Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 22
SKOÐANAKÖNNUN AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014 BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Listi fólksins í bæjarstjórn Akureyr- ar fengi aðeins einn mann kjörinn ef gengið væri til kosninga í dag. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönn- unar sem Félagsvísindastofnun Há- skóla Íslands gerði fyrir Morg- unblaðið. Listi fólksins hefur nú 6 bæjarfulltrúa sem er hreinn meiri- hluti. Fylgi hans í kosningunum árið 2010 var 45% en er nú 13,1%. Sam- kvæmt könnuninni dreifist þetta fylgi á aðra flokka nema Bæjarlist- ann sem þurrkast út og Samfylk- inguna sem tapar nokkru fylgi. Mest er fylgisaukning Sjálfstæðisflokks- ins sem fengi 23,2% atkvæða og 3 bæjarfulltrúa en hefur aðeins einn núna og var með 13,3% fylgi í sveit- arstjórnarkosningunum 2010. VG með byr í seglin Niðurstöður könnunarinnar eru að öðru leyti þær að Vinstri hreyf- ingin – grænt framboð og Björt framtíð eru jafnstórir flokkar, með 16,7% og 16,6% fylgi sem gefur hvorum flokki tvo bæjarfulltrúa. VG hefur einn fulltrúa í bæjarstjórn, fékk 10,4% atkvæða í síðustu kosn- ingum, en Björt framtíð var ekki í framboði 2010. Framsóknarflokkurinn er fjórði stærsti flokkurinn á Akureyri með 14,7% fylgi. Í kosningunum fyrir fjórum árum fékk hann 12,8% at- kvæða og einn bæjarfulltrúa. Fylgið í könnuninni dugar fyrir tveimur fulltrúum. Listi fólksins sem í dag hefur hreinan meirihluta í bæjarstjórn tapar fimm af sex fulltrúum sínum. Hrapið er mikið, úr 45% atkvæða ár- ið 2010 sem fyrr segir í 13,1% nú. Samfylkingin nýtur minnsts stuðnings þeirra flokka sem fá full- trúa kjörna í bæjarstjórn samkvæmt könnuninni. Fylgi hennar er 8,7% sem dugar fyrir einum bæjarfull- trúa, en er minna en í kosningunum 2010 þegar flokkurinn fékk 9,6% at- kvæða. Píratar eiga einnig fylgi á Ak- ureyri. 3,9% mundu styðja framboð þeirra ef kosið yrði nú. Það nægir ekki til að koma að fulltrúa í bæj- arstjórn. Bæjarlistinn sem í kosningunum 2010 fékk 8,7% atkvæða og einn full- trúa nýtur nú aðeins stuðnings 1,2% kjósenda. Listinn fengi ekki mann kjörinn. Þetta er önnur könnunin sem Fé- lagsvísindastofnun gerir í vetur fyrir Morgunblaðið á fylgi flokka á Ak- ureyri. Í könnun sem birt var 23. nóvember í fyrra voru niðurstöður mjög svipaðar og nú eins og sjá má í meðfylgjandi súluriti. Tala fulltrúa framboðslista í bæjarstjórn er óbreytt á milli kannana. Breytingar eru þær helstar að Sjálfstæðisflokk- urinn eykur fylgi sitt úr 20,7% í könnuninni í nóvember í 23,2% nú og Samfylkingin tapar fylgi, fer úr 11% þá í 8,7%. Þá sígur Framsókn- arflokkurinn aðeins niður, fer úr 15,6% í 14,7%. Könnunin var gerð dagana 18. til 23. febrúar. Spurt var: Ef sveit- arstjórnarkosningar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista mynd- ir þú kjósa? Tvær leiðir voru notaðar til að ná til kjósenda á Akureyri. Annars vegar var hringt í 229 manna tilviljunarúrtak úr þjóðskrá meðal fólks 18 ára og eldra. Hins vegar var send netkönnun til 371 manns úr- taks úr netpanel Félagsvísindastofn- unar. Alls fengust 338 svör frá svar- endum á aldrinum 18 til 95 ára. Var svarhlutfall 60%. Vigtaður svar- endafjöldi var sömuleiðis 338. Konur vilja Bjarta framtíð Þegar rýnt er í niðurstöður könn- unarinnar með tilliti til kynferðis þátttakenda kemur í ljós að fylgi Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokksins er nokkru meira meðal karla en kvenna. Þessu er öfugt farið hjá Bjartri framtíð þar sem stærsti hluti stuðningsmanna er kjósenda. Ætla 27% kvenna