Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 11
Sterk Selma með krökkum sem hún heimsótti í Ingunnarskóla, en hún nær mjög vel til barnanna. meinsemd í hópi jafnaldra sinna. Við viljum líka virkja feður, að þeir séu meira sýnilegir í aðgerðum gegn einelti.“ Svandís segir að þær vilji líka bjóða upp á fyrirlestra Hermanns fyrir foreldra barna á leikskólastigi. „Því fyrr því betra. Allskonar viðhorf mótast hjá börn- um strax í leikskólum, sem þau taka með sér í grunnskólann.“ Að svara fyrir sig Svandís segir að við þurfum að kenna börnum okkar að svara fyrir sig með því að standa með sér. „Ekki með því að valta yfir næsta mann. Þau þurfa að marka sér stað og gefa skýr skilaboð um að þau láti ekki valta yfir sig. Það er hægt að svara fyrir sig á kurteislegan hátt, það þarf ekki að fara niður á sama lága planið og sá sem leggur í einelti er á.“ Svandís leggur áherslu á að foreldrar eigi ekki að standa fyrir framan börn sín til að verja þau. „Þeir þurfa að standa við hlið þeirra eða fyrir aftan þau, styrkja þau og byggja þau upp svo þau geti tekist á við einelti eða annað sem þau verða fyrir,“ segir Svandís og nefnir dæmi um hvern- ig hún hefur kennt börnum í Ing- unnarskóla að „taka Selmu á þetta“ og svara fyrir sig. „Ef ein- hver segir til dæmis við barn: „Þú ert með ömurlegt hár,“ þá er best að svara: „Já, finnst þér það? Mér finnst þitt hár svo flott.“ Þannig geta þau afvopnað hinn ein- staklinginn og hann hættir þessari hegðun.“ Rafrænt einelti er eitt af því sem tilheyrir tæknivæddum nú- tíma. „Síminn er nánast fastur við börn og unglinga, en foreldrar vita alltof lítið um hvernig þetta virkar allt saman og því ætlum við að bjóða upp á námskeið fyrir for- eldra til að læra um smáforrit eins og snapchat, instagram, Facebook og fleira. Það eru krakkar allt nið- ur í tíu ára með þessi forrit í sím- unum sínum eða tölvunum, og þarna fer fram allskonar einelti í formi athugasemda. Hermann Jónsson mun sjá um þessi nám- skeið með okkur.“ Hægt er að senda fyrirspurnir og beiðni um fyrirlestur á netfang: astgegnhatri@outcome.com Facebooksíða: Ást gegn hatri. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014 AKTU LENGRI LEIÐINA. Kannastu við tilfinninguna? Bíllinn kraftmikill og skemmtilegur í akstri, fáir á ferli, eldsneytisnotkunin lægri en þú hefur áður kynnst þannig að þú velur lengri leiðina heim. BMW X1 xDrive18d er fjórhjóladrifinn sportjeppi með 8 gíra sjálfskiptingu og 143 hestafla dísilvél sem notar aðeins 5,4 l/100 km. Við skorum á þig að koma og reynsluaka þessum einstaka bíl frá BMW. BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 E N N E M M / S ÍA / N M 6 12 6 2 *Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. Less emissions. More driving pleasure. BMW X1 xDrive18d – 5,4 l/100 km* Verð 6.590 þús. kr. sjálfskiptur Hrein akstursgleði BMW X1 www.bmw.is SLARK stendur fyrir snjóbrettamóti á morgun, laugardag, kl. 15 á Linnets- stíg í miðbæ Hafnarfjarðar. Mótið heitir 220 Jib Session og þar mun helsta snjóbrettafólk landsins sýna listir sínar á handriðum, rörum og pöllum. Það verður að sjálfsögðu góð tónlist og skemmtileg stemning á mótinu þar sem Emmsjé Gauti þeytir skífum og Mountain Dew verður í boði handa þeim sem eru þyrstir. Um kvöldið verður heljarinnar partí á „all in“ fyrir alla sem hafa aldur til en þar verður nýja Barf Bags-myndin frumsýnd og Dj Dynamite þeytir skíf- um. SLARK vonar að sem flestir geti komið á fyrsta og alls ekki seinasta „Jib-sessionið“ sem haldið verður í Hafnarfirði. Snjóbrettamót á morgun Morgunblaðið/Eva Björk Flott Snjóbrettakúnstir eru æði. Brettafólk sýn- ir listir sínar Netið er spennandi heimur, en þar leynast hættur sem for- eldrar verða að vera meðvitaðir um og undirbúnir í að fræða börnin um. Námskeiðið er fyrir þá for- eldra sem vilja kynnast þeim vefsíðum og þeim forritum sem unglingar sækja og nota mest í dag. Þetta er ekki kennsla í að loka á vefsíður og setja upp varnir, heldur er markmiðið að foreldrar séu betur í stakk búnir að ræða við börnin sín um þær hættur sem leynast á þessum síðum og í þessum forritum. Hvaða þjónustu býður vefsíðan upp á? Hvert er aðdráttarafl barna og unglinga? Hver er hættan við þessa vefsíðu/ forrit? Hvað getum við gert sem foreldrar? Farið verður m.a yfir eftirfar- andi vefsíður og forrit: Facebook Talkd.me Ask.fm Chatroulett Omegle Snapchat Instagram Tumblr Vine Foursquare Twitter Einnig er rætt um hugtökin Catfishing og Oversharing, farið inn á hættulegar vefsíður og mismunandi vafrar skoðaðir og hvernig börn og unglingar geta falið slóð sína á þeim. Námskeiðið verður haldið 25. og 26. mars í HR og skráning er á erindi@erindi.is Fyrir foreldra TÖLVUNÁMSKEIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.