Morgunblaðið - 20.02.2014, Síða 60
60 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014
✝ Jóhanna Sig-urást Guðjóns-
dóttir fæddist á
Harastöðum á
Fellsströnd í Dala-
sýslu 25. apríl
1931. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 5. febr-
úar 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Sigríður
Sigurðardóttir, f.
1901, d. 1966, og Guðjón Sig-
urðsson, f. 1901, d. 1994. Systk-
ini Jóhönnu: Guðríður Friðlaug,
f. 1926, Sigríður Guðrún, f.
1929, d. 2011, Aðalsteinn Páll, f.
1933, Valgerður Ólafía, f. 1936,
d. 2010, Sigurður Pétur, f. 1938,
og Guðmundur Agnar, f. 1941.
Jóhanna S. Guðjónsdóttir var
gift Sigurði Leifssyni, f. 1926, d.
2013. Börn: 1) Sigríður, f. 1953.
Börn hennar Agnes G. Agnars-
dóttir, Jón Agnarsson, Þorvald-
maki Haukur Ingimarsson.
Börn eru Erla Sylvía, Kristófer
Rafn og Haukur Karel. Jóhanna
var í sambúð með Baldri Hjálm-
týssyni, f. 1929, d. 2007, á ár-
unum 1978 til 1995.
Jóhanna hlaut farkennslu í
sveitinni og fór í Húsmæðra-
skólann á Staðarfelli 1946. Að
því námi loknu fór hún í vist í
Stykkishólmi og lærði að sauma
áður en hún hélt til Reykjavík-
ur og fékk vinnu sem sauma-
kona. Hún bjó fyrst í Reykjavík
en flutti austur á Seyðisfjörð
1958 og bjó þar á síldarárunum.
Á Seyðisfirði vann hún við
verslunarstörf meðfram hús-
móðurhlutverkinu og kynntist
mörgum af bestu vinum sínum
sem hún hélt tryggð við eftir að
hún fluttist aftur til Reykjavík-
ur 1965. Í Reykjavík gegndi
hún húsmóðurstörfum og sinnti
uppeldi barna sinna. Jóhanna
fluttist til Njarðvíkur 1978 þar
sem hún vann við saumaskap og
prjónaði peysur úr íslenskri ull
sem hún svo seldi.
Jóhanna verður jarðsunginn
frá Grafarvogskirkju í dag, 20.
febrúar 2014, og hefst athöfnin
kl. 13.
ur Ragnarsson og
Sigurvin F. Her-
mannsson. Hún á
fjögur barnabörn.
2) Guðjón Leifur, f.
1955. Maki Louisa
Aradóttir. Börn:
stúlka, f. 1976, d.
1976, Jóhanna Erla
og Ásgerður. Þau
eiga tvö barna-
börn. 3) Hólm-
fríður, f. 1956.
Maki Eggert Ólafsson. Börn:
Ólafur, Óttar, Óðinn, Sigurður
og Sandra Ósk. Þau eiga sex
barnabörn. 4) Kolbrún Alda, f.
1959. Fyrrv. maki Harald H. Is-
aksen. Börn: Þóra Gunnur og
Salbjörg Tinna. Þau eiga fimm
barnabörn. 5) Gunnar, f. 1960.
Maki Halldóra Margrét Svav-
arsdóttir. Börn: Sigurður Svav-
ar, Jóhanna Eva og Halla Sól-
rún. Þau eiga eitt barnabarn. 6)
Kristín Svala, f. 1970. Fyrrv.
Það er einkennilegt að setjast
niður og rifja upp minningar um
mömmu. Hún sem var alltaf til
staðar en er skyndilega farin og
kemur aldrei aftur. Það var ekki
óvænt, en það er samt aldrei
hægt að búa sig undir kallið.
Síðasta sjúkrahúslega mömmu
var ekki löng, hún fékk heila-
blóðfall og í kjölfarið fylgdi síð-
an hjartaáfall tveim vikum
seinna og þá vissum við hvert
stefndi.
