Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014 ✝ Kristín Kára-dóttir fæddist í Hveragerði 1. maí 1949. Hún andaðist á Krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut 20. febrúar 2014. Foreldrar henn- ar voru Kári Sö- beck Kristjánsson vélfræðingur, fæddur 11. ágúst 1928, d. 27. apríl 2013, og Að- alheiður Ísleifsdóttir húsmóðir, fædd 17. júní 1928. Kristín var elst fjögurra systkina, þau eru: Sigríður Káradóttir skrifstofumaður, f. 11.1. 1951. Tryggvi Kárason vélfræðingur, f. 9.12. 1956, og Trausti Kárason sölumaður, f. 11.1. 1960. Kristín giftist 22. nóvember 1969 Hlöðveri Ein- arssyni vélfræðingi, f. 11. nóv- ember 1945, en hann fórst með Suðurlandinu á jólanótt 1986. Börn Kristínar og Hlöðvers eru: 1) Sigurður Helgi Hlöðversson, auglýsinga- og fjölmiðlamaður, f. 8. mars 1968, giftur Þor- björgu Sigurðardóttur ferða- fræðingi, f. 8. september 1969. Börn þeirra eru Hlöðver Sig- urðsson, f. 1989 og Matthildur Sigurðardóttir, f. 1994. 2) Hlín Hlöðversdóttir, viðurkenndur bókari, f. 12. júní 1978, gift Guðmundi Jóni Tómassyni sölu- manni, f. 8. nóvember 1969. Börn þeirra eru Kristín Sól, f. 2002, og Sigurður Máni, f. 2005. Eft- irlifandi eig- inmaður Kristínar er Albert Sig- tryggsson sjómað- ur, f. 22. mars 1948. Börn hans eru: 1) Sigtryggur Albertsson skip- stjóri, f. 19. sept- ember 1968, giftur Ragnheiði Sóleyju Stefánsdóttur kennara, f. 1971, og eiga þau fjögur börn. 2) Arn- ar Albertsson sjómaður, f. 22. nóvember 1969, giftur Ingu Björg Stefánsdóttur tónlistar- kennara, f. 1973, og eiga þau fimm börn. 3) Atli Þór Alberts- son rekstrarstjóri, f. 10. sept- ember 1979 og sambýliskona hans er Anna Ósk Ólafsdóttir viðskiptafræðingur, f. 1979 og eiga þau þrjú börn. Kristín hóf sína skólagöngu í Þýskalandi en lauk gagnfræða- námi frá Verkmenntaskólanum árið 1966. Kristín vann hin ýmsu störf en þó lengst hjá Samvinnubankanum frá 1973 til 1985 og þaðan fór hún til Sam- vinnuferða-Landsýn frá 1985 til 2001. Síðustu árin starfaði hún svo hjá Isavia ohf. en lét af störfum þar 2012 sökum veik- inda. Útför Kristínar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 28. febrúar 2014, og hefst at- höfnin klukkan 13. Stína litla Kára, hressa og skemmtilega móðir mín er látin. Hún var aðeins 18 ára gömul þegar ég kom í heiminn og allt mitt uppeldi einkenndist af því að eiga unga og töff mömmu sem leyfði nánast hvað sem er. Ekki var maður alinn upp í ströngu uppeldi heldur fékk maður bara að reka sig á veggi og þeir urðu nú ekki margir. Á okkar heimili var allt til alls og nóg til af öllu, pabbi í fraktinni og sigldi heim með allt sem hugurinn girntist. Á meðan mamma var að vinna í Samvinnubankanum og síðar á Samvinnuferðum-Landsýn þá vorum við æskuvinirnir að alast upp í Seljahverfinu og það þótti alltaf skemmtilegt að koma heim til mín. Þar var alltaf til tonn af sælgæti sem ekki var selt í sjopp- um og við máttum halda heilu handboltamótin í sjónvarpsholinu með sokkahnyklum. Við elduðum, poppuðum og settum heimilið á hliðina en mömmu var alveg sama, bara að það væri stuð hjá okkur. Mamma hafði einn ókost en hún var grjótharður stuðnings- maður Liverpool en ég held með Manchester United. Þegar þessi lið áttust við var gjarnan tínt til ýmislegt góðgæti, hent í heitan rétt, dregið fyrir gluggatjöldin, farið í treyjur og hækkað vel í sjónvarpinu. Svo öskruðum við og sungum fyrir hvort annað. Þetta var hitamál á meðan á leik stóð og ég man oft eftir að dyrabjöllunni var hringt í miðjum leik og við fórum ekki