Morgunblaðið - 20.02.2014, Side 56
56 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014
Í 14 ár hefur
UNESCO haldið Al-
þjóðlega móðurmáls-
daginn hátíðlegan í
samvinnu við sam-
starfsaðila sína víða
um heim. Skipulagðir
hafa verið fjölmargir
viðburðir svo sem ráð-
stefnur, tónleikar og
málþing til að vekja at-
hygli á þeim fjölbreyti-
leika sem felst í tungu-
málum og fjöltyngi á heimsvísu.
Varðveisla og efling móðurmáls
eru lykilþættir í hnattrænum borg-
ararétti og sönnum gagnkvæmum
skilningi. Að skilja og tala fleira en
eitt tungumál leiðir til aukins skiln-
ings á þeim ávinningi sem felst í
menningarlegum samskiptum þjóða
á heimsvísu. Með því að viðurkenna
staðbundin tungumál geta fleiri lát-
ið rödd sína heyrast og tekið virkari
þátt í sameiginlegri tilveru sinni.
Það er ástæðan fyrir því að
UNESCO leggur áherslu á að efla
friðsamlega sambúð þeirra 7000
tungumála sem töluð eru á jörðinni.
Á þessu ári leggjum við hjá
UNESCO sérstaka áherslu á „Þátt
staðbundinna tungumála í hnatt-
rænum borgararétti: kastljósi beint
að vísindum“ sem sýnir hvernig
tungumál tryggja aðgengi að þekk-
ingu, miðlun hennar og fjölbreytni.
Andstætt almennum viðhorfum er
augljóst að staðbundin tungumál
eru vel í stakk búin til að miðla meg-
inhluta nútímaþekkingar m.a. á
sviði stærðfræði, eðlisfræði og
tækni. Með því að viðurkenna þessi
tungumál ljúkast augu okkar upp
fyrir mikilli hálffalinni, hefðbund-
inni vísindalegri þekkingu sem get-
ur auðgað almennan þekking-
argrunn okkar.
Staðbundin tungumál mynda
meirihluta þeirra tungumála sem
töluð eru í heiminum til miðlunar á
vísindaþekkingu. Þessi tungumál
eru einnig í mestri útrýming-
arhættu. Með því að viðurkenna
ekki ákveðin tungumál er verið að
útiloka þá sem tala þessi tungumál
frá þeim grundvallarréttindum að
hafa aðgang að vís-
indaþekkingu á sínu
tungumáli.
Samt sem áður gerir
sáttagjörð fólks í
„heimsþorpinu“ það sí-
fellt mikilvægara að
vinna að gagnkvæmum
menningarlegum skiln-
ingi og samskiptum. Í
heiminum í dag er það
eðlilegt að nota að
minnsta kosti þrjú
tungumál, þar með tal-
ið eitt staðbundið mál, eitt sam-
skiptamál og eitt alþjóðlegt tungu-
mál sem hægt er að nota bæði á
heimaslóð og alþjóðlega. Þessi
tungumála- og menningarlega fjöl-
breytni getur orðið okkar besta
tækifæri í framtíðinni til sköpunar,
frumkvæðis og almennrar þátttöku.
Við megum ekki glata þessu tæki-
færi.
Í meira en áratug hefur Al-
þjóðlegi móðurmálsdagurinn vakið
athygli á þeim fjölbreyttu hlut-
verkum sem tungumálið hefur í því
að móta huga fólks í víðasta skiln-
ingi og skapa hnattrænan borg-
ararétt þar sem við höfum öll tæki-
færi til að leggja eitthvað að
mörkum til tilveru og viðfangsefna
samfélaganna. Ég skora á aðild-
arríki UNESCO, Alþjóðastofnun
franskrar tungu – sem tengist þess-
um degi árið 2014 – og alla þá sem
taka virkan þátt í borgaralegu sam-
félagi, kennara, menningarstofnanir
og fjölmiðla að nýta sér til hins ýtr-
asta þetta fyrirheit um fjölbreytni á
sviði tungumála til friðar og sjálf-
bærrar þróunar.
