Morgunblaðið - 20.02.2014, Síða 54

Morgunblaðið - 20.02.2014, Síða 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 Nú eru kjarasamningar lög- reglumanna lausir sem og hjá fleiri opinberum starfsmönnum. Stefna þarf að því að grunnlaun verði hækkuð í stað áherslu á stofnanasamninga sem hægt er að afturkalla með stuttum fyr- irvara eins og gert var víða hjá ríkinu eftir efnahagshrunið 2008. Eftir sat starfsfólk með strípuð grunnlaun og meiri starfskröfur. Auk þess skapa stofnanasamningar oft launamun fyrir svip- uð störf og hafa þá tilhneigingu að halda niðri grunnlaunum hjá stéttum sem mikið álag hvílir á. Þessum þáttum þurfa samninganefnd- irnar að gefa gaum sem og öðrum úrbóta- málum í væntanlegum samningum sem og í næsta áfanga að ári. Ljóst er að ekki er hægt að bíða lengur með heildarendurskoðun á launaumhverfi lögreglumanna, þar er að ýmsu að hyggja. Í reynd er ríkið og sveitarfélög að fá mjög ódýrt vinnuafl í skyldu- og þjónustu- verkefni fyrir samfélagið, vinnuafl sem álag hefur víða aukist á vegna niðurskurðar í mannahaldi. Þessir starfshópar greiða skatta og skyldur af hverri launakrónu til ríkis- og sveitarfélaga og það áður en launin eru greidd út. Ég held að það efist enginn um að op- inberir starfsmenn eru nauðsynlegir í hin ýmsu störf í þjóðfélaginu og í þau störf þarf öflugt fagfólk t.d. í löggæslu, heilsugæslu, kennslu í víðtækum skilningi sem víðar. Að sjálfsögðu þurfa ríki og sveitarfélög ávallt að vera með opin augu fyrir óþarfa rekstrareiningum og bættu rekstrarformi. Ekki má þó flana að neinu í því sambandi sem reynist svo raska nauðsynlegri þjón- ustu fyrir samfélagið þegar upp er staðið. Í harðnandi heimi er aldrei meiri þörf en nú fyrir öfluga löggæslu um allt land til að geta tekið í tíma á grófri afbrotastarfsemi og öðrum afbrotum og til að halda uppi víð- tæku eftirliti á þjóðvegum og hálendi Ís- lands. Aukinn ferðamannastraumur kallar á slíkt sem og á trausta heilsugæslu til að tryggja hér öruggt íbúa-og ferðamann- aumhverfi. Varðandi fyrirhugaða sameiningu lög- regluembætta þá þarf að huga að ýmsu í því sambandi svo að slík breyting kalli ekki á skerta löggæslu á vissum svæðum og fleiri öryggisþáttum. Samhliða þarf að huga að launa- og starfsumhverfi lögreglumanna vegna breytinga sem væntanlega munu fylgja sameiningunni. Eins og fyrr er getið er nauðsynlegt að hækka almennt grunnlaun lögreglumanna og vaktaálag á álagstímum sem og laun lög- reglumanna með mikla starfsreynslu. Jafn- framt þarf að endurskoða starfslokakjör lögreglumanna í B-sjóði LSR. Til dæmis koma bakvaktir/útkallsvaktir þeirra í tugi ára, nætur sem helgar, yfirvinna og fleira ekki til eftirlaunagreiðslna. Upphrópun um almennt há eftirlaun rík- isstarfsmanna er byggð á miklum misskiln- ingi. Ætli að meðal eftirlaun hjá hinum al- menna ríkisstarfsmanni í B-sjóði nái tryggingargreiðslu eftir 45-48 ára starf? Svipaða sögu má segja um laun hins almenna lögreglumanns, þau laun eru ekki há þrátt fyr- ir vinnu alla daga ársins, nætur sem helgar í krefjandi og erf- iðu starfi sem því miður margir lögreglumenn hafa slasast í og sumir þeirra aldrei beðið þess bætur. Ríkisvaldinu er svolítið tamt