Morgunblaðið - 20.02.2014, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 20.02.2014, Qupperneq 50
50 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 Er það eðlilegt að samkeppnisyfirvöld taki verðmæti frá ein- um rekstraraðila og færi öðrum? Ákvörð- un Samkeppniseft- irlitsins um að veita skuli flugfélaginu Wow Air forgang við úthlutun afgreiðslu- tíma á Keflavík- urflugvelli vekur upp þessa spurningu. Þessi ákvörðun er sérstök m.a. fyrir þær sakir að Samkeppniseft- irlitið gefur út bindandi ákvörðun, sem er ívilnandi fyrir einn rekstr- araðila á kostnað annars, án þess að talið sé að nokkur aðili hafi brotið gegn ákvæðum samkeppn- islaga. Telja verður að Samkeppn- iseftirlitið hafi gengið of langt og að brýna nauðsyn beri til að hinn hluti samkeppnisyfirvalda, áfrýj- unarnefnd samkeppnismála, komi í veg fyrir stórslys. Um langt árabil hefur Ice- landair byggt upp leiðakerfi milli Bandaríkjanna og Evrópu. Félagið hefur kostað til þess miklu fé og miðað við afkomu félagsins nú hef- ur sú uppbygging skilað félaginu viðskiptavild meðal farþega í þess- um tveimur heimsálfum. Af- greiðslutímar fyrir flugvélar fé- lagsins hafa verið samræmdir austan hafs og vestan í samræmi við áratuga uppbyggingu þessa farþegaflugs. Í flestum tilvikum er þar um að ræða takmörkuð gæði, sem úthlutað er eftir ákveðnum fjölþjóðlegum reglum. Það á einn- ig við um úthlutun á afgreiðslu- tíma í flughöfninni í Keflavík. Þessi ákvörðun Samkeppniseft- irlitsins um forgang Wow Air er einkar áhugaverð út frá lög- fræðilegu sjónarhorni. Hörður Felix Harðarson hrl. birti umfjöll- un um málið í Fréttablaðinu hinn 13. febrúar sl. Grein hans er ágætt innlegg í umræðuna enda ávallt til bóta að ræða um lög- fræðileg álitaefni á málefnalegum grundvelli. En þótt oftar en ekki höfum við Hörður verið nokkuð sam- stiga í málum, þar sem við höfum fjallað um ákvarðanir og að- gerðir Samkeppniseft- irlitsins, er sú ekki raunin í þessu máli. Ekki verður hjá því komist að gera at- hugasemdir við nokk- ur atriði í grein Harð- ar. Með ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins, sem beindist að Isavia, var Wow Air annars vegar veittur forgangur að tilteknum af- greiðslutímum fyrir sumarið 2014 og hins vegar var Isavia gert að semja leiðbeiningar fyrir sam- ræmingarstjóra þess efnis að ef tvö eða fleiri flugfélög myndu sækja um sama afgreiðslutímann skyldi það flugfélag sem hefði lægri hlutdeild miðað við fjölda farþega á tiltekinni áætl- unarflugleið njóta forgangs. Ef þessari reglu væri fylgt gefur auga leið að Icelandair yrði að víkja fyrir nýjum aðilum sem sæktu um afgreiðslutíma, sama hversu margir þeir yrðu eða á hvaða flugleiðum þeir ætluðu að fljúga. Réttaráhrifum ákvörðunar- innar hefur nú verið frestað af áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Hörður Felix undrast viðbrögð Isavia við ákvörðuninni og telur ekkert því til fyrirstöðu að félagið hafi afskipti af því hvernig af- greiðslutímum verði úthlutað á Keflavíkurflugvelli. Í raun eru ákvörðunarorðin hins vegar óframkvæmanleg og settu Isavia í mjög erfiða stöðu. Fram kemur í reglugerð nr. 1050/2008, um út- hlutun afgreiðslutíma flugvalla, að samræmingarstjóri skuli einn bera ábyrgð á úthlutun afgreiðslutíma og að sjálfstæði hans skuli tryggt. Samkvæmt hreinni orðalagsskýr- ingu er Isavia því óheimilt að hafa afskipti af störfum samræming- arstjóra. Samræmingarstjóri er ekki starfsmaður Isavia og félagið hefur ekkert boðvald yfir honum. Hugmynd Harðar, sem hann deilir með starfsmönnum Sam- keppniseftirlitsins, um að laga- stoðin, sem hann vísar til í sam- keppnislögum, gefi Samkeppniseftirlitinu heimild til afskipta af opinberum rekstri sem hér um ræðir, er umdeilanleg. Heimild samkeppnisyfirvalda til að grípa til aðgerða er háð tvenns konar skilyrðum, sem fram koma í þeirri lagagrein, sem Hörður vísar til. Fyrra skilyrðið er að slíkt verði ekki gert nema að því marki sem athafnirnar kunna