Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014 Skeifan 2 • Sími 530 5900 • www.poulsen.is Bílalakk Blöndum alla bílaliti og setjum á spreybrúsa Bjóðum uppá heildarlausnir í bílamálun frá DuPont og getum blandað liti fyrir allar gerðir farartækja ÚTSÖLULOK SÍÐUSTU DAGAR BÓKAÚTSÖLUNNAR Íslenskar og erlendar bækur á frábæru verði. Tilboð á rekstrarvörum og ritföngum. Opið alla daga til kl.22:00 Franski listamaðurinn Paulo Grangeon opnar sýn- inguna „Pöndur á ferð“ í Taipei. Sýndar eru 1.600 pöndur sem Grangeon gerði úr endurunnum pappír og eiga að tákna 1.600 risapöndur sem lifa í náttúrunni samkvæmt talningu í Kína fyrir tíu árum. Sýningin er á vegum náttúruverndarsamtakanna WWF til að vekja athygli á aðgerðum til að vernda pönduna sem er álitin í útrýmingarhættu. EPA Pöndur á ferð í höfuðborg Taívans Bandarískir vísindamenn, sem hafa rannsakað gögn frá geimsjónauk- anum Kepler, segja að hann hafi fundið 715 áður óþekktar fjar- reikistjörnur, þ.e. plánetur utan sól- kerfis okkar. Stjörnurnar eru allar í marg- stirnakerfum og um 95% þeirra eru smærri en Neptúnus, sem er fjórum sinnum stærri en jörðin. Fjórar af reikistjörnunum eru minna en 2,5 sinnum stærri en jörðin og ganga um sól sína á „lífbelti“, þ.e. á þeim stað í sólkerfinu þar sem fljótandi vatn getur verið á yfirborðinu. Fjar- reikistjörnurnar eru í hundraða ljós- ára fjarlægð frá jörðu og of langt í burtu til að hægt sé að rannsaka þær nákvæmlega. Áður hafði Kepler fundið 246 reikistjörnur utan sólkerfis okkar. Alls hefur því geimsjónaukinn fund- ið 961 fjarreikistjörnu frá því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, skaut honum á braut um jörðu árið 2009. Þetta er meira en helmingur af öllum fjarreikistjörn- um sem fundist hafa á síðustu 20 ár- um, eða frá því að fyrsta plánetan ut- an sólkerfis okkar fannst. Fréttavefur BBC hefur eftir Douglas Hudgins, vísindamanni hjá NASA, að niðurstöður rannsókn- anna sýni að stjörnukerfi, þar sem margar reikistjörnur ganga á braut um eina stjörnu, líkt og sólkerfi okk- ar, séu algeng í vetrarbrautinni sem sólkerfi okkar tilheyrir. Keplerssjónaukinn er sá fyrsti sem er fær um að greina fjar- reikistjörnur á stærð við jörðina á lífbelti annarra stjarna. Meginmark- miðið með rannsóknum Kepler er að finna út hve algeng sólkerfi eru og hvernig þau eru uppbyggð, að því er fram kemur í grein um geimsjón- aukann á stjörnufræðivefnum, stjornufraedi.is. bogi@mbl.is Geimsjónaukinn Kepler fann 715 áður óþekktar fjarreikistjörnur  Langflestar eru smærri en Neptúnus og fjórar á lífbelti Ítalski skipstjórinn Francesco Schettino úthúð- aði fjölmiðlamönnum í gær þegar hann kom í fyrsta skipti um borð í skemmtiferðaskipið Costa Concordia eftir að það steytti á skeri ná- lægt eyjunni Giglio við vesturströnd Ítalíu 13. janúar 2012 með þeim afleiðingum að 32 fór- ust. Schettino hefur verið ákærður fyrir mann- dráp og að hafa yfirgefið skipið á undan far- þegum. Þegar fjölmiðlamenn spurðu Schettino hvers vegna hann hefði farið af skipinu á und- an farþegum húðskammaði hann þá fyrir að saka hann um hugleysi, uppnefna hann m.a. „kafteininn kjarklausa“. „Þið eruð enn að tala um að ég hafi yfirgefið skipið!“ hrópaði hann. „Það þýðir að þið hafið ekki skilið neitt, fjárinn hafi það!“ Schettino kveðst hafa hrasað og dottið ofan í björgunarbát þegar slysið varð. Hann segist síðan hafa ákveðið að fara í land á björgunarbátnum til skipuleggja björgun farþeganna þaðan. RÉTTARHÖLD VEGNA STRANDS COSTA CONCORDIA Skipstjórinn sagði fjölmiðlum til syndanna Francesco Schettino Könnun í sex Vestur-Evrópulöndum hefur leitt í ljós að hjúskaparbrot eru algengust meðal karlmanna í Frakk- landi og á Ítalíu. Að sögn talsmanns fyrirtækisins IFOP, sem gerði könnunina, ætti þessi niðurstaða ef til vill ekki að koma á óvart í ljósi frétta um kvennamál sumra af stjórnmálaleiðtogum landanna tveggja, m.a. François Hollande Frakklandsforseta og Silvio Berlusconi, fyrr- verandi forsætisráðherra Ítalíu. „Þeir virðast vera nokkuð dæmigerðir fyrir karlmenn í löndum sínum,“ hefur fréttaveitan AFP eftir talsmanninum. Um 55% franskra og ítalskra karlmanna í könnuninni viðurkenndu að hafa haldið framhjá maka sínum og ein af hverjum þremur frönskum og ítölskum konum. Um 42% breskra og 46% þýskra karlmanna sögðust einhvern tíma hafa haldið framhjá maka sínum. Munurinn milli kynjanna í þessum efnum var minnstur í Þýskalandi þar sem 43% kvennanna viðurkenndu framhjáhald. Á Ítalíu var hlutfallið meðal kvenna 34%, 32% meðal kvenna í Frakklandi og 29% í Bretlandi. KÖNNUN Á HJÚSKAPARBROTUM Í VESTUR-EVRÓPULÖNDUM Ótryggðin algengust meðal Frakka og Ítala François Hollande

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.