Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Dagblöð í Úkraínu og Rússlandi og vestræn stjórnvöld hafa látið í ljósi áhyggjur af vaxandi spennu í Krím og hættu á blóðugum átökum milli stuðningsmanna nýju valdhafanna í Kænugarði og aðskilnaðarsinna sem vilja að skaginn verði aftur hluti af Rússlandi. Oleksandr Túrtsjnov, settur forseti Úkraínu, varaði Rússa við því að beita hervaldi í Krím eftir að tugir rússneskumælandi byssu- manna náðu þinghúsi og stjórnar- ráði í höfuðborg sjálfstjórnarhéraðs- ins á sitt vald. Úkraínska dagblaðið Den sagði að mikil hætta væri á því að Úkraína klofnaði í tvennt og nokkur blöð í Krím töldu að spennan gæti hæg- lega magnast og leitt til átaka. Nokkur dagblöð í Rússlandi sökuðu tatara um að magna spennuna af ásettu ráði. Tatarar eru múslímar, sættu ofsóknum og voru fluttir nauðugir frá Krím í valdatíð Jósefs Stalíns í Sovétríkjunum og mega ekki til þess hugsa að skaginn lúti stjórn Rússa. Skaginn var hluti af Rússlandi frá átjándu öld en var færður undir stjórn Úkraínu árið 1954 þegar Níkíta Khrústsjov var leiðtogi Sovétríkjanna. Eftir að Úkraína fékk sjálfstæði árið 1991 hélt landið yfirráðunum yfir Krím en gerður var samningur við Rússa um að þeir héldu herstöðinni í hafnar- borginni Sevastopol. Úkraínskar öryggissveitir um- kringdu í gær þinghúsið og stjórnar- ráðið í Simferopol, höfuðborg Krím- ar, eftir að óþekktir byssumenn náðu byggingunum á sitt vald og drógu rússneska fánann að húni. Umfangsmiklar heræfingar Úkraínumenn höfðu einnig áhyggjur af heræfingum sem Vla- dímír Pútín fyrirskipaði í grennd við landamærin að Úkraínu í fyrradag. Rússneskar orrustuþotur flugu einnig yfir landamærasvæðin, að því er rússneska fréttastofan Interfax hafði eftir embættismönnum varnar- málaráðuneytisins í Moskvu. Bráðabirgðaforsetinn í Úkraínu sagði í ræðu á þinginu í gær að litið yrði á hvers konar liðsflutninga inn- an Krímar frá rússnesku herstöðinni í Sevastopol sem „árás að fyrra bragði“. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, lét í ljósi áhyggjur af spennunni í Krím og skoraði á Rússa að forðast hvers konar aðgerðir sem gætu orðið til þess að deilan stig- magnaðist. Bandarísk stjórnvöld hafa hvatt Rússa til að beita ekki hervaldi. Heræfingar Rússa við landamær- in eru óvenjuviðamiklar og talið er að markmiðið með þeim sé að senda Úkraínumönnum skilaboð, vara þá við því að beita aðskilnaðarsinna í Krím hervaldi, að mati fréttaskýr- anda danska dagblaðsins Politiken. Hann telur að þótt Pútín hafi lagt mikla áherslu á að auka hernaðar- mátt Rússlands og auka áhrif Rússa í grannríkjunum vilji hann forðast átök sem myndu skaða efnahag landsins og grafa undan sigrum hans á alþjóðavettvangi að undan- förnu, m.a. í tengslum við stríðið í Sýrlandi. Óttast vaxandi spennu í Krím  Settur forseti Úkraínu varar Rússa við því að beita hervaldi á Krímskaga  Pútín Rússlandsforseti sendir Úkraínumönnum skilaboð með umfangsmiklum heræfingum við landamærin og flugi herþotna EPA Vilja aðskilnað Rússneskir Krímbúar söfnuðust saman við þinghúsið í höfuðborg Krímar í gær. Um 60% íbúa hér- aðsins eru af rússneskum ættum og margir þeirra vilja að það verði hluti af Rússlandi, eins og fyrir árið 1954. Hætta á innrás? » Fréttaskýrendur í Kænu- garði eru ekki á einu máli um hvort líklegt sé að spennan í Krím verði til þess að Rússar geri innrás í skagann, líkt og í Georgíu árið 2008 vegna deilu um aðskilnað Suður-Ossetíu. » Nokkrir þeirra telja mikla hættu á innrás, einkum ef mannfall verður meðal rúss- neskra Krímbúa. Aðrir telja innrás ólíklega, m.a. vegna hættu á blóðugum átökum Rússa og tatara í Krím.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.