Morgunblaðið - 20.02.2014, Síða 62

Morgunblaðið - 20.02.2014, Síða 62
62 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 ✝ Þuríður JónaAntonsdóttir fæddist á Lauga- vegi 132, Reykja- vík, hinn 10. októ- ber 1943. Hún varð bráðkvödd 27. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar Þur- íðar eru Guðrún Matthíasdóttir hús- móðir, f. 16. nóv- ember 1924, og Anton Guðjónsson bifreið- arstjóri, f. 5. september 1922, d. 13. júní 1995. Systkini Þuríðar eru Kjartan Matthías, f. 1945, Anný, f. 1951, Gunnar, f. 1952, Ragnar, f. 1957 og Anton, f. Má, Daníel og Katrínu Sóleyju með fyrrverandi eiginkonu Ernu Svölu Gunnarsdóttur. 3) Gunnar Stefán, f. 6.7. 1969, kvæntur Svanhildi Krist- insdóttur, þau eiga tvo syni Kristin Inga og Stefán Atla. 4) Ómar, f. 1.10. 1982, kvæntur Anítu Berglindi Einarsdóttur. Ástkær vinur og ferðafélagi Þuríðar síðustu árin er Pétur Guðmundsson. Þuríður starfaði lengst af við verslunar- og skrif- stofustörf. Síðustu 19 árin starfaði hún hjá Skattstofu Reykjaness í Hafnarfirði. Þur- íður starfaði í ýmsum félögum, meðal annars kvennakór Hafn- arfjarðar í hartnær 20 ár, Kvenfélagi Garðabæjar og ferðafélögum. Útför Þuríðar fer fram í dag, 20. febrúar, frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ og hefst athöfnin kl. 13. 1959. Þuríður kynntist eig- inmanni sínum Inga Sævari Odds- syni, f. 3.1. 1942, d. 19.3. 2009, á ung- lingsaldri og þau giftu þau sig 6.10. 1962. Börn Þur- íðar og Inga eru fjögur. 1) Hrafn- hildur, f. 21.6. 1960, hún á þrjá syni, Matthías, Hákon og Eyþór með fyrrverandi eiginmanni Barða Ágústssyni. Sambýlis- maður Hrafnhildar er Eggert Ólafsson. 2) Oddur Ingi, f. 25.9. 1963, hann á þrjú börn, Fannar Ég er með tilfinningu í mag- anum eins og ég hafi verið svik- inn. Mamma átti svo mikið eftir að gera og allt sem hún átti eftir og ætlaði að gera var skemmti- legt. En við erum öll svo heppin að hafa átt Þurý sem mömmu, ömmu og vin og verðum við að muna það frekar en að sökkva í sorg og vanlíðan því mamma hefði ekki verið ánægð með það. Fallegar og góðar minningar um mömmu hjálpa okkur að sættast við orðinn hlut og ætti það ekki að vera mikið mál því fallegar og góðar minningar um Þurý eru svo margar. Allt sem við höfum gert með mömmu, t.d. ferðalög, afmælisveislur og annað sem allir komu saman til að hafa skemmti- legt stendur hæst í minninga- bankanum og færist bros yfir mann við þessar hugsanir. Ótrúlegur listamaður og þús- undþjalasmiður hún mamma og kom maður aldrei að tómum kof- unum hjá henni þegar mann vantaði eitthvað sem snéri að saumaskap og fleira slíku. Ég get haldið áfram í allan dag að skrifa falleg orð um mömmu en læt mér duga að baka pönnukökur til heiðurs mömmu uppúr upp- skriftabók hennar og segir sá gjörningur meira en mörg orð. Mamma, við söknum þín óbæri- lega og er ekki hægt að lýsa þess- ari tilfinningu með orðum. Við er- um þakklát fyrir góðu tímana og er erfitt að sætta sig við að þú hafir þurft að fara svona fljótt. Við munum passa Gutta og má segja að þú hafir skilið eftir smá hluta af þér með honum, magn- aður karakter eins og þú. Hvíldu í friði, mamma mín. Gunnar, Svanhildur, Kristinn og Stefán. Hún elsku besta mamma mín er dáin, mikil sorg og söknuður er í hjarta mínu. Mamma mín, hvar ertu? Ertu virkilega farin frá okkur? Ég trúi því vart enn, því nærvera þín er svo sterk, al- veg sama hvert ég lít þá finnst mér þú vera hér hjá okkur. Við tölum um þig á hverjum degi eins og að þú sért með okkur, en svo kemur hinn sári raunveruleiki og minnir okkur