Morgunblaðið - 20.02.2014, Page 72

Morgunblaðið - 20.02.2014, Page 72
72 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Hvernig heyrir þú? 1. Ef kliður er, áttu þá erfitt með að ná því sem er sagt? 2. Hváirðu oft? 3. Hækkarðu oft það mikið í sjónvarpi eða útvarpi að öðrum finnst það óþægilegt? 4. Finnst þér aðrir muldra? 5. Hefurðu són í eyrunum? 6. Biðurðu aðra stundum um að segja þér hvað var sagt á fundum sem þú varst á? 7. Áttu erfitt með að skilja það sem er sagt við þig síma? 8. Áttu erfitt með að heyra sömu hljóð og aðrir heyra, svo sem fuglasöng? 9. Hefurðu verið að staðaldri í miklum hávaða og þá sérstaklega í vinnunni? 10. Heyrirðu varla þegar dyrabjallan eða síminn hringir? 11. Finnst þér auðveldara að skilja raddir karla en kvenna? Hafirðu svarað játandi einhverjum af þessum spurningum þá getur ástæða þess verið heyrnarskerðing. Til að fá úr því skorið er mælt með því að þú farir í greiningu hjá heyrnarfræðingi. Sími 534-9600 Netfang heyrn@heyrn.is HEYRNARÞJÓNUSTA Komdu í greiningu hjá faglæ rðum heyrnarf ræðingi Ert þú farin/n að forðast að vera í margmenni vegna þess að þú heyrir illa? Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Styrkur þinn og hæfileikar hafa aflað þér aukinnar virðingar að undanförnu. Leyfðu öðrum að njóta góða skapsins og þú munt ekki sjá eftir því heldur þvert á móti. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú þarftu að leggja grunninn að nýj- um verkefnum. Nú áttu að nota tækifærið og auka varaforðann, þegar allt er á góðum kjörum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú munt komast að því að hæfi- leikar þínir liggja á mörgum sviðum. Ef þú vilt kynda undir rómantíkinni skaltu gera eitthvað með makanum sem hvorugt ykkar hefur gert áður. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér gefst tækifæri til þess að líta yf- ir farinn veg á þessu ári og hverfa aftur til andlegrar iðkunar. Dragðu djúpt andann og skoðaðu málið í heild sinni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Kapp er best með forsjá og það er langur vegur frá því að þú þurfir að eignast alla skapaða hluti. Þú ert einbeitt/ur og sannfærandi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er alltaf gaman að hitta aðra, þegar aðstæður leyfa. Ekki er hægt að segja annað en að þú sért manneskja málamiðl- ana, þú reddar þessu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ættir að gefa meiri gaum að smáat- riðunum. Saklaust daður hefur aldrei skaðað neinn. Taktu tíma til að einbeita þér og safna orku. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hvort sem þetta snýst um leik eða vinnu, þá á það ekki möguleika ef það höfðar frekar til rökvísinnar en tilfinning- anna. Láttu þetta ekki lama þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það sem sýnist vera leikur getur verið dauðans alvara. Mundu að samkenndin er eitt af því sem gefur lífinu gildi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Að tjá tilfinningar sínar er ekki eins erfitt og þú heldur. Leitaðu hjálpar eða hafðu samband við sérfræðing svo hlutirnir séu rétt gerðir strax. Reyndu að sýna þol- inmæði því við vinnum ekki öll á sama hraða. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er rangt að láta erfiðleika sína bitna á öðrum. Oft virkar það bara bet- ur að vera opinskár um eigin hagi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vinnan verður ekki eins og þú óskar þér, og þér finnst það fínt seinna meir. En svona gengur þetta ekki til lengdar. Víkverji átti því láni að fagna umdaginn að hann gat haldið upp á brúðkaupsafmælið sitt með konu sinni á Tapas-barnum. Fóru Vík- verjahjónin í hina svokölluðu óvissu- ferð þar sem boðið er upp á sjö mis- munandi kjöt- og fiskrétti. Óvissuferðin er víst meðal vinsæl- ustu rétta staðarins, og skiljanlega, því að með henni gefst tækifæri til þess að prófa ýmislegt af matseðl- inum, sem ella yrði ekki bragðað á. Þá er auðvitað