Morgunblaðið - 20.02.2014, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 20.02.2014, Qupperneq 64
64 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 ✝ Sigurður Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 13. október 1960, hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 12. febrúar 2014. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Jóhann Friðriksson bifreið- arstjóri, f. 27. nóv- ember 1934, d. 21. mars 1986, og Svanhildur Þor- björnsdóttir húsmóðir, f. 2. apríl 1935, d. 3. ágúst 1975. Bræður Sigurðar eru: Þorbjörn, f. 1954, Friðrik, f. 1955, Elías, f. 1957, og Jóhann, f. 1958. Hinn 13. október 1990 kvæntist Sigurður eig- inkonu sinni Huldu Sigurlínu Þórðardóttur ljósmóður, f. 15. apríl 1963. Foreldrar hennar eru Þórður Jónsson, f. 10. mars 1928, d. 10. febrúar 2007, og Hulda Re- bekka Guðmundsdóttir, f. 16. júní 1926. Börn Sigurðar og Huldu eru þrjú: 1) Guðmundur Vignir Sigurðsson, læknir, f. 1985, maki Ingibjörg Sigurð- ardóttir, grafískur hönnuður, f. 1985. Börn þeirra: Sigurður Elí, f. 2011, Ronja, f. 2013. 2) Svandís Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Símanum, f. 1989, eiginmaður Jóhann Már Ævarsson lækna- nemi, f. 1983. 3) Rakel Rebekka Sigurðardóttir, f. 2002. Sigurður ólst upp í Norð- urmýrinni í Reykjavík, gekk í Ís- aksskóla og Austurbæjarskóla, lauk þaðan grunn- skólaprófi og var eftir það í Vörðu- skóla. Ungur æfði hann sund hjá KR, spilaði blak með Víkingi og Lands- liði Íslands. Hann stundaði blakíþrótt- ina nánast alla ævi, síðast með Hamri í Hveragerði. Sigurður útskrif- aðist frá Lögregluskólanum 1983 og var í Lögreglunni í um 10 ár, lengst af í Reykjavík en einnig á Akureyri og Egils- stöðum. Hann útskrifaðist 1999 sem rekstrarfræðingur frá Há- skólanum á Bifröst. Hann hóf snemma störf hjá Þorbirni afa sínum í Kjötbúðinni Borg og starfaði víða við verslun og þjónustu, m.a. sem sendibíl- stjóri og verslunarstjóri. Hann reyndi fyrir sér í Hótel- og veit- ingaskólanum en fór þaðan yfir í lögregluna. Hann lagði fyrir sig fyrirtækjarekstur, verk- efnastjórnun, kerfisstjórnun og nú síðustu árin starfaði hann við gæðamál, nú síðast sem gæða- stjóri hjá Matvælastofnun (MAST) á Selfossi. Sigurður og fjölskylda hafa lengst af átt heima í Kópavogi og Hvera- gerði. Sigurður verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju í dag, 20. febrúar 2014, og hefst athöfnin kl. 14. Elskulegur faðir minn hefur kvatt þennan heim, tómarúmið sem myndast er ólýsanlegt og um- fang þess á eflaust eftir að kristall- ast betur þegar fram líða stundir. Ég missi ekki aðeins ástkæran föður minn sem hefur alið okkur systkinin upp með ást, alúð og festu heldur einnig góðan vin. Það er auðvelt að líta til baka og sjá að margt af því sem þú stóðst fyrir hefur þér tekist að fá börnin þín og vini til að hafa í hávegum og til- einka sér. Það þekkja þig flestir fyrir húmor, stríðni, vinnusemi, nákvæmni og sterka réttlætis- kennd í leik og starfi. Mig langar að minnast þín með nokkrum orð- um. Í öll þau ár sem ég hef haft fjár- ráð til að gefa þér gjafir hefur mér aldrei tekist sérstaklega vel til, þó tel ég mig góðan í því en þú varst minn