á þessa hræðilegu staðreynd að þú ert farin frá okk- ur. Mamma mín var kletturinn minn í hafinu, sú manneskja sem ég gat alltaf reitt mig á í lífsins ólgusjó. Hún stóð mér alltaf þétt við hlið í öllum mínum verkefn- um, alveg ótrúleg kona. Þegar ég hugsa til mömmu þá eru það margar „litlar“ minningar um samverustundir okkar sem koma upp í huga minn. „Litlu“ stund- irnar sem eru svo stórar og þeirra mun ég sakna mest. Fara með krakkana til ömmu og fá pönnukökur, fara með götóttar buxur til ömmu og biðja hana að laga, fara í kjötbollur til ömmu. Í hjarta mínu á ég ótal margar dásamlegar stundir með henni mömmu og væri það langt mál að rifja þær allar upp, ein minning er mér þó afar ofarlega í huga og felli ég tár í hvert sinn sem hún kemur í hugann og það eru spjall- stundirnar sem við áttum oft á laugardögum. Eftir morgun- hlaupið mitt á laugardagsmorgn- um fór ég í bakaríið og síðan í heimsókn til mömmu. Fátt var betra en að fá heitt kaffi og eitt- hvað úr bakaríinu og spjalla svo um heima og geima. Tala um börnin og fjölskylduna, um mömmu og Pétur og liðna tíð, eða bara hvað sem var. Ég gæti skrif- að margra síðna minningargrein um mömmu en ég held að það myndi reynast mér um megn. Mamma var límið og hringamiðj- an í fjölskyldunni okkar og ekki laust við að ég missi fótanna við skyndilegt fráfall móður minnar, hvar er kletturinn minn? Hvar er mamma mín sem ég elska svo mikið og sakna svo óendalega mikið? Hún mamma var vernd- arengillinn okkar í lifanda lífi og ég er viss um að hún fær góðan stað í himnaríki áfram sem engill. Vertu blessuð, mamma mín, ég sakna þín. Þinn sonur. Oddur. Elsku besta systir mín. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína. Minningin lifir með mér til hinsta dags. Hvar á ég að byrja? Þú settir mig alltaf í for- gang og gerðir mín markmið að þínum. Ég man þegar þú sendir mig í prufur hjá Pólýfónkórnum. Þú hafðir endalausa trú á mér og studdir umfram aðra. Ég gat allt- af leitað til þín, hvort sem var þegar við vorum litlar systur, eða í seinni tíð með uppkomnar fjöl- skyldur. Ég trúi varla ennþá að þú sért farin en framtíðin var svo björt hjá ykkur Pétri og lífið brosti við þér. Þú saumaðir á mig eftir tískublöðunum hvað sem ég óskaði mér. Tískufatnað eða óléttuföt. Það sem mig vantaði í hvert skipti. Allt gert fyrir litlu systur. Ég kunni enn betur að meta þig eftir því sem við urðum eldri og við áttum að eiga svo góða tíma næstu árin. Ég hlakkaði til að þú hættir að vinna þannig að við gætum eytt ennþá meiri tíma saman, hugsað um mömmu sem saknar þín manna mest og gert það við höfðum ráðgert. Farðu í friði, elsku systir. Guð þig blessi. Svo segir bros þitt, besta systir mín. Nú beinist aftur kveðja mín til þín, og brennheitt höfuð hneigi ég í tárum, mín hjartans vina frá svo mörgum ár- um. Um regni grátnar grundir sig grúfir nóttin hljóð, með grárri skímu bráðum fer að morgna. Mér finnst ég vera að syngja mitt sein- asta ljóð og sálar minnar lindir vera að þorna. Ég veit, þú hefðir sagt mér að herða huga minn. Ég hugga mig sem best til að gera vilja þinn. Ég geymi hvert þitt bros í minning minni. Ég man og skal ei gleyma samvist þinni. Ég vildi ég gæti fléttað þér fagran minniskrans. En fyrir augun skyggja heitu tárin. Svo vertu sæl, mín systir! Í faðmi fann- klædds lands. Þú frið nú átt. Við minninguna – og sárin. (Hannes Hafstein.) Þín systir. Anný. Munum að Guð leggur líkn með þraut, Þótt löngum sé erfitt að gleyma. Hann sárasta harminn mun senda á braut, En sælustu minningar