Morgunblaðið - 28.02.2014, Blaðsíða 14
VIÐTAL
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Hreystin skein af Finnunum Miikka
Eskola og Sami Salmenkivi þegar
blaðamaður hitti þá í gærmorgun í
húsakynnum Mjólkursamsölunnar
(MS) á Bitruhálsi. Þeir borða enda
mikið af íslensku skyri en Miikka og
Sami eru mennirnir á bak við gríðar-
lega aukið skyrát Finna. Þeir eru
staddir hér á landi m.a. vegna Food
and Fun matarhátíðarinnar og
hlakka mikið til að bragða á öllum
kræsingunum sem verða á boð-
stólum. Mika Leppäjärvi er líka með
í för en hann situr ekki viðtalið, hef-
ur í öðru að snúast enda mörgum er-
indum að sinna varðandi skyrvið-
skiptin í nokkurra daga stoppi
þeirra hér.
Skyrævintýrið í Finnlandi hófst á
skemmtilegan máta fyrir rúmum
þremur árum síðan. Miikka, Sami og
Mika eru með lítið markaðsfyrirtæki
í Helsinki og voru þá með til hliðar
smá innflutning, aðallega á mjólk-
urvörum. Á þessum tíma voru þeir
með augun opin fyrir nýrri vöru til
að koma með inn á markaðinn.
„Ég kom til Íslands í frí með þá-
verandi kærustunni minni. Við fór-
um hringveginn og ég borðaði skyr
nánast allan tímann, varð bara ást-
fanginn af þessari vöru,“ segir Mi-
ikka glettinn og Sami bætir við sög-
una: „Það voru mörg símtölin sem
við fengum frá honum úr fríinu um
að skyrið væri hið eina rétta. Við
höfðum verið að leita að sambæri-
legri vöru og svo fann hann hana fyr-
ir tilviljun,“ segir Sami.
Þá fór boltinn að rúlla.
160 tonn af skyri í janúar
Þeir gerðu samstarfssamning við
MS og munu framlengja hann í dvöl
sinni hér á landi núna. Vöxturinn er
mjög hraður. Söluaukningin hjá
þeim í janúar var 220% og þeir seldu
160 tonn af skyri í janúar á móti
tæpum 50 tonnum í fyrra. Búist er
við að fyrirtæki þeirra, Skyr Finland
Oy, nái að velta nálægt 1,5 millj-
örðum kr. á þessu ári. Skyrið er líka
núna orðið nánast það eina sem fyr-
irtækið einbeitir sér að.
Skyrið sem er selt í Finnlandi er
framleitt í Danmörku og á Íslandi. Í
byrjun febrúar ákvað MS að fjár-
festa í tækjum fyrir um 180 milljónir
kr. í mjólkurbúi á Jótlandi í Dan-
mörku, aðallega til að geta annað
eftirspurn og mætt þeim mikla vexti
sem er fyrirsjáanlegur í skyrsölu í
Finnlandi á þessu ári.
Skyr er framleitt í Danmörku
samkvæmt sérleyfi frá MS. Fram-
leiðslan þar nam í fyrra um 1700
tonnum en með nýju vélunum gæti
hún farið upp í 2.500 tonn. Áætlað er
að salan í Finnlandi nemi 1.800 tonn-
um á þessu ári, 1.400 tonn munu
koma frá Danmörku og 400 tonn frá
Íslandi en það er allur tollkvóti ESB.
Sala á skyri jókst um 56% á Norð-
urlöndunum á síðasta ári og er
markaðurinn þar orðinn tvisvar
sinnum stærri en á Íslandi í magn-
sölu.
„Varan er svo góð og passar vel
inn í finnskan markað og hefur notið
mikillar velgengni. Finnski mjólk-
urvörumarkaðurinn er mjög stór og
mikil samkeppni á honum. Þess
vegna bjuggumst við ekki við að
skyrið yrði vinsælt svona hratt en
vonuðumst auðvitað til þess,“ segir
Sami og bætir við að engin ein
ástæða sé fyrir vinsældunum en tím-
inn hafi verið réttur, neytendur að
leita að próteinríkum vörum og svo
sé mjúk áferð skyrsins aðlaðandi
auk þess sem skyrið sé ein besta
mjólkurvara í heimi.
Það tók um tvö ár fyrir skyrið að
festa sig í sessi en vinsældir þess
ruku upp í fyrra. Spurðir út í áfram-
haldið segjast Sami og Miikka ætla
að stækka vörulínuna, koma inn með
fleiri bragðtegundir og jafnvel hefja
sölu á skyrdrykkjum.