í samningaviðræðum að taka út sérhópa í launum hjá viðkomandi starfsstéttum og miða laun stéttarinnar almennt við þá hópa sem og eftirlaun. Staðreyndin er allt önnur þegar litið er á 60-70% af launahópnum t.d. varðandi lög- reglumenn þrátt fyrir víðtæka vinnuskyldu. Öryggistilfinning og traust til lögreglu er það sem íbúar landsins kalla eftir sem og þeir sem sækja okkar fagra land heim. Tryggt umhverfi hvar sem verið er hér á landi er markmið lögreglunnar og lög- reglumenn hafa lagt á sig mikla vinnu og erfiði, þrátt fyrir niðurskurð og mannfæð t.d. frá 2008, til að tryggja það markmið sem best. Lögreglumenn eru vel menntaður faghópur sem landsmenn og ríkisvaldið þarf á að halda og treysta á til hinna ýmsu verka. Sérmenntun eins og lögreglan hefur reynt að tileinka sér er nauðsynlegt að efla til að halda í við hina ýmsu brotastarfsemi/ flokka sem hafa aukist undanfarin ár. Með framangreindum áherslum heldur ríkið/embættin frekar í öflugan og hæfan faghóp lögreglumanna til vandasamra og krefjandi verka. Þjóðfélagið þarf á því að halda í okkar annars góða og trygga landi, því hætturnar leynast víða ef sofnað er á verðinum gagnvart framangreindum þátt- um. Þess skal getið í lokin að svo slakir samn- ingar stóðu lögreglumönnum til boða í hinu svokallaða góðæri þegar margar starfs- stéttir voru á miklu launaskriði að grípa varð til sérákvæða í kjarasamningi LL til að koma í veg fyrir víðtækar uppsagnir lög- reglumanna 2006/2007. Nauðsynlegt er að huga að þessum þátt- um t.d. þegar/áður en efnahagslífið fer að eflast á ný, því það er dýrt fyrir það op- inbera og slæmt fyrir þjóðfélagið að missa reynda og góða lögreglumenn úr starfi. Ég vænti þess að samninganefnd ríkisins taki vel á móti samninganefnd LL í kom- andi kjaraviðræðum og bæti úr þeim þáttum sem hér hefur verið minnst á, og fleiru sem úrbóta er þörf í, fyrir lögregluna í heild. Þörfin er til staðar eins og innanrík- isráðherra/ríkisstjórnin hefur boðað með góðri viðleitni til málaflokksins og þar með aukins öryggis í landinu. Eftir Ómar G. Jónsson » Tryggt umhverfi hvar sem verið er hér á landi er markmið lögreglunnar og lögreglumenn hafa lagt á sig mikla vinnu til að tryggja það markmið sem best. Ómar G. Jónsson Höfundur er lögreglufulltrúi og áhugamaður um betra þjóðfélag á ýmsum sviðum. Í reynd er ríkið að fá mjög ódýrt vinnuafl Til þess að ferillinn gæti haf- ist í ESB-viðræðunum um hvern einstakan málaflokk þurftu báðir aðilar að leggja fram svokallaða rýniskýrslu, þar sem greindur var munur á löggjöf og regluverki aðila í málaflokknum. Þar kæmi fram hverju Ísland þyrfti að breyta í sinni löggjöf til að falla að kröf- um ESB. Rýniskýrslan um sjávarútveg var tilbúin af Ís- lands hálfu, en Evrópusambandið þorði ekki að birta sína, né heldur virtust ESB-löndin ná saman innbyrðis um hvað ætti að standa í skýrslunni af þeirra hálfu. Til þess bar of mikið í milli og sérstaklega í grundvall- aratriðum. Þar bar hæst ófrávíkjanlega kröfu ESB um að öll yfirstjórn auðlind- arinnar færðist til Brussel. Einungis væri hægt að semja um undanþágur til taka- markaðs tíma. Ég krafðist þess sem ráðherra að rýn- iskýrslan um sjávarútveg frá