að hafa áhrif á samkeppni. Seinna skil- yrðið er að sérlög hafi ekki að geyma sérstakar reglur um heim- ild eða skyldu til slíkra athafna. Um þær athafnir, sem hér um ræðir, úthlutun afgreiðslutíma, gilda ákvæði sérlaga, loft- ferðalaga, og reglugerðar, sem byggist á þeim lagagrunni. Enn- fremur er kveðið á um þetta fyr- irkomulag í nokkrum Evrópu- reglum, sem stjórnvöldum ber að hlíta samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Ekkert liggur fyrir um að nú- gildandi reglur um úthlutun hafi áhrif á samkeppni. Fyrirsvars- menn Wow Air hafa haldið því fram að hætta hafi þurft við Am- eríkuflug félagsins í sumar ein- ungis vegna þess að réttaráhrifum ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins hafi verið frestað. Hörður Felix virðist einnig leggja þessar skýr- ingar til grundvallar í grein sinni. Eftir að ákvörðun Samkeppniseft- irlitsins var birt hefur hins vegar verið haft eftir Frank Holton, samræmingarstjóra á Keflavík- urflugvelli, að með smávægilegum sveigjanleika hefði Wow Air vel getað hafið flug til Ameríku hafi vilji félagsins staðið til þess. Fyrr- verandi forstjóri Iceland Express, sem nú er ótengdur málsaðilum, hefur tekið í sama streng og segir að Wow Air hafi fengið úthlutað afgreiðslutímum sem hentuðu vel fyrir Ameríkuflug. Í ljósi ofangreinds er eðlilegt að velta upp hvort málið hafi verið rannsakað nægilega vel af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Mörgum spurningum er enn ósvarað. Af hverju þurfti Wow Air brottfar- artíma á milli kl. 16.00 og 17.30 fyrir Ameríkuflug þegar félagið virðist ekki hafa fengið samsvar- andi afgreiðslutíma á Boston- flugvelli? Af hverju nýtti Wow Air ekki þá afgreiðslutíma sem félagið fékk úthlutað í Boston þar sem hægt hefði verið að fá samsvar- andi afgreiðslutíma í Keflavík? Getur verið að raunveruleg ástæða þess að Wow Air fljúgi ekki til Ameríku næsta sumar sé ótengd því að ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins komst ekki til framkvæmda? Mikilvægt er að Samkeppniseftirlitið rannsaki a.m.k. mál til hlítar áður en kom- ist er að niðurstöðu enda ber því að fara að fyrirmælum stjórn- sýslulaga við meðferð mála líkt og öðrum stjórnvöldum. En hvað sem öðru líður virðist ljóst að hugmyndir starfsmanna Samkeppniseftirlitsins um hlut- verk sitt eru í öðrum farvegi en gerist hjá starfsbræðrum þeirra í Evrópu. Mér vitanlega hefur það ekki gerst í nágrannalöndum okk- ar að samkeppnisyfirvöld hafi haft bein afskipti af úthlutun af- greiðslutíma í flughöfnum. Hefð- arreglan, sem svo er kölluð, er í gildi á flugvöllum víðs vegar um heim, og einnig hér á landi. Hún er þannig að þau flugfélög sem sinnt hafa áætlunarflugi um flug- völl með skömmtuðum afgreiðslu- tíma halda úthlutuðum tímum einnig á næsta tímabili, hafi þau flogið samkvæmt áætlun í a.m.k. 80% tilvika. Ekki er ólíklegt að sjónarmið um vernd eignarrétt- inda vegi þungt þegar rök hafa verið færð fram fyrir beitingu þessarar reglu. Úthlutaðir afgreiðslutímar á flugvöllum eru gæði sem njóta verndar eignarréttar. Tilfærsla þessa réttar er til þess fallin að raska öllum áætlunum félagsins sem verður fyrir skerðingu og gera að engu flugáætlanir og út- hlutanir afgreiðslutíma erlendis. Icelandair hefur byggt upp við- skiptavild með markaðsstarfi og áratuga þjónustu við við- skiptamenn, sem er beintengd við úthlutaðan afgreiðslutíma. Þetta verður ekki tekið frá eiganda og fært öðrum á grundvelli sjón- armiða um nauðsynlega sam- keppni, nema fullar bætur komi fyrir. En þá þarf líka að liggja fyrir ótvíræð lagaheimild og nauð- syn þessarar aðgerðar að vera brýn. Hvorugu er til að dreifa í þessu máli. Ekki verður séð að fyrir liggi einhvers konar sönnun um að fyrirkomulag úthlutunar af- greiðslutíma á Keflavíkurflugvelli sé í raun til þess fallið að skaða samkeppni. Fjölmörg flugfélög fljúga til og frá landinu og það yrði til að æra óstöðugan ef Sam- keppniseftirlitið ætti að ráða út- hlutun á