líka ákveðinn spennu- þáttur falinn í óvissunni um það hvað komi næst á diskinn. x x x Því miður hafa Víkverji og frúýmsar sérþarfir í mat, sem gerði það að verkum að ferðin varð meiri „vissuferð,“ en ella, þar sem stað- festa þurfti fyrirfram hvað hjónin veikburða gætu í sig látið. Víkverji vill hins vegar hrósa starfsfólki Tap- as-barsins fyrir það hversu liðlegt það var í því að gera máltíðina sem best úr garði, þrátt fyrir hinar sér- viskulegu sérþarfir, og kvöldið varð eftirminnilegt fyrir vikið. x x x Annars var Víkverji í mestu vand-ræðum með að finna gjöf sem hæfði tilefninu, því að ekki verður með góðu móti sagt að þetta hafi verið eitt af „stórafmælunum.“ Þrautalendingin varð því sú að hann dreif sig í næstu raftækjaverslun og keypti nýjan hársnyrti fyrir nef og eyru fyrir sig sjálfan. Víkverji er í mestu vandræðum með að halda þeim svæðum í siðlegri háralengd. Því miður gegna hárin tilgangi fyrir líkamann og því er ekki til ráða að fjarlægja þau alveg. x x x En eitthvað varð að gera, og ljóstað fyrri tæki og tól dugðu engan veginn til að halda brúsknum í skefj- um. Víkverji telur að þetta hljóti að vera einhver sú órómantískasta rómantíska gjöf sem hann hafi gefið, en er feginn að geta sagt að gjöfin hitti í mark. Víkverji andar líka létt- ar í bókstaflegum skilningi, nú þegar búið er að greiða úr flækjunni með aðstoð nýju vélarinnar. víkverji@mbl.is Víkverji Því að þótt fjöllin bifist og hæðirnar haggist mun kærleikur minn til þín ekki bifast og friðarsáttmáli minn ekki haggast, segir Drottinn sem mis- kunnar þér. (Jesaja 54:10) Áþriðjudag birtist hér í Vísna-horni minningarljóð eftir Pét- ur Stefánsson um Jón Ingvar Jóns- son sem þó er í fullu fjöri. Og þarf skýringar við. En sagan er sú, að Jón hét því að heimsækja Pétur í vinnuna, svo að Pétur lagði á borð. En ekki kom Jón. „Ég orti meira að segja kveðju- vísu, sem ég ætlaði að dengja á hann eftir heimsóknina,“ skrifar Pétur. „Hún er svona, ort í hend- ingskasti, vegna þess að ég var að baka vöfflur handa Jóni: Loksins fékk ég góðan gest, þeir gerast ekki bertri. – Þú getur alltaf hugann hresst og hrakið leiða úr Pétri. En ekki kom Jón, svo að ég borð- aði allar vöfflurnar sjálfur og orti aðra vísu: Ekki gat minn anda hresst, enda vesall dóni. Utan vafa er allra best að ég gleymi Jóni. Nú þegar er ég búinn að gleyma um hvaða Jón ég var að yrkja.“ Jón Gissurarson velti því upp við Pétur, hvort allir Jónar væru vel- komnir og fengju vöfflur og kveðju- vísu: Af því lítið yrði tjón ætla ég rétt að vona, ef að kæmi annar Jón yrði það líka svona? Pétur svaraði að bragði: „Ég tek glaður á móti þér á Gunnarsbraut- inni einhverja vinnuhelgina f.h. með ástarpungum, Jón. Eftir spjall og meðlæti mundi ég vitaskuld kveðja þig með vísu: Þú löngum yrkir léttum tón ljóð af fullum þunga. Komdu aftur, kæri Jón, í kaffi og ástarpunga.“ Ármann Þorgrímsson sá ástæðu til að yrkja grafskrift eftir N.N.: Lífi sínu lifði hann laus við svik og hrekki þekktu margir þennan mann þó ég nefni hann ekki. Alla sína ævi vann aldrei sá hann kættist óskir fáar átti hann og enga sem að rættist. Ekki heldur ástar naut um þó stundum spyrði. Aldrei neina orðu hlaut, öllum lítils virði. Loksins þegar lagðist í legu á hinsta beði enginn tók víst eftir því að hér nokkuð skeði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Minningarljóð og ástarpungar Í klípu „ÞETTA ER MARTEINN, SEM VAR ÁÐUR Í STARFINU ÞÍNU. HANN ER KOMINN TIL AÐ BERJAST VIÐ ÞIG UM STARFIÐ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG VONA AÐ ÞÚ ÞURFIR ALDREI AÐ FÁ ÍGRÆDDAN HEILA, ÞVÍ LÍKAMI ÞINN MYNDI HAFNA HONUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... einhver sem er alveg eins og þú. VIÐ SKULUM RIFJA AFTUR UPP FYRSTU REGLUNA FYRIR SIGURSÆLA VÍKINGA ... ... ALDREI, ALDREI, ALDREI NOKKURN TÍMA HÖRFA! ODDI ER REIÐUR ÚT Í MIG. Í ALVÖRU, HANN ER ÞAÐ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.