Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkis- ráðherra, mælti í gær fyrir þings- ályktunartillögu sinni um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evr- ópusambandinu. Gunnar Bragi sagði meðal annars í ræðu sinni að ómögu- legt væri fyrir ríkisstjórnina að halda aðildarviðræðum við ESB áfram og að þjóðin vildi ekki ganga í ESB. Þá væri nokkuð í það að hægt væri að uppfylla Maastricht-skilyrð- in. Gunnar Bragi sagði einnig að heimurinn væri stærri en Evrópa og færði rök fyrir því að Íslandi væri betur borgið utan Evrópu. Þá hefði honum verið tjáð af stækkunarstjóra ESB að Ísland væri velkomið í sam- bandið þegar og ef það væri tilbúið til þess. Einnig taldi hann ótal sóknar- færi vera fyrir Ísland í alþjóðasamn- ingum og fríverslunarsamningum víðs vegar um heiminn. Þá lagði hann jafnframt áherslu á mikilvægi þess að viðhalda góðum samskiptum við Evrópu. Ítrekaði ásakanir um svik Að lokinni ræðu Gunnars Braga tók Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, til máls og gagn- rýndi asann á þessari ákvörðun. Þá ítrekaði hann einnig ásakanir í garð stjórnarflokkanna um að hafa svikið þá stefnu sem þeir boðuðu fyrir síð- ustu þingkosningar. Gunnar Bragi vildi hins vegar ekki fallast á þessi sjónarmið. Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingarinnar, hvatti utanríkisráð- herra til þess að draga þingsályktun- artillöguna til baka þar sem hún væri vond. Því hafnaði ráðherrann. Þá hefur Katrín Júlíusdóttir, vara- formaður Samfylkingarinnar, lagt fram skriflega fyrirspurn til utanrík- isráðherra þar sem hún spyr að því hvaða gögn búi að baki staðhæfing- um hans um að ekki hafi verið meiri- hlutavilji fyrir þingsályktun sumarið 2009 um að sækja um inngöngu í Evrópusambandið. Tillögunni vísað til nefndar Umræður um þingsályktunartil- lögu utanríkisráðherra um að draga til baka aðildarumsókn að Evrópu- sambandinu hófust í gær eftir að samkomulag náðist á milli þing- flokksformanna um áframhald máls- ins. Fram að því hafði þingfundi ítrekað verið frestað, en hann hófst klukkan 10.30 og tóku margir til máls undir liðnum fundarstjórn forseta. Samkomulagið á milli stjórnarliða og stjórnarandstöðunnar gekk út á að umræða um skýrslu Hagfræði- stofnunar um Evrópusambandið yrði frestað og skýrslunni vísað til utan- ríkismálanefndar Alþingis. Í fram- haldi myndi Gunnar Bragi Sveinsson mæla fyrir þingsályktunartillögu sinni um að aðildarumsóknin að ESB yrði dregin til baka. Umræðu yrði síðan frestað og þings- ályktunartillagan færi í framhaldinu til utanríkismálanefndar. Þingfundi var frestað klukkan rúmlega 19 í gær en umræðu verður haldið áfram 10. mars að loknum nefndadögum í næstu viku. Áframhald viðræðna ómögulegt  Heimurinn stærri en Evrópa  Ísland sagt velkomið í ESB þegar það er reiðubúið  Vilja að álykt- unin verði dregin til baka  Sakaðir um svik  Þingsályktunartillagan næst tekin fyrir 10. mars Morgunblaðið/Golli ESB Gunnar Bragi Sveinsson fylgist með Katrínu Jakobsdóttur í ræðustól. Sjálfstæðismenn í borginni vilja kanna þann möguleika hvort nýta megi borgarstjórnarsalinn í Ráð- húsi Reyjavíkur sem sýningarsal fyrir fornrit þjóðarinnar yfir sum- artímann. „Það er alveg ljóst í mínum huga að það er ekkert því til