geyma. (Eiríkur Grímsson.) Það er undarleg tilfinning að fá ekki tölvupóst frá þér að morgni dags og sjá eitthvað fal- legt eða símtalið á kvöldin. Okkar fyrstu kynni voru í góðri ferð með Kammerkórnum Ópus 12 út í Flatey á Breiðafirði. Þar var móðir mín fædd og upp- alin og þangað áttir þú líka ættir að rekja. Þessi ferð var sú fyrsta af mörgum, bæði stuttum og löngum. Vestmannaeyjar, Spánn, og ekki má gleyma frábærri ferð með Kvennakór Hafnarfjarðar á síðasta sumri til Slóveníu og Kró- atíu að ógleymdri snitselveislu í Zalzburg. Þó að síðasta ferðin okkar til Gran Canaria endaði ekki eins og við ætluðum vorum við búin að eiga góða daga þar við göngu um svæðið og hitta gott fólk. Og eins og alltaf ræða saman um okkur sjálf og fólkið okkar. Við vorum búin að ráðgera svo margt sem við ætluðum að gera í rólegheitum á næstu mánuðum og árum sem aldrei mun nú ræt- ast. Búin að panta tvær ferðir til útlanda, fara um Norðurland í sumar og svo mætti lengi telja. Elsku Þurý, þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman, allar góðu mál- tíðirnar á miðvikudögunum sem voru fastur liður hjá okkur og ekkert mátti spilla. Kæra Guðrún, börn og allir ættingjar, megi góður guð styrkja ykkur í sorginni og blessa minningu góðrar konu. Þinn, Pétur. Þurý frænka mín var einstök kona. Ég á yndislegar minningar um þig, elsku Þurý. Ofarlega í huganum eru allar þær stundir sem ég átti hjá þér sem barn á Marargrundinni. Þú varst bros- mild og góð og með hlýja nær- veru. Ég sótti sérstaklega í að vera hjá þér þegar við vorum ná- grannar og vissi að ég gat alltaf leitað til þín. Ég átti minn eigin lykil að heimili þínu um tíma en hann hékk á bandi hjá bréfalúg- unni. Mér þótti svo spennandi að lauma hendinni inn og ná í lyk- ilinn og opna alveg sjálf. Þá var ég átta ára. Ég man hvað mér þótti ævintýralega gaman að sitja á gólfinu á saumastofunni þinni á Marargrundinni og horfa á þig skapa flíkur og leika með efnin. Það var töfrum líkast hvernig allt lék í höndunum á þér og hversu listræn og skapandi þú gast ver- ið. Þú varst alltaf tilbúin að rétta litlu frænku hjálparhönd. Sama hvað það var. Gömlu flíkurnar sem ég dró með mér heim af mörkuðum og fannst vera fjár- sjóður fengu framhaldslíf í þínum höndum. Þú varst alltaf tilbúin að hlusta og rétta hjálparhönd, hvort sem það var að breyta flík- um eða veita góð ráð. Minnisstætt er samvinnuverk- efni fjölskyldunnar fyrir nokkr- um mánuðum, verkstýrt af þér, við að setja upp gardínur á Norð- urbrúnni. Okkur leið eins og á saumastofu. Ég á strauboltanum og myndavélinni, pabbi á borvél- inni og þið mamma á sitthvorri saumavélinni, saumandi í takt. Ég man hvað við hlógum mikið. Minningin um yndislega frænku er mér dýrmæt og lifir áfram. Elsku Hrafnhildur, Oddur, Gunni, Ómar og fjölskyldur. Ykk- ar missir er mikill og ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Eins til Péturs sem Þurý leið svo vel með síðustu ár- in. Elsku amma, ást og styrk sendi ég til þín. Hvíl í friði, elsku frænka, og takk fyrir allt. Ástarkveðjur. Þín Guðbjörg. Gulli og perlum að safna sér sumir endalaust reyna. Vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina. En viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Þakklæti. Þakklæti er mér efst í huga þegar ég sest niður og skrifa þessi orð. Þakklæti fyrir að hafa kynnst þér og átt í þér mína bestu vinkonu, trúnaðarvin, vinnufélaga, kórfélaga og ferða- félaga bæði hér innanlands og í fjölmörgum ferðum til útlanda. Það var í raun ótrúlegt að við Árni skyldum