Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 19
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014 Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Stundum virðist nútíminn einkenn- ast af því að allir eru að flýta sér. Enginn hefur nægan tíma. Alla hluti þarf að drífa af, á sem allra stystum tíma. Sumir hafa það fyrir lífsmottó að ef eitthvað hefur ekki verið notað í nokkurn tíma þá skal því hent. Ekki hugsa þó alveg allir svona. Gyða Þórðardóttir er einn elsti íbúinn á Þórshöfn og verður níræð í sumar. Hún er borin og barnfædd á prestssetrinu Sauðanesi, þar sem faðir hennar var prófastur og þjón- aði þar í tæpa hálfa öld. Gyða man því tímana tvenna. Fyrir rúmum sjötíu árum byrjaði hún að sauma stórt veggteppi, þá átján ára gömul heimasæta á Sauðanesi en lagði það svo til hlið- ar og henti því ekki. Hún sigldi út til að mennta sig en kom aftur heim. Teppið var alltaf geymt á góðum stað og fyrir tæpum tveimur árum tók hún það fram og lauk við það. Gyða hefur alltaf verið bráðflink saumakona og þrátt fyrir háan ald- ur er hún enn að sauma föt og að- stoða kunningja við lagfæringar. Veggteppið góða prýðir nú heimili bróðursonar Gyðu og minn- ir um leið á gildi þess að gefa sér tíma til að varðveita suma hluti, því allt hefur sinn tíma. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Langtíma verkefni Gyða Þórðardóttir við teppið sem hún byrjaði á 1942. Lauk við veggteppið 70 árum eftir að hún byrjaði Ísólfur Líndal Þórisson og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi sigruðu örugglega í fjórgangskeppni Meist- aradeildar Norðurlands – KS-deild- inni sem fram fór í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki í fyrra- kvöld. Ísólfur og Kristófer endurtóku leikinn frá síðasta ári þegar þeir sigruðu í fjórgangi. Bjarni Jónasson á Roða frá Garði varð annar í A-úrslitum og skákaði þar Þórarni Eymundssyni og Takti frá Varmalæk sem höfnuðu í þriðja sæti. Fjórgangskeppnin er fyrsta mót vetrarins í KS-deildinni. Sú nýjung er í ár að keppt er í liðakeppni, auk einstaklingskeppni. Lið Hrímnis er með forystu í liðakeppninni. Áður en keppnin var formlega sett var skrifað undir samstarfssamning Meistaradeildar Norðurlands og Kaupfélags Skagfirðinga. Sigur Ísólfur Líndal Þórisson náði á efsta pall í fjórgangskeppninni, Bjarni Jónasson varð í öðru sæti og Þórarinn Eymundsson í því þriðja. Ísólfur Líndal tekur forystuna nyrðra  Fyrsta keppni KS-deildarinnar Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra hefur komið til móts við óskir Landssambands smábátaeig- enda með því að afnema tímabila- skiptingu á VS-afla ýsu. Breytingin rýmkar til fyrir útgerðum varðandi ýsu sem meðafla með því að hafa allt árið undir, en ekki að miða heimildina við heildarafla hvers ársfjórðungs. Af VS-afla renna 80% til Verk- efnasjóðs sjávarútvegsins, en 20% til áhafnar og útgerðar. Nú má til- greina ýsu sem VS-afla allt að 5% ofan á heildarafla ársins án tillits til tímabila kjósi skipstjóri að nýta VS- aflaheimild skipsins þannig, segir á heimasíðu Landssambands smá- bátaeigenda, LS. Ársfjórðungs- tímabilin gilda áfram fyrir aðrar tegundir ef undan er skilin grásleppuveiði. Þar miðast heim- ildin einnig við heildarafla innan ársins líkt og nú gildir um ýsu. LS fór þess á leit við ráðherra fyrr í vetur að aflaheimildir í ýsu yrðu auknar um fimm þúsund tonn, en við því hefur ráðherra ekki orð- ið. Ýsa hefur á síðustu árum í aukn- um mæli fært sig norður fyrir land, en á því svæði eiga margar útgerðir lítið af aflaheimildum í tegundinni. Liðkað til fyrir veiðum á ýsu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.