til dyra, það var bann- að að trufla. Eftir að pabbi minn dó kynnt- ist hún Alberti sínum og þvílík Guðsgjöf. Albert hefur borið móður mína á örmum sér og gengið litlu systur minni í föður- stað en hún var aðeins 8 ára þeg- ar pabbi dó. Mamma og Albert ferðuðust mikið og ég er afskap- lega þakklátur fyrir að hafa feng- ið að njóta þess að ferðast með þeim seinni ár. Sérstaklega þegar ég fékk þau loksins til að koma með mér í dýrðina á Old Trafford. Hún var yfir sig hrifin og þá ákvað ég að koma henni á óvart og bauð henni í sömu ferð óvænt á leik Liverpool og Chelsea. Ferðin á Anfield var að öllu leyti frábær, Never Walk Alone sungið af inn- lifun, fjögur mörk í jafnteflisleik, Suarez, uppáhaldið hennar, beit annan leikmann í bringuna en það sem stóð upp úr er að ég útvegaði henni miða í eigu fyrirliða liðsins, Steven Gerrard og var miðinn merktur honum. Þennan miða geymdi hún í veskinu fram á síð- asta dag og veifaði honum oft framan í aðra. Ég dáist af baráttu mömmu við þann illvíga sjúkdóm sem krabba- meinið er. Aldrei talaði hún um að þetta væri ósanngjarnt eða ein- hver annar ætti þetta skilið. Hún tók þessu af æðruleysi og barðist fram á síðustu mínútu. Móðir mín var mikill gleði- pinni, jákvæð og alltaf brosandi. Betri ömmu fyrir börnin mín hefði ég ekki getað hugsað mér. Það er stórt skarð sem þessi litla hressa kona skilur eftir sig. Takk fyrir að vera mamma mín. Þinn sonur, Sigurður H. Hlöðversson. Elsku mamma. Nú hefur nafla- strengurinn á milli okkar verið slitinn. Það er erfiðara en tárum taki að hugsa um það að ég sé ekki að fara að koma til þín eða tala við þig í síma einu sinni til tvisvar á dag alla daga vikunnar, allt árið um kring. En eins og þú sagðir við mig í upphafi veikinda þinna þá værir þú ekkert að fara frá mér og ég trúi því að þú verðir með mér alla daga þangað til við sjáumst aftur. Á meðan mun ég varðveita minningarnar um þig og okkar tíma saman og reyna að halda á lofti þinni gríðarlegu já- kvæðni og fallega brosi. Þú kenndir mér svo margt í líf- inu og það sem þú prédikaðir mest fyrir mér var kurteisi og þú sagðir svo oft „Ímyndaðu þér að núna sértu í veislu hjá forsetan- um“, það þýddi að maður átti að haga sér sérstaklega vel. Þú hafð- ir eina fallegustu rithönd sem ég hef séð og varst svo oft fengin til að skrifa í kort og fleira fyrir aðra, ég fékk rithöndina með móðurmjólkinni. Elsku móðir, nú veit ég að þér líður betur en þú ert búin að vera algjör hetja í þessi tvö ár sem þú ert búin að berjast við veikindin. Þér tókst að blekkja alla í kringum þig um að þú værir ekkert veik og það væru allir aðrir miklu veikari en þú. Eftir þér var tekið á spítalanum fyrir glæsileika og hafði fólk oft orð á því við okkur hvort það gæti verið að þú værir sjúklingur. Elsku móðir, takk fyrir allt. Nú tek ég við keflinu þínu og hugsa um gamla og litlu ömmuenglana þína sem eiga eftir að sakna þín óendanlega. Sælir eru hjarta- hreinir því þeir munu Guð sjá. Hlín. Tengdamóðir mín er fallin frá, ég kveð hana með söknuði og þakklæti. Ég gat ekki verið heppnari með tengdó, hún var alltaf hress og kát og ég tala ekki um hve já- kvæð hún var. Stína var óspör á fallegu orðin í minn garð og sagði oft „uppáhaldstengdadóttir mín“ eða „ég elska þig Obbý mín“. Þar sem Stína mætti var alltaf stemming, ekkert væl eða böl- móður, bara mikill hlátur og fífla- læti. Eftir að Stína veiktist sagði hún við mig að við skyldum búa til minningar og reyna að gera sem mest saman. Ferðirnar til Man- chester, Spánar og