akkilesarhæll í þeim málun- um. Þeir sem hafa einhvern tím- ann ætlað að gefa þér gjöf vita hvað ég er að tala um. Þú varst nægjusamur og þig vantaði aldrei neitt. Á hverju ári braut ég heil- ann um þetta og ætlaði alltaf að koma með gjöf ársins, á hverju ári varð það hinsvegar hanskar eða eitthvað slíkt sem væri örugglega nothæft en ekkert sérstaklega sniðugt. Síðustu jól voru hinsveg- ar öðruvísi, ég ákvað að gefa þér skræpótta, marglita, röndótta sokka og vonaðist til að þú notaðir þá til að brjótast út úr örugga fata- skápnum þínum og ögra sam- félaginu. Það tókst heldur betur, þú greipst hvert tækifæri til að klæðast þessum litríku sokkum, sýndir og sannaðir að húmorinn lifði þrátt fyrir erfiða tíma og erfið veikindi. Þeir vöktu kátínu meðal fjölskyldunnar og á deildum spít- alanna. Faðir minn var prinsippmaður, hann var svolítið af gamla skólan- um, passaði upp á að ég kynni að bora í og festa á allar tegundir af veggjum, tengja rafmagn og laga það sem bilar og ef ég gæti það ekki, þá vita hver kynni það. Hann var duglegur að tileinka sér tæknina og dembdi sér út í nýj- ungar svo hann heltist ekki úr lestinni, sá þó eftir að hafa stofnað fésbókarsíðu þar sem ekki var hægt að eyða henni. Hann dýrkaði lambalæri með sósu, grænar Ora baunir og sultu, ekkert minna, ekkert meira. Líkaði betur við að borða góðan mat en að elda hann, kunni að meta gott rauðvín og viskí. En ég gat aldrei skilið af hverju hann vildi hafa bjórinn volgan. Hann las mikið af reyfur- um og vísindaskáldsögum. Kunni að meta alvöru harðjaxla í kvik- myndum og er spennumyndasafn- ið okkar margfalt stærra en nokk- uð annað. Stríðnin einkenndi pabba mikið og er mér sagt að hann hafi fengið það í arf frá móð- ur sinni, ég skal sjá til þess að þessi ættareiginleiki lifi áfram þér til heiðurs. Ég mun seint gleyma því hvernig þú hefur tekið á móti börnunum mínum með allri þinni ást og alúð. Þín verður ávallt minnst sem skemmtilega afa Sigga og heiti ég því að þau munu fá að kynnast því hver þú varst. Þú ert fyrirmyndin mín í lífinu og minn besti vinur, það verður erfitt að venjast því að þú sért ekki til staðar. Minning þín mun lifa í hjörtum þeirra sem þig þekktu. Ég sakna þín, pabbi. Vignir. Elsku Siggi, Það er svo stutt síðan við vorum hjá ykkur í sveitinni nú í desem- ber að skíra litlu dóttur okkar. Þetta var svo fallegur dagur og þú stóðst úti og tókst á móti gestun- um bæði ánægður og stoltur af okkur og nýja heimilinu. Það var svo margt spennandi að gerast hjá ykkur og nýir tímar framundan. Ekki hvarflaði það að okkur þenn- an dag að við þyrftum að kveðja þig í bráð. Barnabörnin unnu þér vel og það var svo gaman að fylgjast með þér, hvernig þú opnaðir ástúðleg- an faðm þinn fyrir þeim. Þú kysst- ir dóttur okkar, kvaddir og hafðir orð á að þú fengir því miður ekki tækifæri til að fylgjast með henni vaxa úr grasi. En hún mun fá að kynnast þér í gegnum okkur. Minning þín lifir í hjörtum okkar og við munum segja henni sögur af þér. Frá stríðninni, húmornum og festunni. Hversu mikill prinsíp- maður þú varst og nákvæmur. Hversu mikill töffari þú varst á mótorhjólinu, hún mun fá að heyra filipus-sögur líkt og þú