að kjósa flokkinn en aðeins 8% karla. Verulegur munur er einnig á stuðningi við Bjarta framtíð eftir aldri þátttakenda. Nýtur flokkurinn mests stuðnings meðal yngstu kjós- endanna, á aldrinum 18 til 29 ára, eða 33%. Skipting aldurshópanna er jafnari hjá öðrum framboðum. Vinstri hreyfingin – grænt framboð á flesta stuðningsmenn úr hópi kjós- enda 60 ára og eldri, 25%. Kjósendur sem aðeins eru með grunnskólanám að baki eru fjöl- mennastir meðal stuðningsmanna Bjartrar framtíðar og Lista fólksins. Meðal fólks með háskólamenntun nýtur Sjálfstæðisflokkurinn mests stuðnings, 27%. Atkvæði Bæjarlistans til Sjálfstæðisflokksins Stuðningur við flokkana skiptist einnig nokkuð eftir tekjum þátttak- enda. Meðal lágtekjufólks nýtur Björt framtíð mests stuðnings, 34% Meðal hátekjufólks, fólks með 600 þúsund krónur eða meira í mán- aðarlaun, er mestur stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn, 38%, og Fram- sóknarflokkinn, 35%. Athugun á því hvernig þátttak- endur kusu í bæjarstjórnarkosning- unum 2010 leiðir í ljós að flestir sem kusu Bæjarlistann þá, 46%, ætla núna að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. 23% þeirra ætla að kjósa Framsókn- arflokkinn. Þá ætla 27% þeirra sem kusu Lista fólksins síðast nú að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Athygli vekur að 22% þeirra sem kusu Samfylkinguna í bæjarstjórn- arkosningunum á Akureyri árið 2010 styðja nú Sjálfstæðisflokkinn. Meirihlutinn á Akureyri fallinn  Ný könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið á fylgi flokka á Akureyri  Listi fólksins tapar 5 af 6 bæjarfulltrúum  Mest fylgisaukning hjá Sjálfstæðisflokknum  VG með byr í seglin Píra tar Sjá lfst æð isfl. Fylgi stjórnmálaflokka á Akureyri samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 18.-23. febrúar 2014 vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 Bjö rt f ram tíð ? Ann að Svör alls: 338 Svarhlutfall: 60% Nefndu einhvern flokk: 219 Veit ekki: 87 Skila auðu/ógildu: 10 Ætla ekki að kjósa: 14 Vilja ekki svara: 9 1 1 13,3% 20,7% 10,4% 16,0% 16,0% 12,8% 15,6% 45,0% 13,5% 9,8% 11,0% 2,1% 8,7% 1,7% 3,4% 23,2% 16,7% 16,6% 14,7% 13,1% 8,7% 3,9% 1,2% 1,9% 3 2 Sam fylk ing 1 1 List i fó lksi ns 6 1 Vin stri -græ n 1 2 Fra ms ókn arfl . 1 2 Bæ jarl isti nn Niðurstöður kosninga 2010 Fjöldi bæjarfulltrúa, eftir síðustu kosningar. Fjöldi bæjarfulltrúa, væri gengið til kosninga nú. Fylgi skv. könnun 18.-23. feb. Fylgi skv. könnun 15.-23. jan. Fylgi flokka eftir því hvað var kosið síðast (2010) Fra ms ókn arfl . Kýs nú: Kaus þá: Vin stri -græ n Sam fylk ing List i fó lksi ns Bæ jarl isti nn Sjá lfst æð isfl. Ann an flok k eða fram b. ? Björt framtíð Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Samfylking Píratar Vinstri-græn Listi fólksins Annar flokkur eða framboð Flokkur ef kosið yrði á morgun til Alþingis Myndi kjósa í sveitar- stjórn: Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 18.-23. febrúar 2014. Fra ms ókn arfl . Myndi kjósa á Alþingi: Sjá lfst æð isfl. Bjö rt f ram tíð Sam fylk ing Vin stri -græ n 6% 23% 46% 12% 13% 15% 3% 13% 11% 19% 77% 60% 3% 2% 17% 11% 5% 5% 5% 23% 51% 3% 84% 10% 1% 3% 50% 3% 24% 3% 95% 14% 4% 11% 9% 6% 3%2% 10% 1% 5% 71% 6% 3% 22% 60% 4% 2% 27% 3% 7% 41% 7% 77% 2% 9% 3% 75% 6% 3% 6% 1% Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sigurgleði Mikil fagnaðarlæti brutust út á kosningavöku Lista fólksins á Akureyri vorið 2010 þegar tölur bárust um stórsigur framboðsins.  Könnun á fylgi framboða í Kópavogi. Á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.