Morgunblaðið - 20.02.2014, Side 66

Morgunblaðið - 20.02.2014, Side 66
66 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 ✝ Einar SveinnErlingsson fæddist á Hauka- landi í Reykjavík 3. mars 1926. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans 12. febrúar 2014. Foreldrar hans voru Erlingur Fil- ippusson, grasa- læknir og silf- ursmiður, og Kristín Jónsdóttir húsmóðir. Afi hans og amma voru Þórunn Gísladóttir, ljósmóðir og grasa- læknir, og Filippus Stefánsson silfursmiður. Einar Sveinn ólst upp í stórum systkinahópi á Grettisgötu 38 b. Hann missti móður 8 ára gamall og fór snemma til sjós, aðeins 14 ára Með Jónínu Pálsdóttur eign- aðist Einar Sveinn Arnþór Sæv- ar, f. 26. desember 1946. Einar Sveinn kvæntist Hrefnu Dóru Tryggvadóttur, f. 7. júlí 1925 í Reykjavík, d. 2. júní 2002. For- eldrar hennar voru Tryggvi G. Gunnarsson vörubifreiðarstjóri og kona hans Guðrún Pálína Guðmundsdóttir. Einar Sveinn og Hrefna Dóra eignuðust 6 börn en þau eru Sveinbjörn Reynir, f. 3. febrúar 1953, gift- ur, og á hann 2 börn, Kristjana, f. 26. mars 1954, gift, og á hún tvær dætur og 3 barnabörn, Erla Guðrún, f. 12. júlí 1955, gift, og á hún 3 börn og 5 barnabörn, Lilja Kristín, f. 26. september 1958, gift, og á hún 2 börn, Birgir Óli, f. 22. janúar 1962, giftur, og á hann 2 börn, Dagný, f. 30. maí 1966, gift, og á hún 3 syni og eitt barnabarn. Útför Einars Sveins fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 20. febrúar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar gamall. Á sínum sjómannsferli sigldi hann um víða og meðal annars á tímum seinni heimsstyrjald- arinnar. Árið 1953 lauk hann vél- stjóranámi og starfaði eftir það sem vélstjóri, að- allega í millilanda- siglingum. Síðar þegar í land kom starfaði hann við akstur á eigin bíl hjá vöru- bifreiðastöðinni Þrótti. Einar Sveinn eignaðist 2 börn með Sigríði Þóru Konráðsdóttur, þau Erling, f. 28. maí 1945, en hann á 3 börn og 5 barnabörn og Guðrúnu, f. 5. mars 1947, en hún á 3 syni og 5 barnabörn. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Með þessum orðum langar mig að kveðja pabba minn Ein- ar Svein Erlingsson Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Hvíl þú í friði. Guð blessi minningu þína. Þín dóttir Erla og fjölskylda. „Halló.“ Þetta orð hljómaði kunnuglega, hinn knái tengda- faðir minn og vinur var kominn í heimsókn. Það var alltaf gaman að spjalla við Einar, enda mað- urinn skemmtilegur og vel með á nótunum um líðandi stund, ekki síst að hlusta á hann segja frá sjómennsku sinni í stríðinu og hinum fjölbreyttu störfum sem hann fékkst við um ævina og upplifun hans af þeim. Í mannfagnaði naut hann sín allt- af vel enda viðræðugóður og spaugsamur. Skákin var honum kær alla tíð, enda góður skákmaður. Tefldu þeir mikið bræðurnir, Þorsteinn og Einar. Alltaf var Einar til í skák við hvern sem var. Notaði hann einnig skák- forrit til að tefla við, eða ein- hverja á netinu ef ekki vildi betur til. Hann sem sagt var með fartölvu sem hann notaði fram til dauðadags. Einar var ekki að velta hlut- unum of mikið fyrir sér eða að fá álit annarra ef hann fékk hugmynd að einhverjum fram- kvæmdum, eins og