Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 23
Listi fólksins sem er í meirihluta í bæjar-
stjórn Akureyrar biði afhroð ef kosið væri
nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Listinn myndi missa fimm af
sex bæjarfulltrúum sínum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn í bænum með þrjá bæjarfulltrúa.
Vinstri græn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn fengju tvo fulltrúa hver. Samfylkingin fengi einn bæjar-
fulltrúa. Bæjarlistinn myndi þurrkast út. Píratar kæmust á blað en fengju ekki fulltrúa.
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014
Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is
ELDHÚSTÆKI
Bæjarstjórn hefur verið starf-
rækt á Akureyri frá 1863. Í
nærri hálfa öld gegndi sýslu-
maðurinn störfum bæjarstjóra.
Fyrsti bæjarstjórinn var ráðinn
1919, Jón Sveinsson. Hann
gegndi starfinu til 1934 að
Steinn Steinsen tók við og var
til 1958. Magnús Guðjónsson
var bæjarstjóri til 1967 en þá
tók Bjarni Einarsson við og var
til 1976. Næsti bæjarstjóri var
Helgi H. Bergs til 1986. Bæj-
arstjóraskipti eftir það tengjast
breytingum á meirihluta bæj-
arstjórnar. Alþýðuflokkur og
Sjálfstæðisflokkur mynduðu
meirihluta 1986 og réðu Sigfús
Jónsson bæjarstjóra. Árið 1990
mynduðu Alþýðubandalag og
Sjálfstæðisflokkur meirihluta
og réðu Halldór Jónsson bæj-
arstjóra. Framsóknarflokkur og
Alþýðuflokkur mynduðu meiri-
hluta 1994 og þá var Jakob
Björnsson fyrsti bæjarstjórinn á
Akureyri sem jafnframt var póli-
tískur leiðtogi meirihlutans.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og
Akureyrarlistinn mynduðu
meirihluta 1998 var oddviti
stærri meirihlutaflokksins,
Kristján Þór Júlíusson, ráðinn
bæjarstjóri. Gegndi hann starf-
inu til ársins 2006. Það ár varð
Sigrún Björk Jakobsdóttir bæj-
arstjóri, fyrst kvenna. Hermann
Jón Tómasson svo við starfinu
2009 og gegndi til loka kjör-
tímabilsins. Núverandi bæj-
arstjóri er Eiríkur Björn Björg-
vinsson.
Bæjarstjórar
tólf frá 1919
BÆJARSTJÓRN FRÁ 1863
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Akureyri Fjórða fjölmennasta
sveitarfélag landsins.
„Þetta slær mig ágætlega. Maður
hlýtur að vera ánægður með þessa
niðurstöðu, en vissulega vildi ég sjá
hærri hlutfallstölur,“ sagði Gunnar
Gíslason, nýr oddviti sjálfstæðis-
manna á Akureyri, þegar Morgun-
blaðið leitaði álits hans á niður-
stöðum könnunar Félagsvísinda-
stofnunar á fylgi flokkanna í
bænum.
„Við leggjum áherslu á að ná til
stærri hóps kjósenda, en þetta er
betri árangur en í síðustu könnun
og veruleg aukning frá kosning-
unum 2010. Maður gerði sér vonir
um meira, en kannski er það ekki
raunsætt í ljósi atburða í stjórn-
málum síðustu daga, ef þeir hafa þá
einhver áhrif hér,“ sagði Gunnar.
Gunnar sagði ljóst að yrðu úrslit
bæjarstjórnarkosninganna í vor
eins og könnunin sýnir væri ekki
hægt að mynda meirihluta án þátt-
töku þriggja flokka. Það væri
nokkru snúnara en myndun tveggja
flokka meirihluta, „en það er bara
verkefni sem maður færi í að leysa
og held að verði ekki tiltökumál,“
sagði hann.
Gunnar Gíslason kvaðst ekki hafa
skýringu á afhroði Lista fólksins
sem myndar meirihluta í bæjar-
stjórn. „Helsta skýringin er að í síð-
ustu kosningum hafi mikið
óánægjufylgi færst yfir til listans og
kannski er það að snúa aftur heim
eins og sagt. Svo er stuðningur við
ný framboð, Bjarta framtíð og Pí-
rata, og það gæti haft áhrif á
þetta,“ sagði hann.
Kallað eftir skýrari sýn
„Mér líst ágætlega á þessar töl-
ur,“ sagði Andrea Sigrún Hjálms-
dóttir, oddviti Vinstri grænna. „Ég
get ekki annað en verið ánægð með
að okkar fylgi sé á uppleið. Ég trúi
því að þarna sé málflutningur okkar
og starf síðast liðin fjögur ár að
skila sér.“
Andrea kvaðst ekki hafa skýr-
ingu á afhroði Lista fólksins. Raun-
ar væru menn enn að reyna að átta
sig á úrslitunum fyrir fjórum árum.
Fylgistapið núna væri mjög mikið
miðað við að listinn hefði fylgt
þeirri stefnu að halda í horfinu í
bæjarmálum. „Líklega eru bæj-
arbúar að kalla eftir skýrari fram-
tíðarsýn en nú er,“ sagði hún. Andr-
ea kvaðst ekki hafa áhyggjur af því
að erfiðlega myndi ganga að mynda
nýjan meirihluta ef þetta yrðu úrslit
kosninganna. Það gæti skapað
möguleika á að gera tilraun með
samstarf margra flokka, ekki bara
minnsta mögulega meirihluta. Hefð
væri fyrir góðri samvinnu flokka á
milli á Akureyri.
„Hryllilegt“
„Þetta er hryllilegt,“ sagði Logi
Már Einarsson oddviti Samfylking-
arinnar. „Tölurnar eru mjög slæm-
ar og ég hef ekki aðra skýringu á
þessu en að við erum ekki að ná í
gegn með okkar málstað. En við
getum samt ekki gert annað en að
halda ótrauð áfam.“
Logi Már kvaðst ekki hafa skýr-
ingu á afhroði bæjarstjórnarmeiri-
hlutans. „En væntanlega hefur það
reynst þeim þungt í skauti að vera
svona mörg óreynd með hreinan
meirihluta.“ Logi taldi að ekki yrði
erfitt að mynda nýjan meirihluta í
bæjarstjórn ef þetta yrðu úrslitin.
„En það verður þá án okkar þátt-
töku,“ bætti hann við.
„Þetta eru vonbrigði og allt ann-
að en við finnum í bænum,“ sagði
Geir Kristinn Aðalsteinsson, oddviti
Lista fólksins og forseti bæj-
arstjórnar Akureyrar.
Úrslitin verða önnur
„Ég er alveg rólegur yfir þessu
enda ennþá langt til kosninga. Við
höfum ekki verið að kynna okkar
lista eins og ýmsir fleiri hafa verið
meira í að undanförnu. En ég er al-
gjörlega sannfærður um að kosn-
ingarnar munu verða á allt annan
veg en þessar tölur segja,“ sagði
hann.
„Maður hlýtur að vera ánægður“
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir Gunnar GíslasonGeir Kristinn AðalsteinssonLogi Már Einarsson
„Hryllilegt,“ segir oddviti Samfylkingarinnar „Bæjarbúar vilja skýrari
sýn,“ segir oddviti VG „Á eftir að breytast,“ segir oddviti Lista fólksins
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyri Lykilmenn á bæjarstjórnarfundi á dögunum. F.v. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Oddur Helgi
Halldórsson, bæjarfulltrúi Lista fólksins, og Geir Kristinn Aðalsteinsson, oddviti sama lista og forseti bæjarstjórnar.