ESB kæmi fram og þá birtust formlega kröfur sam- bandsins um hverju við yrðum að breyta í okkar löggjöf. Jafnframt myndi þá birtast formleg krafa þeirra um afsal okkar á for- ræði auðlindarinnar. Það stóð aldrei til af minni hálfu að gefa fyrirfram eftir fullveld- isrétt Íslands í sjávarútvegsmálum. Krafa ESB um yfirráð á fiskveiðiauðlindinni Samningamönnum ESB var það reyndar fullljóst að kæmi afstaða og kröfur þeirra formlega fram væri í raun samningum sjálf- hætt. Þetta var ýmsum öðrum í íslenskri stjórnsýslu líka ljóst og því leiddu þeir at- hyglina frá sjávarútvegi að öðrum deiluat- riðum eins og landbúnaði. Um þetta segir í skýrslu Hagfræðistofnunar: „Hvað varðar sjávarútvegskaflann er mikilvægt að árétta að þegar viðræðunum var frestað hafði framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins ekki lagt fram rýniskýrslu sína og Ísland gat því ekki lagt fram form- lega samningsafstöðu sína í sjávarútvegi.“ Og síðan er vikið að því að Íslendingar myndu seint hafa samþykkt þá kröfu ESB að „formlegt forræði yfir auðlindum sjávar, takmarkanir við fjárfestingar og forsvar á alþjóðavettvangi „færðist til Brussel“. Áfram segir í skýrslu Hag- fræðistofnunar: „Stofnanir Evrópusambandsins hafa vald til þess að setja löggjöf í sjáv- arútvegsmálum sambandsins í mjög víðtækum mæli. Þá fer Evrópusambandið eitt með valdheimildir yfir varðveislu auðlinda í sameiginlegri fisk- veiðistefnu þess. Varðveisla auðlinda nær ekki aðeins til reglna um leyfilegan hámarks- afla og tæknilegar vernd- arráðstafanir heldur einnig til reglna um markaðsmál og skiptingu kvóta milli aðildarríkjanna og fleiri atriða.“ Samningsstaða Íslands sterk í makrílnum Þá er vikið að deilunum um makríl og þann rétt Íslands sem sjálfstæðs strandrík- is að semja um varðveislu og nýtingu deil- ustofna. Ég gerði mér grein fyrir mikilvæg- inu, þegar ég skrifaði undir reglugerð 30. desember 2011, sem kvað á um tæp 150 þús. tonn af makríl fyrir íslenska fiskiskipa- flotann fyrir árið 2012. En það var að mínu mati eðlileg hlutdeild okkar í makríl, öll veidd innan eigin lögsögu. Jafnframt vissi ég að með þeirri ákvörðun var verið að setja alla eftirgjöf af Íslands hálfu í frost gagnvart ESB næstu árin í sjávarútvegs- málum. Slíkt er reyndar rækilega undir- strikað í skemmtilegri bók fyrrverandi ut- anríkisráðherra, Ári drekans, en þar er því lýst hve ESB-ríkin áttu erfitt með að sætta sig við sjálfstæðan rétt Íslands sem full- valda ríkis að semja um og veiða makríl í sinni eigin lögsögu. Sóknarfæri Íslands liggja í sjálfstæði þess og fullveldi heima sem erlendis. Eftir Jón Bjarnason Jón Bjarnason »Ég krafðist þess sem ráðherra að rýniskýrslan um sjávarútveg frá ESB kæmi fram og þá birtust formlega kröfur sambandsins um hverju við yrðum að breyta í okkar löggjöf. Höfundur er fyrrverandi sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra. Evrópusambandið þorði aldrei að opna á kaflann Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morg- unblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felli- gluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morg- unblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.