Morgunblaðið - 28.02.2014, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 28.02.2014, Qupperneq 37
stangaði mann ef maður labbaði fram hjá henni o.þ.h. Ég hljóp inn í hláturskasti og það trúði mér auðvitað enginn því ég hló svo mikið. Þegar ég dvaldist í sveit- inni þá vorum við amma alltaf að spila og spiluðum við helst spilið „sæl amma“ og þegar kom upp gosi og við áttum að blístra þá átt- um við í mestu vandræðum með það því við hlógum svo mikið,. Svona var þetta alltaf, við fórum að gera eitthvað saman og alltaf var stutt í hláturinn. Stundum var bara nóg að sitja saman í kaffitímanum og einhver sagði eitthvað, þá hlógum við okkur máttlausar eða önnur fór að hlæja, þá fór hin að hlæja líka og þá láku tárin í miklum mæli. Ömmu fannst rosalega gott að láta greiða sér, sem við gerðum oft, fórum í hárgreiðsluleik. Þeg- ar ég varð eldri fór ég að fá að taka vinkonur með mér í sveitina, þá var farið í búðaleik og fengum við að fara í gömul föt sem amma átti inn í skáp af ömmu, mömmu og systkinum hennar. Það var æði að fara í gömlu kjólana og rauðu hælaskóna sem amma átti, vorum ekkert smá fínar frúr. Svo kom að því að amma og afi fluttu í Borgarnes, þá var ég orðin full- orðin. Afi dó 1998. Amma var mér mikið innan handar þegar strák- arnir mínir voru litlir, kom hún oft til mín til að hjálpa mér,. Þeg- ar Gunnar Bragi var tveggja mánaða fékk hann rs-vírus og það var ömmu að þakka að ég fór með hann til læknis, ég gerði mér ekki grein fyrir að hann væri orðinn svona veikur en þetta sá amma strax. Elsku amma Fríða, takk fyrir allar góðu stundirnar sem þú gafst mér, þú varst alltaf svo glöð og kát og hlátur lengir lífið, sem hann gerði svo sannarlega fyrir þig. Það var alveg sama hvað þú varst veik síðastliðið ár, alltaf gastu hrist það af þér og hlóst og gerðir grín. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Bið að heilsa afa. Þín Inga Hólmfríður. Elsku amma mín, nú er komið að kveðjustund. Ég veit að þú varst farin að bíða eftir hvíldinni löngu sem þú fékkst svo á konu- daginn. Nú ertu komin til afa, Braga og Binnu systur þinnar. Síðastliðna viku hafa margar góð- ar stundir rifjast upp fyrir mér. Mikið sem þú gafst alltaf af þér og því mun fólk sem fékk að kynnast þér búa að alla sína ævi. Þú varst alltaf svo kát og glöð, sama hvað gekk á, líka núna síð- ustu ár eftir að heilsunni fór að hraka, þú varst alltaf tilbúin að spauga og hlæja með okkur. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og eiga þig að sem ömmu. Það var alltaf svo gaman að koma til ömmu og afa í sveitinni, fara í fjárhúsin með afa og sitja svo inni með þér og Tinnu og spila laumu og Hæ gosa, mikið sem við hlógum þá. Þú varst nú ekkert rosalega góð í þessum spilum sem okkur frænkum fannst agalega fyndið og þér reyndar líka, ég held að þú hafir hlegið allra mest. Þegar ég skrifa þetta þá rifjast upp bíltúr sem við fórum í með Halla og Tinnu á rauðu Lödunni hans Halla. Í minningunni var þetta svakalegur bíltúr þar sem Halli sagðist ætla að keyra upp á Snæfellsjökul og það á Lödunni! Þú ætlaðir sko ekki að taka þetta í mál og sagðir að það myndi aldrei ganga og við myndum festa okk- ur á leiðinni, sem við gerðum. Ég og Tinna sátum þarna í aftursæt- inu örugglega um fimm ára gaml- ar og hlógum okkur máttlausar bæði út af bílhræðslunni þinni og að þessari vitleysu. Svo voru göngutúrarnir með þér að Vegamótum að kaupa laugardagsnammið og heimsókn- irnar í Dal til Ella og Gerðu minn- isstæð. Það var alltaf eitthvað fífl- ast á leiðinni, skoðað í náttúrunni og hlustað á sögur frá þér. Svo léstu nú ekki duga að halda í okkur hlýju með hlátri og góðmennsku, þú prjónaðir enda- laust mikið á