Mamma fæddist í gamla torf-
bænum á Harastöðum á Fells-
strönd, einum fegursta stað á
Íslandi þar sem við blasir fegurð
Breiðafjarðar með öllu sínu
náttúrulífi. Þar hlaut hún
kennslu hjá ömmu og farkenn-
urum sem fóru um sveitirnar
eins og þá tíðkaðist. 15 ára fór
hún í Húsmæðraskólann á Stað-
arfelli og gerðist síðan kaupa-
kona á Glerárskógum veturinn
eftir. Einn af draumum hennar
rættist þegar hún komst í vist
hjá frænda sínum, sem var
klæðskeri í Stykkishólmi, og
lærði að sauma. Eftir tveggja
ára vist hjá honum hélt hún til
höfuðstaðarins og fékk vinnu hjá
klæðskera. Þar felldu hún og
pabbi hugi saman og byrjuðu að
búa en 1958 héldu þau til Seyð-
isfjarðar þar sem þau dvöldu á
síldarárunum, pabbi sem raf-
veitustjóri og mamma seldi veit-
ingar úr sendiferðabíl sem þau
ráku á þeim tíma. Trúlega hefur
þetta verið fyrsti pylsubíllinn á
Íslandi sem fór á milli síldarsölt-
unarstöðva og færði vinnandi
fólki kærkomna hressingu.
Þarna kynntist mamma mörgum
af sínum bestu vinum sem hún
hefur haldið tryggð við allar göt-
ur síðan en við fjölskyldan flutt-
um til Reykjavíkur árið 1965.
Mamma bjó í Njarðvík síð-
ustu þrjá áratugina og fram-
fleytti sér með saumaskap og
prjónaði lopapeysur sem voru
eftirsóttar í verslanir. Þar undi
hún sér vel með sínum gæludýr-
um og í nálægðinni við yngstu
systur mína og fjölskyldu henn-
ar.
Mamma var hæglát kona,
traust og ákveðin. Á mínum
yngri árum átti ég auðvelt með
að opna mig við mömmu og
segja henni frá mínum dýpstu
væntingum og leyndarmálum.
Ég var einn af sex systkinum,
næstelstur og eflaust ekki sá
auðveldasti, en mamma gaf sér
alltaf tíma með mér þegar á
þurfti að halda og ég man aldrei
eftir að hún hækkaði róminn við
mig.
Það er sagt að „Harastaðaein-
kennið“ hafi komið sterkt fram í
mömmu. Flestir hafa notað orð-
ið „þrjósku“ til að lýsa því en
þegar betur er að gáð þá mætti
frekar lýsa persónu mömmu
þannig að hún hafi verið ákveðin
og staðföst. Hún myndaði sér
skoðanir og það var ekki auðvelt
að sveigja þær. Ég lærði að lok-
um að virða þessa staðfestu,
sem ég vissi að ég fengi ekki
haggað með mínum rökum.
Mamma var gestrisin svo af
bar. Henni féll sjaldnast verk úr
hendi og snyrtimennska var í
fyrirrúmi hjá henni. Hún átti
aldrei neitt til þegar við boð-
uðum komu okkar, en þegar við
mættum var hún búin að töfra
fram kræsingar sem varla kom-
ust fyrir á borðstofuborðinu.
Hún vildi gera allt sjálf og það
fór fátt meira í taugarnar á
henni en að geta ekki sinnt hús-
verkunum eftir að hún tók að
reskjast og heilsan fór að bila.
Engin kveðja eða lokaorð
geta tjáð tilfinningar mínar nú
þegar við kveðjum mömmu en
minningin mun ylja okkur um
ókomna framtíð.
Guðjón Leifur Sigurðsson.
Elsku mamma mín, núna ertu
komin í sumarlandið sem við töl-
uðum svo oft um, þar sem ríkir
gleði og heilbrigði og allt blóm-
um skreytt, þar sem allir eru
frískir og glaðir.