Eftir Irina Bokova
»Með því að
viðurkenna
staðbundin tungumál
geta fleiri látið rödd
sína heyrast og tekið
virkari þátt í sameig-
inlegri tilveru sinni
Irina Bokova
Höfundur er framkvæmdastjóri
UNESCO.
Alþjóðadagur
móðurmálsins
Alþingi ályktaði 15.
janúar sl að fela stjórn-
völdum að koma á sam-
stilltu átaki með sveit-
arfélögum í
Austur-Húnavatns-
sýslu um eflingu at-
vinnulífs og sköpun
nýrra starfa á Norður-
landi vestra með nýt-
ingu raforku sem fram-
leidd er í
Blönduvirkjun. Jafnframt ber að
vinna að markaðssetningu svæðisins
sem iðnaðarkosts, svo sem fyrir
gagnaver.
Með þessari ákvörðun Alþingis er
stigið stefnumarkandi skref til þess
að gagnaver rísi á Blönduósi. For-
ráðamenn sveitarfélagsins hafa und-
irbúið málið með því að bjóða fram
mjög hentugt landsvæði í eigu sveit-
arfélagsins og komið því á að-
alskipulag. Staðhættir bjóða þar upp
á flesta hugsanlega kosti til starf-
rækslu gagnavers. Þar er mjög vítt
og hentugt landrými,
orkuflutningur frá
Blönduvirkjun mjög
öruggur og um skamma
leið að fara svo orkutap
er lágmarkað. Engin
hætta er af eldgosum,
jarðskjálftum eða ann-
arri náttúruvá. Þá er
veðrátta svo sem ákjós-
anlegust er, köld en
ekki stórviðrasöm.
Ljósleiðaratengingar
auðveldar, samgöngur
greiðar bæði norður og
suður. Lítill flugvöllur er á Blönduósi
sem með litlum endurbótum gæti
greitt enn betur fyrir samgöngum.
Svo háttar til að Landsnet vill
leggja nýja orkuflutningslínu frá
Blönduvirkjun til Akureyrar. Gert er
ráð fyrir 220 volta línu á möstrum.
Íbúar þeirra sveita sem fyrir mestri
röskun yrðu eru þessum áformum
mjög andvígir. Þegar af þeirri ástæðu
er einboðið að nýta fremur orku
Blönduvirkjunar á heimaslóð en að
standa í stórdeilum við íbúa annarra
sveita. Blöndulínu þrjú þarf því ekki
að reisa í bráð og sparast við það rík-
isfé sem kemur að góðum notum við
atvinnuuppbygginguna í Austur-
Hún.
Íslendingar hafa varið geipifé til
lagningar sæstrengjanna Farice og
Danice. Þeir eru mjög vannýttir og
rekstur þeirra er mikill baggi. Gagna-
flutningar sem verða með tilkomu
gagnavers/gagnavera myndu skipta
þar sköpum.
Stjórnvöld hafa það á valdi sínu
hvar þau kjósa að iðnaðaruppbygging
verði sem og hvar iðjuver rísa í land-
inu og nægir að benda á álver í Reyð-
arfirði. Því ber stjórnvöldum nú að
beita sér af alefli við að laða þá sem
fjárfesta vilja í gagnaverum hingað til
lands og fá því stað á Blönduósi, öll-
um til hagsbóta.
Eftir Sigrúnu
Magnúsdóttur » Vinna ber að mark-
aðssetningu Austur-
Hún. sem iðnaðarkosts,
svo sem fyrir gagnaver.
Sigrún Magnúsdóttir
Höfundur er þingmaður.
Gagnaver á Blönduósi
Um síðastliðin mán-
aðamót var gerð könn-
un meðal landsbúa.
Spurt var hvar svar-
endur vildu helst búa.