varst vanur að segja Vigni, læra að meta soðnar kjötfarsbollur sem kallaðar eru handsprengjur og voru eitt af því fáa sem þú eldaðir en var í miklu uppáhaldi hjá börn- um þínum. Við munum minnast og halda við barnaleikjunum sem þú kenndir okkur. Þín verður alltaf minnst sem hressa, skemmtilega og stríðna afa Sigga. Þín verður sárt saknað. Nú hef- ur þú fundið þinn frið og nú reyn- um við að finna okkar og halda áfram án þín. Guð geymi þig og varðveiti, þín tengdadóttir, Ingibjörg. Sigurður mágur minn er látinn. Ótal minningar um hlýja og elsku- lega samferð streyma um hugann. Siggi kom inn í fjölskylduna fyrir 30 árum. Lína systir mín var stolt þegar hún kynnti okkur fyrir þessum glæsilega manni sem síð- ar varð hennar sterki og trausti lífsförunautur. Fjölskyldurnar urðu nánari. Við hjálpuðumst að, deildum þekkingu, gleði og sorgum. Börn- in fæddust eitt af öðru, þau eldri pössuðu þau yngri, urðu vinir, léku saman og leituðu skjóls hvert hjá öðru. Ég var lánsöm að vera viðstödd þegar dætur Sigga og Línu fæddust. Það voru dýrðar- stundir. Ekki varð gleði okkar síðri löngu seinna, þegar við urð- um ömmur og afar með tveggja daga milli bili, Siggi eignaðist nafna sinn. Fyrir hálfu ári kom svo annar sólargeisli inn í líf þeirra, Ronja litla. Siggi hlúði að mínum börnum á ýmsum tímabilum, studdi þau og hvatti, var til staðar. Einstök er sú hjálp sem hann veitti mér við rit- gerðarskrif, þar var nákvæmnin í fyrirrúmi, uppsetning skyldi vera hárfín og jöfn. Tölvur voru ætíð keyptar í samráði við hann. Fjölskyldan var Sigga mikil- væg. Tveimur dögum fyrir andlát- ið gifti hann eldri dóttur sína. Það var stórkostleg stund. Þar sýndi hann það baráttuþrek og æðru- leysi sem einkenndi hann alla tíð. Hann tókst á við erfiðan sjúkdóm en húmorinn hans var aldrei langt undan. Lífshlaupi kappans er lok- ið. Í huga okkar er djúpur sökn- uður en jafnframt þakklæti fyrir samfylgdina. Blessuð sé minning hans. Stillt vakir ljósið í stjakans hvítu hönd, milt og rótt fer sól yfir myrkvuð lönd. Ei með orðaflaumi mun eyðast heimsins nauð. Kyrrt og rótt í jörðu vex korn í brauð. (Jón úr Vör.) Kolbrún Þórðardóttir. Kveðja til vinar. Það var okkur vinunum mikið reiðarslag er Jói bróðir Sigga tjáði okkur að okkar elskulegi æskuvin- ur væri fallinn frá langt um aldur fram. Sem börn og unglingar vor- um við þrír mjög nánir og bröll- uðum margt saman. Við bjuggum allir í Norðurmýrinni og var Klambratúnið og allir bakgarðar í hverfinu okkar heimavöllur. Við vorum líflegir drengir og mörg ævintýri skráðust í minningu okk- ar. Foreldrar Sigga eignuðust sumarbústað við Þingvallavatn og fórum við ófáar ferðir þangað með þeim og var þetta yndislegur tími. Þegar við svo urðum eldri fórum við félagarnir þangað einir. Nut- um lífsins við að spila, veiða í vatn- inu og bara að vera saman. Við tóku skemmtileg ár þar sem við stigum fyrstu skrefin saman í skemmtanalífinu og var oft mikið fjör heima hjá Sigga á Guðrúnar- götu 9. Eftir skemmtileg æskuár tók alvaran við og héldum við fé- lagarnir hver í sína áttina til að koma okkur fyrir í lífinu, en alltaf þegar leiðir okkar lágu saman var eins og aðeins nokkrir dagar hefðu