Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 55
UMRÆÐAN 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014
Við sérhæfum okkur í vatnskössum
og bensíntönkum.
Gerum við og eigum nýja til á lager.
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
ÁRSALIR
FASTEIGNAMIÐLUN
533 4200
Glæsileg 200 m² hæð
Mánaðarleiga kr. 190 þús
Opinn kynningarfundur
Þjóðvegur 15/15a
Skipulags- og umhverfisnefnd býður til opins kynningar-
fundar, þar sem kynnt verður skipulagslýsing vegna
breytinga á aðalskipulagi Akraness 2005–2017.
Núverandi iðnaðarsvæði samkvæmt aðalskipulagi, svæði
I-7, stækkar til norð-vesturs þ.e. skikinn að aðliggjandi
óbyggðu svæði breytist í iðnaðarsvæði.
Tilefni breytinganna eru áform um að byggja nýjan heita-
vatnstank með það að markmiði að finna framtíðarlausn
varðandi hitaveitumál á Akranesi.
Fundurinn verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti
16–18, miðvikudaginn 26. febrúar nk. kl. 16:30 á Akranesi.
Almenningi verður gefinn kostur á að koma með
ábendingar á ofangreindum fundi og/eða senda inn
ábendingar til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið
runolfur.sigurdsson@akranes.is til og með 28. febrúar 2014.
Hægt er að nálgast skipulagslýsinguna á heimasíðu Akra-
neskaupstaðar á www.akranes.is og í þjónustuveri bæjarins
að Stillholti 16-18.
Allir vilja verða
hamingjusamir. Ham-
ingjan er reyndar
fyrirbæri sem erfitt
er að skilgreina, því
hver og einn hefur
sína skoðun á því
hvað hamingja sé. Þó
er hægt að vera
nokkuð viss um það,
að allir sem ganga í
hjónaband gera það í
þeirri trú og von að
hamingjan sé þeirra. Hver og einn
bindur miklar vonir við hjóna-
bandið. Og þegar allt gengur upp
þá rætast margir af draumunum
sem tengdust ástinni er leiddi
makana í hjónaband. Því auðvitað
er það ástin sem ræður ferðinni
þegar par ákveður að gifta sig. Af
því að það er ástin sem ræður
ferðinni verða vonbrigðin mikil ef
svo fer að draumarnir um ham-
ingjuna rætast ekki í hjónaband-
inu. Stundum er það reyndar
þannig að væntingarnar og
draumarnir sem makarnir koma
með inn í hjónabandið eru mis-
munandi og þess vegna koma upp
árekstrar strax frá fyrstu stundu.
Einhverjir halda ef til vill að mak-
inn einn og sér framkalli hamingj-
una og þegar í ljós kemur að
hjónaband er eitthvað sem báðir
aðilar þurfa að vinna að til þess að
það blessist, þá eru margir sem
guggna og gefast upp. Ég gleymi
aldrei náunganum sem ég ræddi
eitt sinn við um þessi mál. Hann
vildi skilja við konuna
sína af því að konunni
datt aldrei neitt
skemmtilegt í hug og
honum fannst sam-
bandið hundleiðinlegt.
Sjálfum datt honum
náttúrlega aldrei
neitt í hug, ekki einu
sinni að hann gæti nú
e.t.v. líka gert eitt-
hvað til að lífga upp á
tilveruna. Hjónaband
er samvinna, sam-
vinnufyrirtæki gæt-
um við kallað það,
þar sem báðir aðilar verða að
leggja sitt af mörkum ef dæmið á
að ganga upp. Það geta síðan ver-
ið ýmsar ástæður fyrir því að
dæmið gangi ekki upp. Mörg
hjónabönd lenda í gildru vanans,
hjón fjarlægjast hvort annað, nota
hvort annað sem ruslafötur fyrir
þreytu og vonbrigði, deila um allt
milli himins og jarðar eða byggja
þagnarmúra í kringum sig og
heyja orrustur í hjónarúminu með
kynlífið að vopni. En er þá ekkert
til ráða ef erfiðleikarnir taka að
hrannast upp í hjónabandinu? Nú
er það auðvitað svo að öll hjón
lenda einhvern tíma í erfiðleikum.
En ef sambandið er traust geta
erfiðleikarnir orðið til þess að
styrkja sambandið og gera það
betra en áður var. Hjónin verða
þannig reynslunni ríkari. Mörgum
tekst að vinna úr tímabundnum
erfiðleikum og deilum án ut-
anaðkomandi aðstoðar. En allt of
mörg pör sem þyrftu á aðstoða að
halda leita sér ekki hjálpar fyrr
en í óefni er komið. Mörgum
finnst það einhver aumingjaskap-
ur að þurfa á ráðgjöf að halda.
Þetta þykir mér alltaf skrítið við-
horf, því ef fólk t.d. veikist alvar-
lega eða lendir í slysi er talið
sjálfsagt að leita læknis og taka
þau meðul sem læknirinn mælir
fyrir um. Ef aftur á móti hjóna-
bandið „veikist alvarlega“ þá er
eins og mörgum þyki það einhver
skömm að leita sér lækninga.
Staðreyndin er aftur á móti sú að
oft er nauðsynlegt að fá aðstoð ut-
anaðkomandi aðila til að ræða
málin. Hjón geta verið svo föst í
eigin deilum að þau sjá ekki út-
gönguleið og lausn sem þriðji aðili
getur bent á. Hvert er þá að leita?
Ef hjónaband ykkar er í kreppu
skuluð þið vera ófeimin að leita
ykkur aðstoðar fyrr en seinna.
Það er enginn aumingjaskapur,
heldur þvert á móti sýnir það
kjark að vilja berjast fyrir fjöl-
skyldu sinni, hjónabandi og ham-
ingju. Þetta er nefnilega ykkar
hjónaband, ykkar hamingja og
enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur.
Að bæta sambúðina
og hjónabandið
Eftir Þórhall
Heimisson » Þetta er nefnilega
ykkar hjónaband,
ykkar hamingja og eng-
inn veit hvað átt hefur
fyrr en misst hefur.
Þórhallur
Heimisson
Höfundur er prestur og hefur haldið
hjónanámskeið um árabil.