Það er samt svo sárt að þú
sért farin, þótt ég viti að þú
munir alltaf vera með okkur og
vernda, þá er svo stórt skarð
sem þú skildir eftir. Ég ætla að
hugsa um að nú ertu með systr-
um þínum, foreldrum, ásamt öll-
um þínum ástvinum og gæludýr-
unum sem þú elskaðir svo heitt.
Ég fór til þín hvern dag og
við fegnum okkur kaffibolla og
röbbuðum saman um allt og
ekkert, þú vildir endilega að ég
væri dugleg við að gera handa-
vinnu, þá sérstaklega prjóna en
ég vildi frekar mála og föndra.
Þú varst þrjósk og vildir að ég
tæki öllum ráðum þínum, en ég
var viss um hvað ég vildi og tók
þér eins og þú varst, með
þrjóskupúkann á öxlinni, en það
var allt í lagi, því þú varst
mamma mín. Börnin mín ólust
upp með þér og voru dugleg að
heimsækja ömmu sem þau elsk-
uðu svo ofurheitt, og þú elskaðir
þau svo sannarlega á móti. Það
var alltaf svo fínt hjá þér, það
mátti ekki sjá rykkorn né hár
neins staðar og þú lagðir mikla
áherslu á að ganga frá öllu jafn-
óðum og að hafði verið notað, ef
það var bakstur, þá skyldu egg-
in inn í ísskáp um leið og búið
var að taka þau sem þurfti. Þú
varst alltaf svo fín og vel til
höfð. Elsku mamma, ég er þér
svo þakklát fyrir alla þá ást sem
þú gafst börnunum mínum og
verður það gott veganesti fyrir
þau út í lífið, þau dýrkuðu þig öll
sem eitt og er söknuður þeirra
og sorg mikil eftir að þú fórst í
þitt síðasta ferðalag, en þau
munu eins og ég geyma dýmæt-
ar minningar um ömmu sem þau
elskuðu af öllu hjarta, það mun
ég líka gera, mamma mín, ég
mun geyma í hjarta mínu okkar
dýrmætu minningar.
Elsku mamma, þú gafst mér
lífið, ég gef þér alla mína ást á
móti.
Nú vel mun þér líða í ljóssins landi,
skærasta ljósið mun lýsa þinn veg.
Og útbreiddur faðmur sem tók þér á
móti
hann leiðir þig áfram og fylgir þér.
(Sara Vilbergs)
Sjáumst í sumarlandinu
fagra, elsku mamma, þín elsk-
andi dóttir,
Kristín (Kidda).
Elsku yndislega amma mín,
nú er komið að kveðjustund.
Hún er mér erfið og sár því ég á
eftir að sakna þín mikið en samt
ákveðinn léttir því þú hefðir
ekki viljað lifa svona. Minning-
arnar streyma fram og að hafa
átt þig að í næstum 44 ár eru
forréttindi. Að kynnast þér sem
fullorðin manneskja, það er ég
svo innilega þakklát fyrir. Þú
varst stórglæsileg kona. Sjálf-
stæð, þrjósk, hreinskilin, ákveð-
in og lést sko aðra ekki ráðskast
með þig. Þér var greinilega ekki
ætlað að flytja úr húsinu þínu,
sem þú alls ekki vildir, heldur á
annan og betri stað þar sem þú
heldur sjálfstæði þínu og hittir
foreldra þína, systur og aðra
látna ástvini sem þú varst farin
að sakna mikið. Þú sagðir alltaf
þína meiningu og hafðir svo
skemmtilegan talanda. Það var
eins og maður væri ætíð að tala
við vinkonu sína. Þú varst fynd-
in, gamansöm og alltaf tilbúin að
gantast ef maður náði þér. Þú
komst ávallt til dyranna eins og
þú varst klædd og gerðir ekki
mannamun. Ég var elsta barna-
barnið þitt og naut þess í sex ár
þar til fór að fjölga í hópnum.
