Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 8. F E B R Ú A R 2 0 1 4
Stofnað 1913 50. tölublað 102. árgangur
EINFALDASTA
PLATA MÚM
TIL ÞESSA
20 PILTAR
YNGRI LIÐA
ATVINNUMENN
NÝTT VERK
EFTIR AUÐI
ÖVU FRUMSÝNT
ÍÞRÓTTIR EÐLI HJÓNABANDS 46NORRÆNU VERÐLAUNIN 48
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Listi fólksins, sem hefur hreinan
meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar,
gyldi afhroð og tapaði fimm af sex
bæjarfulltrúum sínum, ef kosið yrði
nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun
sem Félagsvísindastofnun Háskóla
Íslands gerði fyrir Morgunblaðið
dagana 18. til 23. febrúar. Fylgi Lista
flokksins hrapar úr 45% í kosningun-
um 2010 í 13,1% samkvæmt könnun-
inni.
Sjálfstæðisflokkurinn er nú stærsti
flokkurinn á Akureyri með 23,2%
fylgi og fengi þrjá bæjarfulltrúa.
Vinstri græn eru með 16,7% fylgi og
fá tvo fulltrúa kjörna. Fylgi Bjartrar
framtíðar er 16,6% sem gefur tvo full-
trúa. Framsóknarflokkurinn nýtur
stuðnings 14,7% kjósenda og fengi
einnig tvo bæjarfulltrúa. Samfylking-
in tapar fylgi, fær 8,7% og einn full-
trúa. Bæjarlistinn, sem nú á einn full-
trúa, fengi engan mann kjörinn.
„Ég er sannfærður um að kosning-
arnar fara á allt annan veg,“ sagði
Geir Kristinn Aðalsteinsson, oddviti
Lista fólksins, í samtali við Morgun-
blaðið í gær, en kvað tölurnar þó
valda vonbrigðum.
„Maður hlýtur að vera ánægður
með þessa niðurstöðu, en vissulega
vildi ég sjá hærri hlutfallstölur,“ sagði
Gunnar Gíslason, nýr oddviti sjálf-
stæðismanna á Akureyri. Hann veltir
því fyrir sér hvort atburðir í lands-
málum að undanförnu kunni að hafa
áhrif á fylgi flokksins.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, odd-
viti Vinstri grænna, telur að kjósend-
ur séu að kalla eftir skýrari framtíð-
arsýn í bæjarmálum en hjá núverandi
meirihluta.
Logi Már Einarsson, oddviti Sam-
fylkingarinnar, segir tölurnar mjög
slæmar. Verði þetta niðurstaðan
muni Samfylkingin ekki eiga aðild að
næsta meirihluta í bæjarstjórn.
Tapar fimm af sex fulltrúum
Listi fólksins á Akureyri gyldi afhroð
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Fylgi flokka í bæjarstjórn
Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 18.-23. febrúar 2014.
1,2%1,9%
3,9%
23,2%
16,7%
16,6%
14,7%
13,1%
8,7%
Sjálfstæðisflokkurinn 23,2%
Vinstri - grænir 16,7%
Björt framtíð 16,6%
Framsóknarflokkurinn 14,7%
Listi fólksins 13,1%
Samfylkingin 8,7%
Píratar 3,9%
Bæjarlistinn 1,2%
Aðrir 1,9%
MMeirihlutinn á Akureyri fallinn »22
Morgunblaðið/Þórður
Skyr Finland Oy Sami Salmenkivi, Miikka
Eskola og Mika Leppäjärvi.
Söluaukning á íslensku skyri í
Finnlandi nam 220% í janúar síðast-
liðnum en þá seldust 160 tonn á
móti tæpum 50 tonnum árið áður.
Skyrævintýrið í Finnlandi hófst á
skemmtilegan máta fyrir rúmum
þremur árum þegar ungur maður
að nafni Miikka Eskola kom í frí til
Íslands. Hann segist hafa orðið ást-
fanginn af skyrinu sem hann borð-
aði nánast í hvert mál í ferð sinni
um landið. Búist er við að fyrir-
tækið Skyr Finland Oy, sem Miikka
á með nokkrum öðrum, velti nálægt
1,5 milljörðum kr. á þessu ári vegna
skyrsölu í Finnlandi. »14
Íslenska skyrið
passar vel inn í
finnskan markað
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Stemningin er gríðarlega góð og það eru margir
skólakrakkar sem koma og vinna hér af kappi á
kvöldin og á nóttunni,“ segir Guðmundur J. Guð-
mundsson, framleiðslustjóri hjá Saltveri í Reykja-
nesbæ, en vinnsla á loðnuhrognum er komin á
fulla ferð í Reykjanesbæ, í Vestmannaeyjum og á
Akranesi. Loðnunni er landað í Helguvík, þar sem
hún er skorin. Þar eru verðmæt hrognin skilin frá
loðnunni, hreinsuð og flokkuð í kör sem eru flutt
til Njarðvíkur. Á myndinni sést Guðmundur
standa við vigtarkerfið í Njarðvík. Vélin skammt-
ar hrognin í sérstaka pokavél og eru skammtarnir
ellefu kíló að þyngd.
Pokarnir eru síðan sendir eftir færibandi í
frystingu, áður en hrognin eru send til Japans.
Loðnuhrognin þykja mikið lostæti þar í landi og
eru nýtt meðal annars í sushi-rétti og aðra hefð-
bundna japanska fiskrétti. »6
Morgunblaðið/Ómar
Hrognin skapa vinnu og verðmæti
Vinnsla á loðnuhrognum í fullum gangi í Reykjanesbæ
Framleiðsla loðnuhrogna gengur vel Fara til Japans og eru m.a. nýtt í sushi
Þorgeir Sig-
urðsson, dokt-
orsnemi í ís-
lensku, færir rök
fyrir því að ekki
vanti síðu í
Möðruvallabók
með síðasta hluta
Arinbjarnar-
kviðu Egils
Skallagrímssonar eins og lengst af
hefur verið talið. Þetta þýði að
kvæðið sé nokkuð vel varðveitt
miðað við kvæði þess tíma ólíkt því
sem menn hafa haldið.
Hlutar af kvæðinu eru ólæsilegir
en Þorgeir hefur nýtt innrauða
tækni í fyrsta skipti til þess að ná að
lesa meira í máða síðu en hingað til
hefur verið hægt að gera. Hann tel-
ur að með þróaðri tækni sem til er
sé hægt að ná jafnvel betri árangri í
að rýna í forn handrit. »21
Rýndi í fornrit með
innrauðri tækni
Þingsályktun-
artillaga utanrík-
isráðherra um að
draga til baka
aðildarumsókn
Íslands að Evr-
ópusambandinu
var tekin fyrir á
Alþingi í gær.
Gunnar Bragi
Sveinsson utan-
ríkisráðherra sagði þjóðina ekki
vilja ganga í ESB og að langt væri í
það að Ísland uppfyllti skilmála
sambandsins.
Árni Páll Árnason sagði þetta
svik við þá stefnu sem boðuð var
fyrir kosningar. Umræðu um tillög-
una var síðan frestað og tillögunni
vísað til utanríkismálanefndar.
Næst verður rætt um hana 10. mars
að loknum þingnefndadögum sem
hefjast í næstu viku. »2
ESB-tillagan loks
tekin til umræðu