liðið. Siggi mun ávallt lifa í minningum okkar og það er með hlýhug og söknuði sem við kveðj- um þennan góða dreng. Elsku Lína, börn og fjölskylda Sigga, megi góður Guð sefa sorgir ykkar. Jónas Guðmundsson, Heimir Þór Tryggvason og fjölskyldur. Það er skrýtið til þess að hugsa að fyrir rétt rúmum þremur mán- uðum sátum við Siggi gæðastjóri Matvælastofnunar (MAST) í góð- um hópi fólks og snæddum kvöld- verð á heimaleikvangi Real Ma- drid og ræddum um stór verkefni framundan hjá Matvælastofnun sem við ætluðum ásamt fleirum að ráðast í. Verkefnið var að setja á laggirnar úttektarkerfi sem okkur ber að gera samkvæmt löggjöf og enginn var betur til verksins fall- inn en hann. Sem gæðatengill hjá MAST og áhugamaður um gæða- handbók var ég svo lánsöm að fá að vinna náið með gæðastjóran- um. Verandi hæglátur, vandvirk- ur og hvetjandi vóg hann á já- kvæðan hátt upp ákafann í skellibjöllunni mér og áttum við afar auðvelt með að vinna saman og ná þeirri niðurstöðu mála sem við vildum. Það var okkar stofnun mikið lán að fá Sigga til starfa hjá okkur og ríkir nú mikil sorg í okk- ar hópi yfir því að hafa misst þenn- an góða dreng frá okkur langt fyr- ir aldur fram og það ekki bara vegna verkefna og vinnu heldur ekki síst sem frábæran samstarfs- mann og góðan félaga. Í Spánar- ferð okkar sýndi Siggi dæmigerða rósemistakta og hjálpaði mér t.d. í mikilli flughræðslu minni þegar flugvélin var að mínu mati að hristast í sundur yfir fjöllum Evr- ópu. Þá lagði hann höndina yfir handlegg minn og sagði „þetta verður í fínu lagi, pantaðu þér bara rauðvín“ og hélt svo bara áfram að lesa. Því miður þróaðist heilsa Sigga fljótt á versta veg og ljóst að ekki var bjart framundan. Æðruleysi þeirra hjóna og kjark- ur gagnvart því sem við blasti var með eindæmum. Það kom fljótt í ljós að við hlið Sigga stóð afar sterk og einstök kona. Hann var svo sannarlega lánsamur. Það hef- ur margt flogið í gegnum hugann síðustu vikur og sennilega er nið- urstaðan sú að muna að þakka fyr- ir hvern dag, brosa, hlæja og taka utan um hvort annað án þess að eitthvað sérstakt tilefni sé til. Siggi mun ávallt lifa í minningu minni. Ég votta Huldu Línu, börn- um, tengdabörnum og barnabörn- um mína dýpstu samúð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ástfríður Sigurðardóttir. Við minnumst Sigurðar Guð- mundssonar, gæðastjóra Mat- vælastofnunar, með hlýju og þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum og njóta starfs- krafta hans, sem þó varði allt of stutt. Því betur gerir maður sér grein fyrir hvað sá tími var verð- mætur. Við vorum á flugi, ábend- ingakerfið fullmótað og komið á heimasíðuna, gæðahandbókin á miklu skriði og innra úttektakerf- ið framundan. Sigurður var ekki aðeins flinkur starfsmaður heldur var hann einnig einstaklega vand- virkur. Vinna við gæðastjórnun krefst vandvirkni, yfirsýnar og lipurra samskipta. Það tekur tíma og þarfnast fyrirhyggju að snúa stóru skipi og Sigurður var mað- urinn í brúnni og þar var hann á réttum stað. Hann var hæglátur maður, barst ekki á og máltakið „meira vinnur vit en strit“ lýsir honum vel. Sigurður var snögglega kallað- ur til annarra verka og ráðum við