í sumarhús eru ógleymanlegar og svo fullar af fallegum minningum og skemmtilegum uppákomum. Á Spáni síðasta sumar sendum við strákana í golf, komum okkur fyrir á „happy hour“ við sund- laugina og áttum heilan dag á trúnó. Við töluðum og hlógum stanslaust í sex klukkutíma. Þann dag geymi ég í mínu hjarta alla ævi. Takk fyrir að vera frábær tengdó og amma. Takk fyrir Sigga minn og mágkonu mína. Al- bert minn, takk fyrir að vera kletturinn hennar Stínu. Ég kveð með söknuði yndislega konu sem vildi ekkert nema það besta fyrir sína nánustu og kvartaði aldrei sjálf. Guð blessi Stínu Kára, tengda- móður mína. Þorbjörg (Obbý). Nú þegar komið er að kveðju- stund hjá okkur Stínu langar mig að minnast hennar í örfáum orð- um. Við Stína kynntumst þegar pabbi og Stína fóru að vera saman þegar ég var 18 ára. Fljótlega fluttum við feðgar til hennar og barna og reynt var að púsla hlut- unum sem best saman en það hef- ur án efa verið vandasamt verk þar sem tvær fjölskyldur tóku saman. Síðan þá höfum við ferðast saman, grátið, hlegið og átt góðar stundir á heimili þeirra. Með okkur bræðrum, mér, Atla Þór og Arnari tókust ágæt kynni við börn Stínu þau Sigurð Helga og Hlín og hafa þau kynni styrkst enn frekar á liðnum árum. Stínu var annt um að fjölskyldan hittist reglulega og héldu hún og pabbi alltaf stórveislu á jólum og auðvit- að 1. maí þar sem allir mættu og áttu saman góðar stundir. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum og það sem stendur upp úr eftir öll þessi ár er brosið hennar og jákvæðni en þannig fór hún í gegnum lífið þó að vissulega hafi dregið fyrir sólu á milli. Stína átti marga góða að sem studdu hana í gegnum þessa erfiðu baráttu og þá ekki síst pabba, Hlín og Sigurð Helga. Stínu þakka ég ótal góðar stundir, við sem eftir lifum eigum eftir að halda minningu hennar á lofti um ókomin ár. Sigtryggur Albertsson. Elsku Stína systir mín er farin langtum aldur fram. Hún andað- ist á Landspítalanum 20. febrúar eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Þessa setningu er ég búin að lesa nokkrum sinnum í minningagreinum en nú skil ég þetta eftir að hafa séð þetta í nær- mynd. Það er sagt að það sé sorg- legt þegar fólk deyr og hefur gleymt að lifa lífinu. Stína var að lifa lífinu á fullu og hefði viðja fá meiri tíma til þess. Stína var manneskja lífsgleð- innar, hressileikinn gustaði af henni. Hún þoldi ekki depurð eða leiðindi og fékk ég oft olnbogaskot frá henni þar sem hún sagði við mig „vertu ekki með þessi leið- indi“. Stína var mjög fljótt sjálf- stæð, fór fljótt að heiman og bjó með Hlöðveri í fyrstu íbúð þeirra í Þingholstræti 15. Þetta var þegar 68 kynslóðin var og hét skemmti- staðurinn var Glaumbær. Stína vann aðallega á þremur stórum vinnustöðum þ.e. Sam- vinnubankanum, Samvinnuferð- um-Landsýn og nú síðast hjá Isavia. Þar sem hún var með lífs- gleðina að leiðarljósi eignaðist hún marga vini fyrir lífstíð á þess- um vinnustöðum. Eitt af áhuga- málunum var ferðalög og þar sem hún vann hjá ferðaskrifstofu voru hæg heimatökin. Nokkrar ferðir eru mér mjög minnisstæðar með henni og dýr- mætar þar á meðal ferð til Krítar með pabba og mömmu, Þýska- lands að heimsækja gamla vini og Manchester-fjölskylduferð. Við systkinin vorum nágrannar hér í Bryggjuhverfinu þar sem hún bjó með Alberti seinni manni sínum þar sem hann ásamt nær- fjölskyldunni stóð sem klettur hjá Stínu í þessum veikindum. Stína skrifaði minningargrein um föður sinn Kára fyrr um ári og sagði „takk fyrir að vera faðir minn öll