Ég var mikið hjá þér fyrstu ævi-
árin og alveg fram á fullorðins-
aldur kom ég og gisti hjá þér
reglulega. Þú varst mér sem
önnur móðir og við Kidda sem
systur. Þið mamma óléttar á
sama tíma, hún 17 ára og þú 39
ára og hálft ár milli okkar. Þú
varst kjarnakona og sinntir
heimili þínu af mikilli alúð. Hús
þitt var alltaf fullt af fólki enda
allir velkomnir í Safamýrina þar
sem þér leið svo vel að búa. Ég
var svo heppin að kynnast sveit-
inni þinni, þegar þú brunaðir
með okkur Kiddu á hverju
sumri á appelsínugulu Toyot-
unni á malarvegunum vestur í
Dalasýsluna að heimsækja
systkini þín. Þar kynntist ég
fólkinu þínu og sveitalífinu og
mun ávallt vera þakklát fyrir
það. Mig langar líka að minnast
á hvað þú varst alltaf góð við
pabba. Alla tíð var hann velkom-
inn á þitt heimili þótt þau
mamma hefðu skilið þegar ég
var átta ára. Þú sagðir alltaf að
hann væri uppáhaldstengdason-
ur þinn, já, þú varst nú ekkert
að skafa af hlutunum. Þegar ég
kom til þín fyrir tveimur og
hálfu ári með sónarmyndir af
væntanlegu barni mínu, komin
þrjá mánuði á leið, til að sýna
þér; hvað þú varst hissa en svo
sannarlega ánægð fyrir mína
hönd. Þú varst orðin úrkula von-
ar um að ég færði þér lang-
ömmubarn, komin á fimmtugs-
aldur. Það þarf svo sem ekki
fleiri orð um okkar samskipti,
amma mín. Ég mun ætíð geyma
minninguna um þig í hjarta mér.
Þú manst hverju þú lofaðir mér
þegar við áttum oftar en ekki
samtal um hvort líf væri eftir
dauðann og ég veit að þú stend-
ur við það. Ég mun leitast við að
halda minningu þinni á lofti og
segja syni mínum, Pétri Frið-
riki, sögur af skemmtilegu og
góðu langömmu sinni þegar
hann verður eldri. Nú ert þú
komin í Sumarlandið þitt og ég
veit að þér líður vel. Ég kveð
þig með miklum söknuði en
hlakka til þess þegar við hitt-
umst á ný. Blessuð sé minning
þín, elsku hjartans amma mín,
og takk fyrir alla þá skilyrð-
islausu ást sem þú gafst mér og
allt sem þú kenndir mér um lífið
og tilveruna.
Þín,
Agnes Guðríður
og Pétur Friðrik.
Elsku amma mín, nú er komið
að kveðjustund, þessar síðustu
tvær vikur hafa verið þær erf-
iðustu í lífi okkar og aldrei fyrr
en nú sá ég hversu ákveðin þú
varst. Þú vildir fara heim en
innst inni vissir þú í hvað stefndi
og að lokum varstu tilbúin í það
og heim ertu komin.
Ég veit ekki hvað mikið ég
get sagt akkúrat núna þar sem
það er svo mikið ósagt og ég
vildi óska þess að ég hefði sagt
þér þetta allt fyrir löngu, en ég
veit innst inni að þú veist þetta
allt nú þegar.
Ég sé þig fyrir mér með þín-
um ástvinum saman á ný og
hress ert þú sem aldrei fyrr.
Þín er svo mikið saknað … en
við vitum að þú ert í góðum
höndum og þar af leiðandi mun
allt vera í lagi hér þó að það
muni koma þeir tímar þar sem
söknuðurinn mun taka yfir.
Ég skrifaði litla vísu til að
fanga allt sem mig langar að
segja, og ég veit að þú afsakar
þó að hún sé ekki 100% rétt eins
og hefðbundin „ljóð“ sem samin
eru eftir reglum um bragar-
hætti, rím, hrynjandi og ljóð-
stafi. En hér er hún samt komin
og ég veit að þú skilur hana þó
að hún sé ekki hefðbundin, en
fyrir mér er þetta vísa um okkur
frá mér til þín.
