Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014
Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700
raestivorur.is
Rétt magn af hreinlætisvörum
sparar pening
– láttu okkur sjá um það
Hafðu samband og fáðu tilboð
sími 520 7700 eða sendu línu á
raestivorur@raestivorur.is
Heildarlausnir í hreinlætisvörum
Sjáum um að birgðastaða hreinlætis-
og ræstingarvara sé rétt í þínu fyrirtæki.
Hagræðing og þægindi fyrir stór og lítil
fyrirtæki, skóla og stofnanir.
Hafðu samband og fáðu tilboð
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við erum sjö vinkonur semhöfum hist á hverjumeinasta fimmtudegi í tólfár. Við erum allar með
bakgrunn í skólamálum og okkar
helsta áhugamál er skólamál, líðan
og velferð barna og unglinga. Við
stofnuðum fagfélagið erindi.is sem
hefur staðið fyrir fyrirlestrum í
grunnskólum,“ segir Svandís
Sturludóttir, náms- og starfs-
ráðgjafi hjá Ingunnarskóla. „Selma
Hermannsdóttir er frábær stelpa,
en hún fæddist með skarð í vör og
hefur orðið fyrir miklu einelti. Hún
hefur á okkar vegum heimsótt
grunnskóla og sagt frá reynslu
sinni, hvernig hún vinnur úr einelt-
inu og hvernig hún leggur til að
krakkarnir svari fyrir sig. Hennar
leið er að svara hatri með ást.“
Viljum virkja feður
Fagfélag þeirra vinkvenna
býður einnig upp á fyrirlestur fyrir
foreldra, þar sem Hermann, faðir
Selmu, segir frá sinni reynslu, en
hann sem uppalandi leggur áherslu
á að Selma sé sigurvegari en ekki
fórnarlamb. „Við viljum breyta
tungutakinu og hætta að tala um
einstaklinga sem eru lagðir í einelti
sem þolendur, við viljum frekar
tala um þá sem virka gerendur
sem hafa hæfni til að bregðast við
einelti og takast á við það á upp-
byggilegan hátt. Við viljum snúa
umræðunni við, vegna þess að ger-
endurnir eru í raun þolendur, þeir
eru með slaka sjálfsmynd. Við vilj-
um styðja gerendur við að komast
út úr hlutverki sínu með reisn og
byggja upp styðjandi viðhorf til
þeirra í stað þess að líta á þá sem
Foreldrar þurfa að
læra á forrit barna
Þær vilja breyta tungutakinu og hætta að tala um einstaklinga sem eru lagðir í
einelti sem þolendur, þær vilja frekar tala um þá sem virka gerendur sem hafa
hæfni til að bregðast við einelti og takast á við það á uppbyggilegan hátt. Þær vilja
snúa umræðunni við, vegna þess að gerendurnir eru í raun þolendur.
Faðir Hermann heldur hér fyrirlestur fyrir foreldra þar sem hann segir
frá reynslu sinni af því að eiga dóttur sem varð fyrir einelti.
Vinkonuhópur og bróðir Kristín Lillendahl, Björg Jónsdóttir, Karen Ósk
Úlfarsdóttir, Svandís Sturludóttir, Anna Hulda Einarsdóttir og Hermann
Jónsson. Kolbrúnu Þorsteinsdóttur og Lóu Hrönn vantar á myndina.
Sælkeraverslunin Búrið heldur úti
vefsíðunni www.blog.burid.is. Þar er
eitt og annað um hvers kyns fæðu
beint frá býli. Í desember síðast-
liðnum stóð Búrið fyrir jólamarkaði í
Hörpu og var hann afar vel sóttur. Á
síðu Búrsins kemur fram að til standi
að halda slíka markaði þrisvar á ári
og verður fyrsti markaður ársins nú
um helgina, 1. og 2. mars í Hörpu. Þar
geta sælkerar fundið eitt og annað
sem kitlar bragðlaukana: Vistvænt
kjöt, mjólk, reyktan makríl, grafið ær-
fille, heitreykt hrogn, te úr íslenskri
náttúru, repjuolíu, pestó, alls konar
sultur, kartöflukonfekt, súkkulaði,
saft og svo mætti lengi telja. Fram
kemur að gestir geti bragðað á ýms-
um afurðum íslenskra matvæla-
framleiðenda.