afgreiðslutímum. Áfrýjunarnefnd samkeppn- ismála er hér mikill vandi á hönd- um og ábyrgð nefndarmanna er mikil. Ástæðan er ekki síst sú að þegar samkeppnisyfirvöld hafa tekið ákvörðun kemur hún til framkvæmda þegar í stað. Deila um réttmæti ákvörðunarinnar get- ur svo verið rekin fyrir dómstólum í nokkur ár. Þegar dómsúrlausn fæst er hún e.t.v. lítils virði þar sem ákvörðun samkeppnisyf- irvalda hefur þegar komið á breyt- ingu sem erfitt eða ókleift er að leiðrétta. Niðurstaða áfrýj- unarnefndar er því í reynd hin endanlega niðurstaða í málum þegar Samkeppniseftirlitið kveður á um breytingar í rekstr- arumhverfi fyrirtækja. Samkeppniseftirlitið gekk of langt – koma þarf í veg fyrir stórslys Eftir Gísla Baldur Garðarsson » Fram kemur í reglu- gerð nr. 1050/2008, um úthlutun afgreiðslu- tíma flugvalla, að sam- ræmingarstjóri skuli einn bera ábyrgð á út- hlutun afgreiðslutíma og að sjálfstæði hans skuli tryggt. Gísli Baldur Garðarsson Höfundur er hrl. og fv. form. Flugráðs. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson | brids@mbl.is Bridsdeild Breiðfirðinga Sunnudaginn 16/2 var spilaður tví- menninur á 9 borðum. Hæsta skor kvöldsins í N/S Sigurjóna Björgvinsd. – Gunnar Guðmss.267 Ásgr. Aðalsteinss. – Hafliði Baldurss. 235 Björn Sigurbjörnss. – Hörður Einarss. 223 Austur/Vestur Björn Arnarson – Ólafur Lárusson 261 Kristján Albertss. – Guðjón Garðarss. 245 Birgir Kristjánsson – Jón Jóhannss. 232 Næsta sunnudag 23/2 hefst þriggja kvölda hraðsveitarkeppni. Skráning er hjá Ólafi í síma 698- 6538 og Sturlaugi í síma 869-7338. Spilað er í Breiðfirðingabúð Faxa- feni 14 á sunnudögum kl. 19. Fimmtíu manns að spila í Stangarhyl Mánudaginn 17. febrúar var spil- aður tvímenningur hjá bridsdeild Félags eldri borgara, Stangarhyl 4, Reykjavík. Spilað var á 13 borðum. Efstu pör í N/S: Örn Isebarn – Hallgrímur Jónss. 373 Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 363 Siguróli Jóhannss.– Magnús Ingólfss. 350 Ólafur Ingvarss. – Oddur Halldórsson 336 A/V Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 383 Kristín Guðbjörnsd. – Soffía Daníelsd. 372 Magnús Jónsson – Gunnar Jónsson 364 Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 360 Bridgefélag eldri borgara í Hafnarfirði Föstudaginn 14. febrúar var spil- aður tvímenningur með þátttöku 32 para. Efstu pör voru í N/S: Jón Sigvaldason – Katarínus Jónsson 63,3% Albert Þorsteinss. – Björn Árnason 62,8% Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 59,9% Örn Einarsson – Guðlaugur Ellertss. 58,0 % Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 54,5% A/V Birgir Sigurðss. – Jón Svan Sigurðss. 64,1% Sigurður Tómasson – Guðjón Eyjólfss. 59,1% Ágúst Vilhelmss. – Kári Jónsson 58,8% Kristrún Stefánsd. – Sverrir Gunnarss. 54,0% Svanh. Gunnarsd. – Magnús Lárusson 53,0% Bridsfélag eldri borgara spilar á þriðjudögum og föstudögum í félags- heimili eldri borgara, Flatahrauni 3 í Hafnarfirði. Spilaður eru eins dags tvímenning- ur. Allir spilarar eru velkomnir og er stökum spilurum hjálpað til við myndun para. Heimasíða félagsins er www.bridge.is/bfeh Jöfn og góð þátttaka í Gullsmáranum Spilað var á 16 borðum í Gull- smára mánudaginn 17. febrúar. Úrslit í N/S: Jón Stefánss. – Viðar Valdimarss. 331 Örn Einarss. – Sæmundur Björnss. 319 Þórður Jörundss. – Jörundur Þórðars. 297 Margrét Guðmundsd. – Ágúst Helgas.290 Guðlaugur Nielsen – Pétur Antonss. 287 A/V Björn Péturss. – Valdimar Ásmundss. 340 Hrólfur Gunnarss. – Gunnar M. Hanss. 306 Einar Kristinss. – Hinrik Lárusson 291 Ragnar Haraldss. – Bernhard Linn 291 Ragnar Ásmundss. – Sveinn Sigurjss. 279 GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ -ÞAÐ ER TENGI Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 GÆÐA STÁLVASKAR! ELDHÚSVASKAR Í ÚRVALI 1 1/2 hólf með borði stærð: 100x50 cm VERÐ: 28.500,- Þykkt: 0,7 mm Þykkt: 0,7 mm 1 hólf með borði stærð: 79x50 cm VERÐ: 21.499,-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.