Elsku amma mín
Lífið er svo sárt en rétt það víst … en
afhverju þú?
það er ekki sagt né vitað.
Gamalt blóm fellur og nýtt vex upp
lífið er ein hringrás og maður verður
að sætta sig við það.
Ég elska þig svo mikið elsku amma
mín.
Ég sé mig í þér … ó hvað ég er stolt
að segja að þú sért amma mín.
Við nöfnur erum eitt og stjörnumerk-
in líka eins.
Við líkar erum og ákveðnar númer
eitt.
Kannski smá þrjóskar og glysgjarnar
við erum líka …
… en við skulum ekki segja það nein-
um neitt og stoltar við skulum vera.
Ég kveð þig elsku amma mín með
söknuði um góðar stundir
þær góðu sem þú áttir með Dísu
minni litlu sem segir alltaf „elsku lal-
lamma (langamma) mín“.
Ég veit þú ert komin heim tíl þín
til elsku pabba þíns og elsku mömmu
þinnar.
Þið systurnar leikið ykkur nú saman á
ný og …
… Gunna frænka þið eruð líka sam-
einaðar á ný.
Elsku besta amma mín þú
ávallt ert í hjarta okkar,
ég mun aldrei gleyma þér
sem er líka ekki hægt þar sem
ég æ mikið meira sé mig í þér.
Þín ömmustelpa og
langömmustelpa,
Jóhanna Eva Gunnarsdóttir
og Valdís Margrét Íva Jó-
hönnudóttir.
Elsku besta amma okkar.
Þú kenndir okkur bænir, að
spila veiðimann og olsen olsen,
sagðir okkur margar skemmti-
legar sögur úr æsku þinni,
hvernig allt var öðruvísi þá.
Heima hjá þér var sérstakt and-
rúmsloft sem við fundum hvergi
annars staðar. Þú spurðir okkur
frétta þegar við sátum hjá þér,
við sögðum þér frá öllu því sem
okkur datt í hug, þú hlustaðir af
áhuga, gafst okkur ráð og hafðir
alltaf nægan tíma fyrir okkur.
Velferð okkar var þér svo mikils
virði.
Það er svo skrítið að hugsa til
þess að þú sért farin, elsku
amma, að geta ekki komið til þín
á hverjum degi, fengið okkur
gosglas og kex, horft á sjón-
varpið með þér eða bara spjallað
um daginn og veginn. Síðasta
mánuð varstu á spítalanum þar
sem við komum til þín daglega,
héldum í höndina á þér og töl-
uðum, þú lást með hálflokuð
augun, við vorum ekki vissir um
að þú meðtækir það sem við
sögðum, en svo kreistir þú hönd-
ina, þá vissum við að þú heyrðir
– og gerir en. Elsku amma, nú
ertu komin í sumarlandið fagra
til allra þinna ástvina, við elsk-
um þig og söknum þín svo mik-
ið, við munum geyma í hjörtum
okkar dýrmætar minningar um
þig.
Þínir ömmustrákar,
Kristófer Rafn og
Haukur Karel.
Elsku amma
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að
sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf
þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og
þér helgaði sitt líf.
Ó! Hún var ambáttin hljóð.
Hún var ástkonan rjóð.
Hún var amma, svo fróð.
Ó! Athvarf umrenningsins,
inntak hjálpræðisins,
líkn frá kyni til kyns.
Hún þraukaði hallæri, hungur og fár.
Hún hjúkraði’og stritaði gleðisnauð ár.
Hún enn í dag fórna sér endalaust
má.
Hún er íslenska konan, sem gefur þér
allt sem hún á.
Þessar ljóðlínur eru það
fyrsta sem komu upp í huga mér
þegar ég hugsa um þig, amma
mín. Þegar ég hugsa til baka og
minnist þín þá hugsa ég um
sterka og ákveðna konu. Hina
sönnu íslensku konu. Þú varst
þrjósk og yndislega skemmtileg
og vissir alltaf hvað þú vildir
enda var erfitt að mótmæla þér.
