Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014 AÐALFUNDUR Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 18. gr. samþykkta félagsins. Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning. 2. Tillögur að nýjum samþykktum fyrir félagið. Hinar nýju samþykktir byggja að mestu á núgildandi samþykktum en breytast til samræmis kröfum sem gerðar eru til félaga sem skráð eru á skipulegum verðbréfamarkaði. Tekin eru upp ákvæði um rafræn samskipti við hluthafa, rafræna hluthafafundi, boðunarfrestir hluthafafunda lengdir, ákvæði um kynjahlutföll við stjórnarkjör og fellt niður kjör varamanns í stjórn. Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu félagsins og á heimasíðu þess og þar geta hluthafar nálgast þær. 3. Tillaga um heimild til félagsstjórnar um kaup á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 4. Önnurmál. Aðalfundur HBGranda hf. verður haldinn föstudaginn 21. mars 2014 í matsal félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík og hefst hann klukkan 17:00. Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning: Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar með það löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins sem lögð verður fram tveimur vikum fyrir fundinn. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl. 17:00 föstudaginn 7. mars 2014. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsinswww.hbgrandi.is. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn, geta: a) veitt öðrum skriflegt umboð. b) greitt atkvæði skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins. Aðrar upplýsingar Endanleg dagskrá og öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins, nýjar samþykktir og tillögur, eru hluthöfum tiltæk á heimasíðu félagsins frá og með 7. mars 2014, kl. 17:00 og á skrifstofu félagsins frá sama tíma á venjulegum skrifstofutíma. Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega, minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Tilkynnt verður um framkomin framboð tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins, www.hbgrandi.is. Stjórn HBGranda hf. ÍS L E N S K A S IA .I S G R A 67 78 4 02 /1 4 Salerni í kjallara fjölbýlishúss var viðfangsefni álitsbeiðni sem barst kærunefnd húsamála. Ágreiningur var um hvort salernið teldist til sameignar allra íbúa í húsinu eða aðeins sumra þeirra. Eigandi einn- ar íbúðarinnar sem jafnframt er formaður húsfélagsins krafðist þess að nefndin viðurkenndi að sal- ernið teldist sameign allra í hús- inu. Húsið er íbúðarhús með einum stigagangi, undir því er kjallari með tveimur séreignum en þar eru einnig salerni auk geymslna, þvottahúsa, inntaksherbergja, hjóla- og vatnsgeymslna. Alls eru átta eignarhlutar í húsinu. Gat ekki þinglýst afsali Í eignaskiptasamningi frá árinu 1955 kom fram að salerni í kjallara væri í sameign sumra í húsinu. Formaður húsfélagsins vísaði hins vegar til þess að á húsfundi árið 2001 hefði verið ákveðið að gera alla sameign að sameign allra til að einfalda málin í húsinu. Ný eignaskiptayfirlýsing lægi fyrir sem allir íbúar hússins fyrir utan gagnaðila í málinu hefði skrifað undir. Formaðurinn hafði keypt sína íbúð í júlí í fyrra en hafði ekki get- að fengið afsalinu þinglýst fyrr en nýrri eignaskiptayfirlýsingu hefði verið þinglýst. Húsfundur trompi ekki þinglýstar heimildir Í áliti kærunefndar húsamála segir að eignaskiptasamningurinn frá 1955 liggi fyrir sem segi að sal- ernin séu sameign tiltekinna hús- hluta. Þá liggi einnig fyrir skipta- samningur frá 1958 milli nýrrar eignar sem er nú í eigu gagnaðila í málinu og íbúðar