Morgunblaðið - 20.02.2014, Qupperneq 50
50 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014
Er það eðlilegt að
samkeppnisyfirvöld
taki verðmæti frá ein-
um rekstraraðila og
færi öðrum? Ákvörð-
un Samkeppniseft-
irlitsins um að veita
skuli flugfélaginu
Wow Air forgang við
úthlutun afgreiðslu-
tíma á Keflavík-
urflugvelli vekur upp
þessa spurningu.
Þessi ákvörðun er sérstök m.a.
fyrir þær sakir að Samkeppniseft-
irlitið gefur út bindandi ákvörðun,
sem er ívilnandi fyrir einn rekstr-
araðila á kostnað annars, án þess
að talið sé að nokkur aðili hafi
brotið gegn ákvæðum samkeppn-
islaga. Telja verður að Samkeppn-
iseftirlitið hafi gengið of langt og
að brýna nauðsyn beri til að hinn
hluti samkeppnisyfirvalda, áfrýj-
unarnefnd samkeppnismála, komi
í veg fyrir stórslys.
Um langt árabil hefur Ice-
landair byggt upp leiðakerfi milli
Bandaríkjanna og Evrópu. Félagið
hefur kostað til þess miklu fé og
miðað við afkomu félagsins nú hef-
ur sú uppbygging skilað félaginu
viðskiptavild meðal farþega í þess-
um tveimur heimsálfum. Af-
greiðslutímar fyrir flugvélar fé-
lagsins hafa verið samræmdir
austan hafs og vestan í samræmi
við áratuga uppbyggingu þessa
farþegaflugs. Í flestum tilvikum er
þar um að ræða takmörkuð gæði,
sem úthlutað er eftir ákveðnum
fjölþjóðlegum reglum. Það á einn-
ig við um úthlutun á afgreiðslu-
tíma í flughöfninni í Keflavík.
Þessi ákvörðun Samkeppniseft-
irlitsins um forgang Wow Air er
einkar áhugaverð út frá lög-
fræðilegu sjónarhorni. Hörður
Felix Harðarson hrl. birti umfjöll-
un um málið í Fréttablaðinu hinn
13. febrúar sl. Grein hans er
ágætt innlegg í umræðuna enda
ávallt til bóta að ræða um lög-
fræðileg álitaefni á málefnalegum
grundvelli. En þótt oftar en ekki
höfum við Hörður
verið nokkuð sam-
stiga í málum, þar
sem við höfum fjallað
um ákvarðanir og að-
gerðir Samkeppniseft-
irlitsins, er sú ekki
raunin í þessu máli.
Ekki verður hjá því
komist að gera at-
hugasemdir við nokk-
ur atriði í grein Harð-
ar.
Með ákvörðun Sam-
keppniseftirlitsins,
sem beindist að
Isavia, var Wow Air annars vegar
veittur forgangur að tilteknum af-
greiðslutímum fyrir sumarið 2014
og hins vegar var Isavia gert að
semja leiðbeiningar fyrir sam-
ræmingarstjóra þess efnis að ef
tvö eða fleiri flugfélög myndu
sækja um sama afgreiðslutímann
skyldi það flugfélag sem hefði
lægri hlutdeild miðað við fjölda
farþega á tiltekinni áætl-
unarflugleið njóta forgangs. Ef
þessari reglu væri fylgt gefur
auga leið að Icelandair yrði að
víkja fyrir nýjum aðilum sem
sæktu um afgreiðslutíma, sama
hversu margir þeir yrðu eða á
hvaða flugleiðum þeir ætluðu að
fljúga. Réttaráhrifum ákvörðunar-
innar hefur nú verið frestað af
áfrýjunarnefnd samkeppnismála.