Þú varst einstaklega handlagin
og þú áttir ekki í erfiðleikum
með að galdra fram lopapeysur
sem þú hannaðir eins og þér
einni var lagið. Það eru margar
minningarnar sem skjótast fram
í hugann minn þegar ég sit hér
og skrifa eins og t.d. þegar þú
kenndir mér að baka pönnukök-
ur í fyrsta skiptið og kóngulærn-
ar sem ég kom með heim til þín
í plastglasi og sem þú tíndir úr
stofugardínunum langt fram eft-
ir kvöldi. Svo er mér einnig
minnisstætt kvöldkaffið þegar
ég gisti hjá þér, kaka og mjólk
var reglan og síðan sátum við og
spjölluðum um daginn og veginn
langt fram eftir kvöldi.
Elsku amma, takk fyrir allar
ljúfu stundirnar sem við áttum
saman. Takk fyrir að vera þú.
Ég hóf skrif mín á erindum úr
ljóði Ómars Ragnarssonar og
langar til að ljúka þeim með er-
indi úr sama ljóði.
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold.
Þú veist, hver var skjól þitt, þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
En sólin, hún sígur, – og sólin, hún
rís, –
og sjá: Þér við hlið er þín
hamingjudís,
sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf:
Það er íslenska konan, – tákn trúar
og vonar,
sem ann þér og þér helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson.)
Elsku amma, takk fyrir allt.
Þín
Jóhanna Erla.
Elsku amma, nú ertu farin frá
mér. Það er svo erfitt að geta
ekki komið til þín á hverjum
degi. Við sátum saman á hverj-
um degi, töluðum saman og
gerðum ýmsa hluti. Ég gat talað
við þig um allt, spurt þig um allt
því þú varst alltaf svo hrein-
skilin og sagðir það sem þér
fannst sem mér þykir mjög
vænt um í dag.
Þegar ég var lítil fannst mér
alltaf svo gaman að koma og
gista hjá þér. Á kvöldin áður en
við fórum að sofa lastu alltaf
fyrir mig bók sem heitir Lista-
dansinn í Kanínugarði. Svo auð-
vitað var ekki farið að sofa fyrr
en það var búið að fara með fað-
ir vorið sem þú kenndir mér.
Það sem mér fannst svo
skemmtilegt var þegar þú varst
að vinna í Gallerí Björgu og ég
fékk að vinna með þér, þóttist
vera búðarkona eins og ég kall-
aði það, þar varstu að selja fal-
legu peysurnar sem þú prjón-
aðir. Tinni var litla barnið þitt
og þú talaðir við hann eins og
hann skildi allt, svo hermdir þú
eftir honum ef hann var óþekkur
til að sýna honum hvernig hann
hagaði sér, algjört æði sem þú
varst.
Ég á svo margar minningar
með þér, ef ég ætti að telja þær
allar upp þá þyrfti ég að skrifa
heila bók.
Mér þykir svo óendanlega
vænt um þig, elsku amma mín,
þú ert ein af dýrmætustu mann-
eskjum lífs míns, mér finnst svo
sárt að þurfa að kveðja þig. Ég
veit stundum ekkert hvað ég á
að gera á daginn því ég get ekki
komið til þín. Það er svo erfitt,
ég væri svo til í eitt stórt knús í
viðbót. Ég er svo þakklát fyrir
allan þann tíma sem ég fékk
með þér og að ég fékk að kveðja
Jóhanna Sigurást
Guðjónsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku langamma.
Kossi föstum kveð ég þig,
kyssi heitt mitt eftirlæti,
fæ mér nesti fram á stig, –
fyrst ég verð að kveðja þig.
Vertu sæll! og mundu mig
minn í allri hryggð og kæti!
Kossi föstum kveð ég þig
kyssi fast mitt eftirlæti.
(Jónas Hallgrímsson.)
Takk fyrir faðmlögin,
lopapeysurnar og pönnu-
kökurnar.
Þínir
Grímur Freyr og Haukur
Leifur Eiríkssynir.