Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014 Enska rokksveitin Arctic Monkeys var sigursæl á verðlaunahátíð tíma- ritsins NME sem fór fram í fyrra- dag í Lundúnum. Hljómsveitin hlaut fimm verðlaun, þar af sem besta hljómsveit Bretlands, besta tón- leikasveitin og fyrir bestu plötuna, AM. Lily Allen hlaut verðlaun sem besti tónlistarmaðurinn og Harry Styles úr hljómsveitinni One Direc- tion hlaut hin furðulegu verðlaun „Villain of the Year“, eða Óþokki ársins. Þá hlaut pönksveitin Blondie ekki síður einkennileg verðlaun, „Godlike Genius“, eða Guðum líkur snillingur og Paul McCartney var verðlaunaður fyrir lagasmíðar. Verðlaun fyrir nýsköpun hlaut Damon Albarn og hljómsveitin Ha- im var útnefnd besta alþjóðlega hljómsveitin. Drenge var valin besta nýja hljómsveitin og hljómsveitin Disclosure hlaut verðlaun fyrir besta lagið, „White Noise“. Besta tónlistarmyndbandið þótti myndbandið við lag Eagulls, „Nerve Endings“ og besta tónlistarhátíðin Glastonbury. Einnig voru veitt verð- laun fyrir bestu sjónvarpsþáttaröð og hlaut þau hin bandaríska Break- ing Bad. Söngvarinn Morrissey hlaut verðlaun fyrir bestu bókina, sjálfsævisögu sína Autobiography og Alex Turner úr Arctic Monkeys var valinn hetja ársins. Hljómsveitin The 1975 var svo valin versta hljómsveit ársins og hafa liðsmenn hennar líklega ekki verið sáttir við þau verðlaun, ef verð- laun skyldi kalla. Hátíðin fór fram í O2 Academy í Brixton og tróðu m.a. upp hljómsveitirnar The Horrors og Metronomy. AFP Margverðlaunaðir Hljómsveitin Arctic Monkeys, eða Norðurskautsapar, er skipuð Matt Helders, Nick O’Malley, Alex Turner og Jamie Cook. Arctic Monkeys hlaut fimm verðlaun Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Smilewound, nýjasta breiðskífa hljómsveitarinnar múm, kom út í fyrra og hefur hlotið mikið lof gagn- rýnenda víða um heim. Múm er til- nefnd til Norrænu tónlistarverð- launanna í ár fyrir plötuna og verða þau veitt í Osló á morgun, 1. mars. Múm er önnur af tveimur íslenskum hljómsveitum sem tilnefndar eru til verðlaunanna, hin er Hjaltalín fyrir plötuna Enter 4. Fastir liðsmenn múm eru Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Örn Tynes og á plötunni nýju snýr einn upphafs- manna sveitarinnar aftur, Gyða Val- týsdóttir. Aðrir sem leika og syngja á plötunni eru Mr. Silla, Samuli Kosninen, Hildur Guðnadóttir og Ólöf Arnalds. Múm er síbreytileg stærð og Örvar segir það mikilvægt heilsu hennar. Vönduð verðlaun „Þetta var ógurlega gaman, mjög notalegt. Mér sýnist líka allt vera mjög vandað í kringum þessi verð- laun, margar skemmtilegar plötur tilnefndar og ekki alltaf það aug- ljósasta. Þetta er góður hópur að vera í,“ segir Örvar, spurður að því hvernig það sé að vera tilnefndur til Norrænu tónlistarverðlaunanna. En hvernig skyldi vera að keppa við vini sína í Hjaltalín? „Við höfum unnið mikið saman, við Gunni kom- um báðir að fyrstu Hjaltalín- plötunum og við höfum samið lög saman. Högni spilaði með okkur í múm á tímabili og það er einmitt lag á Smilewound sem var upphaflega samið fyrir plötuna okkar, á undan Sing Along to Songs You Don’t Know (fimmtu breiðskífa múm) og passaði ekki inn á hana þannig að Hjaltalín notaði það á sinni plötu,“ segir Örvar og á þar við „Sweet Im- pressions“, eitt laga Terminal. Örv- ar segir múm því eiga eftir að fagna með Hjaltalín, hljóti Enter 4 verð- launin enda sé platan æðisleg. – Þessi plata er töluvert frábrugð- in þeirri síðustu eins og við var að búast, þið fetið alltaf nýjar slóðir... „Við gefum aldrei sömu plötuna út tvisvar, þá myndum við fljótt fá leiða á þessu,“ svarar Örvar. Lögin á Smilewound eru frá ólíkum tímum og Örvar segir það oft eiga við um plötur múm. „Við eigum alltaf mjög stóran banka af lögum og svo eru þau tilbúin á mismunandi tímum. Það er t.d. lag á þessari plötu sem var samið á kassagítar 2005, svona kassagítarsgutlslag, og það virkaði aldrei neitt að taka það upp. Við breyttum því algjörlega í elektrón- ískt lag og það endaði í allt öðrum búningi á plötunni.“ Misskildu leikstjórann Einn flytjenda á Smilewound er öðrum frægari, ástralska poppdívan og leikkonan Kylie Minogue. Hvern- ig stendur á því að hún syngur í lagi múm, „Whistle“? „Það bara atvikaðist einhvern veginn. Við gerðum tónlist fyrir bíó- mynd, Jack & Diane, fyrir nokkrum árum, tveimur eða þremur, sem hún var að leika í. Leikstjóranum fannst vanta lag fyrir klúbbatriði í mynd- inni og datt í hug að við gætum gert lag sem hún gæti sungið. Ég var að tala við leikstjórann í síma og sam- bandið var svo lélegt að ég heyrði ekki almennilega hvað hann var að segja. Þannig að við sömdum lag sem okkur fannst henta henni vel og áttuðum okkur ekkert á því að þetta ætti að vera eitthvert klúbbalag. Við sendum leikstjóranum það og þá kom í ljós að við höfðum misskilið hann svona hrapalega. Svo hringdi hann aftur nokkrum vikum seinna og vildi endilega láta af þessu verða og hún gerði þetta.