Hörður Felix undrast viðbrögð
Isavia við ákvörðuninni og telur
ekkert því til fyrirstöðu að félagið
hafi afskipti af því hvernig af-
greiðslutímum verði úthlutað á
Keflavíkurflugvelli. Í raun eru
ákvörðunarorðin hins vegar
óframkvæmanleg og settu Isavia í
mjög erfiða stöðu. Fram kemur í
reglugerð nr. 1050/2008, um út-
hlutun afgreiðslutíma flugvalla, að
samræmingarstjóri skuli einn bera
ábyrgð á úthlutun afgreiðslutíma
og að sjálfstæði hans skuli tryggt.
Samkvæmt hreinni orðalagsskýr-
ingu er Isavia því óheimilt að hafa
afskipti af störfum samræming-
arstjóra. Samræmingarstjóri er
ekki starfsmaður Isavia og félagið
hefur ekkert boðvald yfir honum.
Hugmynd Harðar, sem hann
deilir með starfsmönnum Sam-
keppniseftirlitsins, um að laga-
stoðin, sem hann vísar til í sam-
keppnislögum, gefi
Samkeppniseftirlitinu heimild til
afskipta af opinberum rekstri sem
hér um ræðir, er umdeilanleg.
Heimild samkeppnisyfirvalda til
að grípa til aðgerða er háð tvenns
konar skilyrðum, sem fram koma í
þeirri lagagrein, sem Hörður vísar
til. Fyrra skilyrðið er að slíkt
verði ekki gert nema að því marki
sem athafnirnar kunna að hafa
áhrif á samkeppni. Seinna skil-
yrðið er að sérlög hafi ekki að
geyma sérstakar reglur um heim-
ild eða skyldu til slíkra athafna.
Um þær athafnir, sem hér um
ræðir, úthlutun afgreiðslutíma,
gilda ákvæði sérlaga, loft-
ferðalaga, og reglugerðar, sem
byggist á þeim lagagrunni. Enn-
fremur er kveðið á um þetta fyr-
irkomulag í nokkrum Evrópu-
reglum, sem stjórnvöldum ber að
hlíta samkvæmt samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið.
Ekkert liggur fyrir um að nú-
gildandi reglur um úthlutun hafi
áhrif á samkeppni. Fyrirsvars-
menn Wow Air hafa haldið því
fram að hætta hafi þurft við Am-
eríkuflug félagsins í sumar ein-
ungis vegna þess að réttaráhrifum
ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins
hafi verið frestað. Hörður Felix
virðist einnig leggja þessar skýr-
ingar til grundvallar í grein sinni.
Eftir að ákvörðun Samkeppniseft-
irlitsins var birt hefur hins vegar
verið haft eftir Frank Holton,
samræmingarstjóra á Keflavík-
urflugvelli, að með smávægilegum
sveigjanleika hefði Wow Air vel
getað hafið flug til Ameríku hafi
vilji félagsins staðið til þess. Fyrr-
verandi forstjóri Iceland Express,
sem nú er ótengdur málsaðilum,
hefur tekið í sama streng og segir
að Wow Air hafi fengið úthlutað
afgreiðslutímum sem hentuðu vel
fyrir Ameríkuflug.
Í ljósi ofangreinds er eðlilegt að
velta upp hvort málið hafi verið
rannsakað nægilega vel af hálfu
Samkeppniseftirlitsins. Mörgum
spurningum er enn ósvarað. Af
hverju þurfti Wow Air brottfar-
artíma á milli kl. 16.00 og 17.30
fyrir Ameríkuflug þegar félagið
virðist ekki hafa fengið samsvar-
andi afgreiðslutíma á Boston-
flugvelli? Af hverju nýtti Wow Air
ekki þá afgreiðslutíma sem félagið
fékk úthlutað í Boston þar sem
hægt hefði verið að fá samsvar-
andi afgreiðslutíma í Keflavík?
Getur verið að raunveruleg
ástæða þess að Wow Air fljúgi
ekki til Ameríku næsta sumar sé
ótengd því að ákvörðun Sam-
keppniseftirlitsins komst ekki til
framkvæmda? Mikilvægt er að
Samkeppniseftirlitið rannsaki
a.m.k. mál til hlítar áður en kom-
ist er að niðurstöðu enda ber því
að fara að fyrirmælum stjórn-
sýslulaga við meðferð mála líkt og
öðrum stjórnvöldum.