þessi ár“. Ég segi takk, Stína, fyrir að vera systir mín Tryggvi (Diddi) og Guðrún. Hún Stína, mín elskulega syst- ir, kvaddi þennan heim eftir mikla baráttu að kveldi 20. febr- úar. Það hafa verið mín forrétt- indi í lífinu að eiga hana sem syst- ur, á milli okkar myndaðist sterkur þráður spunninn af vin- áttu, ást hlýju og miklum kærleik. Við höfum fylgst að í gegnum lífið í gleði og sorg, aðallega gleði, og áttum gott með að geta hlegið saman. Hún Stína mín var mikill gleði- gjafi hvert sem hún kom, alltaf vinsæl og stórskemmtileg. Á upp- vaxtarárum okkar bjó fjölskyldan í Austur-Þýskalandi, þar mynd- uðust sterk vináttubönd sem við vorum svo lánsamar að geta end- urnýjað 40 árum síðar. Sögurnar af Stínu minni voru ekki gleymd- ar eftir allan þennan tíma. Stína skellti sér í 1. maí göngu með ungliðahreyfingu landsins, enda hennar afmælisdagur, ekki vildi hún missa af fjörinu. Æskuljómi og baráttuandi skein af henni, mikið var ég stolt af stóru systur hún gat allt og þorði allt. Á unglingsárunum kynntist Stína Kötu, þær voru óaðskiljan- legar vinkonur, tvíeykið fór á kostum, ekki minnkaði gleðin, einfaldlega að vera þar sem þær voru þar af alltaf gaman. Minn- ingarnar streyma fram og af miklu að taka. Stína mín var mik- ill fagurkeri, heimili hennar og Alberts hlýlegt og fallegt. Stína mín var mikið jólabarn, enda jólin alltaf sérstakur tími hjá fjölskyld- unni. Jólaskreytingar svo smekk- legar að okkur þóttu ekki komin jól, nema koma til Stínu og Al- berts. Við vorum svo lánsamar að geta ferðast mikið saman erlendis ásamt mökum og stundum var einfaldlega öll stórfjölskyldan saman í ferð. Stína var mikil fjöl- skyldumanneskja stolt af börnum sínum og barnabörnum. Það er stórt skarð í okkar fjölskyldu við fráfall elskulegrar systur minnar og mun ég ávallt minnast hennar með gleði og glaðværð. Ég er óendanlega þakklát fyrir þig, elsku systir mín, og kveð þig með söknuði. Sigríður Káradóttir (Sigga systir). Það er erfitt að trúa því að ég sé að skrifa minningargrein um hana Stínu, hennar tími með okk- ur var alltof stuttur. Ég kynntist Stínu fyrir tæpum 25 árum. Ég var þá 18 ára, nýbúin að kynnast honum Sidda mínum og tóku Stína og Abbi mér opnum örm- um. Þegar ég hugsa um Stínu er af nógu að taka en upp úr standa minningar um þétt faðmlög, risa- stórar marengsbombur, Beni- dormferðir, Ólsen Ólsen mót, ferðir í Stínukot og ómótstæðileg- an hlátur hennar. Hún Stína var nefnilega ein af þessum mann- eskjum sem alltaf eru hressar og kátar, annaðist fólkið sitt af mik- illi natni og lifði lífinu svo sann- arlega lifandi. Mér finnst með ólíkindum til þess að hugsa að það eru rétt tæp tvö ár síðan að Stína veiktist, en þrátt fyrir erfið veik- indi hélt ég alltaf að hún myndi hafa betur, annað fannst mér bara óhugsandi. Hún barðist eins og hetja, með Abba og fjölskyld- una sér við hlið allt frá upphafi til enda. Æðruleysi hennar og dugn- aður var aðdáunarverður og alltaf hélt hún áfram, en meira að segja Stína með gleðina að vopni gat ekki unnið þennan bardaga. Það er því með sorg í hjarta sem ég kveð hana Stínu, en elsku Abba, Hlín, Sigga, Öllu og öðrum ætt- ingjum votta ég mína dýpstu samúð, Guð veri með ykkur. Ragnheiður Sóley Stefánsdóttir. Lífsgleði, jákvæðni, kátína og hlýja eru orð sem svo vel lýsa elskulegri systur og mágkonu sem við kveðjum í dag. Það er sárt að kveðja en við eigum svo ótal margar ljúfar og góðar minn- ingar um Stínu, minningar sem munu fylgja okkur í framtíðinni. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó viði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Trausti og Selma. Það skiptir auðvitað mestu máli þegar upp er staðið og litið til baka, að geta ornað sér við hlýjar og fallegar minningar um þann sem fallinn er frá. Það á svo sannarlega við um frænku mína, Kristínu Káradóttur. Reyndar vil ég frekar segja systur mína, það voru 27 dagar á milli okkar, við vorum geymd í sitt hvorri komm- óðuskúffunni á Læk fyrstu miss- erin og vorum síðan að baksa saman í alls konar skúffum allt líf- ið. Og það var ekki leiðinlegt. Ól- umst upp saman í Kópavoginum, Stína bjó hjá okkur um tíma, við gengum í sama skóla og áttum sama vinahópinn og fylgdumst náið að. Seinna á ævinni unnum við saman um árabil svo sam- skiptin voru mikil og náin. Það er einkenni á Lækjarætt- inni sem kölluð er, að eiga hávær samskipti, frískleg og glaðvær og Stína sór sig í ættina. Mér er til efs að hafa yfirleitt hlegið meira með nokkurri manneskju, enda var Stína ekki að festa sig í smá- atriðum. Auðvitað voru skin og skúrir. Það var bankað upp á hjá okkur þar sem við vorum öll sam- an komin á Miklubrautinni á jóla- dag og tilkynnt að Suðurlandið hefði farist og Hlöðver, fyrri mað- ur Stínu, væri látinn. Það tók svo sannarlega á okkur öll, en treysti á einhvern hátt böndin líka. Albert kom í spilið fyrir um 25 árum og allar götur síðan hefur mikil og einlæg vinátta staðið á milli okkar. Í hugann koma fjöl- mörg ferðalög innanlands og ut- an, sérstaklega til Þýskalands þar sem Stína átti sér rætur frá fyrri tíð í Stralsund og svo til sól- arlanda, en alltaf gat maður undr- ast þá miklu langlegu sem Stína gat stundað í sólinni, helst í sem mestum hita. Að öðru leyti var Stína ekki mikill útivistarmaður, en kunni vel að meta íslenska náttúru út um bílgluggann. Á lengri ferðum bæði innanlands og utan, var gjarnan brugðið á það ráð að setja bjórkassa undir fæt- urna á Stínu, því hún var ekki há- vaxin kona og þreyttist í fótunum á löngum keyrslum þegar hún náði ekki niður á bílgólfið. Í hug- ann koma líka glæsileg matarboð og hörkupartí og samvera um áramót í áratugi með Abba og Stínu. Líf þeirra saman var með mikl- um eindæma fögnuði. Þau voru greinilega tengd nánum vináttu- böndum og umhyggja Abba fyrir Stínu mikil. Reyndar segir það alla söguna að í hans huga var hún allaf „mín“. Það var „mín vill hafa þetta svona“, eða „mín er að elda stórsteikur – ætlið þið að koma?“. Það vissu allir hver „mín“ var hjá Abba. Birna, sem Stína kallaði „þessi húsmæðraskólagengna“, og Stína voru miklar vinkonur og trúnað- arvinir og hjálpuðust að við ferm- ingar, stórafmæli og veisluhöld og raunar hvað sem upp kom. Það varð snemma ljóst í veik- indum Stínu, að hér var alvara á ferðinni. En það var ekki í boði að vera með eitthvert væl. Taka bara á því – eins og Stína hafði reyndar alltaf gert. Auðvitað erum við skilin eftir í mikilli sorg. En í huganum hljóma líka hlátrasköll og grín og Kristín Káradóttir HINSTA KVEÐJA Blómið, sem sameinaði ólíka liti er fallið. Bleika blómið í vendinum, sem vinkonur um árabil hafa skipað. Minningin um kærleiks- ríka vináttu mun lifa með okkur og við þykjumst vita að nú sitjið þið saman, þú og Ragga, tvær stjörnur á næturhimni í „óhlekkjaðri laglínu“. Saknaðarkveðja frá saumó. Þuríður, Rannveig, Katrín, Jóna, Jóhanna og Guðrún Elsku amma Stína, góða nótt, sofðu rótt í alla nótt og láttu Guð og englana passa þig. Við elskum þig. Kristín Sól og Sigurður Máni. Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.