ferðalögum, búferlaflutningum, grasalækn- ingum, bátaútgerð og mörgu öðru. Þá var slagur látinn standa. Stundum gengu hlutirnir upp, stundum ekki. En Einar var alltaf brattur, þá var bara að taka næsta slag. Við hjónin bjuggum á Höfn 1993-1998 og kom Einar nokkr- um sinnum í heimsókn. Ein af þeim var í tilefni af fermingu dóttur okkar Þórhildar. Það var kalt í veðri daginn fyrir ferminguna þegar Einar lagði í hann keyrandi frá Reykjavík á litlum Suzuki jeppa með Ninnu vinkonu sinni. Við biðum eftir þeim, áhyggjufull vegna veðurs en það var hraglandi og slydda. Loksins sjáum við Súkkuna læðast inn götuna, en eitthvað var ekki í lagi. Það vantaði nefnilega fram- rúðuna í jeppann, en hún brotnaði á leiðinni, og þau skötuhjú höfðu vafið um sig teppum og haldið ferðinni áfram með vindinn og slydduna í fangið, Einar undir stýri og snjór í skeggi hans, en bæði skellihlæjandi. Urðu fagnaðar- fundir við komuna og skemmti- leg umræða spannst um ferðina það kvöldið. Þarna var Einar á ferð. Eitt sumarið hjólaði Einar austur á Höfn til Erlu dóttur sinnar þar, þá nýbúinn að ná sér eftir veikindi. Hann komst austur, en ferðin var erfið enda austan vindur og rigning nær alla leiðina. Það var erfitt að fylgjast með hvernig honum gekk, eða hvar hann var stadd- ur hverju sinni. Þá var hringt í vegasjoppur á leiðinni og spurst fyrir um hvort sést hefði til fullorðins manns á reiðhjóli. Í Vík var okkur tjáð að sést hefði til manns sem bar saman við okk- ar lýsingu á fleygiferð niður Víkurskarðið. Vissum við þann- ig nokkurn veginn hvernig ferðin gekk. Grasalækningar voru Einari í blóð bornar og hjálpaði hann mörgum um bata af ýmsum kvillum. Eins og vegna nýrna- og gallsteina, einnig allskonar húðvandamála. Á tímabili voru „græðikrem Einars“ seld í apó- tekum. Lystagyðjan snart Einar, hann var drátthagur og mynd- list átti hug hans. Einnig var hann vel stökufær. Bækur voru alltaf á náttborði hans. En nú er þessi góði maður, vinur minn og tengdafaðir far- inn og mun ég sárt sakna hans. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Jóhannes K. Sólmundsson. Elsku Einar afi. Það er sárt að hugsa til þess að eiga ekki aftur eftir að hitta þig. Það eru svo margar góðar minningar sem við eigum um þig, elsku afi. Ein af þeim er heimsóknin til Kaupmannahafnar, við erum ánægð með hafa átt þann tíma með þér. Ávallt var gott að hitta þig og spjalla saman. Það var notalegt að sitja með þér við eldhúsborðið hjá mömmu og pabba þar sem þú gluggaðir í blöðin. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Takk fyrir allt, elsku afi okkar. Minningar um þig munum við varðveita með okk- ur. Þínar, Hrefna Dóra og Þórhildur. Einar Sveinn Erlingsson ✝ Soffía Val-gerður Ein- arsdóttir fæddist í Reykjavík 13. apríl 1934. Hún andaðist á Hjúkrunarheim- ilinu Eir, Graf- arvogi, aðfararnótt 9. febrúar 2014. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Þóra Árnadóttir, verslunarkona , f. 1.9. 1914, d. 24.8. 2000 og Ein- ar Guðmundsson leigubílstjóri, f. 5.11. 1902, d. 2.6. 1984. Syst- ir Soffíu er Anna Ragnheiður, f. 6.11. 1935 og uppeldisbróðir er Guðmundur Arnar Gunn- 8.9 1987 og eignuðust þau tvær dætur, gift Jóni Helgasyni vél- fræðingi, f. 23.2. 