því miður engu um það, en störf hans lifa með okkur um ókomin ár. Handbragð hans sést alls staðar í okkar daglegu störfum og lifir hann því áfram með okkur. Það er sárt að sjá á eftir góðum starfs- félaga og vini og við erum mörg sem eigum erfitt með að átta okk- ur á að hans nýtur ekki lengur við. Það eru ekki nema þrír mánuðir síðan Sigurður var á Spáni að mennta sig í innri úttektum og skömmu fyrir jól lukum við frá- gangi úttektakerfis, sem nú er tilbúið til staðfestingar. Við hitt- umst svo í byrjun ársins til að rýna gæðakerfið, en þá var ljóst að Sig- urður gekk ekki heill til skógar. Þegar leið á janúar var hann síðan mættur til að lýsa yfir áhuga á að fá betri aðstöðu til að geta unnið að heiman. Það var því lítið dregið úr þó aðheilsunni hrakaði og það hraðar en okkur óraði fyrir. Afrakstri af störfum Sigurðar og starfsfélaga verður ef til vill ekki betur lýst en gert var í ný- legri skýrslu um störf Matvæla- stofnunar, en þar segir m.a. að „Gera má ráð fyrir að árleg mark- miðssetning, reglubundið sjálfs- mat og öflugt gæðastjórnunar- kerfi þar sem verkferlar og verklagsreglur eru í reglubund- inni endurskoðun muni stuðla að því að fagleg og samræmd vinnu- brögð stofnunarinnar eflist í kom- andi framtíð“. Í mörgum af þess- um verkefnum var Sigurður bæði verkstjórnandi og leiðbeinandi. Hann sá til þess að verkefnum miðaði áfram og hann gerði það með einstakri lagni og því jafnað- argeði sem einkenndi alla hans framkomu. Sigurður gladdist einnig í góðra vina hópi og eigum við starfsfélagar hans góðar minn- ingar frá slíkum stundum. Elsku Hulda Lína og fjöl- skylda, fyrir hönd starfsfólks Mat- vælastofnunar viljum við votta ykkur innilega samúð okkar. Við söknum þín, kæri vinur, hvíldu í friði. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Jón Gíslason forstjóri og Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir. Sú sorgarfrétt barst okkur í vikunni sem leið að Siggi fyrrver- andi blakfélagi okkar væri dáinn, eftir snarpa baráttu við krabba- mein. Er þetta fyrsta skarðið sem hoggið er í hóp þeirra ágætu blak- ara sem stundað hafa íþróttina í Hveragerði undanfarin 20 ár. Blakdeild Hamars í Hveragerði var stofnuð árið 1993 og á fyrstu árum deildarinnar komu til liðs við okkur hjónin Sigurður Guð- mundsson og Hulda Sigurlína Þórðardóttir. Siggi og Lína, eins og þau gjarnan voru nefnd sem órofa heild, komu inn í blaklífið með okkur af áhuga og krafti. Var mikill styrkur af þeim hjónum sem bæði þóttu afar liðtæk í íþróttinni. Siggi hlaut sitt blak- uppeldi með Víkingi í Reykjavík, þar sem á árum áður var rekin kröftug blakdeild. Náði hann á þeim árum að komast í landslið Ís- lands og leika nokkra landsleiki. Siggi var hávaxinn miðjumaður og miðlaði af reynslu sinni til yngri manna. Hann var afar fylginn sér og lét okkur heyra það þegar hon- um þótti nóg um aumingjaskap- inn. Að sama skapi hvatti hann okkur yngri mennina til dáða þeg- ar mikið lá við, sem ekki veitti af á þeim árum. Siggi tók að sér þjálf- un um tíma og til að mynda þjálf- aði hann lið HSK sem tók þátt í Landsmóti UMFÍ á Egilsstöðum og Neskaupstað árið 2001 og spil- aði að sjálfsögðu með. Öldunga- mót