okkur. Maður vissi alltaf hvaða pakki var frá ömmu í sveitinni á jólunum og á afmæl- um, það var þessi mjúki. Nú seinni árin, eftir að þú flutt- ir í Borgarnes þá kom ég oft í heimsókn til þín, við spjölluðum um lífið, þú kenndir mér að prjóna og ég fékk oft smá að borða hjá þér í hádeginu af því að þú áttir heima svo nálægt skól- anum. Svo fluttir þú á Dvalar- heimilið í Borgarnesi sem heitir nú Brákarhlíð og ég held að þér hafi nú fundist gott að búa þar og ég er viss um að þú hafir náð að spauga svolítið í stelpunum þar og gera líf þeirra aðeins litríkara. Ég er svo fegin að litli strák- urinn minn, hann Haraldur Magnús, fékk að kynnast þér að- eins, og hvað þú ljómaðir þegar við komum í heimsókn. Þið voruð yndisleg saman. Ég vona að þér líði vel hvar sem þú ert og ég bið að heilsa afa og Flekku minni! Sæludalur sveitin best, sólin á þig geislum helli, snemma risin, seint er sest, sæludalur, prýðin best. Þín er grundin gæðaflest, gleðin æsku, hvíldin elli, sæludalur sveitin best, sólin á þig geislum helli. (Jónas Hallgrímsson) Þín Elín Ósk. Ég mun alltaf muna eftir ömmu sem nennti alltaf að spila við mig. Ömmu sem prjónaði gammósíur í allar jólagjafir. Ömmu sem labbaði eins og mör- gæs. Ömmu sem labbaði með okkur Arnóri upp að Vegamótum og til baka einn sumardag. En mest af öllu mun ég muna eftir ömmu sem hafði húmorinn alltaf í lagi. Þú hlóst að öllum bröndur- unum sem fjölskyldan sagði, sama hversu lélegir þeir voru. Þú varst alltaf hress, kát og bros- andi. Ég mun sakna þín en ég veit þú hefur það gott með afa núna. Sólrún Sesselja Haraldsdóttir. Elsku amma í sveitinni. Amma Fríða, æðstastrympa. Það er svo margt fallegt og skemmtilegt sem kemur upp í hugann um ömmu Fríðu. Ég á svo margar frábærar minningar til úr sveit- inni, jafnvel þó þær snerti hana ekki beint þá er sveitin amma og amma er sveitin í mínum huga. Amma mín gerði bestu kakósúp- una (einhvernvegin hafði ég alltaf pláss fyrir meira) og gaf manni alltaf eitthvað prjónað í jólagjöf. Hvað er betra á köldum vetri en ömmuprjónaðar gammósíur? Strympu-fjölskyldan er skemmtileg og furðuleg og hefur sinn einstaka Strympu-húmor og við höfum ekki langt að sækja hann. Þrátt fyrir að amma væri komin í hjólastól og heilsunni far- ið að hraka þá grínaðist hún alltaf svo mikið og húmorinn var hinn eini sanni Strympu-húmor. Síð- astliðið sumar þegar fjölskyldan hélt Strympu-ættarmót þá mætti amma, fékk sér rauðvín með matnum og hló manna hæst að furðulegu bröndunum sem komu upp úr afkomendum hennar. Að hún hafi alið allan þennan skara upp sem mamma, amma og langamma er sérstakt afrek út af fyrir sig – og þá er ég bara að tala um þolinmæðina gagnvart mis- góðum fimmaurum. Elsku amma, hún á eitthvað um fjörutíu afkomendur auk tengdabarna. Hún hefur þurft að sitja í gegnum óteljandi (misgóð- ar) sýningar en alltaf klappaði hún fyrir manni og alltaf hafði hún tíma. Hún vildi alltaf lána manni föt fyrir leiksýningar og hjálpa manni að draga dýnur fram á gang fyrir fimleikasýning- arnar. Hún hafði líka alltaf tíma til að spila. Þannig eru ömmur, held ég. Ég tel mig heppna með mitt ömmueintak, ömmu litlu sem vaggaði eins og mörgæs þegar hún labbaði. Amma Fríða var hlý og skemmtileg kona. Hún var fyndin og yndisleg, hún var glettin og góð. Ég og systkini mín, Sólrún og Hörður, Haraldsbörn, viljum kveðja ömmu með þessum orð- um: Takk, amma, fyrir allt. Við elskum þig og biðjum að heilsa afa. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Tinna Haraldsdóttir, Sólrún Sesselja Haraldsdóttir og Hörður Tryggvi Haraldsson. Í dag kveðjum við föðursystur okkar, Hólmfríði Finnsdóttur, eða Fríðu eins og hún var oftast kölluð. Við systur vorum sendar í sveit til fjölskyldunnar í Strympu og eigum við margar góðar minn- ingar þaðan. Við viljum þakka Fríðu frænku fyrir að taka svona vel á móti okkur og gera lífið í sveitinni skemmtilegt fyrir okkur borgarstúlkurnar. Sæludalur, sveitin best, sólin á þig geislum helli, snemma risin, seint er sest, sæludalur, prýðin best. Þín er grundin gæðaflest, gleðin æsku, hvíldin elli, sæludalur sveitin best, sólin á þig geislum helli. (Jónas Hallgrímsson) Við sendum fjölskyldu Fríðu innilegar samúðarkveðjur. Guðbjörg og Steinunn Haraldsdætur. Eitt hið fyrsta sem mér kemur í hug, þegar ég minnist Fríðu frænku minnar, er þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa þekkt hana frá því að ég man fyrst eftir mér, þakklæti fyrir hlýjuna og góða viðmótið sem einkenndi hana. Móðir mín og Fríða voru systk- inabörn í báðar ættir og sam- skipti þeirra mikil og góð þó að aldursmunur væri nokkur. Báðar ólust þær upp á Skarðsströndinni og aðeins bæjarleið á milli Geir- mundarstaða og Hvalgrafa. For- eldrar mínir bjuggu um skeið á Gröfum og einhvern tíma fengu þau Fríðu til að mjólka kýrnar og gæta þriggja ára drengs meðan þau sinntu erindum í borginni. Hún tók þann litla auðvitað með sér í fjósið, en hann spretti úr spori og lá endilangur í flórnum þegar að var komið. Hvernig skyldi nú unglingurinn frænka mín hafa brugðist við? Jú, hún bjargaði pilti og skellihló! Þetta er fyrsta minning mín um Fríðu og einmitt svona man ég hana all- ar götur síðan, létta í lund, glað- væra, hjálpsama og stutt í hlát- urinn. Upp úr tvítugu er Fríða komin í Reykhólasveitina til vinnu í Til- raunastöðinni og þar kynnist hún verðandi eiginmanni sínum, Ing- ólfi Marinó Pálssyni. Fjölskylda mín var þá nýlega flutt að Reyk- hólum og ég man enn hvað mér þótti það hátíðleg stund þegar séra Þórarinn Þór gaf þau Fríðu og Ingólf saman í hjónaband í stofunni á Grund, enda hafði ég aldrei áður verið viðstaddur hjónavígslu. Áratugum síðar var ég á ferð um Miklaholtshrepp á Snæfells- nesi að skrá örnefni eftir bænd- um og naut þá alúðar og gestrisni hjónanna í Straumfjarðartungu. Þá höfðu þau komið upp stórum og myndarlegum barnahópi, en einnig orðið fyrir þungri sorg þegar elsti sonurinn lést af slys- förum tæplega tvítugur. Ekki man ég hversu vel þau þekktu til örnefna, en augljóst var að með samheldni og þrautseigju höfðu þau ræktað landið og smám sam- an byggt upp og bætt húsakost- inn á jörðinni þannig að hlaut að vekja aðdáun. Börn hændust að Fríðu. Ég sé hana fyrir mér á ættarmóti á Varmalandi 75 ára hlaupandi í leik með unga fólkinu. Vel sást að stritið hafði sett sitt mark á lík- amann, en hún geislaði af lífsgleði og hlátri eins og í fyrstu minningu minni. Innilegar samúðarkveðjur til systkina og stóra barnahópsins hennar Fríðu frá okkur Ástu systur minni og fjölskyldum okk- ar. Brynjúlfur Sæmundsson. Það var mikið gæfuspor fyrir mig þegar ég fór 13 ára sem kaupakona í sveit eins og fleiri börn í mínu ungdæmi. Ég var svo heppin að hreppa sveitabæ á Snæfellsnesi sem heitir Straum- fjarðartunga þar sem jökullinn með allt sitt aðdráttarafl skartar sínu fegursta. Mér leist ekki of vel á þetta fyrst. Ég var óvön sveitavinnu og að passa börn. Þar bjuggu ung hjón með fjögur börn á aldrinum 1-8 ára og eitt á leið- inni. En strax fyrsta daginn fór mér að þykja vænt um þau. Þau voru svo dugleg, skýr og góð, aldrei óþekk. Hjónin Fríða (Hólmfríður) og Ingi (Ingólfur) tóku svo vel á móti mér að ég féll bara inn í hópinn. Við Fríða urð- um strax mestu mátar. Hún kenndi mér svo margt og mikið, öll heimilisverk, bæði úti og inni. Fríða gekk í öll verk, hún mjólk- aði kýrnar alltaf kvölds og morgna og ég man að það voru