Þessi vetrarmarkaður Búrsins
verður opinn báða dagana frá klukk-
an 11 til17.
Vefsíðan www.blog.burid.is
Morgunblaðið/Frikki
Markaður Sælkeraverslunin Búrið stendur fyrir vetrarmatarmarkaði í Hörpu.
Matarmarkaður þrisvar á ári
Viku móðurmálsins lýkur í dag með
málþingi í Norræna húsinu. Mál-
þingið ber yfirskriftina Móðurmál –
mál málanna og stendur frá klukk-
an 15-17. Þar mun Renata Emilsson
Pesková, formaður Móðurmáls, fé-
lags tvítyngdra barna fjalla um
gildi móðurmálsins, Hólmfríður
Garðarsdóttir flytur erindið Tungu-
mál eru sameign okkar allra –
ræktum þau! Alls eru erindin fimm
talsins og aðrir á mælendaskrá eru
þau Hanna Ragnarsdóttir, Þorbjörg
Þorsteinsdóttir og Jón Torfi Jón-
asson.
Allir eru velkomnir á málþingið.
Endilega ...
... fræðstu um
móðurmálið
Morgunblaðið/Sverrir
Móðurmál Fjallað verður um mál
málann í Norræna húsinu í dag.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Morgunsól í febrúar er nokk-uð sem Íslendingur á ekkiað venjast. Mig rekur alla-
vega ekki minni til þess að ég hafi
nokkurntíma verið annarsstaðar en
á myrkraeynni yndislegu alla þá
febrúarmánuði sem ég hef lifað. Eft-
ir margra mánaða eftirvæntingu og
ekki svo margra mánaða undirbún-
ing (ég renndi til að mynda blint í
sjóinn og fór af landi brott án hús-
næðis) er ég kominn til Vínarborgar,
sem ég mun kalla heimili mitt næstu
fjóra mánuði meðan ég verð í skipti-
námi við Vínarháskóla.
Febrúarsólin er ekki það eina sem
kemur litlum Íslendingi „vínskt“
fyrir sjónir. Borgin er ekki stór á
heimsmælikvarða, með 1,75 millj-
ónir íbúa. Það eru samt fimm og
hálft Ísland. Háskólinn er líka
aðeins af annarri stærðar-
gráðu en maður á að venjast,
með 90.000 nemendur, fjórð-
ungi færri en allir íbúar
Reykjavíkur. Skólinn er
stofnaður 1365, ekki al-
veg jafngamall og MR.
Þrepin í aðalbygging-
unni eru sorfin eftir
milljónir fótataka
gegnum árin. Það vek-
ur líka eftirtekt að
byggingin, sem minn-
ir á Hogwartsskóla, er
ekki umkringd ekrum bíla-
stæða, heldur eru spor-
vagnastöðvar, torg og
garðar hennar næstu ná-
grannar. Að sama skapi
er enginn flugvöllur í mið-
borginni og þrátt fyrir mínar inni-
legustu sannfæringar hefur mér
ekki tekist að selja heimamönnum
þá hugmynd að það sé í rauninni al-
gjörlega nauðsynlegt að hafa að
minnsta kosti einn flugvöll í miðri
borginni.
Tækniframfarir virðast á hinn
bóginn hafa farið ofan garðs og neð-
an við skólann, að minnsta kosti
hvað viðkemur allskonar skráningu
og utanumhaldi. Hér skrá nem-
endur sig ekki í gegnum eina
Uglu, sem er án efa eitt mesta
undur Háskóla Íslands og RHÍ.
Hér er ýmist hægt að skrá sig
með því að senda reykmerki,
bréfdúfu eða telefax til kenn-
ara eftir því hvenær hann
er til taks. Þetta er þvert
um geð eplavæddum
spjátrungi frá Íslandi,
sem þarf nú að ganga
milli skrifstofa og rita
nafn sitt á blað, og
vona að hann fái að
sitja námskeiðin. Ég
sé stór tækifæri í út-
flutningi á íslenskum
Uglum í náinni framtíð.
»Hér er ýmist hægt aðskrá sig með því að
senda reykmerki, bréfdúfu
eða telefax til kennara.
Heimur Gunnars Dofra
Gunnar Dofri Ólafsson