ekki vera með ykk- ur Pétri núna á Kanarí. Við höfð- um farið svo oft saman og þau voru nokkur skilaboðin sem ég fékk frá þér í símann meðan þú varst núna úti, þar sem þú sagðir að þú saknaðir mín og óskaðir þess að við Árni hefðum komið með ykkur Pétri út. Ég dreif því í að panta ferðina út til Bodrum í Tyrklandi sem við ætluðum að fara í saman næsta haust. Ég ætl- aði að koma þér á óvart með þess- um fréttum þegar þú kæmir heim en svo bárust mér þessar harma- fregnir. Nú er og verður sökn- uðurinn minn. Ólýsanlegur sökn- uður sem engan grunaði að bæri svo skjótt að. Það var skrýtið að horfa á eftir þér af skattstofunni þar sem við höfðum starfað saman í 18 ár þegar þú hættir sökum aldurs í lok október á síðasta ári. Þá var samt alltaf hægt að hringja eða kíkja við í kaffi og vinkonuspjall um allt á milli himins og jarðar. Við gátum rætt allt, hlegið sam- an, grátið saman og stóðum þétt við hlið hvor annarrar ef eitthvað bjátaði á en glöddumst jafnframt yfir góðum afrekum og þá sér- staklega barna okkar og barna- barna. Lífið var ekki alltaf dans á rós- um en okkur Árna þótti svo vænt um að sjá hvað þú varst ham- ingjusöm með honum Pétri þín- um síðustu ár. Minningarnar eru sem betur fer margar og góðar og þær munu ylja okkur sem eftir stöndum um hjartarætur um ókomin ár. Hún var yndisleg stundin sem við áttum saman á afmælisdaginn minn hinn 10. jan- úar síðastliðinn og fyrir hana Þuríður Jóna Antonsdóttir ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HALLFRÍÐUR STEINUNN ÁSMUNDSDÓTTIR, Dista, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 15. febrúar. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 21. febrúar kl. 13.00. Tryggvi Gunnarsson, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Halldór Gunnarsson, Selma Björk Grétarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNEA ODDNÝ ÞÓRÐARDÓTTIR frá Skógum í Mjóafirði, Skólagerði 26, Kópavogi, lést á Landakotsspítala föstudaginn 14. febrúar. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 21. febrúar kl. 13.00. Ingólfur K. Magnússon, Magnús Ingólfsson, Sigríður Þ. Ingólfsdóttir, Sigurður F. Þorvaldsson, J. Margrét Ingólfsdóttir, Gísli Brynjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG JÓHANNA ÞÓRÐARDÓTTIR kennari, Hrafnistu í Hafnarfirði, áður til heimilis á Þinghólsbraut 72, Kópavogi, lést á Hrafnistu þriðjudaginn 18. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Unnsteinn Þórður Gíslason, Magnús Gíslason, Kristján Gíslason, Guðrún Benedikta Elíasdóttir, Gísli Örn Gíslason, Birna Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Minn ástkæri eiginmaður, JÓN BRYNJAR GUNNHALLSSON, lést sunnudaginn 9. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 21. febrúar kl. 11.00. Þórhildur E. Halldórsdóttir, stúpbörn, barnabörn, systkini og faðir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi HALLDÓR GUNNAR STEFÁNSSON, Hrafnistu í Reykjavík, áður Bugðulæk 15, lést á Hrafnistu fimmtudaginn 13. febrúar. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 21. febrúar kl. 15.00. Sigrún, Guðrún, Bryndís og Siggi, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, RAGNHEIÐUR SVEINFRÍÐUR SÓLEY ÁRNADÓTTIR frá Bolungarvík, Vesturgötu 28, Reykjavík, lést að morgni mánudagsins 17. febrúar á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 25. febrúar og hefst kl. 13.00. Kristrún Árný Sigurðardóttir, Stefán Ragnar Einarsson, Árni Jónsson Sigurðsson, Sjöfn Þórðardóttir, Jón Sævar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.