fyrirstöðu af hálfu borgarinnar að bjóða fram salinn,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti sjálfstæðismanna, um hugmynd- ina. Í tillögu sjálfstæðismanna, sem Júlíus Vífill lagði fram á borgar- ráðsfundi í gær, er lagt til að Reykjavíkurborg bjóði salinn end- urgjaldslaust fyrir sumarsýningu á handritunum þá mánuði þegar borgarstjórnarfundir falla niður og jafnvel lengur, enda geti borgar- stjórn haldið fundi sína tímabund- ið á öðrum stað, ef svo ber undir. Bókmenntaborg „Ég verð mjög var við það að talað sé um að það sé mjög und- arlegt að þjóð sem byggir arfleifð sína á handritunum og sögunum skuli hvergi sýna þau. Og auðvitað tek ég undir það. Mjög stór hluti ferðamanna sem hingað koma er meðvitaður um þessa sögu,“ segir Júlíus Vífill og bætir því við að lík- lega hafi alltof fáir Íslendingar barið handritin augum. Júlíus Vífill segir eðlilegt að Reykjavíkurborg leitist við að standa undir því að vera bók- menntaborg UNESCO. Borgar- stjórnarsalurinn sé bæði glæsi- legur og hentugur, t.d. hvað varðar öryggi, og sjálfsagt að skoða þann möguleika að nota hann undir sýningar á menningar- arfinum. holmfridur@mbl.is Vilja bjóða salinn und- ir handritin  Stendur tómur yfir sumartímann Morgunblaðið/Kristinn Rúmgóður Júlíus Vífill segir salinn bæði glæsilegan og hentugan. Mikið fannfergi er á fjallvegum og víða ófært um Mývatnsöræfi. Samkvæmt upplýsingum frá Birki Fanndal í Mývatnssveit er t.d. ófært fyrir bíla að bílastæð- inu við Hveri og hafa ferðamenn því skilið bílana eftir á þjóðveg- inum. Þá hefur Þórhallur Kristjáns- son unnið á jarðýtu sinni við að fletja út snjóruðninga meðfram þjóðveginum á Austurfjöllum, vestan Jökulsár. Hann segir mikla ruðninga vera víða á þeirri leið. Þá er önnur ýta úr Mývatnssveit austan Jökulsár í samskonar verkefni á Bisk- upshálsi. Þórhallur telur að erfitt gæti reynst að halda opnum þjóðveg- inum með venjulegum sköfubíl- um. Ef ekkert væri aðhafst nema tvo daga í viku gæti fann- fergið orðið óviðráðanlegt. Ryður snjó á jarðýtu sinni FANNFERGIÐ MIKIÐ María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Ákveðið hefur verið að fresta fækk- un snjómokstursdaga á Möðrudals- öræfum á leiðinni milli Egilsstaða, Mývatns og Vopnafjarðar til mánu- dags en ákvörðunin átti að taka gildi í dag. Margir hafa mótmælt þessari ákvörðun um fækkun snjómoksturs- daga og bent á þær neikvæðu afleið- ingar sem ákvörðunin hefði í för með sér. „Þetta er algjörlega óásættan- legt,“ segir Gunnar Jónsson, formað- ur bæjarráðs Fljótsdalshéraðs. „Það er verið að einangra allan fjórðung- inn með þessu. Við höfum miklar áhyggjur af öryggi íbúa fjórðungsins en við vitum aldrei hvenær á þarf að halda að koma sjúklingum til Akur- eyrar. Vissulega er flugvöllur á Eg- ilsstöðum en hann getur líka lokast. Þá hefur þetta áhrif á atvinnulífið en frá Seyðisfirði gengur ferja og þang- að er mikill fiskflutningur. Sá fiskur kemur að mestu leyti frá Eyjafjarð- arsvæðinu. Það er verið að fara aftur um ansi mörg ár ef þetta á að vera svona,“ segir Gunnar. Skerðir heilbrigðisþjónustu Kristín Albertsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, telur þessa ráðstöfun ekki ógna ör- yggi íbúa svæðisins en hafi hins veg- ar áhrif á þjónustu