En hvað sem öðru líður virðist
ljóst að hugmyndir starfsmanna
Samkeppniseftirlitsins um hlut-
verk sitt eru í öðrum farvegi en
gerist hjá starfsbræðrum þeirra í
Evrópu. Mér vitanlega hefur það
ekki gerst í nágrannalöndum okk-
ar að samkeppnisyfirvöld hafi haft
bein afskipti af úthlutun af-
greiðslutíma í flughöfnum. Hefð-
arreglan, sem svo er kölluð, er í
gildi á flugvöllum víðs vegar um
heim, og einnig hér á landi. Hún
er þannig að þau flugfélög sem
sinnt hafa áætlunarflugi um flug-
völl með skömmtuðum afgreiðslu-
tíma halda úthlutuðum tímum
einnig á næsta tímabili, hafi þau
flogið samkvæmt áætlun í a.m.k.
80% tilvika. Ekki er ólíklegt að
sjónarmið um vernd eignarrétt-
inda vegi þungt þegar rök hafa
verið færð fram fyrir beitingu
þessarar reglu.
Úthlutaðir afgreiðslutímar á
flugvöllum eru gæði sem njóta
verndar eignarréttar. Tilfærsla
þessa réttar er til þess fallin að
raska öllum áætlunum félagsins
sem verður fyrir skerðingu og
gera að engu flugáætlanir og út-
hlutanir afgreiðslutíma erlendis.
Icelandair hefur byggt upp við-
skiptavild með markaðsstarfi og
áratuga þjónustu við við-
skiptamenn, sem er beintengd við
úthlutaðan afgreiðslutíma. Þetta
verður ekki tekið frá eiganda og
fært öðrum á grundvelli sjón-
armiða um nauðsynlega sam-
keppni, nema fullar bætur komi
fyrir. En þá þarf líka að liggja
fyrir ótvíræð lagaheimild og nauð-
syn þessarar aðgerðar að vera
brýn. Hvorugu er til að dreifa í
þessu máli. Ekki verður séð að
fyrir liggi einhvers konar sönnun
um að fyrirkomulag úthlutunar af-
greiðslutíma á Keflavíkurflugvelli
sé í raun til þess fallið að skaða
samkeppni. Fjölmörg flugfélög
fljúga til og frá landinu og það
yrði til að æra óstöðugan ef Sam-
keppniseftirlitið ætti að ráða út-
hlutun á afgreiðslutímum.
Áfrýjunarnefnd samkeppn-
ismála er hér mikill vandi á hönd-
um og ábyrgð nefndarmanna er
mikil. Ástæðan er ekki síst sú að
þegar samkeppnisyfirvöld hafa
tekið ákvörðun kemur hún til
framkvæmda þegar í stað. Deila
um réttmæti ákvörðunarinnar get-
ur svo verið rekin fyrir dómstólum
í nokkur ár. Þegar dómsúrlausn
fæst er hún e.t.v. lítils virði þar
sem ákvörðun samkeppnisyf-
irvalda hefur þegar komið á breyt-
ingu sem erfitt eða ókleift er að
leiðrétta. Niðurstaða áfrýj-
unarnefndar er því í reynd hin
endanlega niðurstaða í málum
þegar Samkeppniseftirlitið kveður
á um breytingar í rekstr-
arumhverfi fyrirtækja.
Samkeppniseftirlitið gekk of langt –
koma þarf í veg fyrir stórslys
Eftir Gísla Baldur
Garðarsson » Fram kemur í reglu-
gerð nr. 1050/2008,
um úthlutun afgreiðslu-
tíma flugvalla, að sam-
ræmingarstjóri skuli
einn bera ábyrgð á út-
hlutun afgreiðslutíma
og að sjálfstæði hans
skuli tryggt.
Gísli Baldur
Garðarsson
Höfundur er hrl. og
fv. form. Flugráðs.