blakara eru landsfræg og þar lagði Siggi sitt af mörkum og átti stóran þátt í að Hamar vann sér sæti í 1. deild í fyrsta sinn á því móti. Tóku þau hjón fullan þátt í fé- lagslífi deildarinnar og gleðistund- irnar voru margar sem gott er að minnast nú. Hnjámeiðsli gerðu Sigga blakið erfitt hin seinni ár og eftir að þau hjón fluttu í Kópavog reyndu þau eftir megni að sækja árlegar blaksamkomur, eins og Daddamótið. Þau voru ávallt góð heim að sækja og til marks um gestrisni þeirra þá buðu þau fram hús sitt, í Kópavogi, fyrir bæði lið okkar í uppihald og gistingu þegar við tókum þátt í öldungamótinu í Garðabæ árið 2007. Við blakfélag- ar þökkum góðan félagskap og samfylgdina á mörgum keppnis og gleðistundum og vottum Huldu Línu, Vigni, Svandísi, Rakel Re- bekku, mökum, barnabörnum og aðstandendum okkar dýpstu sam- úð. Fyrir hönd fyrrverandi blak- félaga í Hamri. Valdimar Hafsteinsson. Kær vinur er fallinn frá langt um aldur fram en þegar sorgin knýr dyra rifjast upp að það eitt getur kallað fram sorg og söknuð sem veitt hefur gleði. Sumir sem maður kynnist á lífsleiðinni skilja eftir sig svo miklu meira en þeir taka og Siggi var slíkur maður. Við kynntumst þegar við hófum nám á Bifröst. Við vorum öll að feta nýja leið, búin að slíta barns- skónum, og áttum þá von að finna góða vini í nýjum hópi skólafélaga. Fljótlega komu mannkostir Sigga í ljós. Hann var hógvær, glettinn, jafnlyndur og alltaf boðinn og bú- inn að rétta fram hjálparhönd. Siggi var einstaklega nákvæmur og vandvirkur og hans stíll var að kryfja málin til mergjar. Þær voru ófáar stundirnar sem legið var yfir námsbókum og verkefnavinnu og þegar komið var fram á síðustu stundu tók Siggi við og kom verk- efnunum í skilatækt form enda hafði hann tækniþekkingu um- fram okkur hin. Það kom sér oft vel auk þess sem honum fannst sjálfsagt að leggja sitt af mörkum og rétta öðrum hjálparhönd. Siggi hafði afskaplega þægilega nærveru, var traustur og yfirveg- aður, auk þess að vera vel að sér á mörgum sviðum og lá ekki á skoð- unum sínum. Hann gerði það á sinn hógværa hátt og hafði þann góða eiginleika að bera virðingu fyrir skoðunum annarra. Allt þetta gerði hann að góðum félaga sem gott var að hafa nálægt sér og sú minning lifir. Árin á Bifröst voru krefjandi en umfram allt skemmtileg. Þar vor- um við öll með fjölskyldur okkar, samfélagið lítið og samheldnin einstök. Siggi var eins og klettur, alltaf til staðar, áreiðanlegur og skemmtilegur. Við kveðjum þig kæri vinur með þakklæti í huga fyrir gefandi samferð. Kæra Lína, Vignir, Snædís og Rakel. Okkar innilegustu samúð- arkveðjur og megi góður guð gefa ykkur styrk til að takast á við sorg ykkar og söknuð. Sigríður Jónsdóttir og Lóa Ólafsdóttir. Sigurður Guðmundsson HINSTA KVEÐJA Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Ég mun aldrei gleyma elsku besta pabba mínum sem horfði með mér á Buffy þegar ég gat ekki sofið og var alltaf til taks þegar ég þurfti á ráðgjöf að halda. Ég á ótal dýrmætar minn- ingar sem verða alltaf með mér og ég veit að hans orð- spor mun lifa lengi, því betri mann er erfitt að finna. Svandís.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.