þrjár kýr fyrsta sumarið. Fríða var alltaf í góðu skapi, skammaði aldrei börnin, bara talaði rólega við þau og útskýrði hlutina við þau ef þau greindi á. Hún var já- kvæð og gerði það besta úr öllu. Hún var mjög góð móðir, ákveðin og traust. Þau voru líka mjög samhent, hjónin. Ingi var öðling- smaður, rólegur, tryggur en gat verið stríðinn. Hann er nú látinn. Fyrsta sumarið þurftum við að ná í allt vatn niður í Straumfjarð- ará, sem var drjúgur spotti, en svo kom dæla inn í húsið seinna. Við fórum alltaf öll á engjar að heyja. Við Fríða smurðum og út- bjuggum nesti fyrir allan hópinn. Og Fríða lét ekki sitt eftir liggja, rakaði eins og stormsveipur. Það var gaman í þessum engjaferð- um. Ég var hjá þeim þrjú sumur og þau tóku mér eins og sinni eigin dóttur. Fyrir það er ég óendan- lega þakklát. Það var alltaf svo gaman að tala við Fríðu, eins þeg- ar við eltumst, hún reyndist mér sem besta móðir. Það var gott að leita til hennar. Hún vissi svör við öllu. Þegar ég fór að búa sjálf og eignast börn þá dvaldi ég með börnin mín mörg sumur í Strympu og það var yndislegt. Ég og börnin mín eiga góðar minn- ingar þaðan. Það er gott að eiga góðar minningar, það yljar manni um hjartaræturnar. Það er þér að þakka, elsku Fríða, að við eigum svona góðar minningar. Ég talaði við hana þremur dög- um áður en hún kvaddi. Hún var þá orðin veik. Ég sendi börnum þeirra Fríðu og Inga, og fjöl- skyldum, mínar dýpstu samúðar- kveðjur frá okkur Baldvin og börnunum. Blessuð sé minning hennar. Hvíl í friði, elsku Fríða mín. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín Elna. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014 ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, KARL EIRÍKSSON fv. forstjóri, lést fimmtudaginn 20. febrúar. Jarðarför mun fara fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 7. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á ABC Barnahjálp eða Skógrræktarfélag Reykjavíkur. Eiríkur Karlsson, Ragnheiður Pétursdóttir, Þóra Karlsdóttir, Bergrós Hauksdóttir, Fjóla Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG JÓHANNA ÞÓRÐARDÓTTIR kennari, Hrafnistu í Hafnarfirði, áður til heimilis á Þinghólsbraut 72, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 13.00. Unnsteinn Þórður Gíslason, Magnús Gíslason, Kristján Gíslason, Guðrún Benedikta Elíasdóttir, Gísli Örn Gíslason, Birna Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR DAGBJARTAR BJARNADÓTTUR áður til heimilis að Reykjavíkurvegi 39, (Tungu), Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk þriðju hæðar Sólvangs fyrir góða umönnun. Birna G. Flygenring, Albert Baldursson, Garðar Flygenring, Erna Flygenring, Pétur Þór Gunnarsson, Bjarni Sigurðsson, Helga B. Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, sonur, bróðir, mágur og afi, GUÐMUNDUR RÚNAR GUÐMUNDSSON, Úthlíð 37, Hafnarfirði, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 18. febrúar verður jarðsunginn frá Hafnar- fjarðarkirkju þriðjudaginn 4. mars kl. 13.00. Vilborg Sverrisdóttir, Ragnar Guðmundsson, Svanhildur Anna Magnúsdóttir, Guðmundur Rúnar Guðmundsson, Valgerður Guðmundsdóttir, Hjálmar Árnason, Ingvar Guðmundsson, Rut Brynjarsdóttir og barnabörn. ✝ Faðir okkar, bróðir, tengdafaðir, afi og langafi, SÍRA ARNGRÍMUR JÓNSSON, dr. theol., lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 25. febrúar. Minningarathöfn verður haldin í Háteigskirkju þriðjudaginn 4. mars klukkan 11.00. Útför frá Oddakirkju á Rangárvöllum sama dag klukkan 14.00. Hafliði Arngrímsson, Margrét Jóhanna Pálmadóttir, Kristín Arngrímsdóttir, Snæbjörn Arngrímsson, Susanne Torpe, Bergþóra Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.