1959, eiga þau tvo syni og eru barnabörnin orðin þrjú; Ása, auglýsinga- fulltrúi, f. 18.4. 1959. Soffía lauk barnaskólaprófi frá Landakotsskóla og síðan gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Austurbæjar. Áður en Soffía giftist starfaði hún hjá Vinnufatagerðinni. Hún var síðan heimavinnandi í u.þ.b. 10 ár, en vann síðan við skrif- stofustörf hjá ýmsum fyrir- tækjum. Lengst af starfsævinni vann hún þó hjá Húsnæð- isstofnun, síðar Íbúðalánasjóði, eða fram til ársins 1997, en hætti þá störfum vegna veik- inda sem skertu starfsgetu hennar. Útför Soffíu fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 20. febrúar 2014 og hefst at- höfnin klukkan 11. arsson, f. 29.9. 1935. Soffía giftist 1953 Magnúsi Ingi- marssyni, prentara og hljómlist- armanni, f. 1.5. 1933, d. 21.3. 2000. Þau skildu 1962. Börn þeirra eru: Einar Ingi sálfræð- ingur, f. 6.10. 1953, kvæntur Sig- rúnu Guðmunds- dóttur sagnfræðingi, f. 3.8. 1955 og eiga þau fjóra syni og tvö barnabörn; Gunnar, hann á fjögur börn; Sigrún Greta bók- ari, f. 19.5. 1957, giftist Reyni Kristinssyni, f. 30.7. 1955, d. Í dag kveð ég kæra vinkonu, hana Soffíu Valgerði, sem kölluð var Dæja á mínu heimili. Okkar kynni spanna nokkra áratugi, en Dæja var gift Magnúsi Ingimars- syni, sem síðar varð eiginmaður minn. Með tímanum mynduðust vináttutengsl okkar í millum, þökk sé börnunum „okkar“ eins og við köllum öll börnin okkar, hvort sem þau eru hennar eða mín. Í gegnum árin höfum við Dæja og okkar fjölskyldur átt margar góðar stundir saman og hún var ómissandi í öllum sam- komum stórfjölskyldunnar. Eftir lát Magnúsar áttum við oft, fyrir utan fjölskyldusamkomur, okkar prívatstundir saman og þær met ég mikils. Lífið hennar Dæju var ekki alltaf dans á rósum. Hún veiktist alvarlega fyrir mörgum árum og var hreinlega ekki hugað líf. En með dugnaði og þrautseigju náði hún sér upp og það var krafta- verki líkast hvernig henni tókst það. Þegar Magnús lá sína bana- legu var hún mér við hlið og það hafði mikið að segja fyrir okkur öll. Það sem ég dáðist ætíð að í fari Dæju var kunnátta hennar í ís- lenskum bókmenntum. Vitnaði oft í Íslendingasögur og Laxness og var yfir höfuð mjög víðlesin. Það var líka gaman að ræða við hana um gamla tíma í Reykjavík og víðar. Dæja var vinnuþjarkur og slakaði aldrei á meðan kraftar entust. Í heimsóknum mínum til henn- ar undanfarnar vikur kvaddi hún mig aldrei án þess að biðja fyrir kveðju til barna minna sem hún fylgdist alltaf með af einlægum áhuga. Annars voru þetta og eru „okkar börn“ eins og hún sagði alltaf. Ég verð að minnast á tryggð hennar við fyrrverandi tengda- fjölskyldu, fjölskyldu Magnúsar. Sú tryggð var einstök og vel met- in af þeim öllum. Hún var alltaf Dæja þeirra. Einnig var móðir Dæju, Sigríður, einstök mann- eskja sem var elskuð af sínu fólki og ég var svo heppin að eignast vináttu þeirrar góðu konu. Ég og börnin mín þökkum Dæju einlæga vináttu og tryggð og persónulega þakka ég vinkonu minni allar góðu stundirnar okk- ar saman. Ég á eftir að sakna þeirra stunda. Vertu kært kvödd, elsku Dæja mín, og guð gefi þér góða ferð og góða heimkomu. Ingibjörg (Inga). Í dag kveðjum við góða konu. Ég kynntist Dæju, eins og ég kallaði hana, fyrir 44 árum þegar við bjuggum í sama stigagangi á Hjaltabakka 30. Ég var 10 ára og við Ása, yngsta barn Dæju, urð- um góðar vinkonur. Ég var tíður gestur á heimili Dæju. Alltaf var mér boðið í fjölskylduboðin og oft í sunnudagssteikina. Ég hef alla tíð verið eins og ein af fjölskyld- unni og hefur mér þótt vænt um það. Ég á svo margar góðar og skemmtilegar minningar um Dæju, hún var alltaf glaðleg og hláturmild og við urðum góðar vinkonur, þrátt fyrir mikinn ald- ursmun. Ég, Ása og Dæja vorum saman í Öldungadeild Mennta- skólans við Hamrahlíð og gerðum oft verkefni og ritgerðir saman. Báðar höfðum við áhuga á and- legum málum og vorum saman á námskeiði hjá Erlu Stefánsdótt- ur miðli. Þegar ég gifti mig, var það hún sem kom með hrísgrjón og dreifði yfir okkur nýgiftu hjónin. Dæja var látin reyna marga erfiðleika í lífinu, en aldrei bugaðist hún og alltaf var stutt í hláturinn. Nú í haust kom hún norður til Dalvíkur með dætrum sínum, Ásu og Sissí. Þar tók ég á móti þeim og áttum við góðar stundir. Þá sá ég að það var farið að draga af henni. Ég er svo þakklát að hafa fengið að kynnast Dæju, ég mun minnast hennar alla tíð með þakklæti og gleði og mun aldrei gleyma hlátrinum hennar. Dæja var ein besta manneskja sem ég hef kynnst um ævina og ég veit að himnafaðirinn mun taka vel á móti henni. Ég bið Guð að vernda hana og gefa fjölskyldu hennar styrk í sorginni. Þegar maður hefir tæmt sig af öllu mun friðurinn mikli koma yfir mann. Allir hlutir koma fram í tilvistina, og menn sjá þá hverfa aftur. Eftir blóma ævinnar fer hvaðeina aftur til upphafsins. Að hverfa aftur til upphafsins er friðurinn; það er að hafa náð takmarki tilvistar sinnar. (Lao-Tse) Karítas Skarphéðinsdóttir Neff (Katý). Hún Soffía systir mín elskuleg er látin. Ég veit að hún er komin á betra tilverustig og á eftir að líða betur. Hún var svo óheppin þegar hún var eins og hálfs árs að fá lömunarveiki og skekktist of- urlítið í andliti. Það voru allir löngu hættir að sjá nema hún sjálf, en þetta plagaði hana mjög, alltaf. Henni gekk sérlega vel í skóla alla tíð og synd að hún skyldi ekki halda áfram í skóla, en á þeim tíma var ekki lögð mikil áhersla á það, eldra fólkinu fannst meira virði að fá vinnu. Hún gifti sig ung og átti fjögur börn á fáum árum. Lífið var henni erfitt í mörg ár en hún átti góða vini og nágranna sem reyndust henni og börnunum mjög vel. Eftir að hún skildi við manninn keypti hún sér bíl og lærði að keyra, þá breyttist margt til hins betra. Hún fór að vinna úti og var mjög vel liðin þar sem hún vann. Lengst vann hún hjá Húsnæðisstofnun sem ráð- gjafi. Síðan keypti hún sér íbúð, sem hún átti enn þegar hún fór á sjúkrahús í desember sl. Það var mikil gleðistund fyrir fjölskyld- una þegar þau fluttu inn í þessa stóru, góðu, nýju íbúð. En aftur varð hún fyrir áfalli 1996 þegar hún fékk heilablóðfall og enginn hélt að hún mundi lifa það af. Hún lamaðist öðrum meg- in og þurfti að læra að tala upp á nýtt. Með miklum viljastyrk og krafti og auðvitað með hjálp lækna og sjúkraþjálfara á Grens- ásdeildinni var hún farin