu sé hugmyndin um Evr- asíusambandið andvana fædd. Það er því engin furða að Pútín skuli leggja svo mikla áherslu á að koma í veg fyrir að Úkraína gangi í Evrópusambandið. Hann lagði fast að Viktor Janúkóvítsj að hætta við að undirrita samning um aukið sam- starf við Evrópusambandið. Janúkó- vítsj lét undan í nóvember og sú ákvörðun hans að undirrita ekki samninginn varð til þess að götumót- mæli stjórnarandstöðunnar hófust. Vilja ekki bjóða betur en Pútín Ólgan í landinu virtist minnka 17. desember sl. þegar stjórnvöld í Kænugarði og Moskvu undirrituðu samning um að Rússar keyptu úkra- ínsk ríkisskuldabréf að andvirði sem svarar 1.700 milljörðum króna. Rússar samþykktu einnig að lækka verð á gasi sem selt er til Úkraínu. Þetta útspil Rússa varð til þess að verulega dró úr mótmælunum en þau blossuðu upp að nýju í lok des- ember eftir að óþekktir menn gengu í skrokk á blaðamanni sem hefur stutt stjórnarandstöðuna. Mótmælendurnir eru flestir frá Kænugarði og vesturhluta Úkraínu þar sem þorri íbúanna talar úkra- ínsku og margir styðja aðild að Evr- ópusambandinu. Á meðal mótmæl- endanna eru þó einnig rússneskumælandi menn frá suður- og austurhluta landsins þar sem stuðningurinn við Janúkóvítsj og Rússa er meiri. Stjórnvöld í ESB-löndunum og Bandaríkjunum hafa lagt áherslu á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.