BRIDS
Umsjón Arnór G. Ragnarsson | brids@mbl.is
Bridsdeild Breiðfirðinga
Sunnudaginn 16/2 var spilaður tví-
menninur á 9 borðum. Hæsta skor
kvöldsins í N/S
Sigurjóna Björgvinsd. – Gunnar Guðmss.267
Ásgr. Aðalsteinss. – Hafliði Baldurss. 235
Björn Sigurbjörnss. – Hörður Einarss. 223
Austur/Vestur
Björn Arnarson – Ólafur Lárusson 261
Kristján Albertss. – Guðjón Garðarss. 245
Birgir Kristjánsson – Jón Jóhannss. 232
Næsta sunnudag 23/2 hefst
þriggja kvölda hraðsveitarkeppni.
Skráning er hjá Ólafi í síma 698-
6538 og Sturlaugi í síma 869-7338.
Spilað er í Breiðfirðingabúð Faxa-
feni 14 á sunnudögum kl. 19.
Fimmtíu manns að
spila í Stangarhyl
Mánudaginn 17. febrúar var spil-
aður tvímenningur hjá bridsdeild
Félags eldri borgara, Stangarhyl 4,
Reykjavík. Spilað var á 13 borðum.
Efstu pör í N/S:
Örn Isebarn – Hallgrímur Jónss. 373
Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 363
Siguróli Jóhannss.– Magnús Ingólfss. 350
Ólafur Ingvarss. – Oddur Halldórsson 336
A/V
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 383
Kristín Guðbjörnsd. – Soffía Daníelsd. 372
Magnús Jónsson – Gunnar Jónsson 364
Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 360
Bridgefélag eldri
borgara í Hafnarfirði
Föstudaginn 14. febrúar var spil-
aður tvímenningur með þátttöku 32
para.
Efstu pör voru í N/S:
Jón Sigvaldason – Katarínus Jónsson 63,3%
Albert Þorsteinss. – Björn Árnason 62,8%
Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 59,9%
Örn Einarsson – Guðlaugur Ellertss. 58,0 %
Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 54,5%
A/V
Birgir Sigurðss. – Jón Svan Sigurðss. 64,1%
Sigurður Tómasson – Guðjón Eyjólfss. 59,1%
Ágúst Vilhelmss. – Kári Jónsson 58,8%
Kristrún Stefánsd. – Sverrir Gunnarss.
54,0%
Svanh. Gunnarsd. – Magnús Lárusson 53,0%
Bridsfélag eldri borgara spilar á
þriðjudögum og föstudögum í félags-
heimili eldri borgara, Flatahrauni 3 í
Hafnarfirði.
Spilaður eru eins dags tvímenning-
ur. Allir spilarar eru velkomnir og er
stökum spilurum hjálpað til við
myndun para.
Heimasíða félagsins er
www.bridge.is/bfeh
Jöfn og góð þátttaka
í Gullsmáranum
Spilað var á 16 borðum í Gull-
smára mánudaginn 17. febrúar.
Úrslit í N/S:
Jón Stefánss. – Viðar Valdimarss. 331
Örn Einarss. – Sæmundur Björnss. 319
Þórður Jörundss. – Jörundur Þórðars. 297
Margrét Guðmundsd. – Ágúst Helgas.290
Guðlaugur Nielsen – Pétur Antonss. 287
A/V
Björn Péturss. – Valdimar Ásmundss. 340
Hrólfur Gunnarss. – Gunnar M. Hanss. 306
Einar Kristinss. – Hinrik Lárusson 291
Ragnar Haraldss. – Bernhard Linn 291
Ragnar Ásmundss. – Sveinn Sigurjss. 279
GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ -ÞAÐ ER TENGI
Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050
GÆÐA STÁLVASKAR!
ELDHÚSVASKAR Í ÚRVALI
1 1/2 hólf með borði stærð:
100x50 cm VERÐ: 28.500,-
Þykkt:
0,7 mm
Þykkt:
0,7 mm
1 hólf með borði stærð: 79x50 cm
VERÐ: 21.499,-