Í ljós kom að flestir
vildu búa í Reykjavík/
höfuðborgarsvæðinu.
Þar á eftir nefndu
svarendur Reykja-
nesbæ. Ekki virtist á
svörum að hið ágæta
Akranes væri vænlegur valkostur.
Þessi niðurstaða hlýtur að vekja
spurningar hjá Akurnesingum.
Svipuð vegalengd er frá Keflavík
og Akranesi til Reykjavíkur, svo
ekki hefur það ráðið afstöðu svar-
enda. Augljós aukakostnaður er að
búa á Akranesi miðað við að búa í
Keflavík, skattheimtan í Hvalfjarð-
argöng, er kostnaður sem nemur
tugum þúsunda á ári
fyrir Akurnesinga sem
stunda atvinnu, skóla,
eða eiga oft erindi til
Reykjavíkur. Íbúar í
Keflavík spara sér
þessi sömu tugþús-
undir sem Spölur ehf.
reitir af Akurnesingum.
Ætla má að gjaldtakan
í Hvalfjarðargöng hafi
neikvæð áhrif á fast-
eignaverð á Akranesi.
Suðurnesjamenn
hrundu með eft-
irminnilegum hætti af höndum sér
gjaldtöku á Keflavíkurveginum á
áttunda áratugnum og njóta þess í
dag að vera ekki í viðjum vegtolls.
Aðeins þeir sem eru með búsetu í
nálægð Hvalfjarðarganga hafa verið
krafðir um verulegar fjárhæðir og
greitt mest allra gegnum árin. Ak-
urnesingar voru farnir að telja niður
og láta sig hlakka til að losna úr
viðjum vegtolla Spalar ehf. árið
2018 en stjórnarformaðurinn og
fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi
hefur slegið á þá væntingu Ak-
urnesinga.
Gjörið svo vel Akur-
nesingar og nærsveitir
Stjórnarformaður Spalar, Gísli
Gíslason, hefur væntanlega ekki
glatt Akurnesinga þegar hann lét
þess getið í fjölmiðlum nýverið, að
nú færi að verða nauðsyn þess að
tvöfalda Hvalfjarðargöng, því þau
væru að því komin að anna ekki um-
ferðinni. Forsvarsmenn Hvalfjarð-
arganga/Spalar hafa á síðustu árum
öðru hvoru komið fram í fjölmiðlum,
og talað um nauðsyn á tvöföldun
Hvalfjarðarganga, og samtímis hafa
þeir birt áróðursmyndir sem teknar
eru á mestu ferðahelgum miðsum-
ars þar sem langar bílalestir eru á
þjóðveginum við vegtollskýlið. Ef
tollheimtan væri ekki til trafala
mynduðust ekki umferðarteppur.
Umferðateppur myndast aðeins þar
sem Spölur ehf. er að reyta tollinn
af landsmönnum.
Formaður Spalar ehf. boðar að
verði af tvöföldun Hvalfjarðarganga
á vegum þess félags verði vænt-
anlega áframhald á tollheimtu í
göngin. Þar segir að íbúar Akraness
sem og aðrir sem eru á miðjum aldri
geta ekki vænst þess að lifa það að
geta ekið þessi einu jarðgöng á Ís-
landi án vegatolls. Spölur ehf. þarf
sitt.
Ætla má að gjaldtakan í Hval-
fjarðargöng hafi áhrif á hvar fólk
velur sér búsetu. Ekki norðan Hval-
fjarðar má heyra á fólki og má þá
áætla að tollur Spalar ehf. hafi nei-
kvæð áhrif á fasteignaverð á Akra-
nesi.
Hvalfjarðargöng
Eftir Eðvarð L.
Árnason
Eðvarð L. Árnason
»Ætla má að gjald-
takan í Hvalfjarð-
argöng hafi áhrif á hvar
fólk velur sér búsetu.
Höfundur er fv. lögreglumaður.
– með morgunkaffinu