á 1. hæð þess efn- is að herbergi í kjallara fylgi hlut- deild í salerni í kjallara sem áður hafði tilheyrt eignarhluta á 1. hæð. Aðrar þinglýstar heimildir liggi ekki fyrir um eignarhaldið á sal- ernunum í kjallaranum. Fundar- gerð húsfélagsins frá 2001 þar sem samþykkt var að sameign yrði sameign allra gat hins vegar ekki hrundið gildi þinglýstra heimilda um eignarhaldið. Því var það álit kærunefndar- innar að salerni í kjallaranum teld- ist til sameignar sumra, gagnaðila, íbúðar á annarri hæð og íbúðar á þriðju hæð hússins. Nágrannar deildu um eignarhald á salerni í fjölbýli  Salernin talin sameign sumra en ekki allra íbúða í fjöleignarhúsi Morgunblaðið/Sverrir Salerni Deilurnar í húsinu snerust um klósett. Myndin er úr safni. Nýtingaráætlun strandsvæðis Arnarfjarðar var kynnt á opnum fundi á Bíldudal í gær. Bæjar- stjórar Vesturbyggðar og Ísa- fjarðarbæjar staðfestu áætlunina ásamt fulltrúum ríkisins. Fundurinn var vel sóttur, að sögn Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungs- sambands Vestfirðinga. Þangað komu bæði fulltrúar sveit- arstjórna og íbúar, auk Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverf- isráðherra. Rætt var um nýtingu fjarðarins á víðum grundvelli. Bæjarstjórar stað- festa nýtingaráætl- un strandsvæðis Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umhverfisráðherra hefur ákveðið að setja á fót starfshóp til að und- irbúa lagasetningu fyrir skipulagn- ingu hafs og stranda Íslands. Reikn- ar hann með að meginlínurnar verði lagðar í landsskipulagsstefnu en svæðisskipulag unnið í samráði við heimamenn, fyrst á þeim stöðum þar sem þörfin er mest. „Segja má að Vestfirðingar hafi þjófstartað með strandskipulagi fyrir Arnarfjörð. Þeir hafa sýnt mjög gott frumkvæði,“ segir Sig- urður Ingi Jóhannsson umhverfis- ráðherra sem staðfesti nýtingar- áætlun Arnarfjarðar ásamt bæjarstjórum Vesturbyggðar og Ísafjarðar við athöfn á Bíldudal í gær. Ráðherra tekur undir að seint sé farið af stað með skipulagningu hafs og stranda og lýsir þeirri skoðun sinni að snjallt hefði verið að hefja þá vinnu á sama tíma og byrjað var á skipulagningu miðhálendisins, upp úr 1990. Telur Sigurður að meginlínurnar verði lagðar í landsskipulagsstefnu sem Skipulagsstofnun vinnur að. Síðan verði unnið að svæðisbundnu skipulagi á einstökum svæðum. Tel- ur hann rétt að hefja þá vinnu á Vestfjörðum þar sem deilur hafa orðið við innreið fiskeldis í firðina. Einnig þurfi að huga að Faxaflóa og fleiri svæðum. „Þetta þarf að vinna þannig að innan fárra ára verði komið svæðisskipulag alls staðar þar sem ásókn er í nýtingu.“ Fyrirmyndin í Arnarfirði  Umhverfisráðherra segir að lög verði sett um skipulagningu hafs og stranda  Meginlínur í landsskipulagsstefnu  Svæðisskipulag þar sem mest á reynir Sigurður Ingi Jóhannsson Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra afhenti í gær Guðbirni Magnússyni viðurkenningarskjal fyrir ómetanlegt framlag í þágu sjúklinga og íslenskrar heilbrigð- isþjónustu. Guðbjörn hefur gefið blóð 175 sinnum sem er oftar en nokkur annar Íslendingur. Blóðgjafafélagið heiðrar árlega þá sem ná tilteknum fjölda blóð- gjafa og í reglum félagsins eru til- greindar viðurkenningar fyrir 125 skipti og fyrir 150 skipti. Engar reglur ná hins vegar yfir jafnmikla gjafmildi og Guðbjörn hefur sýnt en samkvæmt lauslegum útreikn- ingum hefur hann gefið blóð sem svarar þyngd hans sjálfs, segir í frétt frá ráðuneytinu. Heiðraður fyrir Íslandsmet í blóðgjöf Einstakt framlag Guðbjörn Magn- ússon og Kristján Þór Júlíusson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.