Íslenska skyrið var hið eina rétta
Kynntist skyri í sumarfríi á Íslandi Orðin ein vinsælasta mjólkurvaran í Finnlandi Söluaukn-
ingin í janúar var 220% Skyrið ein besta mjólkurvara í heimi og passar vel inn í finnskan markað
Morgunblaðið/Þórður
Skyr-Finnar Sami Salmenkivi, Miikka Eskola og Mika Leppäjärvi hafa stuðlað að gríðarlegum vinsældum íslenska
skyrsins í Finnlandi. Þeir seldu 160 tonn af skyri í janúar á móti tæpum 50 tonnum í janúar í fyrra.
Finnska skyrið „Varan er svo góð og passar vel inn í finnskan markað og
hefur notið mikillar velgengni,“ segir Sami Salmenkivi hjá Skyr Finland Oy.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014
Síðumúla 35
www.jens.is
Kringlunni og
Íslensk hönnun og handsmíði - Falleg jólagjöf
Vatnajökull
7.900.- Eyjafjallajökull
5.900.-
Jöklaskálar
Norðurljós
12.800.-
6.900.-
6.900.-
13.900.-
Undanfarnar vikur hafa nokkrir land-
eigendur stigið fram og kynnt áætl-
anir sínar um að hefja gjaldtöku við
nokkrar af náttúruperlum landsins.
„Slík vinnubrögð eru með öllu óvið-
unandi og fordæmir stjórn Samtaka
ferðaþjónustunnar (SAF) þá leið sem
þarna er farin,“ segir í tilkynningu.
Samtökin hafa boðað til félagsfund-
ar um málið í dag kl. 8.30 í Borgartúni
35, þar sem ráðherra ferðmála, Ragn-
heiður Elín Árnadóttir verður sér-
stakur gestur. Á fundinum verður
farið yfir ástand og horfur í ferða-
þjónustunni. Rætt verður um fyrir-
hugaða gjaldtöku og umdeildar hug-
myndir um innrukkun á fjölsótta
ferðamannastaði í sumar, eins og seg-
ir í fundarboði.
„Samtök ferðaþjónustunnar SAF
hafa ávallt lagt áherslu á að við út-
færslu á gjaldtöku sé horft til heildar-
hagsmuna ferðaþjónustunnar, hvort
heldur verið er að meta möguleika til
gjaldtöku eða við útfærslu á upp-
byggingu ferðamannastaða. Þá verð-
ur líka að tryggja að þær tekjur sem
af gjaldtökunni verða skili sér örugg-
lega að fullu til áframhaldandi upp-
byggingar ferðamannastaða víðs veg-
ar um landið,“ segir í tilkynningu frá
SAF.
Þar segir ennfremur að nú liggi
fyrir að iðnaðar-
og viðskiptaráð-
herra muni um
mánaðamótin
kynna útfærslur
að heildstæðri
lausn hvað varðar
fjármögnun til
uppbyggingar
ferðamanna-
staða. Telja sam-
tökin mikilvægt
að horft sé til slíkra
heildarlausna frekar en farið verði
af stað með staðbundnar lausnir.
Þannig séu heildarhagsmunir einn-
ar stærstu og mest vaxandi atvinnu-
greinar landsins best tryggðir.
Þurfi góðan fyrirvara
Þá vilji SAF ítreka enn og aftur
mikilvægi þess að allar kröfur um
gjaldtöku þurfi að liggja fyrir með
góðum fyrirvara þar sem sala til er-
lendra ferðaheildsala eigi sér stað
langt fram í tímann. Tímabundinn
vanda væri t.a.m. hægt að leysa með
valkvæðum greiðslum ferðamanna.
Eitt stærsta ferðamannasumar
sögunnar sé handan hornsins og því
skipti öllu máli að aðilar innan grein-
arinnar sæki á miðin í sátt og sam-
lyndi.
Ferðaþjónustan
fordæmir gjaldtöku
Ráðherra verður gestur á félagsfundi
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Skyrið fæst í öllum verslunum í
Finnlandi og þess er neytt af
öllum hópum þó konur séu í
meirihluta og fólk á aldrinum 25
ára til 55 ára. „Í byrjun horfðum
við á ákveðinn markhóp,
íþróttamenn og fitnessfólk því
það er þeim eðlilegt að sækja í
prótein en forðast fitu og ka-
loríur. Við unnum með þessum
hópum í um ár og einbeittum
okkur að konum því þær hugsa
meira hvað þær borða og vilja
hafa matinn bragðgóðan. Við
vorum alltaf með árstíðabundna
sölu sem fylgdi að mestu leyti
æfingartímabilunum, eftir ára-
mót og á haustin þegar fólk fer
að taka sig á. Á síðasta ári var
salan ekki árstíðabundin í
fyrsta skipti, núna eru bara allir
að borða skyr,“ segja þeir.
Núna borða
allir skyr
MARKHÓPARNIR