“ Blaðamaður veltir því í kjölfarið fyrir sér hversu þekkt múm sé orðin á heimsvísu, hvar hún sé stödd í „meikinu“. Örv- ar segist ekki vita það almennilega en múm sé þó orðin þekkt stærð í ákveðnum kreðsum enda búin að gefa út fjölda platna og spila um all- an heim margoft. „Það væri skrítið ef nafnið væri ekki fljótandi ein- hvers staðar. Síðan eru þetta bara tilviljanir, hlutirnir gerast bara ein- hvern veginn og ef maður er opinn fyrir því gerist eitthvað jákvætt,“ segir hann. Beðinn um að nefna þau lönd sem hann telji múm hvað vin- sælasta í nefnir Örvar Japan, Hong Kong, Singapúr, Taíland, Ítalíu og Pólland. Smilewound er dreift um Evrópu, Bandaríkin og Asíu af þýska fyr- irtækinu Morr Music sem hefur gef- ið út síðustu tvær plötur múm. Áður var múm á mála hjá enska fyrirtæk- inu FatCat Records og Örvar segir landslagið í plötuútgáfu hafa verið allt annað á þeim tíma. „Það seldust ennþá diskar en eins og staðan er núna eru allir að reyna að laga sig að þessum nýja heimi, það veit eng- inn almennilega hvað er að gerast,“ segir Örvar. Tónleikahald múm hafi þó verið nokkuð stöðugt frá því önn- ur plata hennar, Finally We Are No One, kom út árið 2002. Titill frá Sin Fang Smilewound er forvitnilegur plötutitill og Örvar er beðinn að segja aðeins frá honum. „Við vorum mikið að hræra með þetta og kasta hugmyndum á milli með ýmsu fólki. Sindri „Sin Fang“ á eiginlega heið- urinn af titlinum, hann var að snúa út úr einhverjum hugmyndum sem við vorum með og ég held að hann hafi verið að reyna að vera fyndinn. Okkur fannst þetta passa svo vel, bæði inn í nafnahefðina hjá okkur - við erum alltaf með hugmyndir í titl- unum sem takast á, smá togstreitu – og þetta var líka einfalt, eitt orð. Þessi plata er líklega einfaldari en allar hinar plöturnar okkar og titill- inn nær að vera jákvæður og bjart- ur en líka dálítið ofbeldisfullur, margir textanna fjalla um ofbeldi.“ – Hvers vegna ofbeldi? „Ég veit það ekki, þetta æxlaðist þannig núna. Ég er búinn að vera í kvikmyndafræði í Háskóla Íslands síðustu þrjú ár, horfa á kvikmyndir allan daginn og ég áttaði mig á því að svo mikið af okkar menningu; skáldsögum, kvikmyndum og um- ræðum í samfélaginu, snýst um of- beldi. Mér fannst gaman að skoða hvernig það teygir anga sína, í mörgum textanna er fjallað um of- beldi í hversdagsleikanum.“ – Þið hafið fengið jákvæða dóma fyrir Smilewound, m.a. í Slant sem segir hana aðgengilegustu plötu ykkar til þessa. Ertu sammála því? „Já, ég held að það geti alveg ver- ið. Ég veit líka ástæðuna fyrir því. Síðan við gerðum Go Go Smear the Poison Ivy, sem var rosalega flókin plata, 160-70 rásir í hverju lagi og 20-30 hljóðfæri, þá settum við okkur lítið verkefni, að einfalda músíkina okkar tímabundið. Það er skemmti- legt að einfalda hlutina, gerðum það á Sing Along ... og gengum lengra á þessari plötu. Þetta er einfaldasta platan okkar til þessa og ég held að það skili sér kannski líka í því að hún sé aðgengileg,“ segir Örvar. „Einfaldasta platan okkar til þessa“  Múm keppir um Norrænu tónlistarverðlaunin í ár Ljósmynd/Hörður Sveinsson Múm Hljómsveitin í fyrra, f.v. Samuli Kosminen, Mr. Silla, Gyða Valtýsdótt- ir, Gunnar Örn Tynes, Hildur Guðnadóttir og Örvar Þóreyjarson Smárason. Plötuumslagið prýðir málverk eftir myndlistarmanninn Söru Riel og segja má að andstæður mætist í því, líkt og í titlinum. „Við duttum mjög snemma nið- ur á þetta, einfalt þríhyrnings- form sem passaði mjög vel við músíkina á plötunni, þetta er einfaldari músík en oft áður og einföld form. Síðan er þetta bros vísun í titilinn, þríhyrning- urinn lítur út eins og bros og svo eru þessar tennur eitthvað hrátt, groddalegt og e.k. frum- mennska í því að sýna tenn- urnar,“ segir Örvar. Litaþræð- irnir sem tennurnar hanga vísa svo í tónlistina, enda litir oft notaðir til að lýsa tónlist og hún er litrík þegar múm á í hlut. Tennur og litþræðir PLÖTUKÁPAN Við bjóðum öll afmælisbörn velkomin og gefum þeim fría n eftirrétt í tilefni dagsins. afmaeli? Attu´ Til hamingju!!! H ug sa sé r!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.