stofnunarinnar. „Þetta hefur einhver áhrif á okkar þjónustu hvað varðar sjúkraflutn- inga. Við reynum að keyra þegar þess er kostur en flestir bráðaflutn- ingar fara með flugi og þá sérstak- lega yfir vetrartímann. Þá eigum við í mjög góðu samstarfi við Vegagerð- ina sem hefur verið okkur innan handar þegar á þarf að halda. Þetta kann hins vegar að hafa áhrif á sjúkraflutninga milli stofnana svo sem þegar flytja þarf sjúkling sem hefur verið í aðgerð á Akureyri til sjúkralegu og endurhæfingar hér á umdæmissjúkrahúsinu í Neskaup- stað. Þá gæti þetta þýtt fleiri legu- daga á annarri hvorri stofnuninni,“ segir Kristín. Víðtækar afleiðingar Breyting þessi hefur víðtækar af- leiðingar en Strætó hefur í kjölfar þessa þurft að fækka akstursdögum á leið 56 úr fjórum í þrjá enda aðeins fært fyrir strætó þá daga sem mokað er. Um leið og færð lagast mun Strætó hefja á ný akstur samkvæmt leiðarvísi. Þá sendi sveitarstjórn Skútustaðahrepps frá sér ályktun í gær þar sem ákvörðun þessi var hörmuð. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Mývatnsöræfi Þórhallur Kristjánsson við jarðýtu sína, staddur við gatnamót að Hverum austan Námafjalls. Hafa áhyggjur af öryggi heimamanna  Fækkun snjómokstursdaga einangrar allan fjórðunginn Umræður um skýrslu utanríkis- ráðherra um aðildarviðræður við Evrópusambandið og um þróun mála innan sambandsins, stóðu yf- ir á Alþingi dagana 19., 20. og 24.- 27. febrúar. Ræður þingmanna og andsvör við þeim voru alls 608 og stóðu í u.þ.b. 23 og hálfa klukku- stund, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis. Skiptingin var með þeim hætti að haldnar voru 80 ræður og stóðu þær yfir í alls 632 mínútur, eða 10 og hálfa klukkustund. Þá veittu þingmenn 528 andsvör í 779 mínútur, eða tæpar 13 klukku- stundir. Þessa sömu daga tóku þing- menn 496 sinnum til máls um fundarstjórn forseta og töluðu í samtals 552 mínútur, eða rúmar 9 klukkustundir. Skýrslan var rædd í 23 klukkustundir Alls voru gefin út 3.432 íslensk vegabréf í sein- asta mánuði sam- kvæmt upplýs- ingum Þjóðskrár Íslands og voru þau rúmlega eitt þúsund fleiri en í sama mánuði í fyrra. Í frétt á vefsíðu Þjóðskrár segir að 2.423 vegabréf hafi verið gefin út í janúar 2013 og hafi út- gefnum vegabréfum því fjölgað um 41,6% milli ára. Þau svör fengust hjá Þjóðskrá í gær að starfsmenn vissu ekki um neinar sérstakar ástæður fyrir þessari aukningu. Fjöldi útgefinna vegabréfa í janúar var líka mun meiri en í desembermánuði þegar gefin voru út 2.553 vegabréf og fjölgunin er líka mikil ef miðað er við janúarmánuð sl. þrjú ár. Útgefnum vegabréf- um fjölgaði um 42% Tvö sveitarfélög hafa ákveðið að taka þátt í tilraunaverkefni um raf- rænar íbúakosningar. Þann 25. febr- úar lauk fresti til að tilkynna þátt- töku í tilraun Þjóðskrár Íslands um rafrænu íbúakosningarnar sem hafa verið í undirbúningi. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- skrár buðu tvö sveitarfélög sig fram, Akranesbær og Rangárþing ytra. Nokkur mál eru í deiglunni hjá báð- um sveitarfélögunum sem vilji er til að kjósa um og verður á næstu vik- um unnið að því að velja og útfæra nánar það efni sem kosið verður um. Bjóða upp á rafræn- ar íbúakosningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.