að keyra aftur eftir sex mánuði, farin að tala þó hún myndi ekki öll orð, en það kom allt. Hún fór líka að vinna þó það hafi kannski verið einum of mikið eftir öll þessi veik- indi. Hún var ótrúleg, viljinn og krafturinn var ódrepandi, það hefði enginn trúað þessu fyrir- fram. Eftir að hún hætti í vinnunni fór hún að bera út Moggann í nokkur ár, bara til að hreyfa sig og vera úti. Mogginn veitti henni viðurkenningu fyrir frábær störf, hún var snemma á ferð á morgn- ana og skilaði sinni vinnu fljótt og vel. Rósin í hnappagatinu voru þó börnin hennar og fjölskyldur þeirra. Börnin hennar öll mennt- uðu sig og þeim gengur vel í líf- inu. Afkomendur hennar eru i dag um 20. Við Þórir sendum börnum hennar, tengdabörnum og öllum afkomendum innilegar samúðar- kveðjur. Anna systir. Yndisleg kímnigáfa og nær- vera einkenndi ávallt hana ömmu Soffíu sem nú er farin frá okkur. Hún amma var alveg einstök manneskja. Alla tíð var hún afar sjálfstæð og gleymdi hún því ekki þó að komið væri að leiðarlokum. Hjartahlýju, húmor og gjafmildi hennar munum við aldrei gleyma. Guð geymi þig, elsku amma Soffía. Leiddu mig í himin þinn hjartkæri elsku Jesús minn. Láttu mig engla ljóssins sjá er líf mitt hverfur jörðu frá. (Rósa B. Blöndals.) Margrét, Ásthildur Þóra, Helgi Reynir og Kristján Pétur. Soffía Valgerður Einarsdóttir Hann Sverrir var félagi í Skóg- ræktarfélagi Akra- ness til margra ára. Ég kynntist honum vel eftir að við fórum að vinna saman í skógræktinni. Hann var alltaf áhgugasamur um gróður- setningu og fleira sem að skóg- rækt sneri. Við unnum talsvert saman og alltaf var gaman að vinna með honum. Hann var Sverrir Hinrik Jónsson ✝ Sverrir HinrikJónsson fædd- ist 12. júlí 1933. Hann lést 2. febr- úar 2014. Útför Sverris fór fram 11. febrúar 2014. léttur í skapi og duglegur. Lagði oft hart að sér þótt hann fyndi eitthvað til. Þurfti stundum að stoppa og hvíla sig. Nógur var áhuginn þótt orkan væri stundum tak- mörkuð síðustu ár- in. Hann var líka með einkaskógrækt með sinni fjölskyldu uppi í Svínadal. Talaði hann oft um hvað hann væri að gera þar. Hann lagði mikið upp úr að gera vel við plönturnar í upphafi, þá voru þær fljótari að ná sér á strik. Við hjónin fórum nokkrar ferðir með þeim Sverri og Gunnu Möggu út á land á aðal- fundi skógræktarfélags Íslands, sem haldnir eru hjá ýmsum fé- lögum um allt land. Það voru alltaf skemmtilegar ferðir og gaman að vera með þeim. Einn- ig fórum við með þeim eftir- minnilega ferð til Rússlands sem skipulögð var af Skógrækt- arfélagi Íslands. Þá fórum við m.a. til Arkangelsk. Þar sáum við mörg hús sem þörfnuðust málningar. Sverri varð þá að orði að þarna væru næg verkefni fyrir málara. Hann er nefnilega mál- ari og hefur málað mörg húsin gegnum tíðina. Er sagður vand- aður málari og smekklegur. Við munum sakna hans í skógrækt- inni og sem góðs vinar. Við vott- um konu hans og fjölskyldu innilega samúð vegna fráfalls hans. Bjarni O.V. Þóroddsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf grein- in að hafa borist á hádegi tveim- ur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skila- frests. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.